Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 24
28 Málið er þess eðlis að stjórnvöld eiga að taka ákvörðun um það. Nú vill þannig til að það er samkomulag um að endurbyggja völlinn og verkið langt komið. Það er gert samkvæmt ákvörðum Alþingis og borgarstjórnar enda snýst málið um þaö hvað eigi að gera eftir 2016 þegar aðalskipulagið rennur út. Ég tel eðlilegt að réttkjörin stjóm- völd taki ákvörðun um framtíð aðal- samgönguæðar landsins." Fjölskyldumál Asættanleg áhætta „Flugvöllurinn er eitt helsta örygg- istæki landsins. Það er að vísu ekki hægt að tryggja að þar verði ekki slys. í skýrslu frá þekktum breskum ráð- gjöfum sem tóku út völlinn og áhættu- þætti tengda honum kemur fram að áhættan af vellinum er ásættanleg miðað við aðra áhættuþætti sem þjóð- in býr við. Áhætta í flugi þyki lítil miðað ílest önnur samgöngutæki.“ Tjörnin hverfur „Það mættu ótrúlega margir á fund- inn miðað við hvað hann var lítið auglýstur, þetta voru vel á annað hundrað manns. Við eru að ljúka skráningu félaga og þegar þvi er lokið vitum við fyrir víst hvað stofnfélagar verða margir. Ég gæti skilið ef menn vildu flug- völlinn burt á þeim forsendum að þar yrði búið til útvistarsvæði og Vatns- mýrin endurvakin. Það á ekki að nota svæðið undir byggð, mér er t.d. sagt að tilvist Tjarnarinnar í Reykjavík byggist á Vatnsmýrinni og ef svæðið yrði notað undir íbúðabyggð mundi Tjömin hverfa." -Kip Uppskrift aö góðu hjónabandi Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál á miövikudögum FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 x>v Tilvera ■ LIFANDI TONLIST A ROMANCE Það er lifandi tónlist á Café Rom- ance öll kvöld en það er enski pí- anóleikarinn og söngvarinn Miles Dowley sem skemmmtir gestum staðarins. Klassík ■ ART-2000 Alþjóöleg raf- ogtölvu- tónlistarhátíö í fyrsta skipti á Islandi í Salnum í Kópavogi. Leikhús 1 BIBI OG BLAKAN I kvöld kl. 21.00 veröur aukasýning í Kaffileik- húsinu á hinu stórskemmtilega óp- eruþykkni Hugleiksliða: Bíbí og blakan sem troðfyllti húsakynni Kaffileikhússins fyrir nokkrum vik- um. ■ KIRSUBERJAGARÐURINN í kvöld verður sýnt í Þjóöleikhúsinu leikritiö Kirsuberjagaröurinn eftir Anton Tsjekhov. Órfá sæti laus. ■ VITLEYSINGARNIR í kvöld verður sýnt \ Hafnarfjaröarleikhúsinu nýtt verk eftir Ólaf Hauk Símonarson sem heitir Vitleysingarnir. Fundir ■ UPPLYSINGAÓLD Á SÚFISTAN- UM I kvöld, kl. 20.00, hefst á Súfistanum (kaffihúsinu í Máli og menningu á Laugavegi) dagskrá úr bókinni Upplýsingaöldin - Urval úr bókmenntum 18. aldar. ■ ÍSLENSKAR OG ARGENTÍNSK- AR KVENNABOKMENNTIR I rabbi Rannsóknastofu í kvennafræöum í dag mun Hólmfríöur Garöarsdóttir bókmenntafræðingur ræða „Tvær greinar af sama meiöi: íslenskar og argentínskar kvennabókmenntir". Rabbið verður haldið í Odda, stofu 201, kl. 12.00-13.00. Allir vel- komnir. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Reyk j avíkurf lugvöllur: Flugvöllur allra landsmanna Airwaves-ton- listarhátíðin hefst í kvöld í kvöld hefst Airwaves-tónlist- arhátíðin í Reykjavík með pomp og prakt. Dagskráin hefst form- lega um tíuleytið og verður tón- leikunum dreift mjög skipulega um miðbæinn. Ókeypis verður á alla tónlistarviðburði kvöldsins nema á Café 22, þar kostar 500 inn. Á Gauki á Stöng verður rokkað með Stjömukisa, Botn- leðju, Maus, Ensimi og Baba Nation. Á Spotlight ræður dans- tónlistin ríkjum með Ampop, Delphi, Bang Gang og Jagúar. Á Kaffl Reykjavík verður boðið upp á „alternative" tónlist og þar spilar orgelbandið Apparat, Magga Stína, Traktor og Úlpa. Á Thomsen verður Bravokvöld með tilraunakenndu ívafi. Þar prófa sig áfram Bræðurnir leysa vandann (brothers gona work it out) og Múm dj set. Á Rex verð- ur svokallaður „grúv improva- sjón“ með Margeiri og Hjörleifi. Á Café 22 verður kvöldið skýjum ofar með drum&bass stemningu dj Majiks og dj Reynis. Á Vega- mótum verður dj og slagverks- kvöld í höndum Ýmis. Á Prikinu mun svo dj sub kafa með gestum inn í nóttina. Krár - eitt helsta öryggistæki landsins, segir Friörik Pálsson, formaöur Hollvina Reykjavíkurflugvallar Friðrik Pálsson er með mörg járn í eldinum, hann er stjórnarformaður SÍF og Landssímans og nýlega var hann kosinn formaður félags sem nefnist Hollvinir Reykjavíkurflugvall- ar. Friðrik er bóndasonur, alinn upp í sveit og segist hafa mikinn áhuga á búskap og hestamennsku. Hann er einnig lagtækur vélvirki og hefur gaman af því að gera upp gamlar dráttarvélar. Friðrik á jörð ásamt fleirum í Fljótshlíðinni og hefur þar nokkur hross sér til skemmtunnar. „Ég hef gríðarlega gaman af vélum, sérstaklega gömlum traktorum og heyvinnuvélum. Ég á t.d. Zetor 1966 sem ég er búinn að gera upp og er að vinna við Ferguson 1974 sem ég fékk í fertugsafmælisgjöf frá systkinum mín- um á sínum tíma.“ Friðrik segist ekki vilja gefa upp fjölda hrossa sem hann á en vitnar þess í stað í orð Jóns í Skollagróf og segir að þau séu „líklega tvö færri en í fyrra". Á undanfómum árum hef ég haldið hjónanámskeið vítt og breitt um land- ið sem í sjáffú sér er ekki í frásögur færandi. Á þessum námskeiðum hefúr mikið verið spjallað um hjónaband og sambúð eins og gefúr að skilja og þá aðstöðu sem fjölskyldum í landinu er búin. Nú skyldi maður ætla að umræð- an á námskeiðunum væri mismun- andi eftir því hvar er á landinu, allt eftir mismunandi aðstæðum fólks í dreifbýli og þéttbýli, á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni. Þannig er umræðan allavega oft. En sú er ekki reyndin. Um aHt land eru fjölskyldum- ar að glíma við svipuð vandamál og um allt land eiga hjón sér sama draum- inn um hamingjusamt hjónaband og hamingjusamt fjölskyldulif. Það kem- ur reyndar í ljós á námskeiðunum að allir lenda einhvem tímann í erfiðleik- um í hjónaband- inu. En ef undir- staðan er traust þá ná hjón oftast að vinna úr þeim erfiðleikum og koma þá sterkari út á eftir. Auðvit- að tekst ekki alltaf svo vel til og mörg hjóna- bönd, sem fólk lendir í erfiðleik- um í af einhverj- um toga, enda með skilnaði. Stundum er skifnaður meira að segja besta lausnin fyrir aiia. Hver er eiginlega leyndardómurinn á bak við hamingjusamt hjónaband? Við því er að sjálfsögðu ekkert eitt rétt svar, því hvert og eitt hjónaband er einstakt. Á hjónanámskeiðunum sem ég sagði frá hér fyrr höfúm við samt leikið okkur að því að búa til uppskrift að góðu hjónabandi. Uppskriftin er sí- breytileg frá einu námskeiði til þess næsta og fer það aHt eftir tillögum hveiju sinni. Samt era hjón ótrúlega mikið á sama máli um uppskriftina, bæði hvað þarf í hana og hvemig eigi að matreiða hana til þess að úr verði gómsætur og vel lukkaður réttur. Ég læt hér fljóta með eina slíka uppskrift. Ef ykkur líst vel á hana mæli ég með því að þið skellið ykkur í baksturinn. Forsendan fyrir því að uppskriftin heppn- ist vel er reyndar sú að hjónin bæði komi með hráefnið í kök- una. Þau verða auð- vitað líka bæði að taka þátt í því að baka hana. Armars ér útkoman ekki sérlega kræsileg. En hér kemur þá uppskrift- in: Um allt land eru fjölskyldum- ar að glíma við svipuð vanda- mál og um allt land eiga hjón sér sama drauminn um ham- ingjusamt hjónaband og ham- ingjusamt fjölskyldulíf. Það kemur reyndar í Ijós á nám- skeiðunum að allir lenda ein- hvern tímann í erfiðleikum í hjónabandinu. 2 bollar af ást 2 bollar af trausti 2 bollar af hreinskilni 2 bollar af umhyggju fyrir hvort ööru 3 dl húmor 4 dl gott kynlíf 175 g mjúk vinátta 11/2 dl fyrirgefning, geftn og þegin 3 stórar matskeiðar af virdingu 2 tsk. gagnkvœmur skilningur 2 tsk. frelsi slatti af hrósi bragöbœtist meö snertingu og blíðu Hrærið öllu varlega saman í stórri skál. Gefið ykkur góðan tíma því ann- ars er hætta á að eitthvað af þurrefn- unum gleymist eða hlaupi í kekki. Hellið í fat eða ílát sem ykkur þykir báðum vænt um. Bakist i vinalegu um- hverfl og eins lengi og þurfa þykir. Hægt er að krydda og skreyta kökuna ailt eftir smekk. Það breytir ekki sjálfri kökunni, en útkoman verður skemmtilegri og persónulegri. Ekki skaðar krem með tilbreytingu að eigin vali. Munið að tala saman um bakstur- inn, því annars brennur allt við í ofn- inum. Berist fram í tíma og ótíma, með bros á vör. Verði ykkur að góðu. Þórhallur Heimisson Flugvöllur allra landsmanna „Hugmyndin á bak við Hollvini Reykjavíkurflugvallar er að koma um- ræðunni um völlinn á það stig að öll rök í málinu komi fram. í mínum huga skiptir miklu máli að ekki komi til atkvæðagreiðslu meðal höfuðborg- arbúa um framtíð flugvallarins. Það er varhugavert að stofna til mikis áróðurs um völlinn og kljúfa höfuð- borgarbúa i fylkingar með eða á móti aðalsamgönguæð landsins. Reykjavík- urflugvöllur er flugvöllur allra lands- manna og Reykjavík er höfuðborg landsins og á því miklum skyldum að gegna við landsbyggðina. Það kemur ekki tO mála að niðurstaða atkvæða- greiðslu Reykvíkinga einna ráði úr- slitum um framtíð vallarins. Friörik Pálsson, formaöur Kollvina Reykjavíkurflugvallar Tel eðlilegt að réttkjörin stjórnvöld taki ákvöröun um framtíð aðalsamgönguæðar landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.