Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 13
13 1' t f. ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 x>v DV-MYND PJETUR Guöríður Þóra Gísladóttir og kórinn Stúlkan vill ekki ganga í lið skuggabaldra og skrugguvalda. Ljósið og myrkrið takast á af miklum krafti i bamaóperunni Stúlkan i vitanum eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem var frumsýnd í Islensku óp- erunni á sunnudaginn. Þar tekur myrkrið á sig mynd Óhræsisins, en það er vondur kall sem af- vegaleiðir böm. 1 efnisskránni segir Hlín Agn- arsdóttir leikstjóri að Óhræsið sé persónugerv- ing afskræmdrar æsku sem rekja má til af- skiptaleysis foreldra á harðaspretti í lífsgæöa- kapphlaupinu. Óhræsið fangar aðalpersónu óp- erunnar, unga stúlku, sem flýr óvart inn í greni hans. En þó að hún sé vanrækt, alltaf ein heima með vídeóinu og ruslfæðinu, er hún trygg ljós- inu, og þó að Óhræsið reyni að spilla henni með allskyns vibbaskap, vill hún ekki ganga í þjófa- flokkinn hans með öðrum vanræktum bömum. En þorir hún að koma Óhræsinu fyrir kattar- nef? Tónlist___________________j Texti óperunnar er eftir Böðvar Guðmunds- son og er byggður á sögunni Stúlkan i tuminum eftir Jónas Hallgrímsson sem gengur furðuvel upp í nútímanum. Útkoman er kraftmikil, og eru tengsl textans við tónlistina sannfærandi. Hver sögupersóna hefur sínar tónahendingar og tónlistarlegu sérkenni sem sett eru fram á ein- faldan hátt, þannig eru persónumar afmarkaðri og óperan auðskildari en ella. Margs konar blæ- brigði undirstrika ýmsa þætti sögunnar, tónlist- in er lagræn og með skarpri hrynjandi sem ætti að höfða til yngstu áheyrendanna. Flytjendur em bæði atvinnufólk og nemend- ur, aðallega úr Tónmenntaskóla Reykjavíkur, því óperan var samin til að fagna flmmtíu ára afmæli skólans sem haldið verður upp á eftir Óhræsið, aðstoöarmaðurinn og fangi þeirra Bergþór Pálsson hélt sýningunni uppi sem Óhræsið. tvö ár. Mikill nemendabragur var á sýningunni, t.d. var hljómsveitin oft folsk þó að einstaka hljóöfæraleikarar hafi reyndar staðið sig vel. Sama má segja um kórinn, sem var í hlutverki afvegaleiddu bamanna, hann var ekki alltaf samtaka, þó sönggleðin hafi breitt yflr flesta hnökrana. Efnileg söngkona Unga stúlkan var leikin af Guðríði Þóru Gísladóttur sem er í námi í Söngskóla Reykja- víkur. Hún er greinilega efnileg söngkona, sýndi víða athyglisverð tilþrif og stóð sig í heild ágætlega, þó að textaframburður hefði mátt vera skýrari. „Pilturinn", afvegaleidd sál sem verður hjálparhella ungu stúlkunnar, var oft prýðilega leikinn af ívari Helgasyni og mun auðskiljanlegri. Bergþór Pálsson hélt sýningunni uppi sem Óhræsið og var sérlega sannfærandi sem sið- spilltur saurlífisseggur. Fitugt hárið og búning- urinn hans, hlébarðajakki, gráar buxur og skór með hnausþykkum sólum hæfðu hlutverkinu fullkomlega. Og þegar augu hans lýstu upp í lokaatriðinu og urðu eldrauð vakti það mikla kátínu meðal bamanna í salnum. Greinilegt var að krakkamir skemmtu sér konunglega á frumsýningunni, lítil stúlka við hliðina á undirrituðum æpti t.d. af hlátri í hvert skipti sem Óhræsið birtist á sviðinu. í heild er Stúlkan í vitanum ágætlega heppnuð nemenda- sýning sem vel þess virði er að sjá, tónlistin er samin af andríki, og efniviðurinn, vanrækt böm, vekur mann óneitanlega til umhugsunar. Jónas Sen íslenska óperan sýnlr: Stúlkan í vitanum eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Texti: Böövar Guömundsson. Hljóm- sveltarstjóri: Þorkell Sigurbjörnsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Raftónlistarhátíð hefst Hilmar Þórðarson. Þorsteinn Hauksson. Þorkell Sigurbjörnsson. Fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutónlist- arhátíðin sem haldin hefur verið á is- landi hefst í Salnum annað kvöld og stendur til 28. október. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif tækniframfara á tónlist, tónsköpun og tónflutning, leita svara við þeirri áleitnu spumingu hver þáttur tækninnar verð- ur í tónlist á nýrri öld og hvemig hún kemur til með að þróast og síðast en ekki síst kynning á tónlist sem gerð hef- ur verið með hjálp rafeinda- og tölvu- tækni. Raf- og tölvutónlist er eina ný- sköpunin í hljóðfæragerð á 20. öldinni og hún er líka sú tónlist sem á eftir að þróast hvað mest á nýrri öld sem sjálfstætt listform og hluti af margmiðlunarlist. Sam- hliða hátiöinni verður haldin ráðstefna um raf- og tölvutónlist. Þar verður með fyrirlestr- um og sýningum fjallað mn þróun hennar og reynt að spá í hvemig þróunin verði næstu 100 árin. Flugeldasýning Á upphafstónleikum hátíðarinnar i Salnum kl. 20 annað kvöld verður flutt verkið „Ég er hætt að flnna fyrir hendinni á mér en það er allt í lagi, liggðu hara lengur" fyrir harmon- iku og tónband eftir Gyðu Valtýsdóttur. Sýnd- arveruleikaferð verður í boði Landmats og tónleikar í boði Tónskáldafélags íslands þar sem flutt verða verk eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson, Ríkharð H. Friðriksson, Hilmar Þórðarson, Þorstein Hauksson, Þorkel Sigur- bjömsson og Lárus H. Grímsson. Lifandi flytj- endur em Camilla Söderberg og Peter Máté. Kvöldinu lýkur svo utandyra frá ART2000 með 3 pýramídum eftir Jóhann G. Jó- hannsson og verkinu „Target" (Skot- mark) eftir Áke Parmerud sem samið er fyrir tónband og flugelda! Næstu tónleikar verða á fimmtudags- kvöldið kl. 20 í Salnum og svo áfram kvöld eftir kvöld. Á hátíðinni verða alls ellefu tónleikar þar sem fortíð, nútíð og framtíð raf- og tölvutónlistar er megin- þemað. Einnig verða ýmsar uppákomur, svo sem innsetningar, bíósýningar o.fl. þar sem raf- og tölvutónlist kemur við sögu. Verða flestar uppákomur í Salnum en einnig leggja raftónlistarmenn undir sig Café 22 og Gauk á Stöng. Fyrirlestrar í tengslum við tónleikana halda svo öllu saman og munu margir af þekktustu tónsmiðum og fræðimönnum á þessu sviði í heiminum stíga á svið Salarins og tala um þetta hugðarefni sitt. Fyrstu fyrir- lestrar eru í Salnum kl. 17 á föstudaginn, þá tala tónskáldin Bernhard Gúnter og Clarence Barlow. Nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar er að flnna á Netinu á slóð- inni www.musik.is/art2000. Merming Umsjón: Siija Abalsteinsdóttir Einsöngur í Salnum Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs heldur áfram í Salnum í kvöld kl. 20 með ljóðatónleikum Önnu Júlíönu Sveinsdóttur mezzósópran og Sólveigar Önnu Jónsdóttur píanóleikara. Á efnis- skrá eru Vedasálmar eftir Gustav Holst, Wesendonk-Lieder eftir Richard Wagner, Zueignung eftir Richard Strauss auk sönglaga eftir Sigvalda S. Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Árna Björnsson og Sigurð Þórðarson. Sögulegt augna- blik Tónlistarmönnum er í fersku minni þeg- ar Salurinn í Kópa- vogi var vígður í árs- byrjun 1999. Einir tónleikarnir i vígslu- vikunni voru á veg- um Rotaryklúbbs Reykjavíkur, stórtónleikar með söngvur- unum Auði Gunnarsdóttur og Gunnari Guðbjömssyni, flautuleikurunum Guð- rúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau og píanóleikaranum Carl Davis. Þessir tón- leikar fengu frábærar umsagnir í blöðum og voru teknir upp. Það var fyrsta upp- takan sem gerð var í Salnum og diskur- inn sem nú er kominn út geymir því sögulegt augnablik. Diddú og karlarnir Karlakór Reykja- víkur hefur gefið út upptöku af tónleik- um I tónlistarhúsinu Ými í vor sem leið: Vor 2000. Þar syngur kórinn undir stjóm Friðriks S. Kristins- sonar og einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Björn Björnsson. Alls eru á diskinum 26 lög, bæði mörg kunn- ustu karlakóralögin og ljóðrænar perlur. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Nemendur leika og syngja I tilefni af 70 ara afmæli Tónlistarskól- ans i Reykjavík er kominn út tvöfaldur geisladiskur þar sem nemendur hans leika og syngja. Þetta eru hljóðritanir frá afmælisárinu 2000, m.a. tónleikar einleik- araprófsnemenda þar sem Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur með. Útgefandi er Polarfonia Classics. Japis sér um dreif- ingu. ’TPKI Timbúktú Löngum hefur þótt stutt á milli læknis- fræði og tónlistar. Þetta minnir Páll Torfi Önundarson, yf- irlæknir Blóðfræði- deildar Landspítala, á með útgáfu á geisla- diskinum Timbúktú og tólf önnur sem Skífan dreifir. Páll er gítarleikari úr hljómsveitunum Diabolus in Musica og Six-pack Latino og eru öll lögin 13 eftir hann. Tónlsitin er „hánorræn, léttdjössuð afró-latnesk samsuða", eins og segir í fréttatilkynningu. Hana leika með Páli margir þekktir tónlistarmenn, m.a. Jóel Pálsson, Matthías Hemstock, Olivier Manoury og Tómas R. Einarsson. Egill Ólafsson, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir syngja. Dansk-íslenskar bókmenntir Á fundi Félags ís- lenskra fræða í Skólabæ við Suðurgötu annað kvöld kl. 20.30 heldur Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi DV, erind- ið „Jaklens Storm svalede den kulturtrætte Danmarks Pande“. Þar verður fjallað um fyrstu skáldverk Gunn- ars Gunnarssonar, Jóhanns Sigurjóns- sonar, Guðmundar Kambans og Jónasar Guðlaugssonar á dönsku og viðtökur þeirra í Danmörku og athygli beint að áhrifum þjóðernishyggju og almennra viðhorfa danskra gagnrýnenda til tslands og táknræns gildis þess í dönsku menn- ingarlífl. Eftir framsögu fara fram al- mennar umræður. Allir eru hjartanlega velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.