Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 Skoðun I>V Tekurðu vítamín? Erlingur Hólm Valdimarsson málari: Nei, ég er svo sterkbyggöur aö ég þarf ekki á því aö halda. Björgúlfur Ólafsson rithöfundur: Ekki sérstaklega. Ég boröa hollan og góöan mat og fæ þar minn vítamín- skammt. Ágústa Baldvinsdóttir, vinnur á elli- heimili: Já, ég tek inn mikiö af vítamíni. Eöa þaö sem ég tel mig þurfa. Róbert Guðmundsson tónlistarmaöur: Nei, ég hef enga þörf fyrir svoleiöis. Ólafur Björn Heimisson vagnstjóri: Já, ég tek vítamín á hverjum morgni. Hjalti Jóhannsson vagnstjóri: Nei, ég tek hákarlalýsi. Atlantaþota á Keflavíkurflugvelli / flugfrelsi fyrir 20 þús. kr. til margra staöa í Evrópu. Flugfrelsi fyrir Islendinga - frábært framtak „Auga fyrir auga; látum ekki níðast á okkur, leyfum Flugleiðum að fljúga hálf- tómum flugvélunum um loftin blá þar til þœr kom- ast niður á jörðina í verð- lagningu flugfargjald- anna.“ Gísli Óskarsson skrifar: Samvinnuferðir voru í sumar með flugfrelsi í samvinnu við Atlanta-flug- félagið. Þá var hægt að fá miða fyrir innan við 20.000 kr. til margra staða í Evrópu og til baka frá einhverjum öðrum. Þetta var frábært framtak en því lauk 14. september. Strax eftir það tvöfólduðu Flugleiðir miðaverð sitt. Þetta hefur fengist staðfest. Fram kom í Speglinum sem var á dagskrá RÚV eftir 18.00 fréttir 4/10 sl. að flugfélagið GO, sem hætti flugi til íslands 28/9 sl., væri nú að bjóða m.a. ferðir til Bilbao á Spáni og Feneyja frá London fyrir minna en 19.000 kr. Fréttamaðurinn hringdi í sölufulltrúa Flugleiða í beinni útsendingu og spurði um verð Keflavík-Feneyj- ar-Keflavík í sama tima og á sama tíma. Jú, það gat hann fengið gegnum London fyrir 91.785 kr., þ.e. tæplega flmm sinnum dýrara. Ég vonast til að forsvarsmenn Flug- leiða taki sig nú saman í andlitinu og svari landsmönnum því t.d. af hverju félagið er að selja okkur flugmiða frá íslandi suður á bóginn á þreföldu, fjórföldu eða jafnvel allt að frmmfóldu verði miðað við það sem aðrir Evr- ópubúar eiga kost á. Af hverju ekki er hægt að kaupa flugsæti frá eða til Is- lands skömmu fyrir brottför á góðu verði ef laus sæti eru fyrir hendi (oft hef ég flogið í hálftómri vél)? Af hverju þrefaldaðist miðabreytingar- gjald (úr 50 $ í 150 $ eftir að SAS hætti söluskrifstofurekstri á íslandi? Af hverju tvöfaldast miðaverð til Islands (s.b. að ofan) nær samdægurs eftir að samkeppnisaðilar Flugleiða hætta flugi til íslands í bili? Mér var sagt af starfsmanni China Airlines á Schiphol í Amsterdam og einnig af starfsmanni SAS á Kastrup að af lægsta fáanlega flugfargjaldi á ís- landi (KEF-Bangkok-KEF) þ.e. tæp 90.000 kr. fái Flugleiðir helminginn í sinn hlut þrátt fyrir að þeir fljúgi að- eins um 20% af heildarflugtímanum! Hver skyldi vera hlutur Flugleiða af þeim miðum á sömu leið sem þeir geta selt á 140.000 kr.? Ég skora á ferðaskrifstofur og flug- rekstraraðila á íslandi að taka hönd- um saman og reyna að veita Flugleið- um samkeppni á þeim tíma árs sem engin samkeppni ríkir og eins skora ég á ferðamenn að hlúa að samkeppn- isaðilum Flugleiða á sumrin og not- færa sér þjónustu þeirra. Leyfum flug- frelsinu að blómstra og skila hagnaði. Það gæti þýtt að flugfrelsið yrði til staðar allt árið. Auga fyrir auga; lát- um ekki niðast á okkur, leyfum Flug- leiðum að fljúga hálftómum flugvélun- um um loftin blá þar til þær komast niður á jörðina í verðlagningu flugfar- gjaldanna. Þingmenn Reykjavíkur gagnslausir? Björn Sigurðsson skrífar: Ætla mætti að viröulegir þingmenn Reykjavíkur séu vita gagnslausir eða að minnsta kosti áhrifalausir með öllu. Utanbæjar- eða svokallaðir lands- byggðarþingmenn koma því í gegn á Alþingi að ýmsar stofnanir og fyrir- tæki, aðallega á vegum ríkisins, sem hafa verið hér í Reykjavík, skuli flutt út á land á þeim forsendum að styrkja þurfi landsbyggðina. - Skítt með allt fólkið sem missir störf sín, eins og hjá Landmælingum, Byggðastofnun og hluta Húsnæðisstofnunar, og nú síðast Jafnréttisráðs. „Ætla mætti að illvilji einn í garð höfuðborgarinn- ar væri þarna að verki. En þingmenn Reykjavíkur í öllum flokkum segja nánast ekkert. Láta sem ekkert sé“ Allt þetta fólk sem þama vann missir vinnu sína. Og það einkennilega er; það virðist ekki skipta neinu máli, þótt kostnaður sé mikill samfara flutningunum þá sé bara allt í hinu besta lagi! Talað var um 300 eða 400 milljónir er Landmæl- ingar voru fluttar. - Ætla mætti að ill- vilji einn í garð höfuðborgarinnar væri þarna að verki. En þingmenn Reykjavíkur í öllum flokkum segja nánast ekkert. Láta sem ekkert sé. Éf hinir freku þingmenn landsbyggðar- innar væru sannir og heiðarlegir ættu þeir að efla atvinnu, t.d. smáiðnað, og jafnframt að hamra á auknum kvóta fyrir sín kjördæmi. Af slíku nýtur fólk- ið í dreifbýlinu góðs. - Ekki með árás- um á höfuðborgina þótt hún standi varnarlaus með sína gagnslausu þing- menn. Með uppsögn og þökk fyrir samstarfið Sameinum allt og alla hljómar nú í eyrum landsmanna eins og hugljúfur svanasöngur í heiði. Allavega er þetta svanasöngur í einhverj- um skilningi í það minnsta þurfa bankamenn ekki að óttast offramboð af störfum á næstunni. Viðskiptaráðherra hefur nú fengið blessun Davíðs fyrir því að bræða saman ríkisbankana tvo í einn alsherjar Landbúnaðarbanka. Það er þó eins og við manninn mælt, um leið og ríkis- stjórnin vill hagræða, þá rísa upp afturlappirn- ar afturhaldsseggir og afætur sem rífast og skammast út í allt sem ríkisstjórnin gerir. Það má bara ekki gera nokkum skapaðan hlut leng- ur! Ríkisstjórnin hefur ákveðið að það sé hag- kvæmast fyrir allt og alla að sameina bankana fyrst og selja síðan allt heila klabbið á einu bretti. Það auðveldar allan eftirleik og góðvinir þurfa þá ekki að punga út eins mörgum aurum fyrir draslið og ella. Á fóstudag var svo gefin út yfirlýsing með skipun til bankaráðanna að fara að vilja ríkisstjórn- arinnar og drífa af sameiningarferli þjóðinni til hagsbóta. Skítt með það þó einhver leiðinda sam- keppnislög segi að þetta megi ekki. Lög eru jú bara lög, stafir á blaði sem alltaf má breyta og bæta. Enda hefur komið í ljós að okkar skelegga bankamálaráð- herra, eða bankamálafrú, Valgerði Sverrisdóttur, þykir ekkert tiltökumál að súrra saman nýjum sam- Haldið þið ekki að það verði munur hjá þessu fólki að geta loks um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki lengur að vinna þau drepleiðinlegu störf að telja peninga sem það kem- ur aldrei til með að eignast? keppnislögum. Þetta er lítið og löðurmannlegt skít- verk sem varla tekur því að tala um. Hún hefur nú hrist annað eins fram úr erminni eins og þetta lítil- ræði, tilgangurinn helgar jú meðalið. Þannig munu Landsbanki og Búnaðarbanki renna saman í eina lummu fyrir jólin og sam- runailmurinn mun gleðja bragðlauka lands- manna á mestu hátíð ljóssins. Að vísu munu þá renna upp ýmis önnur ljós sem kannski eru ekki eins skemmtileg fyrir þá sem vinna hjá þessum gömlu bankastofnunum. Þó má alltaf deila um hvað er skemmtilegt eða óskemmtilegt. Dagfara hefur alltaf þótt hundleiðinlegt að skríða fyrir bankastjóra með enn leiðinlegri er- indi. Þar af leiðandi hefur Dagfari sett samasem merki á milli banka og leiðinda. Af þeim sökum hlýtur að vera leiðinlegt að vinna í banka. Þau tíðindi sem nokkrum hundruðum starfsmanna gömlu ríkisbankanna verður væntanlega borin heim í formi jólakorts með uppsögn og þökk fyrir samstarfið, eru því aðeins til að gleðjast yfír. Haldið þið ekki að það verði munur hjá þessu fólki að geta loks um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki lengur að vinna þau drepleiðinlegu störf að telja peninga sem það kemur aldrei til með að eignast? Undan þessari áþján munu Valgerður og Davíð nú sameinast um að losa þetta ágæta fólk. Hvort fólkið þarf á vinnu að halda til að draga fram lifið er hinsvegar bara ekki til umræðu hér! _ n , VAÁfíWí. íslenskar spurning- ar á Manhattan Þorsteinn Jðnsson hringdi: I sjónvarpsfréttum hér var nýlega sýnt frá Manhattan í stórborginni New York, þar sem íslenskur frétta- maður gekk um götur og tók fólk tali. Ekki vitlaus hugmynd. En undarlegar voru þær spurningar sem fréttamað- urinn lagði fyrir vegfarendur og aðra, t.d. þá sem sinntu störfum sínum á götuhornum: Eru launin ekki lág? - Er ekki erfitt að standa svona allan daginn (maður sem seldi vegfarend- um vaming)? Og þannig héldu „aum- ingjaspurningar“ áfram. Var ekki ís- lendingurinn þama ljóslifandi kom- inn úr heimatilbúnum sjónvarpsfrétt- um með volið og vílið? En það var bara enga eymd að finna á Manhatt- an, þar voru allir glaðir og ánægðir. Gervitunglin og táningurinn C.ETskrifar: Fyrirbærið sem sást á hreyfingu á himni um daginn með gufubólstra eða reyk á eftir sér hefur hugsanlega bara verið háfleyg vél sem flaug inn í raka- yfirmettað loft eða leifar af hrapandi geimrusli sem var að brenna upp og eyðast. - Búið að tapa mesta hraðan- um. Táningurinn hefði væntanlega vitað að gervitunglin sem endurvarpa CNN- og Sky News-fréttunum standa (næstum) kyrr miðað við jörð og eru yfir miðbaug. Þau eru miklu lengra frá jörð en þau gervitungl sem hring- sóla um jörðina og sem einnig eru fyr- ir ofan gufuhvolfið. Einn hjá RÚV kenndi hlustendum eitt sinn að sólar- hringurinn á Mars væri lengri en sól- arhringurinn á jörðunni vegna þess að Mars væri lengra frá sólinni. Hann hefði betur spurt stjörnufræðinginn áður en hann uppfræddi hlustendur. Á Júpíter og þeim stóru er sólarhring- urinn ca 10-15 klst. en endalaus á Merkúr. Auölindir á landgrunninu Ragnar skrifar: Utarríkisráðu- neytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið ásamt Hafréttar- stofnun íslands gengust fyrir ráð- stefnu, mjög tíma- bærri raunar, um ís- lenska landgrunnið og auðlindir þess. Segja má að aðalefni ráðstefnunnar hafi verið það hvort olíu eða gas sé að finna á íslensku yfir- ráðasvæði, en frumvarp til laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis er i bígerð af hálfu iðnaðarráðherra. Það var því einstaklega klaufalegt að í þeim tveimur Ijölmiðlum sem sögðu frá þessari merku ráðstefnu, Morgun- blaðinu og Stöð 2, skyldi orðið „olía“ eða „gas“ hvergi koma fyrir. - En því meira fimbulfambað um Hatton Roc- kall-svæðið, langt suður í hafi!! Ógeðfellt mynd- band fyrir börn Árni Árnason skrifar: Stöð 2 sýndi nýlega myndband í há- deginu, þar sem Robin Williams var sýndur við að fækka fotunum. En hann fækkaði fleiru en fótunum, nefnilega húðinni af sér og öllum inn- yflunum og stóð eftir á beinagrindinni einni. Ég var höndum seinni að bjarga þriggja ára syni minum frá þessum viðbjóði, en hann hafði kom- ist að sjónvarpstækinu, opnað það og starði stjarfur á óhugnaðinn. Ég skora á íslenska útvarpsfélagið að taka tillit til bamafjölskyldna hvað sýningar á svona hroða snertir og sýna hann að minnsta kosti ekki fyrr en upp úr skikkanlegum svefntíma barna á kvöldin. Skjálfanda Orkustofnun viö rannsóknir. wsamm Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: SSO S035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.