Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 Fréttir 7 I>V Umsjón: ■ Horöur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Deiluarkitekt Nú þegar fæö- ing Starfsgreina- sambandsins er yfirstaðin og króginn útskrif- aður sem heil- brigð afurð eru menn farnir að lita til næsta vettvangs í verkalýðshreyf- ingunni, þings ASÍ í næsta mán- uöi. „Sagt er“ að Guðmundur Gunnarsson sé farinn að horfa í kringum sig varðandi næstu for- ystusveit ASÍ. Guðmundur fer mikinn þessa dagana og á honum að skilja að buliandi ósætti sé inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Hann hefur m.a. sagt að „allir“ viti hver helsti arkitekt allra deilna innan verkalýðshreyflngar- innar sé. Nú bíða menn spenntir eftir að Guömundur upplýsi fá- fróða um nafn og númer á þessum merkilega „arkitekt"... Þórólfur bankastjóri Nú þegar nýr risaríkisbanki er í burðarliðn- um hafa smiðir samsæriskenn- inga í nógu að snúast varð- andi spádóma um hverjir verði ráðnir til að stýra skrímslinu þegar það fæðist. Kenningin um Halldór J. Krist- jánsson og Sólon R. Sigurðsson er ekki sögð ganga upp vegna þess að hvorugur sé framsóknar- maður. Líklegt er nú talið að kandidat farmsóknarmanna í þessa stöðu sé fundinn og Þórólf- ur Gíslason, varaformaður bankaráðs Búnaðarbanka og kaupfélasstjóri norðan úr landi, verði tilnefndur í stað Sólons... Vefrit ungra framsóknar- manna, Maddaman, sendir ungum sjálfstæðis- mönnum pillu vegna óskalista þeirra síðar- nefndu um þingmál á Frelsi.is sem þeir vilja fá framlögð fyrir jól. Á jólagjafalista Frelsis engla er m.a. einkavæðing Lands- símans, RÚV, Búnaðarbanka, Landsbanka og Þjóðleikhúss ís- lands. Þá eru líka óskir um að leggja niður Samkeppnisstofnun, Byggðastofnun, ÁTVR, Sinfóníu- hljómsveit íslands og Kvikmynda- eftirlit ríkisins. Hins vegar vilja þeir leyfa ólympíska hnefaleika, fjárhættuspil og sölu léttvíns í matvöruverslunum. Maddaman SEiknar þess að á listanum eru ekki baráttumál sjálfstæðismanna eins og lögleiðing flkniefna, bann á forsetann að senda heillaskeyti, nú eða að leggja embættið alveg niður... Jolagjafalisti Stækkun Þverárvirkjunar í Strandasýslu: Fá engan iðnaðar- mann á heimaslóð DV-MYND GUÐRNNUR RNNBOGASON. Létu gott af sér leiða Þessir ungu menn unnu í allt sumar viö virkjunarfram- kvæmdirnar og eru sumir þeirra nýlega horfnir aö skóla- bókalestrinum. DV, HÓLMAVÍK: „Við það að hækka stífluna eykst rafmagnsframleiðsla úr 1,2 megavött- um í 2,2 og fallhæð eykst um 10 metra, en rennshð verður svipað,“ segir Guð- mundur Þórðarson, tæknifræðingur hjá ístaki hf., en fyrirtækið hefur tekið að sér fyrir Orkubú Vestfjarða að stækka Þverárvirkjun við Þið- riksvallavatn í Strandasýslu, fram- kvæmd sem kostar 70 milljónir króna. „Með þvi að hækka vatnsborðið um 8 til 10 metra og jafnframt að lækka vatnsborðið neðan við vél um nokkra metra hækkar stíflan. Síðan verður sett stærri vél sem ’nýtist betur við þennan hæðarmun. Við erum að steypa um 600 rúmmetra utan um fall- pípu sem leiðir annars vegar vatnið frá lóninu í vélina í stöðvarhúsinu og hins vegar um botnrásarpípu sem ligg- ur undir stiflunni. Við endann á þess- ari botnrásarpípu er steypt lokahús þar sem síðar verða settir lokar á báð- ar þessar pípur. Aðalverkið er auðvit- að stíflan sjálf. í það verk fara um 60 þúsund rúmmetrar af fyllingarefnum sem tekin eru hér úr lónstæðinu sem fer allt undir vatn þannig að þegar stíflan verður búin og vatnið komið í þá hæð sem það á að fara í þá sjást eig- inlega engin ummerki nema stíflan DV-MYND S Einn fluttur á slysadeild Tveir fólksbílar rákust saman i hörö- um árekstri á mótum Bústaöavegar og Háaleitisbrautar á þriöjudag. Ann- ar ökumaöurinn var fluttur á slysa- deild meö sjúkrabíl þar sem hann kvartaöi undan eymslum í baki. Báö- ir bílarnir voru mikiö skemmdir og fluttir af vettvangi meö kranabifreiöum.-SMK Met í kol- munnanum DV, AKRANESI:________________________ Um helgina voru fiskimjölsverk- smiðjumar búnar að taka á móti 216.000 tonnum af kolmunna og þar af höfðu íslensku skipin landað tæpum 192.000 tonnum. Þetta er mesti kolmunnaafli sem landað hefúr verið hér á landi síðan kolmunnaveiðar hófúst. Ef landanir íslenskra fiskiskipa erlendis eru teknar með má áætla að heildarkolmunnaaflinn sé komin í um 215-220 þúsund tonn. -DVÓ sjálf. Vatnið í lóninu hefur ver- ið lækkað um rúma sex metra núna síðastlið- inn mánuð til að komast í efnið," sagði Guðmund- ur í samtali við DV. Jarðvegsstifl- an verður um 22 metrar á hæð þar sem hún er hæst og í hana verða notuð fems konar efni, þ.e. gijótvöm, yst stoðfylling og innan við hana er síufylling og innst við stífluna er svokölluð kjama- fylling. Það em gerðar mismunandi kröfúr til þessara efha, hvert þeirra fyrir sig verður að standast ákveðnar körfúr. Reiknað er með þvi að allt efn- ið fáist á svæðinu. Um 20 manns starfa við stækkun virkjunarinnar, þar af 8 heimamenn. Guðmundur segir að ekki hafi tekist að fá einn einasta iðnaðarmenn af svæðinu en þeir séu með þrjá véla- menn úr héraðinu svo atvinnuástand hjá iðnaðarmönnum virðist vera mjög gott á Ströndum. Hann segir að einnig vanti nokkra vélamenn og verkamenn eftir að nokkrir starfsmenn fóra í skóla. ístak sem er eitt stærsta fyrirtæki í byggingariðnaði hér á landi með um 500 manns í vinnu er einnig að endur- byggja Reykjavíkurflugvöll, stækka ál- ver Norðuráls í Hvalfirði sem og flug- stöðina á Keflavikurflugvelli, svo fátt eitt sé nefnt. Steypuvinnu verður lokið í september en áætluð verklok era í nóvember. Ætla má að næsta vor verði vatnið orðiö eins hátt og mögulegt er. Verkkaupasamningur við Orkubú Vestfjaröa er upp á 70 milljónir króna. -GF \ Þróunarfélag íslands hf. ^ lœlandic Finance and Investment PLC. INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA í ÞRÓUNARFÉLAGI ÍSLANDS HF. Mánudaginn 8. janúar árið 2001 verða hlutabréf í Þróunarfélagi íslands hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu (slands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Þróunarfélags íslands hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Þróunarfélagi fslands hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru í tveimur flokkum, auðkennd með J1-J433 og 1-2710 og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Þróunarfélags íslands hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Þróunarfélags íslands hf., Suðurlandsbraut 22,108 Reykjavík, eða í síma 568 8266. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf., fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Þróunarfélags íslands hf. Islenskt \\\ i_________ viðskiptalíf - 500 stærstu Geisladiskur með ítarlegum upplýsingum um nærrí 600 islensk fyrirtæki. Upplýsingar eru m.a. um veltu, afkomu, efnahag, stjórn og lykilstarfsmenn, upplýsingar um starfsemi og fréttir af Viðskiptavefnum á Vísir.is. íslenskt viðskiptalif - 500 stærstu er samstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Lánstrausts hf. Verð 4.950 kr. Tekið er á móti pöntunum í síma 511 6622, í fax 511 6692 og á netfangið mottaka@vb.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.