Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2000, Blaðsíða 28
NISSAN PRIMERA á frábæru verði NISSANl Ingvar Helgason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 2000 Davíð doktor í Kanada Davíð Oddsson forsætisráðherra verður í dag gerður að heiðurs- doktor við Man- itobaháskóla í Kanada. Davíð ter á ferö í íslend- ingabyggðum vestra og þiggur hann doktors- nafnbótina fyrir framlag sitt, Eimskipafélags- ins og ríkistjóm- ar íslands til menningarmála á svæðinu. Ríkis- stjómin og Davíö Oddsson forsætisráö- herra. Eimskipafélagiö ákváðu í fyrra að kosta kennara- stöðu í íslensku við Manitobahá- skóla svo og að láta fé af hendi rakna tO endurbóta á íslenska bókasafninu i háskólanum. Doktor Davíð mun einmitt opna íslenska bókaseifnið í nýjum húsakynnum í ^"Manitoba á morgun. -EIR Skjár einn arsgamall í Fókusi á morgun segja nokkr- ir aðilar úr þjónustubransanum kfrá eftirminnilegum atvikum i starfinu, Vala Þórsdóttir leikkona ræðir um nýja verkið sitt og rennt er yfir sögu Skjás eins sem á eins árs afmæli á morgun. Þær Oddný, Silja og Birna Anna segja frá bók- inni sem þær voru að semja sam- an og fjallað er ítarlega um Airwa- ves-hátíðina sem hefst í kvöld. Tekinn er púlsinn á Nemendaleik- húsinu vegna frumsýningar á næstunni auk þess sem fransmað- urinn Fanny Mercier segir frá eins árs dvöl sinni á íslandi. Þá er Lífið eftir vinnu á sínum stað í blaðinu, þrælnákvæmur leiðarvís- ir um borg og bý í skemmtana- og menningarlífínu. PÓMS- OG PAPPA- MÁLARÁÐHERRA! Ungir ofurhugar: Arnarflug snýr aftur Þrír ungir menn hafa stofnað flugfé- lagið Amarflug og hyggja á flugrekst- ur með tveggja sæta vél af Falcon-gerð: „Við vildum að flugfélagið héti Falcon Air en í fyrirtækjaskráningu var okkur tjáð að það nafn væri óleyfi- legt Þá var okkur bent á að Amarflug væri á lausu og við slógum til. Þetta er næsti bær við,“ sagði Haraldur Diego, stjórnarformaður Amarflugs. Harald- ur hefúr lokið flugnámi og stefnir að því að verða atvinnuflugmaður. Á meðan rekur hann ræstingafyrirtækið Hreinlæti, auk þess að sinna starfi stjómarformanns í Amarflugi ehf. „Við erum bjartsýnir á framtíðina og ákaflega ánægðir með nafnið. Þó ætlum við ekki að nota lógó gamla Amarflugs, enda væri það líklega ólög- legt,“ sagði Haraldur Diego hjá Amar- flugi. -EIR Bíll í fjöru Rjúgandi bjartsýni Haraldur Diego og Vignir DaOi Valgeirsson viö flugvélakost Arnarflugs á flugvellinum í Mosfellsbæ í gær. DV-MYND E.ÓL Ungur maður var fluttur á sjúkra- húsið á Isafirði eftir að bíll hans hafði farið fram af Hnífsdalsvegi og lent niðri við sjó laust fyrir klukkan átta í morgun. Bílnum var ekið áleiðis að ísafirði þegar slysið varð. Ekki var vitað um orsök slyssins en engin hálka var á veginum. Ekki var talið í morgun að maðurinn væri alvarlega slasaður. -Ótt Hollendingurinn sem tekinn var með rúmar 14 þúsund e-töflur sóttur til saka hér: Ríkissaksóknari birti í morgun 45 ára íbúa í Rotterdam í Hollandi ákæru með þyngstu sakargiftum sem einstaklingur hefur litið í fikniefnamáli hér á landi. Mcumin- um er gefið að sök að hafa flutt til landsins 14.270 e-töflur - sjöfalt meira magn en Kio Briggs var tek- inn með í tösku sinni i september 1998. Hollendingurinn kom hingaö til lands frá Amsterdam og hugðist taka svokallað transit-flug til Bandarikjanna þegar hann lenti í sérstöku vegabréfseftirliti sem leiddi til að efnin fundust í far- angri hans. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Rannsókn lög- reglunnar á Keflavíkurflugvelli lauk fyrir síðustu helgi og ríkis- saksóknari hefur nú gefið út ákæru - brot Hoflendingsins telst framið hér á landi enda var hann með efni sín innan um annað fólk í Leifsstöö. Ekkert er þó taliö benda til aö hann hafi 'ætlaö að koma efnunum í umferð hér. Flest bendir til að maðurinn hljóti þungan dóm hér á landi. Sak- bomingurinn hefur samkvæmt al- þjóöalögum heimild tfl að sækja um að fá að afplána refsinguna í heimalandi sínu. Maðurinn á ekki teljandi sakaferil að baki í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er algengt að e-töflur séu framleiddar i Hollandi og þær síð- an fluttar til Bandaríkjanna og annarra landa þar sem margfalt hærra verð fæst fyrir þær. Þetta er talin helsta ástæðan fyrir því að sakbomingurinn var að flytja efn- in, sem hér um ræðir, framan- greinda leið. -Ótt Sólveig Pétursdóttir. Sólveig Pét- ursdóttir dóms- málaráðherra mætti á fund sjálfstæðis- manna á Sel- tjamamesi þar sem hún ræddi meðal annars niðurskurð til lög- gæslu sem hún taldi léttvægan. Einn fundargesta benti á að hon- um fyndist löggæsla á Seltjamar- nesi minna sýnileg en hún var á árum áður og spurði hvort það myndi ekki reynast vel að fá svo- kallaðar pappalöggur til þess að minna fólk á lögregluna. -SMK Sjá nánar á bls 2 deCODE undir út- ■ boðsgengi Gengi hlutabréfa deCODE genet- ics, móðurfélags íslenskrar erfða- greiningar, hélt áfram að lækka á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í gær. Var það undir útboðsgengi sem var 18 dollarar. Lægsta gengi á hlut í gær var 16,2 dollarar. Loka- gengi er markaði var lokað í gær var 17,6 dollarar. Viðskipti vom mikil með hluti fyrirtækisins í gær því nær 280 þúsund hlutir skiptu mn eigendur. -JSS September Október Menning í Kópavogi: Tónverkinu „skotið upp“ - íbúar kvörtuðu Fjölmargir íbúar í Kópavogi, þar á meðal aldrað fólk og foreldrar ungra barna, hringdu á lögreglu- stöðina og kvörtuðu yfir tilkomu- mikilli flugeldasýningu undir klukkan tíu í gærkvöld. Sýningin stóð yfir í um 7 mínútur og var hluti af tónverki sem flutt var í Salnum i Kópavogi. Öll tilskilin leyfi voru veitt tfl að skjóta „tón- verkinu" upp. Var því lítið annað fyrir lögreglu að gera en að segja kvartendum að sýningunni lyki bráðlega. -Ótt bfother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagíö 10 leturgerðir margar leturstærðlr 16 leturstillinpar prentar 110 linur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Gæði og glæsileiki smort Csólbaðstofal Grensásvegi 7, sími 533 3350. * / / / / / / / / / / / Alvarlegasta fíkniefna- J akæra a einstakling * / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.