Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 DV 29 Tilvera v mmaam Dancer in the Ðark **★* Dancer in the Dark er hámeló- dramatísk sápuópera gerð af hjartans ein- lægni og miklu næmi en um leið læöist stöðugt að manni sá grunur aö von Trier sé að skemmta sér viö aö hafa áhorfand- ann að fífli. -ÁS High Fídelity **** Þetta er sérlega skondin mynd um ofur venjulegt nútímafólk og ofur venjuleg- ar raunir þess, þannig gerð að manni stendur ekki á sama um fólkið í henni og vill því allt hið besta. Það er gott að finna þannig til þegar maður gengur út úr bíóinu. -ÁS Buena Vista Social CEub ■t — ***i Einstök upplifun, innihaldsrík og skemmtileg heimildamynd um tónlist og tónlistarmenn á Kúbu sem voru velflestir horfnir af sjónarsviðinu þegar blúsgítarleik- arinn og kvikmyndatónskáldiö Ry Cooder hafði upp á þeim árið 1997 og gerði með þeim plötu sem ber sama heiti og kvik- myndin. Tæpum tveimur árum síðar fór Ry Cooder aftur til Kúbu og þá var Wim Wenders með í förinni og afraksturinn er ein besta heimildarmynd síðari ára, gef- andi kvikmynd, ekki eingöngu um tónlist og tónlistarmenn heldur einnig lífið sjálft. -HK The Straight Story **** Hugljúf og gefandi mynd úr smiðju Davids Lynch sem sýnir að hann getur verið á mannlegum nótum. Myndin er óvenjuleg vegamynd þar sem segir frá mörg hundruö mílna ferð mannas á átt- ræðisaldri á sláttuvél. Hinn nýlátni leikari, Richard Farnsworth, er kjölfestan í mynd- inni og Lynch leyfir honum að njóta sín. -HK In the Mood for Love *** In the Mood for Love fjallar um ástina. Og eins og í góöum ástarsögum þá sigrar ástin persónurnar svo rækilega að þær verða næstum óhæfar til að lifa; einnig að njóta ástarinnar. Og hún segir frá framhjáhaldi betur en ég hef séð lengi. Við sjáum ekki hina seku en fylgj- umst með fórnarlömbunum leita huggun- ar hvort hjá öðru þar til ástin kemur aftan að þeim og gerir þau að því sem þau fyr- irtíta: ástföngnu fólki. -GSE X-Men *** X-Men er mikið sjónarspil, tæknilega fullkomin. Hraðinn í atburðarásinni kemur þó aldrei niður á sögunni sjálfri, sem hefur marga anga, og það er merkilegt hvað tekist hefur að gera teiknimyndaofurmenni að jafn- lifandi persónum og raunin er. Leikarar eru yfirleitt mjög góðir, með þá lan McKellan og Patrick Stewart fremsta meðal jafningja. -HK 101 Reykjavík *** Hilmir Snær leikur auðnuleysingjann Hlyn sem lifir og hrærist í hverfi 101 Reykjavík. Líf hans er í föstum skoröum þar til vinkona móður hans kemur í heim- sókn og úr veröur einhver sérkennilegasti ástarþríhyrningur íslenskrar kvikmynda- sögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN Kjúklingaflóttinn: Rokki / ensku út gáfunni er notast viO Mel Gib- sons en í ís- lensku útgáf- unni er þaö Hilmir Snær Guðnason sem Ijær töffaran- um rödd sína. Flótti eða kjúklingabaka smiðjunni voru hrifhir af hugmynd- inni og dældu peningum í framieiðsl- una. Þessir peningar hafa verið vel ávaxtaðir því Kjúklingaflóttinn sló eft- irminnilega í gegn bæði á Bret- landseyjum og í Bandarikjunum og var lofuð í hástert af gagnrýnendum. í Kjúklingaflóttanum fylgjumst við með fóngum sem eru lokaðir á bak við háa viragirðingu. Þetta eru að vísu engir venjulegir fangar heldur hænur og kjúklingar á kjúklingabúinu Eggja- stöðum. Hænumar lifa í eilífri hræðslu um að ef þær verpi ekki á morgnana geti þær endað sem kvöld- verður. Sú íramtakssamasta í hópnum er Gígja sem er ákveðin í að skipu- leggja flótta, ekki síst þegar það fréttist að eigandi búgarðsins, frú Skaði, er að hugsa um að breyta rekstrinum og leggja áherslu á kjúklingabökur. Það er því ekki að undra að örvæntingar gæti meðal fanganna þegar ailt í einu birtist einfarinn, hetjan mikla, Rokki. Koma hans breytir andrúmsloftinu og vonin um betri framtíð kviknar... Kjúklingaflóttinn verður sýnd hér á landi bæði meö íslensku og ensku tali. Islenska útgáfan skartar leikurunum Hilmi Snæ Guðnasyni, sem talar fyrir Rokka, Ingu Maríu Valdimarsdóttur, Harald G. Haraldsson, Helgu Jónsdótt- ur, Pétri Einarssyni, Jóhönnu Vigdísi Amardóttur, Brynhildi Guðjónsdóttur, Ladda og Hjálmari Hjálmarssyni. f ensku útgáfúnni er það stórstjaman Mel Gibson sem talar fyrir Rokka. í öðrum hlutverkum eru breskir leikar- ar, margir vel þekktir, má þar neöia Juliu Sawalha og Jane Horrocks, sem báðar léku í hinni vinsælu þáttaröð Absolutely Faboulous, Miranda Ric- hardson, Timothy Spall og Imelda Staunton. -HK í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri verður á morgun frumsýndur spennu- tryllirinn The Cell, sem er mikil myndræn upplifun um lendur hug- ans, þar sem ýmsir afkimar eru skoðaðir. í myndinni leikur Jenni- fer Lopez bamasálfræðinginn Catherine Deane, sem tengist framsækinni rannsóknaráætlun á sviði sálfræðinnar. Dag einn er hún beðin um að fara inn í huga raðmorðingja sem liggur í dauðadái í þeirri von að hún geti bjargað síð- asta fómarlambi hans. Á meðan hún ferðast um þann viðbjóðs- lega heim sem er að fmna i vitund hins vitstola glæpamanns verður alríkislögreglumað- urinn Peter Novak, sem sér um málið, að hafa sig allan við að ráða í vísbend- ingamar sem fram koma svo hann geti átt möguleika á að bjarga stúlkunni, sem nú er í hættu. Auk Jennifer Lopez leika i mynd- inni Vincent D’Onofrio, sem leikur raðmorðingjann Carl Stargher, sem þegar liggur í dái en geymir í þröng- um klefa síðasta fórnarlambið. Vince Vaughn leikur lögregliunann- inn sem telur Catherine síðustu vonina til að bjarga lífl fómar- lambsins. í smærri hlutverkum em Marianne Jean-Baptiste, Dylan Baker og James Gammon. Leikstjóri The Cell heitir Tarsem Singh, sem kallar sig einfaldlega Tarsem. Hann er margverðlaunaður fyrir tónlistar- og auglýsingamynd- bönd sín og er á heimavelli þegar um er að ræða kvikmynd sem býð- ur upp á mikla litagleði. The Cell er fyrsta kvikmyndin sem hann leik- stýrir og er ekki annað hægt að segja en hann hafi farið vel af stað, því myndin hefur fengið góðar við- tökur, bæði hjá áhorfendum sem og gagnrýnendum. Jennifer Lopez hefur verið mun meira í fréttum undanfarið út af einkalífi sínu og framtaki sínu í tón- listarheiminum heldur en afrekum í kvikmyndum, en hún hefur verið í tygjum við vandræðagemlinginn Puff Daddy og lenti meðal annars í fangelsi þegar hann tók sig til og ot- aði skotvopnum á nærstadda. Það má þó ekki gleymast að á fimm ára ferli slnum hefur hún fengið krefj- andi hlutverk sem hún hefur skilað vel, má þar nefna í myndum á borð við U-Turn, Blood and Wine, Out of Sight og Selena. -HK Jennifer Lopez Sálfræöingur sem gerir tilraunir meö nýja geislameöferö. The Cell: Ferðast um í huga rað- morðingja Vincent D'Onofrio Raömoröingi sem fellur í dá á meöan fórnar- lamb hans er lokað í gildru. Kvíönir kjúklingar Kjúklingarnir á Eggjastööum eru fang- ar og eiga litla von um betra líf þar til Rokki birtist. Kjúklingaflóttinn (Chic- ken Run), sem frumsýnd verður á morgun í Bíó- höllinni, Háskólabíói, Nýja bíói, Keflavík og Nýja bíói, Akureyri, er sú teiknimynd, sem þykir einna frumlegust og skemmtilegust í flóru margra ágætra teiknimynda sem litiö hafa dagsins ljós á þessu ári. Hún er unnin af breska fyrirtækinu Aardman, litlu fyrir- tæki sem haföi af- rekað það að fá ósk- arsverðiaun fyrir stuttar teiknimynd- ir. Þegar Aardman hóf gerð Kjúklinga- flóttans, sem er sam- bland af teiknimynd og brúðumynd, voru ekki miklir peningar til að gera myndina sem best úr garði. Það varð þeim til hjálpar að Spielberg og fleiri hjá Drauma- « «. C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.