Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000_____________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Milosevic á milljarða í bönkum um allan heim Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslaviu, á tugi milljóna dollara á reikningum í Suður-Afr- íku, Kýpur, Kina, Sviss, Líbanon, Grikklandi og Rússlandi. Þetta kem- ur fram í skýrslu þýsku leyniþjón- ustunnar BND sem send hefur verið þýskum yfirvöldum, að því er þýska fréttastofan DPA greinir frá. Þýska leyniþjónustan hefur fylgst með þróuninni í Júgóslavíu í lang- an tíma og hefur athyglin sérstak- lega beinst að leynilegri starfsemi M ilosevicfj ölskyldunnar og náinna samstarfsmanna hennar. í skýrslunni kemur fram að stjóm Milosevics hafi verið viðriðin flkniefnaviðskipti, peningaþvott og aðra glæpastarfsemi. Marko, sonur Slobodans Milos- evics, hefur einkum verið iðinn við að leggja tugi milljóna dollara inn á banka erlendis. Bróðir forsetans fyrrverandi, Borislav, sem er sendi- herra Júgóslavíu í Moskvu, er sagð- ur hafa lagt inn gríðarlegar fúlgur á Milosevic með stuðningsmönnum Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, kom stuðningsmönnum sínum í lykilstööur til að geta rakað saman fé. Þessi mynd af Ojdanic varnarmálaráðherra, Milosevic, og Sojiljkovic lögreglumálaráðherra var tekin í fyrrasumar. reikninga í rússneskum bönkum. Eiginkona Milosevics, Mirjana Markovic, hefur hins vegar flutt fé til Kína. Nánir samstarfsmenn Milosevics báru ábyrgð á peninga- flutningum til Kýpur. Samkvæmt skýrslu þýsku leyni- þjónustunnar voru lagðar inn 100 milljónir dollara á reikninga í Sviss. Það er næstum tvöföld sú upphæð sem svissnesk yfirvöld hafa fryst. ískýrslunni kemur fram að trúnaðarmenn Milosevics hafl verið um 60 til 70 og að þeir hafl allir gegnt háum embættum í bönkum og mikilvægum opinberum stofnun- um. Fíkniefna- og vopnasala voru mikilvægar tekjulindir. Auk þess hafði Milosevicliðið tekjur af sígar- ettusmygli. Samkvæmt skýrslu BND hefur Milosevicfjölskyldan reynt að taka út fé sitt erlendis und- anfarna daga. Ekki er vitað um hversu háar fjárhæðir var að ræða Jörg Haider Haider segir kanslarann veröa að berja flokk sinn til hiýðni. Haider hótar að yfirgefa stjórnina Jörg Haider, fyrrverandi leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, hótaði i gær að yflrgefa samsteypustjórn landsins í kjölfar ósigurs flokks hans í fylkinu Steiermark á sunnu- daginn. Fékk Frelsisflokkurinn 12,4 prósent atkvæða en hafði verið með 29 prósent í þingkosningunum í fyrra. Fylgi Þjóðarflokksins, flokks Wolfgangs Schússels kanslara, jókst hins vegar. Sakaði Haider Þjóðarflokkinn í Steiermark um að reyna að fjarlægj- ast þjóðemisstefnu ríkisstjórnar- innar. Sagði Haider kanslarann ekki hafa stjórn á flokki sínum. Berði Schússel ekki flokkinn til hlýðni þýddi það endalok stjómar- samstarfsins. Kjósendur í Steiermark kváðust hafa verið sviknir af Frelsisflokkn- um vegna niðurskurðar yfirvaida. ETA kennt um morð á herlækni Spænskur herlæknir var skotinn tii bana í borginni Sevilla í gær og var basknesku aðskilnaðarsamtök- unum ETA kennt um. Læknirinn Antonio Munoz Car- inano, sérfræðingur í hálsmeinum og þekktur fyrir að hafa stundað marga af þekktustu söngvurum Spánar, var skotinn tveimur skot- um á skrifstofu sinni, að sögn yfir- valda. Einn maður sem grunaður er um aðild að morðinu, var handtekinn á staðnum en lögreglan leitaði að öðr- um seint í gærkvöld. Talið er að sá hafi særst í átökum við lögreglu. Nokkrum stundum síðar aftengdi lögreglan sprengju sem fannst í bíl i borginni, svipaða þeim sem nota átti í öðrum árásum. A ieiö í kappræöur George Bush, ríkisstjóri í Texas, stekkur hér niður af palli eftir að hafa heilsað hundruðum stuöningsmanna með handabandi í lok kosningafundar í Arkansas í gær. Bush var á leið til kappræöna við Al Gore varaforseta í Missouri í kvöld. Norðmenn styðja krónprinsinn og kærustu hans: Hákon slær á væntingar um brúðkaup á næstunni Hákon krónprins í Noregi sló í gær á væntingar fjölmiðla um að hann hygðist ganga að eiga kærust- una sína, Mette-Marit Tsjessem Höi- by, á næstunni. Allir helstu fjölmiðlar Noregs greindu frá því eftir fund ritstjóra með embættismönnum í konungs- höllinni að Hákon og Mette-Marit, sem er fyrrverandi gengilbeina og á þriggja ára son frá fyrra sambandi, ætluðu að opinbera trúlofun sína um jólaleytið. Barnsfaðir hennar hefur hlotið dóm fyrir kókaíneign. „Menn voru of fljótir að draga sumar ályktanir. Við erum ekki trú- lofuð,“ sagði Hákon krónprins við norsku fréttastofuna NTB. Konungshöllin boðaði til blaða- mannafundar síðdegis þar sem ætl- Norömenn hrlfnlr Drjúgur meirihluti Norðmanna er hrif- inn afprinsi og kærustunni hans. unin var einnig að draga úr vænt- ingum manna um að hjónaband væri á næsta leiti. Krónprinsinn og kærastan hans, sem bæði eru 27 ára, ollu nokkru fjaðrafoki í síðasta mánuði þegar þau lýstu því yfir að þau ætluðu að hefja sambúð í Ósló án þess að gifta sig fyrst. Sumir biskupar i norsku þjóðkirkjunni hafa hvatt kærustuparið til að gifta sig og jafn- vel Haraldur konungur hefur sagt að sambúðin geti skapað vandræði. Norska þjóðin er afskaplega ánægð með prinsinn og kærustuna hans, ef marka má skoðanakönnun sem blaðið Aftenposten lét gera í gærkvöld. Þar kom í ljós að þrír af hverjum fimm Norðmönnum eru hlynntir trúlofun parsins. Cohen vill hjálp William Cohen, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, vill aðstoö við rannsókn á sprengjutitræði í Aden. Bandaríkin eiga von á aðstoð við sprengjurannsókn Bandarísk stjómvöld eiga von á því að yfirvöld í Jemen veiti fulla aðstoð við að leita að þeim sem bera ábyrgð á sprengingunni í bandaríska her- skipinu Cole i höfninni í Aden í síð- ustu viku. Talið er að hryðjuverka- menn hafi verið þar að verki. Sautján bandarískir sjóliðar týndu lífi í árásinni. William Cohen, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði fréttamönnum sem voru í ferð með honum til Brasil- íu í gær að forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, heföi fram að þessu verið samvinnufús. Hann lét þó engan velkjast í vafa um það að Bandaríkin vildu áframhaldandi aðstoð. Lítill bátur hlaðinn sprengiefni sprakk við hlið herskipsins þegar ver- ið var að koma því fyrir í olíubirgða- stöð í höfninni í Aden. Ýmsir möguleikar við rýmis- og lagerlausnir. Kynntu þér möguleikana. Hafðu samband við sölumann. DANBERG Skúlagötu 61 • sími 562 6470

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.