Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 23
35 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 X>'V Tilvera Arthur Miller 85 ára Eitt frægasta leik- skáld nútímans, Arthur MiOer, verð- ur áttatíu og fimm ára í dag. Fyrsta leikrit MiOers, Focus, leit dagsins ljós 1945 en það var fjórum árum síðar, þegar hann sendi frá sér Sölumaður deyr, að hann skráði nafn sitt í sögubækumar. Þetta leikrit hans er hápunktur sköpunar hans og svo sem engin furða að hann hafi ekki getað toppað það. MOler var mikið í sviðsljósinu þegar hann var giftur MarOyn Monroe en það hjóna- band stóð í fjögur ár. Gildir fyrir miðvikudaginn 18. október Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): I Temdu þér meiri háttvísi ' og þér mun famast bet- ur. Sumir eru nefhilega mjög viðkvæmir fyrir framkomu þinni og þú átt einmitt í viðskiptum við slika aðila nú. Fiskarnir (19 febr.-?0. marsi: Gættu vel að því hvað Iþú segir, það gæti ver- ið notað gegn þér síð- ar. Þú skemmtir þér konuiiglega í góðra vina hópi í kvöld. Hrúturinn (21. mars-19. apríll: . Ef þú hyggst skrifa ^nafn þitt undir eitthvað skaltu kynna þér það vel áður. Smáa letrið hefúr reynst mörgum skeinuhætt. Happatölur þínar eru 4, 8 og 13. Nautið (20. apríi-20. maí): Reyndu að komast eins , auðveldlega og þú getur í gegnum samskipti við erfiða aðila. Það getur i skynsamlegt að samsinna því sem maður er þó ekki sammála. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníl: Þú þarft að sýna 'ákveðni til þess að tek- ið sé mark á þér í sam- bandi við vinnuna. Þú skemmtir þér með vinum í kvöld. iiduuu izu. ai CT venð skyns; sem maður i Tvíburarnir 12 Krabbinn (22. iúni-22. iúlíi: Fjölskyldulifið og | heimilið eiga hug þinn ' allan um þessar mimd- ____ ir. Einhverjar breyt- ingar eru á döfinni á því sviði. Liónlð (23. iúlí- 22. áaústi: I Svo virðist sem þú flytjir búferlum á næstunni og mikið stúss veröur í kringum það. Ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Mevian (23. ágúst-22. sept.i: a. Þú ættir að leita ráða hjá einhverjum sem er ^^V^ifcbetur að sér en þú 1 þvi * F máh sem þú ert að fást við. Það gerir þér mun auðveldara fyrir og þú sérð hlutina í réttu ljósi. Vogin (23. sept.-23. okt.): Einhverjir erfiðleikar viröast fram undan í peningamálum. Það er þó ekki svo alvarlegt að”ekki megi komast yfir það með samstilltu átaki. Soorðdreki (24. okt.-21. nóv.): IÞÚ hefur í nógu að snúast og sumt af því jer alveg nýtt fyrir þig. Þér finnst sem ham- ingjuhjólið sé farið að snúast þér í vil. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): , Láttu ekki slá þig út Taf laginu ef þú ert viss um að þú sért á réttri leið. Það koma oft firam einhverjir sem þykjast vita allt betur en aðrir. Steingeltín (22. des.-19. ian.): jg Sjálfstraust þitt er með " mesta móti og þú ert VUKIII IZJ. 5.C ý einkar vel upp lagður r zm til að taka að þér erfið verkefni. Happatölur þínar eru 7, 19 og 21. DV-MYND INGÓ Vinningshafar í sumarmyndakeppni DV og Kodak Sumarmyndakeppni DV og Kodak hefur stadið yfir í sumar og bárust fjölmargar skemmtilegar myndir. Verölaunamynd- irnar hafa nú veriö valdar úr og voru Ijósmyndararnir heiöraðir í Hans Petersen í Kringlunni sl. laugardag. Á myndinni eru Kristján Orri Ágústsson frá Hans Petersen, Egill Jónasson fyrir hönd Önnu Steinunnar Jónasdóttir sem hlaut 2. veröiaun, Guörún H. Jóhannsdóttir fyrir hönd Ingibjargar Geirsdóttiur sem hlaut 1. verölaun. Hulda Stefánsdóttir sem hlaut 3. verðlaun og Sif Bjarnadóttir frá Frjálsri fjölmiðlun.Verölaunin eru frá Hans Petersen; 1. verðlaun: Canon EOS 300 myndavél, 2. verölaun: Canon IXUS Z-50 myndavél, 3. verölaun: Canon IXUS X-1 myndavél. DV-MYND DANIEL V. OLAFSSON Átta flottir Vestlendingar Þeir sem taka þátt í keppninni um titilinn herra Vesturland eru þessir, aftari röö frá vinstri: Leifur Jónsson, Akranesi, Óöinn Ágústsson, Borgarnesi, Einar Karvel Sigurösson, Akranesi, og Fannar Guömundsson, Grundarfiröi. Fremri röö frá vinstri: Sigurvin Jón Halldórsson, Hellissandi, Sigfús Steinarsson, Borgarnesi, Óskar Hafþerg Róbertsson, Ólafs- vík, og Óskar Páll Hilmarsson, Búöardal. Átta strákar keppa um titilinn herra Vesturland DV. AKRANESI:________________________ Atta hressir, sætir og kátir strákar af Vesturlandi munu heyja keppni um titilinnherra Vest- urland laugardaginn 21. október. Þá verður keppt um þennan eftirsókn- arverða titil á skemmtistaðnum Breiðinni á Akranesi. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði og kynn- ir kvöldsins verður Hulda Gests- dóttir. Sigurvegarinn tekur síðar þátt í keppninni Herra Island. -DVÓ Kalt við að sýna brjóstahöldin Ofurfyrirsætan Adriana Karem- beu var ekki öfundsverð þegar hún kynnti nýjustu undrabrjóstahöldin Wonderbra í London á dögunum. Þar var þá bæði kalt og blautt. Adriana lét það þó ekki á sig fá heldur fletti frá sér blússunni svo ljósmyndarar gætu nú fengið að smella mynd af hvítu brjóstahaldi á hvelfdum barmi hennar. Aðstoðar- menn hennar þurftu þó að kasta hlýrri flík yfir axlir hennar áður en langt um leið. Annars er það að segja af Adriönu að hún býr í Middles- brough með eiginmanni sínum, fót- boltakallinum franska, Christian Karembeu. Ekki er stúlkan beint hrifin af borginni. „Ég fer ekki á pöbbana af því að ég reyki hvorki né drekk og ekki er ég hrifin af matnum.“ Banderas ekki hrifinn af boxi Spænski sjarmörinn Antonio Banderas er mikill íþróttaáhuga- maður. Ein er þó íþróttagreinin sem hefur aldrei vakið áhuga hans, hnefaleikar. Hann þurfti þó að bæta úr því fyrir nýju myndina sína, Play It to the Bone. Þar boxar Band- eras meðal annars við Woody Harrelson. Þeir félagarnir fengu góða aðstoð atvinnuboxara á borð við Sugar Ray Leonard. Svo góðir nemendm- voru þeir að þegar tökum lauk var Banderas með brotin rif- bein og nef. Prinsessa reynir fyr- ir sér í rappi Stefanía Mónakóprmsessa ætlar að gera enn eina tilraunina til að komast á metsölulista yf- ir hljómplötur. í því skyni brá hún sér í hljóð- ver á dögunum til að taka upp lag sem hún kall- ar Hit The Chain. Þar rappar prinsessan af miklum móð, undir stjóm manns sem hefur áð- ur meðal annars stjómað plötuupptökum fyrir kvikmyndastjörnur sem vildu gerast söngvarar. Stefanía gerði tilraun til poppsöngs á níunda áratugnum en hafði ekki erindi sem erfiði. Að sögn ákvað hún að rappa i þetta skiptið til að gagnrýnendur tækju mark á henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.