Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 PV________________________________________________________________________________________________________________________Meiming Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir mwh í Rostov í Rússlandi er á tveggja ára fresti haldin leiklistarhátíö barnanna, svokölluö „Mini-festog svo bar til í haust aó þangaó var boóiö íslenskum leikhópi. Möguleikararnir Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson léku þrjár sýn- ingar á leikgeró Þórarins Eldjárns á Völuspá á islensku fyrir troöfullum sal af rússneskum börnum og leikhúsáhuga- fólki og bar ekki á ööru en allir skemmtu sér hiö besta! Kannski er íslenskukunn- átta útbreiddari en œtla má. Hátlðin stóð i rúma viku, þemað var „músík- leikhús“ og sýningar komu víða að þó að ekki væri hátíðin eins viðamikil og oft áður, meðal annars komu leikhópar frá Ítalíu, Ástralíu og Brasilíu. „Við vorum bara á staðnum i þrjá daga og sáum því miður ekki margar sýningar," segir Pétur Eggerz. „Við sáum eina ítalska sýningu og fáeinar rússneskar og miðað við þær hefur orðið róttæk breyting á rússnesku bamaleikhúsi und- anfarin ár. Fyrir perestrojku var veitt miklum peningum í bamaleikhús og það var sjálfsagður hluti af menntun bama. Nú hafa fjárveitingar ver- ið snarskornar niður og allar sýningar virðast stílaðar inn á léttleika, fjör og „show“. Auðvitað er ósanngjarnt að dæma rússneskt bamaleikhús í heild út frá örfáum sýningum sem þar að auki voru á rússnesku en þessar sýningar áttu greini- lega fyrst og fremst að vera markaðsvænar. Okk- ur fannst þær ekki standast samanburð til dæmis CA MBOTAET Cl3 flöTT" fcoÁOHtflCAfaHKKft H BTOPHXKA no TEA.5H9^ 53-98^ ART2000 Stund milli stríða Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson hvíla lúin bein á tröppum leikhússins. Möguleikhúsið fór með Völuspá til Rostov: Pau áttu erindi Aðrir tónleikar Raf- og tölvutónlistar- hátíðarinnar ART2000 eru kl. 20 í kvöld í Salnum og verður dagskráin kynnt á tónleikunum... Einnig eru tónleikar á Café 22 kl. 22 í kvöld. Á morgun kl. 17 eru fyrirlestrar Bernhards Gúnter og Clarence Barlow í Salnum og á sama stað annað kvöld kl. 20 verða leikin verk eftir þá báða auk verka eftir Conlon Nancarrow og Cur- ver. Kl. 22 heflast tónleikar á Café 22 með Bödda Brútal og plötusnúðum frá Thule Music. íslenskt mál Tímaritið íslenskt mál og almenn málfræði, 21. árgangur, er komið út. Eins og nafnið ber með sér fjallar tíma- ritið um íslenska málfræði og um mál- vísindi en það er íslenska málfræðifé- lagið sem gefur það út. Af fjölbreyttu efni í heftinu má nefna grein Gunnars Harðarsonar um ís- lensku málfræðiritgerðina svonefndu, grein Jóns G. Friðjónssonar um þróun forsetningarliða með orðinu mót, móti eða móts en þar rekur Jón tilbrigði af þeim í áranna rás, og grein Helga Skúla Kjartanssonar sem leggur orð í belg um svonefndan eignarfallsflótta og ástæður hans. Höskuldur Þráinsson veltir siðan fyrir sér spurningunni um það hversu margar tíðir séu í íslensku máli og hvaða aðferðum megi beita til að skera úr um það. Þá eru að venju í heftinu smáþættir um einstök orð og orðfæri og ritdómar. Útgefandinn, Islenska málfræðifélag- ið, dreifir ritinu en það fæst einnig í helstu bókaverslunum. Tónskáldahátíð - 3. hluti Vinsælir leikarar frá íslandi Bjarni Ingvarsson gefur eiginhandaráritanir. Fólk tók ótrúlega vel á móti sýning- unni og var það mál manna að hún væri sú besta þar sem komið var á há- tíðinni. „Það sem manni fannst vænst um var þegar rússnesk börn komu til okkar eftir sýninguna og létu hrifningu sína í ljósi og báðu okkur um eigin- handaráritanir!" segir Pétur og hlær dátt. „Okkur fannst að þetta hlyti að virka úr þvi þau voru svona snortin." Möguleikhúsið hefur áður farið utan með sýningar, meðal annars fór Mókoll- ur til Finnlands, og ætlunin er að fara víðar með Völuspá. Gamla barnaleikhúsiö í Rostov Völuspá var sýnd í minni salnum sem tekur 250 manns. leikhljóðin og tekur að sér nokkur minni hlut- verk. Þótt látbragð sé mikið notað er þetta aðal- lega textaleikhús og í Rostov fengu gestir efnisút- drátt á blaði á sinu máli til að lesa sér til um at- burðarás. Auk þess steig á svið fyrir sýninguna sérlegur aðstoðarmaður hópsins, ung rússnesk stúlka sem reyndist hafa lesið Snorra-Eddu þannig að efni leikritsins var henni kunnugt. „Af algerri tilviljun þá fengum við túlk sem var áhugamanneskja um norræna goðafræði!" segir Pétur, „það var furðuleg heppni. Marína hét hún, og hún sagði áheyrendum söguna áður en við fór- um að leika. Ég held að það sé leitun á 21 árs gam- alli manneskju hér á landi sem er eins vel að sér og hún. Það er eins og fólk hafi meiri tíma til að grúska þarna austur frá. Það er ekki alltaf að flýta sér,“ segir Pétur og bætir við: „En það er nú önn- ur saga!“ Borin á höndum „Að sumu leyti er það eins og að fara aftur í tímann að koma til Rússlands,“ segir Pétur. „Maður skynjar vel að sam- félagið hefur lent í miklu umróti á skömmum tíma og er að stökkva inn í vestrænan nútima án þess að hafa al- mennilegan grunn til að standa á. Það er hætt við að þá týnist ýmis gömul gildi eins og gerðist hér á landi. Við flýttum okkur svo mikið inn í 20. öld- ina að við köstuðum öllu gömlu og erum svo að leita að því núna! Þess vegna kom okkur á óvart hvað allt gekk vel, skipulagið tfi dæmis á ferðalög- um okkar og móttökur aUs staðar. Nöfnin okkar voru meira að segja stafsett rétt aUs staðar! Og við vorum borin á höndum hvar sem við komum." Að mati Péturs Eggerz er bæði ánægjulegt og uppbyggUegt fyrir íslenskan leikhóp að fá tæki- færi tU að sýna á svona fjarlægum slóðum. „Leika fyrir aUt aðra tegund af áhorfendum en við erum vön, fólk sem skUur ekki einu sinni það sem við erum að segja og finna að sýning sem byggir svona mikið á texta virkar samt! Og heldur fólki. Þá finnst manni maður eiga eitthvert erindi.“ Hjálmar H. Ragnarsson. Karólína Eiríks- dóttir. Snorri Sigfús Birgisson. Þorsteinn Hauksson. Þriðji og síðasti hluti tónleikaraðar Tónskáldafélags íslands í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 hófst í gær með tónleikum í Salnum í samvinnu við Raf- og tölvutónlistarhá- tíðina ART2000. Sú samvinna heldur áfram á sunnudagskvöldið þegar haldið verður áfram að rifja upp íslenska raftón- list í hálfa öld og verða þá flutt verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Karólínu Eiríksdóttur, Snorra Sigfús Birgisson, Þorstein Hauks- son og Ríkharð H. Friðriksson. í þessum þriðja áfanga kynningar Tónskálda- félagsins á íslenskri tónlist verða flutt verk frá lokum 20. aldar. í fyrri áfóngunum tveimur var rakin eftir fóngum þróun íslenskra tónsmíða á siðustu hundrað árum. Fyrsta röðin stóð frá lok- um janúar fram í miðjan febrúar; þar voru flutt verk sem samin voru á fyrri hluta aldarinnar og hafa mörg hver unnið sér fastan sess meðal þjóð- arinnar. Annar hluti hófst með setningu Listahá- tíðar í Reykjavík 20. maí og stóð fram í miðjan júní; þar var flutt tónlist frá miðbiki aldarinnar með áherslu á verk sem þóttu stefnumótandi í ís- lensku tónlistarlífl á þeim tíma. Síðasta tónleikaröðin sem nú er nýhafin stend- ur fram til 21. nóvember og verða þar flutt verk eftir flest núlifandi tónskáld á íslandi. Þá verður lögð sérstök áhersla á yngstu kyn- slóð tónskálda á íslandi (14. nóv. í Sainum) og reynt að skyggnast inn í tónlist nýrrar aldar. Á meðal viðburða á hátíðinni má nefna heimsóknir kammersveita frá Tékklandi og Ítalíu sem munu m.a. hafa íslenska tón- list á sinni dagskrá. Peter Máté heldur ein- leikstónleika á píanó í Salnum 8. nóvember og leikur verk eftir Leif Þórarinsson, Jónas Tómasson, Atla Heimi Sveinsson og fleiri. Opera Omnia kemur með barnaóperuna Poy frá Noregi og sýnir í Gerðubergi 11. og 12. nóv. Caput leikur 11. nóv. verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, Báru Grímsdóttur og fleiri í Lang- holtskirkju- Tónleikaröðinni lýkur með flutningi Hamrahliðarkórsins á nýrri íslenskri kórtónlist í Listasafni Islands 21. nóvember. við danskt bamaleikhús sem er listrænt og metnaðarfullt enda nýtur það góðs stuðnings opinberra aðila.“ Boðið til Möguleikhússins kom frá bamaleikhússamtökunum ASSITEJ og greiddu Rússar allan kostnað við leikferð- ina eftir að hópurinn var kominn til Moskvu. Þangað þurfti hann að kosta sig sjálfur og tókst það með styrk frá ráðu- neytum menntamála og utanríkis. „Fyrir- varinn var svo stuttur að við vorum ekki búin að fá vilyrði fyrir styrknum þegar við urðum að gefa svar en allt fór vel,“ segir Pétur, „við þurftum ekki að borga með okkur!" Söguleikhús Völuspársýning Möguleikhússins er „söguleikhús" þar sem einn leikari, Pétur Eggerz, bregður sér í liki allra persóna sem við sögu koma. Ekki er leikarinn þó aleinn á sviðinu þvi með Pétri er selló- leikarinn Stefán Örn Arnarson sem framleiðir Me&al leikara í Draumi á Jónsmessu- nótt eru Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson og Herdís Þorvaldsdóttir. Draumur á Jónsmessunótt Sýningar hefjast á ný annað kvöld á gamanleiknum Draumur á Jónsmessu- nótt eftir William Shakespeare sem var frumsýndur á fimmtugsafmæli Þjóð- leikhússins í vor sem leið imdir stjóm Baltasars Kormáks. Þetta er einn allra vinsælasti gamanleikur höfuðskáldsins þar sem tvinnast saman draumur og veruleiki, galdrar og kostulegar ástar- flækjur - og þar sem ekkert er bannað. Sýningaflöldi er takmarkaður svo að áhugasamir ættu ekki að draga að taka frá kvöld. Kjallarar Vatíkansins Kjallarar Vatík- ansins eftir franska rithöfund- inn André Gide (1869-1951) er makalaus saga um kaþólskt íhald og frumstæða skyn- semisstefnu undir lok 19. aldar þar sem kardinálar, skúrkar og frímúr- arar leyfa sér að vera óútreiknanlegir, rétt eins og höfundurinn var sjálfur. Óprúttnir bragðarefir, dauðyflislegir lærdómsmenn, gerviguðsmenn, frí- stundamorðingjar og sjarmerandi þag- mælskar góðborgaradætur koma við þessa sögu sem kom fyrst út í París 1914 og segir frá fiarstæðukenndu samsæri um að ræna páfanum og setja frímúrara í stól hans. Sagan ögraði viðteknum sið- gæðishugmyndum á dögum höfundar- ins - og gerir ef til vill enn. Höfundur- inn hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1947. Ormstunga hefur nú geflð Kjallara Vatíkansins út í þýðingu Þorvarðar Helgasonar. Gérard Lemarquis ritaði eftirmála. Þetta er önnur bókin í flokki Prýðisbóka. Sú fyrsta var Vömin eftir Nabokov í þýðingu Illuga Jökulssonar. Kjallarar VatíkttnKÍno

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.