Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 23
27 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 DV Tilvera John Le Carre sjötíu og eins árs Breski rithöfimdurinn John Le Carre verður sjö- tíu og eins árs i dag. Carre er talinn einn besti njósnasöguhöfundur heimsins og hafa mörg snilldarverkin á því sviði komið frá honum. Hann hlaut heimsfrægð þegar hann sendi frá sér Njósnarann sem kom inn úr kuldanum en hún, ásamt fleiri bókum hans, hefur komið út á ís- lensku. Le Carre býr í Comwall ásamt eiginkonu sinni, Jane. Þau eiga íjögur böm og era bamabömin orðin tíu. Stjörnuspa Gildir fyrir föstudaginn 20. október Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): , Þú ættir ekki að treysta algerlega á eðlisávísunina þar sem hún gæti bmgð- ist þér. Þú hittir persónu sem heiilar þig við fyrstu sýn. Farðu varlega því ekki er aUt sem sýnist. Fiskarnir (19. febr,-20. marsi: Þú lætur gamlan Idraum rætast og sérð ekki eftir því. í félags- lífinu verður mikið um að vera á næstunni. Happatölur þínar eru 6, 9 og 35. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): ÍV Þú tekur þátt í leik ™ sem gefúr þér aukið sjálfstraust. Þú verður leiðandi í samskiptum við vini I&na. Happatölur þínar eru 7, 9 og 30. Nautið (20. apríl-20. maDl Gamall vinur skýtur upp kollinum og á eft- ir að hafa heilmikil áhrif á gang mála hjá er á næstunni. Einhver biður þig um greiða. Tvíburarnir (21, maí-21. iúní): Þú ert mun bjartsýnni ’ en þú hefur verið lengi og tilbúinn að takast á við flókin verkefni. Þér verður ágengt f heilsuræktar- átaki þínu. Krabbinn (22. iúní-22. iúin: Garövinna tekur mikið I af tíma þínum og ef þú ' átt ekki garð þá ein- hvers konar útivinna. Natturubamið í þér kemur upp á yfirborðið. Llónid (23. iúií- 22. áeústl: Þú þarft að vanda þig í samskiptum þínum við erfiða aðila og er samt ekki vlst að það dugi til farsælla samskipta. Sumir eru bara svona. Nlevian (23. áeúst-22. sent.): a. Þú kynnist einhverjum sem á eftir að hafa ^^^lLmikil áhrif á þig. Ekki * f er ólíklegt að ástin komi verulega við sögu á næst- unni. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þér gæti sinnast við ástvin þinn, en með ró- legum viðræðum verð- ur hægt að leysa úr þenn vanda, enda er hann á mis- skilningi byggður. SpQfðdreki (24. okt.-21. náv.l: IÞú verður beðinn að ; ráðleggja vinum þín- jium í máli sem ekki er 1 auðvelt viðfangs. ess að gleyma engu sem þú þarft að gera. Bogamaður (22. n6v.-2i. des.): LÓtti sem þú hefúr bor- rið í brjósti við niður- ' stöðu ákveðins máls . reynist ekki á rökum réisturogþú getiu- tekið gleði þína á ný. Steingeltin (22. des.-19. ian.): Misskilningur kemur upp á vinnustað þínum og á eftir að leiða af sér leiðindi og það tek- ■ viuuiamii Gættu ur tíma að leiðrétta þau. Happa- tölur þínar eru 8, 34 og 35. DV-MYND PÉTUR Heimsókn nemenda úr Laugalækjarskóla Þessir krakkar úr 8. bekk í Laugalækjarskóla heimsóttu DV í gær. Þeir heimsóttu líka Dag, Vísi.is og ísafoidarprent- smiöju og var sýnt og sagt frá hvernig dagblöö og netmiöill veröa til. Heimsóknin var iiöur í verkefninu Dagblöö í skól- um en í síöustu viku fengu krakkarnir öll dagblööin send í skólann og unnu meö þau i íslenskutímum. Örbylgjupopp handa Britney Bandaríska poppstjarnan Britney Spears kom hótelhöldurum í Manchester á Englandi í opna skjöldu um daginn þegar hún fór fram á að fá örbylgjuofn í herbergið sitt. Stúlkan gat ekki hugsað sér að geta ekki poppað fyrir háttinn, eftir strembið kvöld á tónleikasviðinu. Eða eins og einn starfsmaður hót- elsins i Manchester orðaði það svo skemmtilega: „Hún kann að líta á sig sem drottningu poppsins en við kölluðum hana nú bara poppkoms- drottninguna." Sem sagt, dæmigerð- ur unglingur. DVMYND Risastór Þær kanadísku slá íslenskar gjörsamlega út hvaö stæröina varöar eins og sjá má á þessari mynd. Guöni Þorsteinsson var ánægöur meö þaö sem kom út af kanadíska útsæöinu. Kartaflan vó 470 grömm þegar hún kom upp úrgaröinum. Kartöflur: Risi ársins er inn- flytjandi frá Kanada „Ég fékk útsæðiskartöflur frá Kanada í fyrra og uppskeran er fin, flestar kartöflumar reyndust stórar og nokkrar á við þessa,“ sagði Guðni Þorsteinsson sjúkraliði en hann og kona hans, Júlíana Ragnarsdóttir, hafa gaman af hvers konar ræktun, líka kartöflurækt, og era með sumar- bústað við Meðalfellsvatn í Kjós. Guðni segir að þau hjón hafi feng- ið þetta tvær til fjórar stórar kartöfl- ur undan hverju grasi og afrakstur- inn sé góður. Kannski má lappa eitt- hvað upp á íslenska kartöflustofninn eins og ætlunin er með kúastofninn? -JBP Prestur í London rýfur þögnina: Díana ætlaði að giftast Dodi ítalskur prestur, sem þjónaði í Kens- ington í London þar sem Díana prinsessa bjó, hef- m- nú greint frá því að hún hafi sagt honum frá ást sinni á Dodi Fayed og að hún hafi ætl- að að giftast ást- manni sínum. Presturinn, faðir Gelli, sem er af ítölskum ættum, segir að prinsessan hafi meira að segja spurt hvort hann gæti gefið þau sam- an. „Díana var ákaf- lega hamingjusöm og mjög ástfang- in. Hún leit björtmn augum á fram- tíðina," segir presturinn í viðtali við breskt blað. Presturinn kveðst hafa séð Díönu á bæn í kirkjunni sem er rétt hjá Kensingtonhöll. Þau töluðust þó Díana Prinsessan tjáöi presti frá ást sinni á Dodi. ekkert við fyrr en eft- ir að hann hafði skrif- að henni bréf í kjölfar bíóferðar hennar og sona hennar. Díana sætti gagnrýni fyrir að hafa farið með litlu prinsana á mynd um IRA, írska lýðveldis- herinn, og presturinn skrifaði að sér þætti gagnrýnin óréttmæt. Díana hringdi í prest- inn og boðaði hann á sinn fund. Þetta var í júlí 1997. Þau ræddust við nokkrum sinnum í síma eftir það og hitt- ust einnig aftur. Við þau tækifæri spurði Díana prestinn, sem hafði dvalið í Tyrklandi, hvemig múslímar kæmu fram við konur sínar. Að sögn prestsins naut Díana þess hversu Dodi sýndi henni mikla ástúð og virðingu. Prinsessan á einnig að hafa sagt að Dodi væri ákaflega hrifinn af bömum hennar. Rétt áður en Díana lést í París í ágúst 1997 hringdi hún í prestinn og sagðist vera með góðar fréttir. Hann er viss um að Díana og Dodi hefðu gifst hefðu þau lifað. Ellen elskar óþekkta stúlku Ellen DeGeneres hélt sig við stelpurnar eftir að margumtalað ástarsamband hennar og Anne Heche rann út í sandinn. Nú hefur verið upplýst að nýja konan í lífi hennar sé ung og óþekkt sjónvarps- leikkona, Alexandra Hedison. Sú hefur meðal annars komið fram í smáhlutverkum í þáttaröðinni Mel- rose Place. Að sögn slúðurdálkahöfunda í New York Daily News mættu þær Ellen og Alexandra saman á upp- töku rokkkvennaþáttar fyrir sjón- varpsstöðina Lifetime. Þær munu víst ætla að fara rólega í sakimar því flas er jú eigi til fagnaðar. Mamma Ellen hefur hitt Alexöndru og segir hana indæla stúlku. Þegar hefur verið greint frá nafni karlsins sem Anne Heche tók sam- an við eftir sambandsslitin. George keypti píanó Lennons Bresk-gríski popparinn George Michael átti ekki í vandræðum með að reiða fram hátt í tvö hundruö milljónir króna fyrir píanóið sem John Lennon notaði við að semja hið fræga lag Imagine. Ekki ætlar George þó að spila sjálfur á gripinn, sem er af gerðinni Steinway, heldur gaf hann bítlasafn- inu í Liverpool hljóðfærið þegar í stað. Vinur Georges sagði eftir kaupin aö popparinn ungi hefði alltaf verið mikill aðdáandi Lennons og að hon- um hefði fundist píanóið eiga heima i Bretlandi. Sendlar óskast Sendlar óskast á blaðadreifíngu DV eftir hádegi. Æskilegur aldur 13-15 ára. Upplýsingar í síma 550 5746.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.