Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 5
5 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Átökin undir Eyjafjöllum: Vestfirðir: Sími 530 2800 www.ormsson.is Stóðið rekið til réttar Um eöa yfir eitt hundraö manns tók þátt í stóösmöiun i Víðidal si. föstudag og var stóöiö síðan rétlað í Víðidalsrétt á laugardag. Um 700 hross voru rekin til rétta og kom fjöldi manns til þess aö fylgi'ast meö og taka þátt í réttarstörfum. Tvær alvarleg- ar bílveltur Lögreglan á Patreksfirði var köll- uð að tveimur alvarlegum bílveltum á þjóðvegi 63 í síðustu viku. Snemma á miðvikudagskvöldið valt bíll út af veginum skammt frá Ós- brú við Bíldudal og kastaðist um 20 metra niður í fjöruborðið. Lögregla og læknir komu á staðinn. Tvennt var i bílnum og sluppu bæði með lít- ils háttar meiðsli. Bíllinn er hins vegar talinn ónýtur. Um tíuleytið á fimmtudag valt jeppi rétt norðan við Kjöl á Hálfdán, milli Tálknaijarðar og Bíldudals. Tækjabíll slökkviliðsins var kallaður út ásamt lögreglu og sjúkrabíl þar sem fólkið var fast í bílnum. Því tókst hins vegar að losa sig úr bílnum, svo tækjabíllinn var sendur til baka. Fólkið var sent með sjúkrabíl á HeO- brigðisstofnunina á Patreksfirði. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði er bíllinn gjörónýtur og þykir mesta mildi að ekki fór verr. -SMK Hafnarfjörður: Drengurinn fundinn Drengurinn, sem lögreglan í Hafnarfírði lýsti eftir um helgina, er fundinn. Drengurinn fannst heill á húfi skömmu fyrir miðnætti í heimahúsi í Grafarvogi en lýst hafði verið eftir honum í fjölmiðlum og sporhundar notaðir við leitina. Hann er 13 ára. -SMK íslenskar göngur í japönsku sjónvarpi - reiknað með að 6 milljónir sjái þáttinn DV, HUNAÞINGI:_____________________ Þrir japanskir sjónvarpsmynda- gerðarmenn hafa verið í Víðidal í haust og myndað göngur og réttir. Þessi þáttur, sem verður yfir klukkustundar langur, verður sýnd- ur í japanska ríkissjónvarpinu í vet- ur og er hann liður í þáttaröð sem hefur um 6 milljónir áhorfenda. Stjómandi hópsins, Tatsumine Katayama, var mjög ánægður með það myndefhi sem hann hefur náð hér á landi og sagðist vera viss um að japanskir sjónvarpsáhorfendur yrðu ánægðir með þennan þátt. Sér- staklega var hann ánægður með að mynda íslenska hestinn og stóðið sem var svo hundruðum skipti hlaupandi frjálst í afréttinni. Söguþráður myndarinnar er sá að Þórir ísólfsson, bóndi á Lækja- móti í Víðidal, fer í göngur með dóttur sína, Sonju, 14 ára gamla. Er hún að fara i fyrsta sinn í göngur og er að læra margt nýtt í þessari ferð. Inn í myndina er síðan fléttað und- irbúningi gangnanna, þætti hests- ins og fjölbreyttum kostum hans, auk þess sem íslenskt landslag og náttúra skipa veglegan sess. M.a. fóru myndagerðarmennimir á Hveravelli og mynduðu Langjökul af jörðu og úr lofti. Þá var mikið myndað i fjárréttum í Víðidal og aft- ur í stóðréttinni, sem er ein stærsta stóðrétt landsins. -MÓ DV-MYNDIR MAGNUS OLAFSSOf Heimasæta frá Lækjamóti filmstjarna Sonja á Lækjamóti leikur aöálhlutverk myndarinnar ásamt Þóri fööur sínum. Hún er hér meö Tatsumine Katayama, stjðrnanda kvikmyndahópsins, og Hiroshi Yanase aðalmyndatökumanni. Á náttúruminjaskrá? Seljavallalaugin undir Eyjafjöllum. Oddvitinn styður Seljavallalaugina - reynt að fá laugina skráða á náttúruminjaskrá „Ég vil hafa laugina þama áfram. Ég er uppalinn við Seljavallalaug og þama lærði ég að synda,“ segir Ólafur Tryggvason, oddviti á Rauf- arfelli undir Eyjafjöllum, um deilur ungmennafélagsins Eyfellings og bóndans á Seljavöllum um Selja- vallalaugina. „Við í sveitarstjóm- inni höfum fengið sent erindi frá umhverfisráðuneytinu þess efnis að gerður verði listi um staði hér í sveitinni sem gætu farið á náttúru- minjaskrá. Því verki er ekki lokið en ég er á því að flestir sveitungar mínir myndu vilja sjá Seljavalla- laugina á slíkri skrá,“ sagði oddvit- inn. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur lögmaður bóndans á Selja- völlum lýst þeirri skoðun sinni og skjólstæðings sins að ekki sé við hæfi að ungmennafélagið sé með at- vinnurekstur á landareign bóndans. Þessu mótmæla ungmennafélags- menn: „Við höfum aldrei, erum ekki og verðum aldrei með atvinnustarf- semi í tengslum við Seljavallalaug- ina. Hér er um menningarverðmæti að ræða sem við viljum varðveita og slæmt að menn geti ekki komið sér saman um jafnþýðingarmikinn hlut,“ sagði Sigurgeir Ingólfsson, formaður ungmennafélagsins Ey- fellings. Ólafur Tryggvason, oddviti á Raufarfelli, hefur enn ekki séð ástæðu til að blanda sér í deilur ungmennafélagsins og bóndans á Seljavöllum en segir að lausn verði að finnast. Sveitungar sinir verði að ná samkomulagi. -EIR Calida 33 Þótt þab sé slökkt á því, er horft á þab Xelos 32 Xelos 32" 16:9 100Hz- Super black line flatskjár verbl 69.900 Planus 29" 4:3 mynd í mynd-IOOHz- Super black line flatskjár verbl 1 9.900 Planus 32" 16:9 100Hz- Super black line flatskjár verb 179.900 Calida 33" 4:3 mynd í mynd-IOOHz- Super black line skjár verifrl 59.900 Loewe hefur verib einn virtasti sjónvarpstækja- framleiðandi Þýskalands frá árinu 1923. Tækin samanstanda af því besta úr öllum áttum, hljób, mynd og umgjörðin sjálf endurspegla það, ab ekki sé talað um endinguna. Fyrir vikib erum vib hvergi smeyk ab bjóba þriggja ára ábyrgð á þessari gæðavöru, ekki bara á myndlampa, heldur á öllu tækinu. Loewe er stofuprýbi sem er unun ab horfa á, jafnvel þótt þab sé slökkt á því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.