Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Lagt til á kirkjuþingi að sóknum verði fækkað: Rjúpnaveiði: Ekki er bannað að sóknir séu pínulitlar - segir vígslubiskup sem vill að sóknir geti rekið sig „Það verður ekki bannað að sóknir séu pínulitlar en leitast verður við að sóknimar verði það stórar að þær geti rekið sig,“ segir séra Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup um tillögu varðandi stefnu- mörkun á framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastdæma sem hann lagði fram á kirkjuþingi í gær fyrir biskupafund en kirkju- þing hófst í gær í safnaðarheimili Háteigskirkju. í tillögu biskupa- fundar er lagt til að mörkuð verði lágmarks- og hámarksstærð sókna og prestakalla með hliðsjón af manníjölda og landfræðilegri stærð. Biskup ánægöur Karl Sigurbjörnsson lýsti yfir ánægju sinni með hvernig til tókst með kristnitökuhátíð. Kirkjuþingið hófst með ávarpi biskups íslands, hr. Karls Sigur- bjömssonar. í ávarpi sínu lýsti biskup yfir ánægju sinni með hvemig tiltókst með kristnitöku- hátíð síðastliðið sumar en hann fjallaði einnig um þá gagnrýni sem kirkjan fékk vegna hennar. Biskup sagði að enginn væri haflnn yfir gagnrýni og hann telur að kirkjan þurfi aö sækja meira fram tO þjóð- arinnar á næstu árum en hún hef- ur gert. í ávarpi ræddi hann einnig um að stjómvöld yrðu að taka á málum þeirra sem búa við erfið- leika og skort í samfélaginu. Kirkjuþing mun standa yfir til 25. október og verða mörg mikilvæg mál til umræðu á þingi, til að mynda áætlun um þrjú ný presta- köll á höfðuborgarsvæðinu og mál er varða innra skipulag og starf kirkjunnar og helgihald. Að sögn séra Sigurðar Sigurðar- sonar er leitast við að stefna að jöfnun prestakalla og sókna með tillögunni. Hann telur að ekki veröi þó hægt að ná þvi fram að jafnt verði alls staðar og því em ákveðnir fyrirvarar í stefnumörk- uninni. Hann segir að sumar sókn- ir séu mjög smáar þannig að þær eiga oft erfitt um vik með að halda úti kirkjuhúsi, helgihaldi og starf- semi. „Þegar talað er um að sam- eina sóknir er verið að tala um að fá starfseiningar sem eru virkari og geta meira gert og þannig verð- ur þjónusta prestsins líka auðveld- ari. Við fækkum til að mynda ekki prestaköllum af neinu ráði fyrr en búið er að sameina eitthvað af sóknum,“ segir séra Sigurður. Hann telur að það sem staðið geti í veginum fyrir að fólk samþykki sameiningu sókna sé helst að það hafi áhyggjur af kirkjuhúsinu sem þaö hefur tilfinningatengsl við og vill varðveita. Flest kirkjuhúsin verði varðveitt enda séu mörg þeirra friðuð en engin endanleg lausn hafi þó fundist á því máli. -MA Sungiö á kirkjuþingi Kirkjuþing var sett í gær en þar verður meðai annars lögð fram tillaga um stefnumörkun varðandi framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Alþjóðaþing heimilislækna ályktar: Patreksfjörður: Viðhorf sem verður ofan á - segir Ögmundur Jónasson „Það hefur aldrei þurft hvatn- ingu utan úr heimi til að brýna mig í þessu máli,“ segir ögmundur Jónas- son alþingismaður um samþykkt al- þjóðlegrar ráð stefnu heimilis lækna í Zúrich Sviss sem ályktaði um miðlægan gagnagrunn og beindi þeim tilmælum til Alþingis Ogmundur Jónasson. íslendinga að lög þar um yrðu end- urskoðuð. „Þetta er mjög í anda þess sem við höfum talað fyrir og þekkt við- horf úr vísindaheiminum,“ segir Ögmundur en býst þó ekki við að samþykkt heimilislæknanna í Zurich eigi eftir að lyfta stórum björgum í gagnagrunnsmálinu hér á landi: „Þvi miður en ég er sann- færður um að sá tími mun koma að þessi viðhorf verði ofan á enda er ég bjartsýnismaður,“ segir Ög- mundur Jónasson. -EIR Ráðist á lögreglu Ölvaður veislugestur komst í upp- nám yfir heimsókn lögreglu á Pat- reksfirði aðfaranótt sunnudagsins og réðst að lögregluþjónum með þeim afleiðingum að þeir urðu að beita táragasi til að veijast manninum. Lögreglan fékk tilkynningu um að unglingar undir lögaldri sætu að drykkju í veislu i heimahúsi á Pat- reksfirði. Þegar hún mætti á staðinn til þess að kanna málið voru hins vegar allir gestirnir yfir tvitugu. Einn veislugestanna varð hins vegar heldur æstur yfir afskiptum lögregl- unnar og veittist að laganna vörðum með fyrrgreindum afleiðingum. Mað- urinn var síðan handtekinn og færð- ur á lögreglustöðina. -SMK Skotvopn haldlögð Lögreglan á Húsavík og Þórshöfn lagði hald á um fimm haglabyssur og hafði afskipti af eigendum þeirra á sunnudag. Mennirnir voru á ijúpnaveiðum en rjúpnaveiðitíma- bilið hófst um helgina. Byssurnar voru ýmist haldlagðar þar sem eig- endur þeirra höfðu ekki tilskilin skotvopnaleyfi eða veiðikort eða þar sem byssumar tóku of mörg skot. Samkvæmt lögum mega haglabyss- ur sem notaðar eru við rjúpnaveið- ar einungis taka tvö skot í skot- geymi eða magasíni. Lögreglan á Húsavík og Þórshöfn mun hafa eftirlit með rjúpnaveiöi- mönnum næstu daga. -SMK DV-MYND GYLR GUÐMUNDSSON Ótækt. Svona á alls ekki aö ftytja jarðefni milli staða. Hér er lögreglan í Mos- fellsbæ búin að stöðva bíl sem er vanbúinn til matarfiutninga. Ótrúleg bí- ræfni við mal- arflutninga DV, MQSFELLSBÆ: ~ Miklar byggingarframkvæmdir fara nú fram í miðbæ Mosfellsbæjar og því verulegir jarðvegsflutningar aö og frá svæðinu eins og gengur. Því miður hefur borið á því að vörubílar með jarðvegsefni missi mold og gijót á götur og vegi vegna vanbúnaðar eða rangrar hleðslu, en slíkt getur verið stórhættulegt, ekki síst á Vestur- landsvegi. Sem betur fer fara ekki all- ir þannig aö. Á myndinni sést þegar lögreglan hefur afskipti af einum mal- arflutningabíl sem flytur ýmiss konar jarðvegsefni með fullri fyrirlitningu fyrir annarri umferð. Bílstjórinn mun hafa fyllst undrun yfir „afskipta- semi“ lögreglunnar í Mosfellsbæ. Og fleiri undrast slík afskipti. Ung stúlka varð nýlega vitni að því þegar lögregl- an tók konu nokkra afsíðis fyrir að gefa ekki stefnuljós. Sú mun hafa hætt fyrir nokkrum árum að gefa þessi merki og varð eitt spumingar- merki í framan þegar pólitíið nappaði hana fyrir brotið. -GG Solargangur og sjavarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18.00 17.41 Sólarupprás á morgun 08.28 07.23 Síödegisfló& 20.56 01.29 Árdegisflóð á morgun 09.22 13.55 Skýringar á veöurtáknum ^VINDATT MV.Hm & '^VVINDSTYRKUR i metrum á sekómfu *\frost HEIÐSKfRT o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ Q Q W © RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA Q P ÉUAGANGUR PRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Veöriö a niorgun Veðrið I kvóld Fostud Vindur: ( 5-10 nvrx. Hiti 0° til 5° Nor&vestanátt, 5-10 m/s og skúrlr e&a slydda norðanlands en annars þurrt. Hltl 0 tll 5 stlg. Fimintudá Vindun ' 8-13 nv/» Hiti 4° til 8° Nor&austan 8-13 m/s vestan til en 3-8 austan til. Þurrt a& kalla su&vestanlands, en annars ví&a skúrir. Hltl 4 tll 8 stlg. Lájigar Vindur 5-10 Hiti A-tílS" 'W Hæg su&læg átt, skúrlr suðaustanlands, annars skýja& með köflum. Fremur svalt. Austlæg átt víða um land Norðaustan 13 til 18 m/s á Vestfjörðum í fyrramálið, annars austlæg átt á landinu, 5 til 10 m/s, og víða skúrir. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig. ffelstu þjóðvegir greiðfærir Mlir helstu þjóövegir landsins eru |reiðfærir. A hálendisvegum er víða ekki /itaö um færö, þó er taliö ófært um jallabaksleiö syöri og nyröri, í Laka og Sæsavatnaleið. REHtttCT c=isnj6r ■■PUNGFÆRT wmt ÓFÆRT i.fgasraasgas.'aí Skúrir sunnan til Vaxandi austanátt, 13 til 20 m/s sunnanlands og rigning um hádegi, en 15 til 23 vestanlands um tíma með kvöldinu. Mun hægari og úrkomulítið fyrir norðan framan af degi en austan 13 til 18 og rigning þar undir kvöld. Suöaustan og austan 8 til 13 m/s, skúrir sunnan til í kvöld. 52SSXSB3I AKUREYRI léttskýjaö 1 BERGSSTAÐIR skýjaö 3 BOLUNGARVÍK skýjaö 4 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 5 KEFLAVÍK skúrir 5 RAUFARHÖFN frostúöi 2 REYKJAVÍK skúrir 5 STÓRHÖFÐI úrkoma 7 BERGEN rigning 12 HELSINKI léttskýjaö 8 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 9 ÓSLÓ alskýjaö 13 STOKKHÓLMUR 11 ÞÓRSHÖFN hálfskýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 14 ALGARVE heiöskírt 12 AMSTERDAM skýjaö 10 BARCELONA léttskýjaö 11 BERLÍN þoka 9 CHICAGO hálfskýjaö 8 DUBLIN léttskýjaö 4 HALIFAX léttskýjaö 5 FRANKFURT rigning 11 HAMBORG skýjaö 9 JAN MAYEN þoka 4 LONDON heiöskírt 6 LÚXEMBORG súld 9 MALLORCA léttskýjaö 11 MONTREAL alskýjaö 7 NARSSARSSUAQ heiöskírt 1 NEW YORK alskýjaö 11 ORLANDO heiöskírt 14 PARÍS heiðskírt 13 VÍN skýjaö 13 WASHINGTON þokumóöa 16 WINNIPEG heiöskírt 8 > sjnvu-v fh'A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.