Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 15
14 + 1 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverhoiti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vtsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu' og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Bandarísk ísraelsfirra Erfitt er að leita byrjunarreits í vítahring á borð við þann, sem sífellt magnast fyrir botni Miðjarðarhafs. Óhjá- kvæmilegt er þó að staðnæmast við þá staðreynd, að hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum hefur gengið framar fyrirrennaranum í blindum stuðningi við Ísraelsríki. Að baki þessa er sú skoðun bandariskra kosningafræð- inga, að frambjóðendur til þings og forsetaembættis í Bandaríkjunum eigi enga möguleika, ef þeir séu taldir lin- ir i stuðningi við ísrael. Enda hafa fræðingarnir hjá Gore og Bush sagt þeim að gefa hvergi eftir á þessu sviði. Á löngum tíma hefur þetta ferli styrkt ísraelsmenn i þeirri trú, að þeir geti farið fram eins og þeim þóknist. Bandaríkin og bandaríska þjóðin muni sjá þeim fyrir pen- ingum og pólitískum stuðningi, svo og öflugustu fáanlegu hergögnum gegn grjótkasti Palestínumanna. Þannig hefur ísrael orðið æxli, sem dregur næringu sína frá Bandaríkjunum og leikur lausum hala án tillits til vestrænna hagsmuna. Vegna þessa æxlis geta Vesturlönd ekki náð eðlilegum samskiptum við lönd íslams og vegna þessa æxlis er olíuverð komið upp til skýjanna. Mál hafa mótast þannig, að meirihluti ísraela lítur á sig sem herraþjóð og Palestínumenn eins og hunda, sem njóti ekki verndar alþjóðlegra samþykkta um meðferð fólks á hemumdum svæðum. ísraelsmenn leika hlutverk Þjóð- veija á hemumdum svæðum heimsstyijaldarinnar. ísraelar yppta öxlum, er hermenn þeirra taka himdrað Palestinumenn af lífi í uppþotum, en ganga af göflunum, er tíu ísraelsmenn eru drepnir á móti. Hið sama gera raunar Clinton Bandaríkjaforseti og Albright utanríkis- ráðherra hans. Menn gera sér grófan mannamun. Vaxandi hroki og yfirgangur ísraela í Palestínu veldur sífellt meira hatri hinnar hernumdu þjóðar, sem býr þar á ofan við þá ógæfu að hafa lélegan foringja, sem hefur lát- ið ráðamenn Bandarikjanna draga sig á asnaeyrunum, þannig að hann hefur glatað trausti þjóðar sinnar. Arafat hefur laskazt pólitískt af friðarferlinu og hefur ekki lengur tök á Palestínumönnum. Hann reynir því að sigla milli skers og bám. Hann getur ekki kveikt og slökkt á óeirðum og hefur undanfarnar vikur orðið að halda í humátt á eftir hinum róttækari öflum í landinu. Enn verri er staðan á hinum vængnum, þar sem Barak forsætisráðherra hefur ekki reynzt hafa bein í nefinu á borð við suma fyrirrennara sína, svo sem Begin og Rabin. Þeir gátu fetað friðarferlið, en Barak leitar sífellt skjóls í málóðri ofsaþjóðernisstefnu að hætti Hitlers. Tvennt vantar til að koma raunhæfu friðarferli aftur í gang. í fyrsta lagi verða deiluaðilar að skipta út hinum ónothæfu forustumönnum sínum. í öðru lagi þarf Banda- ríkjastjórn að byrja að setja trylltu Ísraelsríki stólinn fyr- ir dymar. Því miður er hvorug forsendan í augsýn. Á meðan verða forustumenn annarra vestrænna ríkja að beita forustumenn Bandaríkjanna vaxandi þrýstingi. Evrópumennirnir i þessum hópi verða að benda á siðleysi ísraels og hagsmuni Vesturlanda af stöðugu og hóflegu ol- íuverði og af útbreiðslu vestrænna sjónarmiða. Síðasta atriðið gleymist oft. Vestræn sjónarmið lýðræð- is, laga og réttar, dreifingar valdsins og jafnréttis hafa breiðst út víða um heim, til dæmis til Austur-Evrópu, Ind- lands og fleiri ríkja i Asíu, en hafa að mestu farið framhjá þjóðum íslams vegna vestræns stuðnings við ísrael. Með ísraelsfirm sinni em Bandaríkin smám saman að glutra niður fomstu sinni fyrir Vesturlöndum og skaða stöðu vestrænnar hugmyndafræði í heiminum. Jónas Kristjánsson _________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000_ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 DV Skoðun Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna Það er hverjum flokki lífsnauðsynlegt að búa að öflugri ungliðahreyfingu. Þær vísa veginn til fram- tíðar og eru sá brunnur ferskra og framsækinna hugmynda sem hverjum flokki er nauðsynlegur. Fyrr á þessu ári stofnaði ungt fólk í Samfylking- unni ungliðahreyfingu flokksins, Unga jafnaðar- menn. Hreyfingin hefur starfað af þrótti síðan, ný- verið gefið út kynningar- rit, haldið fundi í skólum og starfrækt vefritið politik.is. Laugardaginn 21. október halda Ungir jafnaðarmenn sinn fyrsta að- alfund og fer hann fram á Kom- hlöðuloftinu. Menntun og upplýsing Margvísleg málefnaumræða mun fara fram á aðalfundinum. í málefnastarfi sínu leggja Ungir jafnaðarmenn m.a. áherslu á að að- gangur að þekkingarnetinu skeri úr um hvort íslendingar haldi velli í samkeppninni við aðrar þjóðir. Ungir jafnaðar- menn vilja hrinda af stað þjóðarátaki í upplýsingaiðnaði og tryggja jafnan aðgang allra að Netinu og er lykil- atriði að grunnnet Landssímans verði í þjóðareign. Leið- in til að tryggja sem flestum jöfn tækifæri í lifinu byggist á aðgangi að menntun og í flóknu þekkingar- samfélagi framtíðarinnar verður menntakerfið helsta jöfnunartækið. Ungir jafn- aðarmenn vilja gjörbreyta uppbyggingu menntakerfis- ins, auka fjárfestingu í menntun verulega og hafna metnaðarlausu og fjársveltu menntakerfi Sjálfstæðisflokksins. Sókn byggóanna Málefni landsbyggðarinn- ar hafa verið mikið til um- Björgvin G. Sigurösson framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar „ Ungir jafnaðarmenn vilja gjörbreyta uppbyggingu menntakerfis- ins, auka fjárfestingu í menntun verulega og hafna metnaðarlausu og fjársveltu menntakerfi Sjálfstæðisflokksins. “ - Frá opnun póli- tískrar vefsíðu á Netinu í september. fjöllunar hjá Ungum jafnaðar- mönnum, enda er byggða- stefna stjómarflokkanna gjaldþrota. Ungir jafnaðar- menn vilja blása til sóknar í byggðamálum. Gríðarlegir möguleikar felast fyrir lands- byggðina í fjamámi og fjar- vinnslu og er betri menntun grundvallaratriði í nútíma byggðastefnu. Öflugir fram- haldsskólar og aukið framboð á menntun í heimabyggð skipta öllu fyrir líf og upp- byggingu landsbyggðarinnar. Starf Ungra jafnaðarmanna er einnig þróttmikið á lands- byggðinni. í öllum kjördæm- um landsins eru til svæðisfé- lög þar sem Suðurland og Norðurland vestra riðu á vað- ið fyrir einu og hálfu ári. Fyr- ir nokkru var hringnum lok- að með stofnim félaga í Reykjavík og á Reykjanesi, þannig að stofhferlinu er lok- ið nú þegar hreyfingin heldur sinn fyrsta aðaifund. Björgvin G. Sigurðsson Vatnajökulsþjóögarður í meðbyr Ráðstefnan um Vatnajökulsþjóð- garð sem haldin var á Kirkjubæjar- klaustri 29. september 2000 var ánægjulegur viðburður. Þar viðruðu margir sjónarmið sín til stofnunar þjóðgarðsins, sem Alþingi lagði „Mörk Vatnajökuls eru breytileg og jökullinn hefur á löngum tíma haft mótandi áhrif á landið umhverfis. Viðfangsefnið hlýtur að verða, að sem flest verðmœt svœði og náttúrufyrirbœri í nágrenni Vatnajökuls verði í framtíðinni hluti af þjóðgarðinum eða tengd honum á skipulegan hátt. “ Með og á móti Allt eftirlit af hinu góða grunn að með samþykkt sinni 10. mars 1999. Um- hverfisráðherra tók strax jákvætt á málinu með skip- un nefndar sem skilaði af sér í mars síðastliðnum og var álit hennar kynnt á Al- þingi í vor leið. Að tillögu nefndarinnar og ráðherra tók síðan ríkis- stjómin þá stefnumarkandi ákvörðun á fundi sínum 26. september að stofna beri Vatnajökulsþjóðgarð og miða mörkin í byrjun við jökuljaðarinn. Þetta er afar jákvætt, svo langt sem það nær, og varð til þess að ráðstefnan á Klaustri fékk aukið vægi og umræðan þar snerist um framtíðarmörk og skipulag vænt- anlegs þjóðgarðs. Umhverfi jökulsins fýlgi með Mörk Vatnajökuls eru breytileg og jökullinn hefur á löngum tíma haft mótandi áhrif á landið umhverfis. Viðfangsefnið hlýtur að verða, að sem flest verðmæt svæði og náttúru- fyrirbæri í nágrenni Vatnajökuls verði í framtíðinni hluti af þjóðgarð- inum eða tengd honum á skipulegan hátt. Til þess að það gerist þarf auðvit- að jákvæðan vilja hlutaðeigandi. í þessu sambandi var mikilvægt að heyra á Klausturráðstefnu viðhorf fulltrúa, jafnt hagsmunasamtaka og einstaklinga, sem langflest voru opin og jákvæð fyrir slíkri nálgun. Hug- myndasmiðja Ingu Rósu Þórðardótt- ur framkvæmdastjóra Ferðafélags ís- lands skilaði gildu framlagi og for- Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur stjóri Náttúruvemdar ríkis- ins staldraði við þau mörk sem ég benti á með tilögu minni um þjóðgarðinn 1998. Yfirlýsing ráðherra í ávarpi sínu til ráðstefn- unnar sagði umhverfisráð- herra meðal annars: „Þegar rætt er um útvíkkun þjóð- garðsins síðar meir er eðli- legt að líta til þeirra stór- kostlegu svæða sem liggja í nágrenni hans. Hef ég sér- staklega nefht Lakagíga og Kverk- fjöll í því sambandi en eðlilegt er að fleiri svæði komi til. Það er verðugt verkefni að byrja á þjóðgarðsstofhun innan jökuljaðars Vatnajökuls. Það er fyrsta skrefið. Næstu skref verða svo þau að skilgreina til hvaða ann- arra svæða þjóðgarðurinn nái eða tengist." Þessi yfirlýsing ráðherrans er mikilvægt veganesti ekki siður en ásetningur hennar að reka smiðs- högg á formlega stofnun þjóðgarðs- ins á ári fjalla 2002. Dýrmætt sóknarfæri Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er auðvitað málefhi allra landsmanna, en sérstaka þýðingu hefur það fyrir Skaftfellinga, Austfirðinga og Þing- eyinga. Heyra mátti á Klausturráð- stefnu verulegar væntingar fólks um að Vatnajökulsþjóðgarður yrði lyfti- stöng fyrir mannlíf og störf í byggð- arlögum sem næst honum liggja. Að þeim þætti þarf að vinna heils hug- ar. Hjörleifur Guttormsson igur um veiðieftirlit að gagni? Breyta litlu um brottkast J „Það er mjög já- , kvætt að veiðieft- K irlitsmönnum ■ - - H - skuli vera fjölg- að. Bæði hefur það fælni í fór með sér og við aukið eft- irlit eru líkur til þess að brottkast minnki. Mín skoðun er hins vegar sú að veiðieftirlitsmenn ein- ir og sér komi ekki i veg fyrir brottkast. Við skulum ekki gleyma því að brott- kast er oft mestmegnis út af Sævar Gunnarsson formaöur Sjómannasam- bands íslands því að menn eru að henda fiski sem er verðminni af því að þeir eru að kaupa dýrar veiðiheimildir. Og sjómennimir henda ekki fiski í sjóinn nema þeir fái fyrirmæli um það frá út- gerðinni. Allt eftirlit er því af hinu góða en það kemur ekki í veg fyrir brottkast. Ég tek heilshugar undir þær aðgerðir sem ráðherra hefur gert að undanfomu við eftirlitið.“ r „Ég held því mið- ur að þessar til- lögur sjávarút- vegsráðherra muni ekki breyta miklu um brottkast afla. Það hefur fram að þessu ekki skilað árangri að ætla að refsa mönnum fyrir að Jóhann henda fiski í sjóinn. Ársælsson Ég veit reyndar ekki til þingmaöur þess að neinn hafi verið dæmdur fyrir slík brot á grund- velli þeirra laga sem eru þó til. Mín skoðun er sú að það þurfi með jákvæðum hætti að gefa mönnum kost á því að koma með afla að landi en ekki refsa þeim fyrir það með þeim hætti að þeir velji þá þann kostinn að henda honum frekar í sjóinn.“ Sjávarútvegsráðherra leggur tll ab Flsklstofa nýtl upplýslngar um landaðan afla til að beina eftirliti að ákveðnum fiskiskipum. 4- Ummæli Landsbyggðarskattur - flugmiðaskattur Nýsamþykkt gjald- taka ríkisstjómar- flokkanna með flug- miðaskatti sínum em m.a. ástæður far- gjaldahækkana og erf- iðleika flugfélaganna á innanlandsmarkaði... Þessi skattheimta er sótt beint í vasa flugfarþega þar sem flugfélögin em ekki aflögufær og verða að hækka verð á flugmiðum. Því má með sanni segja að ríkisstjómarflokkamir hafi búið til nýjan landsbyggðarskatt." Kristján L. Möller alþm. í Mbl. 14. október. Spillingarbragur hjá Lánasýslu ríkisins „Mér fmnst á þessu spiilingarbragur í skjóh valds. Ég lit svo á að þama sé um sjáiftekin laun að ræða. Það kem- ur t.d. í ljós, að Lána- sýslan hefúr greitt lif- tryggingar og fyrir eig- inkonuna líka, a.m.k. í tilviki þess sem síðar var skipaður. Fyrir forstjórann var greitt 264.000 króna 3ja mánaða ensku- námskeið í Bretlandi 1998, auðvitað á fuH- um bankastjóralaunum, þótt hann skflaði engum farseðh og aðeins ljósriti af skóla- gjöldunum. Þetta er auðvitað ekki í lagi.“ Gísli S. Einarsson alþm. I Degi 14. október. Auðlindirnar á landgrunninu „Mikilvægir þjóðarhagsmunir vora tU umræðu á ráðstefnu, sem Hafréttarstofn- un, utanríkisráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið efndu tU í gær og fyrradag. Þar var um að ræða land- grunnið og auðlindir þess og afmörkun landgrunns íslands ... Þess vegna er ástæða tU að taka sérstaklega undir þau orð utanríkisráðherra að sjá verði tU þess að þeir aðilar, sem hér koma við sögu, hafi bolmagn tU þess að sinna því með þeim hætti að hagsmunir íslands verði tryggðir." Úr forystugrein Mbl. 15. október. Stöðubarátta? „Það er farið af stað með að það eigi að hagræða, ná fram ódýrari rekstri, auka hag hluthafanna og lækka kostnað tU neyt- enda. Þetta hefur alls staðar mistekist. Það sem útaf stendur er að fjármálamenn eru að taka sér stöðu. Menn hugsa svona bankasamruna fyrst og fremst út frá því að styrkja stöðu sinna fyrir- tækja á markaðnum. Þetta er eins og stöðubarátta á skákborði. Að fullyrða það að vextir lækki með stærri bönk- um er hreint bull.“- Friðbert Traustason, form. Sambands ts- lenskra bankamanna, í Degi 14. október. Síðustu tvö fyrirtœkin sem eftir voru í heiminum sameinuðust í dag Frettir O k/» $ < s & v? Risafjölmiðlun eignaðist Alheimserfða- greiningu í hlutabréfaviðskipum v Frettir „Við erum mjög spenntiryfír þessum samruna" saaði fvrirtækið... „Núna ráðum við yfir tækni til að dæla auglýsingum beint inn í heila neytenda." Frettir Hættulegt hjal vinstri grænna Vinstri grænir hafa þrá- stagast á því undanfarið, í kjölfar mótmælanna í Prag nú nýverið og áður í Seattle, að Vesturlönd misnoti sterka stöðu sína á alþjóðavettvangi með því að hefja starfsemi í þróunarlöndum og ráða tU sín ódýrt vinnuafl. Alþjóða- væðing fjármagnsins era hin hryUUegu orð í munni þeirra. En þeirra málflutningur er hryUUegur í eyrum þess sama fólks sem þeir telja sig vera að berjast fýrir. Reyndar er hann meira en hryUUegur, hann er dauðadómur. Þróunarlöndin eiga aUt sitt undir frjálsum viðskiptum við aðr- ar þjóðir og ekki bara þeim viðskipt- um sem Kolbrún HaUdórsdóttir og Óg- mundur Jónasson telja þeim samboð- in. ímyndum okkur hvað myndi gerast ef hinn rakalausi málflutningur vinstri grænna næði fram að ganga. Ódýrari framleiðsla Innri uppbygging þessara þjóða er oft frumstæð, eins og samgöngu- og fjarskiptakerfi, og tæknistig lágt. Mik- ið framboð á vinnuafli gerir það hins vegar að verkum að vinnuaflsfrek framleiðsla er hagkvæmari þar en ann- ars staðar. Þá er sagt að þessi lönd hafi hlutfaUslega yfirburði fram yfir Vest- urlönd í framleiðslu á tUteknum gæð- um. Þessir yfirburðir stafa ekki af því að fyrirtæki misnoti aðstöðu sina í þessum löndum og borgi lág laun held- ur er verð á vinnuafli þar ódýrara og hefur það með framboðiö og sérhæf- inguna að gera en ekki fyrirtækin sjálf. Ef Kolbrún og félagar risa upp úr bólstraðum stólum sínum á Alþingi og segja það skammarlegt að þessi vondu alþjóðafyrirtæki borgi þessi smánar- laun, sem þau auðvitað miða við sig sjálf, og koma verður í veg fyrir það, tala þau gegn velferð fólksins. Kolbrún skal ekki halda það að hún hjálpi þess- um löndum ef hún kemur í veg fyrir að þau geti notfært sér yfirburði sína í vinnuaflsfrekri framleiðslu. Fyrirtæk- in opna útibú sín og verksmiðjur ein- faldlega annars staðar. Hvað mun hún segja þeim fjölskyldum sem þó völdu verksmiðjuna í stað akursins? Umbætur í Úganda Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneyt- isins í Úganda, Tumusiime- Mutebile, var hér í heimsókn um daginn og hélt lyrirlestur um efnahagsumbætur í heimalandi sínu. Hann lagði mikla áherslu á að meira frelsi og aukin viðskipti hefðu aukið velferð allra og þeim sem lifðu undir fá- tækramörkum hefði fækkað um tæpan fjórðung. Sam- kvæmt mælingum hefði mis- skipting tekna minnkað og framleiðsla hefur aukist og tekjur ríkisins um leið. Ráðuneytisstjórinn sagði stjómvöld hafa lækkað tolla verulega til þess að landsmenn gætu flutt inn vörur á hag- stæðu verði annars staðar frá og not- fært sér yfirburði annarra landa í framleiðslu á vöram og þjónustu. Hann sagði áríðandi að Vesturlönd lækki sína tolla á móti svo þau lönd, sem byggja framleiðslu sína að vera- legu leyti á landbúnaði og iðnaði, gætu notið góðs af viðskiptum við þau. Það væri því nær fyrir Kolbrúnu að berjast fyrir því að lækka tolla á innfluttu kaffi og komi frá þessum löndum í stað þess að þusa yfir starfsemi al- þjóðafyrirtækja. Hættulegur málflutningur * Tumusiime-Mutebile sagði baráttu mótmælendanna í Prag hættulega fyr- ir framgang efnahagsumbóta í þróun- arríkjunum, sem væru að reyna að keyra efnahagslífið áfram með aukn- um umsvifum. Þessi öfl, eins og Vinstri grænir, berjast gegn frjálsum viðskiptum vegna þess að þau séu stunduð á forsendum vondra kapít- alista. Það er ekki rétt. Viðskipti eru ekki stunduð nema báðir aðilar hagn- ist og í frjálsum viðskiptum felst engin ánauð. Með auknum samskiptum við vestrænar þjóðir flytjast einnig gildi, sem við höfum í heiðri eins og lýðræði og frelsi til þessara landa og um leið era minni líkur á þrælkun og misnotk- un með breyttu siðferði. Því vinnur % framganga alþjóðafyrirtækja til þess- ara landa um leið að því að útrýma misnotkun á fólki. Vinstri grænir hafa undanfarið lagt áherslu á frjáls viðskipti við írak og út- hrópað utanríkisráðherra Bandaríkj- anna sem glæpamann vegna viðskipta- bannsins. Að tala gegn frjálsum við- skiptum fyrirtækja við þróunarlöndin gerir þetta sama fólk ekki að minni glæpamönnum. Björgvin Guðmundsson „Tumusiime-Mutebile sagði baráttu mótmœlendanna í Prag hœttulega fyrir framgang efnahagsumbóta í þró- unarríkjunum, sem vœru að reyna að keyra efnahags- lífið áfram með auknum umsvifum.“ - Mótmæli í Prag í september sl. T Björgvin Guðmundsson formaöur Heimdallar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.