Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 Skoðun I>V xmmm Áttu þér eitthvert áhugamál? Ómar Pálsson hafnarverkamaður: Nei, ekkert fyrir utan kannski djammiö. Óskar Jónasson kvikmyndageröar- maður: Hjólreiöar og kajakróöur. Hafdís Huld tónlistarmaöur: Feröalög og líkamsrækt. Matthías Már Sigþórsson sendll: Glápa á vídeó og spila snóker. Örn Ingólfsson verktaki: Hestamennsku. I áhyggjuleysinu og sumarblíðunni Réttarstööu barna þarf nauösynlega aö lagfæra. Einstæðir foreldrar - takmörkuð aðstoð Stjórn Félags einstæðra foreldra á Noröurlandi sendi þennan pistil: Þann 20. febrúar 1999 var stofnað á Akureyri Félag einstæðra foreldra á Norðurlandi. Tilgangur félagsins er að vekja athygli á stöðu einstæðra for- eldra og bama þeirra. Staðreyndin er að krafa samfélags- ins til einstæðs foreidris er nákvæm- lega sú sama og til foreldra í sambúð, eins og umönnun bamanna, heima- nám þeirra og ýmsar tískusveiflur. Ekki eru allir forsjárlausir foreldrar tilbúnir til að taka þátt í þeim og flnnst lögbundið meðlag meira en nóg, en í dag er það kr. 13.361. Því miður lenda böm foreldra sem ekki geta tek- ið þátt í lífsgæðakapphlaupinu oftar en ekki í einelti og einangmn af hendi jafnaldra sinna. Ef úrskurðað er hjá sýslumanni um aukið meðlag með barni þarf forsjárforeldri sjálft að sjá um að innheimta það. - Hver sem er „Ekki hafa öll böm þá góðu aðstöðu að eiga foreldri eða ná- inn ættingja í bæjarfélaginu og er því oft mikið álag á það foreldrið sem bamið býr hjá. “ getur séð að það gengur ekki alltaf jafn vel og eykur á erfiðleika hins ein- stæða foreldris. Margir halda að sporslur til ein- stæðra foreldra séu eftirsóknarverðar, t.d. í formi barnabóta, því að þær byrja að skerðast strax við skattleysis- mörk, sem eru kr. 599.404, en hjá hjón- um við kr. 1.198.807 sem er alveg merkilegt þvl að útgjöld, s.s. hitaveita, rafmagn, matur og annað heimilis- hald er jafn dýrt hjá báðum þessum heimilum. Ekki hafa öll börn þá góðu aðstöðu að eiga foreldri eða náinn ættingja í bæjarfélaginu og er því oft mikið álag á það foreldri sem barnið býr hjá. Og oft næst ekki samkomulag um um- gengni á milli foreldra eftir skilnað eða ef barn er fætt utan sambúðar. Svo eru aftur tilfelli þar sem forsjár- laust foreldri hreinlega sinnir ekki barninu. Þá er mjög algengt að afi og amma eða góða frænkan og frændinn, sem voru daglegir gestir inni á heim- ili barnsins meðan á sambúð stóð, eru nú allt i einu horfin út úr lífi þeirra. Böm sem misst hafa foreldri eru I annarri og ólíkri stöðu en sem betur fer eru fjölskyldutengsl oft önnur og betri undir þeim kringumstæðum. Því miður eru of margir sem halda að skilnaður sé eina lausnin og leita sér mjög takmarkaðrar aðstoðar. Oft- ast eru vandamálin þó enn til staðar að honum loknum, og þá jafnvel enn verri og stærri. Réttarstöðu barna þarf nauðsynlega að lagfæra i okkar góða landi. Hótelgisting hækkar sífellt Eirikur skrifar: Mér er minnisstætt er ég og fjöl- skylda mín fórum til Evrópu í fyrra og ferðuðumst á eigin vegum í rúm- lega þrjár vikur. Keyptum lággjalda- fargald til Bretlands og sigldum síðan með ferju frá Dover til Calais í Frakk- landi tveimur dögum eftir komuna til Bretlands. Við höfðum ekki nein plön um gistingu, heldur aðeins þá staði sem við ætluðum að heimsækja. Við lentum hvergi í erfiðleikum með hót- elgistingu, enda Evrópulöndin flest með ferðamennskuþjónustu sem al- vörustörf og hótel eru það mörg innan borga sem utan að hvegi er vandamál með gistingu. Verðið var alls staðar miðað við að fiölskyldur gætu notið „Hér á landi berast nú fréttir af óhóflegum verðhœkkunum á hótelgistingu og sé nú t.d. fjórðungi dýrari en árið 1998 - hafi hækkað um 28% á þessum tíma. Er þetta boðlegt nokkrum ferðamönnum?“ góðs af verulegum afslætti þegar fleiri en tveir eru saman. Hér á landi berast nú fréttir af óhóf- legum verðhækkunum á hótelgistingu og sé nú t.d. fiórðungi dýrari en árið 1998 - hafi hækkað um 28% á þessum tíma. Er þetta boðlegt nokkrum ferða- mönnum? Eða halda íslenskir gisti- húsaeigendur að þeir erlendu ferða- menn sem koma hingað, t.d. næsta sumar, viti ekki betur en að verðið þá hafi alltaf verið það sama? Þeir sem koma aftur að ári eru líklega ekki margir en engu betri er þéssi stefna í hótelgistingu og verðlagningu fyrir það. Hvað sem líður nýtingu gistirýmis íslenskra gistihúsa er forkastanlegt hvemig að málum er staðið i verði á gistingu og hreint útilokað fyrir mann að gera áætlun, segjum tvö ár fram í timann, þegar staðið er að heimsókn erlendra kunningja eða hópa, sem vilja vita nokkum veginn að hverju gengið er í fiárskuldbindingum með ferð hingað til lands. Dagfari Á balli hjá Bakflæðifélaginu Dagfari hefur öngvan sjúkdóm að kljást við og er ákaflega ánægður með það. Hann þakkar al- mættinu heilbrigði sitt og sinna nánustu á hverjum degi en gleymir samt ekki að vorkenna öðmm sem stríða við illar meinsemdir. Dagfari hefur líka, eins og góðmenni sæmir, reynt að setja sig 1 spor veika fólksins til þess að geta skilið það og veitt því andlega aðstoð eftir mætti. Eitt af því sem hann hefur skoðað gaum- gæfilega eru félagasamtök sjúklinga og alls kon- ar fólks sem á undir högg að sækja. Dagfari hef- ur þó aldrei fengið að vera með í neinu félagi. Félag atvinnuleysingja var stofnað í borginni okkar þegar atvinnuleysi var algengara en nú. Kannski var það samt svolltið skrýtið að stunda mikið félagsskap atvinnuleysingja, leggja drög að uppákomum og reyna að bæta samtökin, þegar eina markmið félagsmanna hlaut að vera það að komast úr félaginu. Enda kom á daginn að formaður félags- ins sagði af sér vegna þess að hann óttaðist að verða brennimerktur atvinnuleysingi það sem hann ætti eftir ólifað. Sjúklingar með kvilla af öllu tagi hafa líka sín fé- lög og félagslíf þeirra veiku blómstrar sem aldrei fyrr þó að allir hljóti að ala í brjósti sínu von um að komast einhvem tíma úr félaginu. Það eru félög geðveikra, einhverfra, gigtveikra, haltra, sorg- Það eru félög geðveikra, einhverfra, gigt- veikra, háltra, sorgmæddra, spældra og þunglyndra. Það er líka aðdáunarvert fé- lag exem- og sóríasissjúklinga þar sem fólk getur hist og rætt sín málefni. í því félagi hlýtur klíkufrasinn „ég klóra þér á bakinu ef þú klórar mér“ að öðlast alveg nýja merkingu. mæddra, spældra og þunglyndra. Það er líka aðdá- unarvert félag exem- og sóríasissjúklinga þar sem fólk getur hist og rætt sin málefhi. í því félagi hlýt- ur klíkufrasinn „ég klóra þér á bakinu ef þú klórar mér“ að öðlast alveg nýja merkingu. Svokölluð átaksverkeíni em líka mörg. Til dæmis var fyrir skömmu gert átak lækna sem vilja fá að vera fyndnir í vinnunni. Læknamir sameinuðust þá um að gera átak í læknaskopi - sem felst í því að læknar fá að gera grín að sjúklingum sem eru (eins og gefur að skilja) ekkert ofsalega hressir með að vera sjúklingar. Nú hafa aðrir læknar, sem sjálfir era líka í flottu félagi - FSM (Félag sérfræðinga í melting- arsjúkdómum) vakið aðdáun meðbræðra sinna fyrir að takast að finna upp nýjan sjúkdóm sem næstum allir era með þó að þeir viti kannski ekki af því og kunni jafnvel ekki nafnið á fyrirbær- inu. Þetta er sjúkdómurinn vélindabakflæði. Dag- fari er þakklátur læknunum fyrir að vekja máls á þessu og spyr hvort ekki sé fuil þörf á því að stofna samtök. Dagfari eygir von um að komast sjálfur í þau þvi hann fær stundum brjóstsviða þegar hann hefur drakkið of mikið rauðvín og vildi gjaman hitta aðra sem svipað er ástatt fyrir. Hægt væri að halda böll bakflæðisjúklinga þar sem algerlega yrði sneitt hjá drykkjum sem orsökuðu brjóstsviða og gælir Dagfari við þá hugsun að rómantíkin hljóti að blómstra í kjölfarið. Sem aldrei fyrr. Sóöar í sundlaugum Ágúst skrifar: Eins og flestir vita, sem sundlaug- ar stunda hér, er lögð rík áhersla á að fólk þvoi sér vand- lega áður en farið er í sundlaugina. Hér hefur því miður stundum orðið brestur á. Einn og einn sóði, sem ekki fylgir þeirri reglu sem hér er viðtekin, getur gert mikið illt af sér. Það er ekki við öllu séð og starfsfólk getur ekki fylgst náið með hverjum og einum sem sækir laugina. Nýlega lenti ég inni í baðklefum þar sem gestur rétt bleytti hár og húð og hljóp svo sem fætur toguðu í laugina. Ég lét óðar vita um tilvikið og viðkomandi var skipað að snúa til baka og þvo sér. Þetta kemur öllum við og því sendi ég þessar línur, að allir taki sig á með þrifnað í hinum vinsælu líkamsrækt- arstöðum sem sundlaugamar era. sundlaugun- um Allir skulu hvít- þvegnir t upp- hafi. Flug frá ísafirði J.G.I. skrifar: Ég er reiður út í íslandsflug og Flugfélag íslands og Flugleiðir sem áður sáu um Isafiarðarflugið. Ég var á ísafirði í fiögur ár og flaug með flugfé- laginu Ernir sem var á ísafirði þá en hætti (sem betur fer) áður en það fór á hausinn út af einkaleyfi Flugleiða sem var að ráði ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Ég vona að Jórvík, undir stjórn Jóns Grétars Sigurðssonar, haldi áfram að fljúga á sem flesta staði því að það er ekki núna bara vegna olíuhækkunar sem Flugfélag ís- lands og Ómar Benediktsson hætta flugi. Þessir aðilar vilja bara moka inn peningum og hætta svo þegar fyr- irstaða verður og skilja allt eftir í reiðuleysi. Ríkisstjómin á stóran hlut í þessu og sérstaklega Sjálfstæðis- flokkurinn. Ég vil þakka Herði Guð- mundssyni flugmanni og þeim öllum sem stóðu að fluginu hér áður ánægjulegar stundir. Margrét og Össur í einkavæðinguna? Ámi Einarsson skrifar: í þeim óðamála mál- flutningi, sem þinmenn Samfylkingarinnar stunda á Alþingi þessa dagana út af fyrirhugað- ari sameiningu Búnað- arbanka og Landsbanka, kemur mér spánskt fyrir sjónir að sjá Össur Skarphéðinsson, Mar- gréti Frímannsdóttur og félaga þeirra tala sig hás og hneykslast út af þess- ari sameiningu. Ég hélt að þau Össur og Mar- grét styddu ekki einka- væðingu banka en með sínum málflutningi sýn- ist mér þau hafa snúiö við blaðinu. Vilja þau ekki lengur öfl- ugan ríkisbanka? Mér sýnist þau fylgja stefnu íslandsbanka - FBA í einu ög öllu hvað snertir bankamál þessa dagana. Margrét Frímanns- dóttir. og Ossur Skarphéð- insson. Júdókappanum Bjarna sleppt KarT Elísson hringdi: Nýlega vora þau Vala Flosdóttir og Vilhjálmur Einarsson heiðruð sér- staklega fyrir frábæran árangur á Ólympíuleikum, hvort í sínu lagi. Gott mál það. En hvers vegna var ekki Bjami Friðriksson, fyrrverandi jódó- kappi og bronsverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984, heiðraður líka á sama tíma. Bjami, Vala og Vilhjálmur eru þó þau einu sem svo langt hafa komist, að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum fyrir íslands hönd. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasiða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum S sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.