Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 28
60 Tilvera MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 I>V ií£ÍiÚtgáfutónleikar Sálarinnar Suður-amerísk tónlist í Lista- klúbbnum í kvöld leika Tatu Kantomaa og Einar Kristján Einarsson á harmóniku og gítar suður-amer- íska tónlist í Listaklúbbnum í Þjóðleikhúskjallaranum. Á efnis- skránni verða meðal annars lög eftir Astor Piaccolla og Hector Villa Lobos. Dagskráin hefst kl. 20.30. Klassík ■ NORÐURUOS - SONGTONLEIK- i AR Hulda Björk Garöarsdóttir sópr- w an, Kristina Wahlin, messósópran, og Beth Elin Byberg halda tónleika í Norræna húsinu í Reykjavík. Tón- leikarnir eru samvinnuverkefni list- mannanna þriggja og á efnisskránni eru lög eftir norræn tónskáld. ■ PÍANÓTÓNLEIKAR í SALNUM í Salnum í Kópavogi kl. 20.00 í kvöld mun Christopher Czaja Sager leika verk eftir J.S. Bach og Schumann. Miösala er opin virka daga frá kl. 13.00-18.00,tónleikadaga til kl. 20.00 og um helgar klukkustund fyr- irtónleika. Leikhús ■ LOMÁ Moguieikhúsið (víö Hlemm) sýnir Lómu - mér er alveg sama þótt einhver sé aö hlæja aö mér eftir Guörúnu Ásmundsdóttur í dag, kl. 18.00. Uppselt. Síðustu forvöð ■ MALVERK I HAFNARBORG I dag lýkur í Hafnarborg í Hafnarfirði sýn- ingu á málverkum Þorbjargar Hösk- uldsdóttur. Sýningin er opin frá 12 til 18. ■ NORRÆN SKARTGRIPASÝNING í dag lýkur sýningu í Hafnarborg á verkum norænna skartgripahönn- uða. Að sýningunni standa fimm ungir listhönnuðir frá Rnnlandi, Sviþjóö og íslandi. Fundir ■ KYNNING Á ART 2000 Kynning á dagskrá fýrstu alþjóölegu Raf- og Tölvutónlistar-hátíðarinnar þ íslandi, ART2000, í Listaháskóla ísland vlö Laugarnesveg í stofu 024. Farið verður yfir dagskrá hátíðarinnar sem stendur frá 18. til 28. október og helstu gestir og verk þeirra kynnt, auk þess sem tóndæmi verða leik- in. Kynningin hefst klukkan 15 og er öllum opin. ■ FYRIRLESTUR FYRIR FOR- ELPRA Foreldra- og kennarafélag Breiðholtsskóla ásamt foreldrafélög- um leikskólanna í hverfinu standa fyrir fyrirlestrahaldi í kvöld. Fyrirlest- urinn heldur Hugo Þórisson sálfræð- -*Jt-ingur og mun fjalla um samsklptl barna og foreldra á þann veg að sjálfsmynd barna styrkist í dagleg- um samskiptum. Fyrirlesturinn, fer fram í hátíðarsal Breiöholtsskóla, veröur á jákvæöum og skemmtileg- um nótum. Dagskráin hefst kl. 20.30. Sjá nánar: Líflö eftlr vlnnu á Vísl.is á Gauki á Stöng Það skapaðist góð stemning þegar hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hélt útgáfutónleika fyrir nýju plöt- una sina á Gauki á Stöng síðastliðið fóstudagskvöld. Húsfyllir var á Gauknum sem nýlega var breytt og hann stækkaður til muna. Sálin hans Jóns míns hefur um árabil verið ein af vinsælustu hljómsveit- um landsins og tónleikar hennar draga einatt að fjölmarga aðdáend- ur sem yfirleitt skemmta sér kon- unglega. Sú var líka raunin á út- gáfutónleikunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Sindri Kjartansson og Rakel Her- mannsdóttir sjónvarpspar létu sig ekki vanta á tónleikana. Ingvar Valgeirsson og Haukur Omarsson, starfsmenn Tónabúöarinnar, hlýddu andaktugir á leik Sálarinnar og sötruöu veigarnar. Brynja Pétursdóttir badmintonmeistari og Anna Björk Birgisdóttir sjónvarpskona voru ánægöar meö nýja diskinn hjá strákunum t Sálinni. §£ ' / DV MYNDIRING Strákamir í Sálinni skemmtu gest- um Gauksinsjsl.-föstudagskvöld. Bíogagnrýni Verk Rósku í Nýlistasafninu Andrés, Mikki og klassíkin Hilmar Karlsson s krifar gagnrýni um kvikmyndir. Á laugardaginn var opnuð sýning í Nýlistasafninu á verkum listakonunn- ar Ragnhildar Óskarsdóttur, eða Rósku, sem lést árið 1996. Á sýning- unni ægir saman teikningum, málverk- um, ljósmyndum, bréfsnifsum og öðru efni sem tengist listakonunni. í tengsl- um við sýninguna verða haldin kvik- myndakvöld en Róska var einnig þekkt sem kvikmyndagerðarmaöur. Einnig verður haldið málþing um pólitíska list. Fjölmenni var við opnun sýningar- innar sem stendur til 19. nóvember. Monica Haug kennari og Eiríkur Líndal sálfræöingur voru viöstödd opnun sýningarinnar á verkum Rósku. Þorgeir Þorgeirson og Vilborg Dag- bjartsdóttir voru mætt til aö skoöa verk Rósku. Rebekka Silvía Ragnarsdóttir nemi og Tinna Guömundsdóttir blönduðu geöi viö aðra gesti. DV-MYNDIR INGO Andrea Jónsdóttir útvarpskona og Birna Þóröardóttir baráttukona. Páll Banine og Jón Sæmundur Auöar- son, myndlistar- menn og pönkarar, glugguðu I bækur. Sambíóin/Fantasía 2000 Fantasía var ein fyrsta stóra teiknimyndin frá Walt Disney og mikið metnaðarmál hjá Disney sjálf- um að hún yrði sem best úr garði gerð enda fór það svo að myndin telst í dag meðal klassískra kvik- mynda og er mikið frumkvöð- ulsverk. Það var draumur Disneys að gera framhald, en af því hefur ekki orðið fyrr en nú að Fantasía 2000 kemur fyrir sjónir almennings og það verður að segjast eins og er að myndin er hálfgerður bastarður miðað við fyrri myndina. Ekki þar fyrir að myndin er fullkomin í sjálfu sér þegar litiö er á afrek teiknara og tæknimanna, en samsetningin og samræmið er ekki í sama gæða- flokki. Eitt af því sem slítur myndina óþarflega mikið í sundur er að fá þekkta leikara og skemmtikrafta til að kynna hvem hluta fyrir sig. í fyrri myndinn var aðeins notast við eina rödd sem gerði allt sem þurfti og hélt góðu samræmi milli mynd- hluta. Annað er einnig lýti á Fantasíu 2000 og það er hversu mis- vel hefur tekist til. Margir snillingar koma við sögu en eiga misgóðan dag. Þá er loks að geta þess að feng- inn er einn hluti úr gömlu mynd- inni, þátturinn þar sem Mikki mús fer í hlutverk lærisveins galdra- mannsins, og tekinn óbreyttur inn í nýju myndina með viðkomu í tækni- deildinni. Fyrst á annaö borð var verið að gera nýja Fantasíu hefði frekar allt átt að vera nýtt. Þessi hluti sker sig úr, fyrst og fremst formsins vegna og þá virkar hann ekki jafn vel hér og í eldri mynd- inni. Það má segja að Fantasía 2000 skiptist í tvennt. í einstökum hlut- um er verið að segja sögu en í öðr- um er verið að segja hluti á tákn- rænan hátt. Það liggur í augum uppi að aðalvandamálið er að finna tón- list sem passar við það sem er verið að sýna á hvíta tjaldinu og það tekst til að mynda ákaflega vel í Tindátan- um staðfasta, klassískri sögu eftri H.C. Andersen þar sem notast er við píanókonsert eftir Shostakovich, sem virðist eins og saminn við sög- una. Best þótt mér þó takast við New York söguna sem sérstaklega var búin til fyrir Raphsody in Blue, þar er nánast hver hreyfing úthugs- uð við hvem tón í tónverkinu, sann- kölluð snilld sá hluti. Aftur á móti vill myndin fara yfir í flugeldasýn- ingu á litum sem stundum virkar til- gerðarlegt. Á þetta við um fyrsta at- riðið þar sem notaður er smáhluti úr fimmtu sinfóníu Beethovens og lokaatriðið sem gert er við Eldfugl- inn eftir Stravinsky. Hér hefur aðeins verið minnst á það besta og versta. Þegar á heildina er litið þolir Fantasía 2000 ekki sam- anburð við forvera sinn, hún er samt sem áður vel þess virði að sjá hana, tónlistin er fin og teikningam- ar stórkostlegar. Matreiðslcm er það sem betur hefði mátt gera. Leikstjórar: Pixote Hunt, Hendel Butoy, Eric Goldberg, James Algar, Francis Glebas og Paul Brizzi. Tónlist: Chicago sinfóníuhljómsveitin, undir stjórn James Levine.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.