Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 PV__________________:___________________________ Útlönd Bók sjónvarpsfréttamanna: Blair hjálpaöi Pino- chet að komast heim Það var Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sem í leynilegum simtölum við þáverandi forseta Chile, Eduardo Frei, vakti athygli á mögu- leika á að Augusto Pinochet, fyrrver- andi einræðisherra ChOe, gæti sloppið við réttarhöld á Spáni og í staðinn fengið að fara heim af mannúðará- stæðum. Þetta kemur fram í bók sjón- varpsfréttamannanna Mónicu Pérez og Felipe Gerdtzen sem kynnt var í Santiago í Chile á mánudaginn. Þá voru tvö ár liðin frá þvi að Pinochet var handtekinn á sjúkrahúsi í London. Gerdtzen er tengdasonur Freis, fyrrverandi forseta, og við kynningu á bókinni tóku meðal annarra þátt þá- verandi utanríkisráðherra Chile og núverandi innanríkisráðherra, José Miguel Insulza. Bókarhöfundarnir, sem fylgdust með málinu í Evrópu fyrir rikissjón- varpið í Chile, segja að Tony Blair hafi lagt áherslu á við Frei forseta að Messina á Sikiley: Mafíuhringur i háskólanum ítalska lögreglan hefur komið upp um mafíuhring í háskólanum í Messina á Sikiley. Sérgrein mafiósanna þar voru falsanir. Með- al þeirra 37, sem handtökuskipun hefur verið gefm út á, eru fyrrver- andi sveitarstjórnarmaður. Fjórir hinna grunuðu sitja þegar inni vegna annarra mála. Mafían seldi bæði skjöl, prófgráður og titla. Lög- reglan komst að fólsununum við rannsókn á morði á einum lektora háskólans 1998. Ári seinna var starfsbróðir hans handtekinn vegna þátttöku í mafiustarfsemi. Messina var í sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar tveir áhrifamiklir dómarar voru ákærðir fyrir að vemda mafíuforingja. Albright til Norður-Kóreu Utanríkisráöherrann veröur fyrstur bandarískra ráöherra til aö fara til N- Kóreu frá stofnun ríkisins. Madeleine Al- bright til N-Kóreu á sunnudag Madeleine Albright, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, ætlar að bregða sér til Norður-Kóreu um helgina og reyna að fá þarlenda leið- toga til aö binda enda á einangrun landsins. Þá mun utanríkisráðherr- ann ætla að undirbúa heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Norður-Kóreu áður en hann lætur af embætti í janúar á næsta ári. Albright sagði í gær að hún myndi leggja upp í ferðina á sunnu- dag og ræða við ráðamenn í Pyongyang bæði á mánudag og þriðjudag. Staðfestur er fundur hennar og æðsta leiðtoga Norður- Kóreu, Kims Jong-ils, að því er Al- bright sagði við fréttamenn á leið- inni heim frá Mið-Austurlöndum. samskipti þeirra yrðu að vera leyni- leg. „Prenti blöðin eitthvað af þessu lendi ég í miklum erfiðleikum," er meðal annars haft eftir Blair. Spænska fréttastofan EFE greinir frá því að Gerdtzen hafi fullyrt í útvarpsviðtali í Chile að Blair hafi bent á að bresk lög opnuðu smugu fyrir því að Pinochet slyppi við réttarhöld. Það var innanríkisráðherra Blairs, Jack Straw, sem tók ákvörðun um að Pinochet gæti farið heim af mannúð- arástæðum. Þar með slapp eimæðisherrann fyrrverandi við réttarhöld í Madrid þar sem rannsóknardómarinm Baltasar Garzon hafði undirbúið mál gegn honum vegna mannréttindabrota. Formælandi samtaka fórnarlamba Pinochets, Viviana Díaz, segir handtöku hans í London hafa verið stóran áfanga. Ekki sé útilokað að Pinochet komi fyrir rétt í Chile. Og vegna handtöku hans i London þori nú 38 Chilebúar ekki úr landi af ótta við að verða handteknir. Meðal þeirra eru ráðherrar og herforingjar stjórnar Pinochets. Gore vel fagnaö Al Gore, forsetaefni demókrata 1 Bandaríkjunum, var vel fagnað af skólabörnum í lowa í gærdag. Þúsundir hylla Al Gore á stórfundi A1 Gore fékk glimrandi móttökur í borginni Flint í Michigan í gær- kvöld þegar meira en tíu þúsund manns hylltu hann sem sigurvegara kappræðnanna við George W. Bush á þriðjudagskvöld. „Sáuð þið kappræðurnar í gær- kvöld?" spurði forsetaefni demó- krata og var greinilegt að hann hafði allur færst í aukana eftir að skoðanakannanir sýndu að flestir töldu að hann hefði haft betur. „Þú vannst, þú vannst," hrópaði þá mannfjöldinn í iðnaðarborginni Flint þar sem verkalýðsfélag starfs- manna í bílaiðnaði er sterkt. Gore hélt í gær uppteknum hætti frá kappræðunum og gagnrýndi Bush, forsetaefni repúblikana og ríkisstjóra í Texas, harðlega fyrir margvísleg efni, svo sem stefnu hans í heilbrigðis- og skattamálum. Forsetaframbjóðendurnir tveir hafa nú hafið lokasprett kosninga- baráttunnar. Á næstu þremur vik- um munu þeir vera eins og þeyti- spjald ríki úr ríki, borg úr borg. Út- lit er fyrir að kosningarnar verði spennandi því fylgi þeirra er hnífjafnt, eða 43 prósent. Castro fer fyrir mótmælendum Fidel Castro Kúbuforseti fór fyrir 800 þúsund manna mótmælagöngu aö höfuöstöövum bandarísku sendinefndarinnar í Havana í gær til aö mótmæla áformum Bandaríkjaþings um aö slaka á viöskiptabanninu á Kúbu meö því aö leyfa þangað sölu matvæla og tyfja. Castro segir aö ýmis skilyröi veröi til þess aö heröa aöeins viöskiptabannið. LIFEYRISSJOÐUR LÆKNA HAUSTFUNDUR 2000 Fimmtudaginn 19. október. Stjóm Lífeyrissjóðs lækna boðar til upplýsinga- og kynningarfundar fimmtudagskvöldið 19. október nk. Fundurinn verður haldinn í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum og hefst hann kl. 20:00. Á fundinum verða fluttar fréttir af afkomu LL, farið yfir þjónustu sjóðsins við sjóðfélaga og flutt erindi um lífeyrismál. _______________________Dagskrá:________________________ 1. Rekstur Lífeyrissjóðs lækna á árinu 2000. Eiríkur Benjamínsson, formaður stjómar LL. 2. Þjónusta við sjóðfélaga. Kynning á llaekna.is. Brynja Margrét Kjæmested, ráðgjafi og Rósa Jónasardóttir, deildarstjóri. 3. Auknar heimildir til lífeyrisspamaðar. Hvemig geta læknar aukið tekjur í starfslok? Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri LL. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Með kveðju, Stjóm Lífeyrissjóðs lækna REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Símanúmer Lífeyrissjóðs lækna: 560 8970 • Veffang: llaekna.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.