Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2000, Blaðsíða 24
36 Tilvera Anna Júlíana og Sólveig Anna í Salnum í kvöld í kvöld kl. 20.00 í Salnum í Kópavogi mimu Anna Júlíana Sveinsdóttir, sópran, og Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó, flytja verk eftir Holst, Sigvalda Kalda- lóns, Atla Heimi Sveinsson, Karl O. Runólfsson, Wagner, R. Strauss o.fl. Þessir tónleikar eru hluti af tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Mið- sala er opin virka daga frá kl. 13.00-18.00, tónleikadaga til kl. 20.00 og um helgar klukkustund fyrir tónleika. Krár ■ PALLI í 17 A PRIKINU Palli í Sautján er einn af þessum plötu- snúöum sem kunna aö klæöa húsið * góöri tónlist, rétt eins og hann gerir í vinnunni sinni í 17. Hann er einn af þessum gaurum sem halda fóik- inu vel við efnið á Prikinu á þriðju- dögum. ■ BÓLEGHEIT Á ROMANCE Þaö er lifandi tónlist á Café Romance öil kvöld en þaö er enski píanóleikarinn og söngvarinn Miles Dowley sem skemmtir gestum staðarins. Sveitin ■ KK A HAFURBIRNINUM KK verður á Hafurbirninum í Grindavík í kvöld. Þaö verður gríðarleg gleði þegar kappinn ber eld að sviðinu og raular nýjustu lögin sín. ' Leikhús ■ ERINPI I BORGARLEIKHUSINU Magnús Þór Þorbergsson leikhús- fræðingur heldur erindi um einn merkasta leikhúsmann 20. aldar, Rússann Vsevolod Meyerhold, í anddyri Borgarleikhússins klukkan 20.30. Aðgangseyrir er 500 krónur. ■ HÁALOFT Háaloft er einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Sýningin hefst kl. 21.00 í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Tveir fyrir einn. ■ LÓMA Möguleikhúsiö (við Hlemm) sýnir Lómu - mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að mér eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur í dag, kl. 14.00. Uppselt. Hjá Mögu- leikhúsinu fást nú svokölluð VINA- x KORT sem eru 10 miöa leikhúskort á sýningar að eigin vali. Verð aðeins kr. 8.000. Fundir ■ HADEGISFUNDUR Hádegisfundur verður haldinn í Norræna húsinu á vegum Sagnfræöingafélags Islands í dag. Þema fundanna í vetur er hvað sé stjórnmálasaga. Sigríður Þorgeirsdóttlr, heimspekingur og dósent við Háskóla íslands, mun velta þessu fyrir sér í erindi sínu, „Sagan, minnlð og gleymskan?" Fundurinn hefst kl. 12.05 og lýkur kl. 13.00. ■ MÁLÞING UM SYKUR Náttúru- lækningafélag Islands er með mál- þing undir yfirskriftinni: SYKUR - HÆTTULAUS ORKUGJAFI EÐA SKAÐVALDUR? Málþingið verður í Þingsal 1 á HóteJ Loftleiðum og hefst kl. 20.00. Á þinginu greina frummælendur frá viöhorfum sínum til hlutverks sykurs í fæðukeöjunni. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 I>V Erlendir stúdentar við Háskóla íslands: fslenskan aldrei vinsælli - fáum á annað hundrað umsóknir, segir Dagný Kristjánsdóttir Ásókn í nám í íslensku fyrir er- lenda stúdenta við Háskóla ís- lands hefur aldrei verið meiri en nú. Að sögn Dagnýjar Kristjáns- dóttur, dósents í skor íslensku fyr- ir erlenda stúdenta, fær inntöku- nefnd skorarinnar miklu fleiri umsóknir á hverju hausti en hún getur annað: „Við erum með nu- merus clausus fjöldatakmarkanir í þessu námi sem miðast við 72 nýja nemendur á hausti en fáum á annað hundrað umsóknir." Dagný segir skorina bjóða upp á tvenns konar námsleiðir. „Annars vegar erum við með akademískt þriggja ára íslenskunám og hins vegar bjóðum við upp á námskeið sem heitir Icelandic Culture, Language and Literature sem er fyrst og fremst hugsað fyrir skiptinema i öðrum greinum en íslensku. Þar hefur líka orðið mikil sprenging." Flýja ástandið Þegar hún var spurð hvað réði vali nefndarinnar á nemendum sagði Dagný að styrkþegar rikis- ins hefðu forgang. „Menntamála- ráðuneytið veitir myndarlega og fallega styrki til um 25 landa og þeir styrkþegar ganga fyrir. Einnig erum við skuldbundin til að veita norrænum krökkum sem taka þátt í skiptinemaáætlunum sem Háskóli íslands er aðili að forgang.“ Aðrir þættir sem Dagný sagði hafa áhrif á val nefndarinnar er bakgrunnur nemendanna i tungu- málinu og áhugi. Enn fremur tók hún fram að sumir stúdentar sæki um íslenskunám fyrst og fremst í þeim tilgangi að flýja ástandið í heimalöndum sínum svo sem fá- tækt og stjórnmálaástand. Telur Dagný að þær umsóknir nemi um 10-15 % af heildarfjölda. „Þær umsóknir koma sjaldnast til greina," segir Dagný og bætir við að öfugt við það sem tíðkist ann- ars staðar á Norðurlöndunum og víðar séu ekki til neinir styrkir handa þessu fólki. Þetta er oft af- burðanámsfólk en það gæti ekki komið hingað án styrkja." Að sögn Dagnýjar er alltaf nokkurt hrottfall á milli ára en það sé óhjákvæmilegt. „Fyrsta árið er stærst enda eru alltaf ein- hverjir sem vilja fyrst og fremst fá hjálp til að hjálpa sér sjálíir. Hins vegar hefur annað árið verið að stækka á undanfornum árum og kemur það meðal annars til af þvi að stúdent- ar sem koma úr íslensku- kennslu í útlöndum fá nám sitt metið upp á annað ár,“ Dagný Kristjánsdóttir „Þetta er oft afburöanámsfólk en það gæti ekki komiö hingað án styrkja. “ Finnsk stúlka í íslenskunámi: Draumalandið mitt - Hanna Ampula lætur vel af landi og tungu Hanna Ampula frá Finnlandi er nemi á þriðja ári í íslensku fyrir er- lenda stúdenta við Háskóla íslands. Upphaflega lagði hún þó ekki leið sína til íslands til að læra tungumál- ið: „Ég kom hingað fyrst og fremst til að skoða landið og ferðast. ísland var búið að vera draumalandið mitt lengi.“ Hún segist hafa skráð sig í Háskóla Islands í því augnamiði að læra eitthvað annað en íslensku og hafi því sótt um námskeiðið Icelandic Culture, Language and Literature en það hafi verið fullt og því hafi hún skráð sig í nám í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta. Hanna segir námið hafa verið mjög erfitt í byrjun enda sé íslensk- an af allt annarri málijölskyldu en finnskan og næstum ekkert sé líkt með málunum. Hún vtir stundum að því komin að gefast upp en þraukaði þó enda hefði hún fengið góða hvatningu hjá heimamönnum: „Ég tala yfirleitt alltaf íslensku þeg- ar ég fer út í búð eða geri hina og þessa hversdagslegu hluti. Flestir taka mér mjög vel og verða glaðir þegar þeir heyra mig tala íslensku." Hanna segist enn fremur vera mjög fegin að fólk skipti ekki yfir í ensku þegar það heyri að hún sé út- lendingur en það er vandamál sem margir erlendir stúdentar hér á Hanna Ampula „Fyrst ætiaöi ég bara aö vera hérna í hálft ár, síöan var ég í eitt ár í viö- bót og nú er ég búin að vera hérna í tvö ár. “ landi eiga við að etja. „Það kom reyndar stundum fyrir en þá neitaði ég að tala ensku, hélt bara áfram að tala íslensku." Þegar Hanna var spurð hvernig hefði gengið að kynn- ast landsmönnum sagði hún það hafa verið erfitt í fyrstu. „Ég var líka mest með útlendingum en smátt og smátt fór ég að kynnast ís- lendingum," segir Hanna og bætir við að íslendingar séu yfirleitt mjög vinsamlegir. Hanna segir fjölskyldu sína hafa tekið vel í íslenskunámið. „Mamma og pabbi skildu þetta mjög vel enda var ég búin að tala um ísland síðan ég var lítil og að þangað ætlaði ég einhvern tímann að fara.“ Hún bæt- ir við að stundum spyrji þau reynd- ar hvenær hún ætli að koma til baka. „Þau eru kannski hrædd um að ég ætli að vera á íslandi alla ævi. Þau vita þó að mér líður vel þar og þá eru þau ánægð.“ Sjálf hefur Hanna ekki tekið neina ákvörðun um hversu lengi hún ætlar að dvelja hér á landi. „Ég hugsa málið á hverju vori. Fyrst ætlaði ég bara að vera héma í hálft ár, síðan var ég í eitt ár í viðbót og nú er ég búin að vera hérna í tvö ár,“ sagði Hanna Ampula að lokum. -eöj Líf og fjör hjá Ungmennafélaginu Víkingi í Ólafsvík: Töðugjöld með pitsuhlaðborði og íspinnum Fjörugur hópur frá UMF Víkingi á uppskeruhátíðinni. PV, ÓLAFSVÍK: Uppskeruhátíð Ungmennafélags- ins Víkings í Ólafsvík var haldin fyrir skömmu á Gistiheimili Ólafs- víkur. Þar voru samankomin rúm- lega 100 manns, bæði böm og full- orðnir, til að gera upp sumarið. Byrjað var með pitsuhlaðborði og á eftir gaf Kjörís öHum íspinna. AUir krakkamir fengu viðurkenningar- skjal með þakklæti fyrir gott sam- starf í sumar og drengúega keppni. Veittar vom viðurkenningar fyrir bestu ástundun og fyrir mestu fram- farir í sumar. Þá var happdrætti þar sem dregnir voru út 8 vinningar, bæði íþróttatöskur og geisladiskar. Farið var í leiki og horft á gamlar upptökur af knattspyrnuleikjum, Uppskeruhátíðin tókst mjög vel. Mikið var að gera hjá íþróttafólki Víkings í sumar. Drengir og stúlkur sem stunduðu knattspymu kepptu bæði á Búnaðarbankamótinu i sum- ar og einnig á héraðsmótum og var það sameiginlegt lið frá Víkingi og Ungmennafélaginu Reyni á HeU- issandi. Hjá keppendum í frjálsum íþrótt- um var einnig mikið um að vera. Víkingur átti þátttakendur á öUum frjálsíþróttamótum innan HSH, barnamóti, unglingamóti, héraðs- móti og þremur hraðmótum á veg- um HSH. Einnig átti Víkingur kepp- anda á Meistaramóti íslands 12-14 ára á Laugarvatni í sumar. Sund- fólkið stóð sig einnig mjög vel í sumar. -PSJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.