Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 1>V Meirihlutinn í Reykjanesbæ lét undan: Ibuarnir stoðvuðu áform um stórhýsi - dæmi um hvað samtakamáttur fólks getur gert, segir bæjarrulltrúi DV/REYKJANESBÆ:' A fundi bæjarstjómar Reykjanes- bæjar á þriðjudag voru lagðir fram undirskriftalistar 522 íbúa sem mót- mæltu öllum áformum um byggingu fjölbýlishúss og bílageymslu við Að- algötu 7-9. Jóhann Geirdal, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar 1 Reykjanesbæ, segir að andstaða íbúa og Samfylkingarinnar hafi haft þau áhrif að meirihlutann bakkaði með að breyta skipulagi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau öflugu viðbrögð íbúa „gamla bæjarins" og annarra íbúa hér í Reykjanesbæ höfðu veruleg áhrif á þá niður- stöðu sem varð við afgreiðslu málsins í bæjar- stjóm. Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar- manna sam- þykkti fyrir hálf- um mánuði að láta gera deiliskipulag fyrir hluta bæjarins og hafði lítinn skika af „gamla bænum“ með í þeirri vinnu. Þetta gerði hann þrátt fyrir að að- eins voru liðnir 8 mánuðir frá því að „gamli bær- inn“ var deiliskipulagður í fullri sátt við íbúana. Við full- trúar Samfylk- ingarinnar í bæj- arstjóm mót- mæltum þessum vinnubrögðum og kröfðumst þess að nýlega samþykkt skipulag fengi að halda sér. Á það hlustaði meirihlutinn ekki, hann sagðist vilja skoða aðra möguleika. Sú andstaða sem fram kom var það mikil að hann treysti sér þó ekki til að gera neinar breytingar og lét því undan þessum þrýstingi. Því fagna ég að sjálfsögðu og sérstaklega því að íbúarnir hafi á þennan hátt unn- ið sigur í þessu máli. Þetta er dæmi um að íbúar geta haft áhrif ef þeir beita sér og auðvitað eiga kjörnir fulltrúar að taka mið af vilja ibú- anna,“ sagði Jóhann Geirdal við DV í gær. -DVÓ Jóhann Geirdal Ellert Eiriksson. Vala í heimsókn hjá afa og ömmu á Egilsstöðum DV, EGILSSTOÐUM: „Eg er alltaf ánægð þegar ég get heimsótt afa og ömmu hér á Egilsstöðum. Ég var hér mörg sumur sem krakki, allt að fimm sex vikur hvert sumar. Ég man að ég fór oft í sund og hljóp hér inn á Koll- inn,“ sagði Vala Flosadóttir á Eg- ilsstöðum í gær. Móðurforeldr- Glæsilegur íþróttavóllur Vala undraöist glæsileika nýja íþróttavallarins á Egilsstööum sem gerður er í tilefni af landsmótinu næsta sumar. DV-MYNDIR SIGRÚN BJÖRGVINSDÓniR. Enn einn peningur Vala fékk fallegan minjagrip frá ráöamönnum eystra, forláta útskurö eftir hagleiksmanninn Hlyn Halldórsson á Miöhúsum. ar Völu eru Margrét Pétursdóttir og Jónas Gunnlaugsson sem eiga hús á hinum einu sönnu Egilsstöð- um niðri við Fljótið. Vala sagðist ekki vita hvort hún keppti á Landsmótinu næsta sumar. Það færi eftir keppnis- skrá hennar, en það yrði vissulega gaman að geta komið. Hún sagði að íþróttavöllurinn á Egilsstöðum væri orðinn frábær og um- hverflð með ólíkind- um flott. Er hún var spurð hvað væri best við að vera svona þekkt íþróttastjarna, sagði hún að það væri að geta einbéitt sér að þvi sem henni þætti mest gaman, stangarstökkinu. Og svo sagðist hún vona að árangur sinn yrði til að hvetja ungt fólk til að keppa að sem bestum árangri í sinni grein, hver sem hún væri. Vala sagðist mundu dvelja í Sví- þjóð næstu árin, á meðan hún væri að keppa, af því að þar væru svo miklu betri aðstæður til æf- inga en hér á landi. Síðan yrði bara að koma í ljós hvar hún sett- ist að. Hafþór Guðmundsson bæj- arstjóri afhenti Völu minjagrip frá bæjarstjóm Austur-Héraðs. Er það stangarstökksrá á birkiplatta, unnin af Hlyni Halldórssyni á Miðhúsum. -SB Skyttur aka utan vegar Lögreglan á Húsavík hefur fengið margar tilkynningar um gegndar- lausan utanvegarakstur rjúpna- veiðimanna á Öxarfjarðarheiði. „Það er keyrt þar út um móa og mela hvert sem er,“ sagði lögreglu- maður sem DV talaði við. Lögreglan mun reyna að sitja fyrir sökudólg- unum en um stórt svæði er að ræða. Þess vegna skorar lögreglan á rjúpnaveiðimenn að aka eingöngu eftir merktum slóðum til þess að eyðileggja ekki viðkvæma náttúr- una á heiðinni. Akstur utan vega á heiðinni varðar við náttúruverndar- lög. -SMK Samvinna vió ökumenn Megináherslu á ábyrgö allra vegfar- enda á umferöaröryggi sínu og annarra. Umferðarátak á landsbyggðinni Lögreglustjórar utan Reykjaness og Reykjavíkur hafa boðað til um- ferðarátaks næstkomandi fostudag sem nær yfir Vesturland, Vestfirði, Norðurland, Austurland og Suður- land. „Er það ætlun lögreglu að leggja áherslu á samvinnu við ökumenn, með megináherslu á ábyrgð allra vegfarenda á umferðaröryggi sínu og annarra. Verður þennan dag haldið úti auknu eftirliti, einnig verður rætt við ökumenn og sjónar- mið þeirra fengin fram. Lögreglan lítur enda ekki svo á aö lögregla og ökumenn séu í andstæðum fylking- um heldur í sama liði, með sama markmið, sem er að tryggja öryggi allra vegfarenda," segir í fréttatil- kynningu frá sýslumanninum í Vík í Mýrdal. Lögreglan vonast til þess að ár- angurinn verði slysalaus dagur á landsbyggðinni.i -SMK Vcöríö i kvoltl m — Léttskýjað suðvestan til Norðan 10 til 15 m/s og dálítil rigning norövestanlands en slydda síðdegis. Suölæg eða breytileg átt, 5 til 10 m/s annars staðar og léttskýjað suðvestan til en léttir smám saman til noröaustanlands. Sólarlag í kvöld 19.39 17.33 Sólarupprás á morgun 07.05 07.31 Siödeglsflóð 22.03 02.36 Árdegisflóö á morgun 10.36 15.09 SjýÁ'íggis á vefeeartá&wsKB '_?*“-.VlNDÁTT 15) VtNDSTYRKUR 1 metrum á sekúndu 10% HITI •10° NFROST HEIÐSKÍRT *> iD e> o LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝiAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAÐ V,, 'W Ö RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA :9 == ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR IZZZlSNJÓR mþungfært ■h ÓFÆRT tTK5BPI3frra M FPA VECAGCKD KIKISINS Greiöfært á flestum stööum Allir helstu þjóðvegir landsins eru greiðfærir, þó eru hálkublettir á Sandskeiði, í Svínahrauni, á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vestfjöröum eru hálkublettir á heiöum. Athygli er vakin á því að víöa gæti veriö hálka eöa hálkublettir á vegum. Kólnar í veðri Noröan 5 til 10 á morgun og dálítil slydda eöa snjókoma á Noröurlandi en léttskýjaö suövestanlands. Heldur kólnandi veöur og hiti yfirleitt 0 til 5 stig í nótt og á morgun. Vindur: 5—8 m/» Hiti 0° til 5' Hæg breytileg átt og víöa bjart veöur en dálítil rlgnlng eöa slydda viö austur- og suöaustur- ströndina. iii BSBS Vindun'^ ^ V. 5-15 m/. \ ? Hiti 1° til 6® Austlæg átt, 10-15 m/s meö suöurströndinnl en 5 10 annars staöar. Rigning sunnan- og austanlands, en þurrt norövestan tll. Heldur hlýnar. ngur Vindur: A § 8-13 m/* Hiti 1® tit 6" Noröaustlæg átt 8 tll 13 m/s, og rlgning austan tll en þurrt um landlö vestanvert. i AKUREYRI rigning BERGSSTAÐIR skýjaö BOLUNGARVÍK alskýjaö EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. hálfskýjaö KEFLAVÍK léttskýjaö RAUFARHÖFN alskýjaö REYKJAVÍK léttskýjaö STÓRHÖFÐI léttskýjaö BERGEN alskýjaö HELSINKI alskýjaö KAUPMANNAHÖFN þokumóöa ÓSLÓ skýjaö STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN skúrir ÞRÁNDHEIMUR skýjað ALGARVE skýjað AMSTERDAM rigning BARCELONA þokumóöa BERLÍN þokumóða CHICAGO heiöskírt DUBUN léttskýjaö HAUFAX FRANKFURT rigning HAMBORG þokumóöa JAN MAYEN þokumóða LONDON heiöskírt LÚXEMBORG rigning MALLORCA skýjaö MONTREAL alskýjaö NARSSARSSUAQ léttskýjaö NEW YORK heiöskírt ORLANDO þokumóöa PARÍS súld VÍN þokumóöa WASHINGTON heiöskírt WINNIPEG heiöskírt 5 6 3 4 4 5 7 2 4 11 10 11 9 10 10 12 18 11 12 10 13 7 9 7 5 9 9 13 8 —3 13 16 13 12 12 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.