Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjórl: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.ls. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Minnkandi framleiðni Áhyggjur af verðbólgu eru eðlilegar. Sérfræðingar hafa margir hverjir varað við að þrýstingur sé á verð- lag á komandi mánuðum eftir nokkuð rólegt tímabil. Takist fjármálaráðherra og stjórnendum fjármála sveit- arfélaga að hemja opinber útgjöld á komandi misserum er hins vegar ekki ástæða til að óttast að „allt fari úr böndunum“. Aðhaldssemi og skynsemi í opinberum fjármálum tryggir öðru fremur að íhaldssemi í pen- ingastjórnun Seðlabanka íslands beri tilætlaðan árang- ur. Það eru ekki ný sannindi að framleiðni hér á landi er ekki jafn mikil og hún þarf að vera. í nýlegri saman- tekt hagdeildar Samtaka atvinnulífsins kemur fram að framleiðni hér á landi fer minnkandi. Þrátt fyrir að verg landsframleiðsla hefur aukist um 27% frá árinu 1995 hefur ekki miðað í rétta átt: „Þegar upp er staðið kemur í ljós að hinn mikli hagvöxtur undanfarin ár hefur verið borinn uppi af miklum íjárfestingum og mikilli vinnu. Nokkur hagræðing náðist upp úr miðj- um tíunda áratugnum á meðan verið var að fullnýta fjármagn og vinnuafl, en eftir að sá slaki hvarf hefur framleiðni minnkað. Atvinnulífið hefur að vísu orðið fjölbreyttara á undanförnum árum, en sennilega hefði meiri árangur náðst í meiri stöðugleika.“ Ætli íslendingar að halda í við aðrar þjóðir og búa til samfélag sem býður upp á það besta sem gerist í heiminum er nauðsynlegt að framleiðni fjármagns og vinnuafls aukist verulega frá því sem nú er. Aukin framleiðni kemur hins vegar ekki af sjálfu sér, heldur með samþættum aðgerðum launþega og atvinnurek- enda. Mestu skiptir þó að stór hluti atvinnulífsins er án samkeppni, eins og bent hefur verið á hér í DV. Sam- keppni er engin í orkuframleiðslu. Samkeppni er í raun engin í heilbrigðiskerfinu. Samkeppni er lítil í mennta- kerfinu. Stór hluti íslensks efnahagslífs er án sam- keppni og því miður bendir allt til þess að svo verði í náinni framtíð. Enginn stjómmálaflokkur er tilbúinn að gera það sem gera þarf. Og einmitt þess vegna verð- um við íslendingar að lifa við að kaupmáttur launa sé lakari hér en í helstu samkeppnislöndum. Slök fram- leiðni leiðir ekki til annars en að lífskjör verða verri hér á landi en á nágrannalöndum. Samkeppnisstaða okkar um ungt fólk verður slök, en í framtíðinni munu líkskjör ráða mestu um það hvar næsta kynslóð íslend- inga ákveður að setjast að. Víglínan í byggðamálum er því ekki úti á landi - í byggðakjömum þar sem reynt verður að spyrna við fæti, heldur á höfuðborgarsvæð- inu. Mesta breyting sem orðið hefur á íslensku þjóðfélagi undanfarið er að bjartsýni og áræðni einkennir at- vinnulífið öðru fremur. Virkjun mannshugans sem er forsenda þess að það takist að standast samkeppnina við aðrar þjóðir er smátt og smátt að takast. En þó að- eins að hluta. Ein helsta skýring á vanda landsbyggðarinnar er að virkjun mannshugans hefur ekki tekist alls staðar. Byggðastefna undanfarinna áratuga hefur því beðið skipbrot og er orðin eitt alvarlegasta þjóðfélagsmein sem íslendingar glíma viö, enda grafið undan sjálfs- bjargarviðleitni einstaklinga. Óli Björn Kárason DV Skoðun Getum alveg varið okkur sjálf A þessum vettvangi hef ég áður bent á nauðsyn þess að við íslendingar mótum okkur nýja utanríkisstefiiu og hætt- um að lifa sníkjulífi á her- setu Bandaríkjamanna. Slíkt líf er ósæmandi samfélagi manna og ósamrýmanlegt raunverulegu sjáifstæði. Svo er varla hægt að taka Banda- ríkin alvarlega sem trygg- ingu fyrir frelsi, þvl að þau verða að teljast harla ófull- komið lýðræðisriki meðan aðeins um helmingur íbúanna tekur nokkum minnsta þátt í stjómmálum. Loks er hætta á að tengsl okkar við Ameríku skilji okkur frá félagsskap Evrópuþjóða, þegar slitur þvi pólitíska og hernaðarlega sambandi sem hefur verið með þjóðum sitt hvorum megin við Norður-Atlantshaf á 20. öld. Og í fé- lagsskap Evrópuþjóða hljótum við að vilja vera, hvort sem við göngum lengra inn í Evrópusambandið en orðið er eða ekki. Ég hef líka sagt að það yrði torsótt að snúa aftur til varnarleýsisáranna fyrir siðari heimsstyrjöld. Jafnvel þótt það væri sjálfsagt óhætt og sist hættulegra en núverandi ástand, þá er það gagn- stætt þeim leikreglum sem gilda í okkar Gunnar Karlsson prófessor heimshluta. Báðum megin Atlantshafs yrði því tekið þunglega að skilja eftir svokall- að hemaðarlegt tómarúm á svæðinu milli Grænlands og Færeyja. Skásti kosturinn? Ein leiðin út úr þessum vanda er að við tökum sjálf við vörnum landsins. Mig minnir að Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra hafi hreyft hug- mynd í þá vem fyrir nokkrum ámm og henni hafi verið tekið næsta fá- lega, og ekki best af herstöðvaandstæð- ingum. En kannski er þetta skásti kost- urinn í stöðunni. Ég nefni þetta núna vegna þess að ný- lega var haft eftir utanríkisráðherra okkar í Degi að það kostaði Bandaríkja- menn um tíu milljarða íslenskra króna á ári að starfrækja herstöðina á Kefla- vfkurflugvelli. Um sama leyti lagði fiár- málaráðherra fram fjárlagafrumvarp með tekjuafgangi upp á 30 milljarða, eft- ir að ríkisútgjöldin hafa hækkað um 16 milljarða frá árinu á undan. Þannig væri hægt að standa undir öllum um- svifum hersins á Vellinum fyrir þriðj- ung af því sem er lagt til hliðar af ríkis- tekjum íslendinga. Útgjaldaaukinn „Þannig væri hægt að standa undir öllum umsvifum hers- ins á Vellinum fyrir þriðjung af því sem er lagt til hliðar af rikistekjum íslendinga. Útgjaldaaukinn mundi ekki jafnast á við annan vöxt ríkisútgjalda frá einu ári til annars.“ - Loftvamakerfi NATO tekið í notkun á Keflavikurflugvelli. mundi ekki jafnast á við annan vöxt ríkisútgjalda frá einu ári til annars. - Svo litlu þyrftum við að kosta til að ljúka sjálfstæðisbaráttu okkar. Þetta eru auðvitað ónákvæmir út- reikningar og taka ekki til allra fjár- hagslegra afleiðinga af brottfór Banda- ríkjahers. Af hernum eru umtalsverðar tekjur í útlendum gjaldeyri, en engan veginn þó svo miklar að ekki yrði hægt að bæta sér upp missi þeirra. Þær voru um 7% af útflutningstekjum 1990; yngri tölur þekki ég ekki. Flugleiðir, nú er mælirinn fullur Undanfarin ár hef ég farið í síðbúin sumarfrí til Taílands og vinur minn, íslendingur sem býr í USA, hefur hitt mig þar í öll skiptin. Fljótlega kom í ljós þegar við fórum að bera saman bækur okkar að flugmiðinn hans var mun ódýrari en minn þrátt fyrir að flugtíminn hans væri lengri. Þegar þessar staðreyndir lágu fyrir vaknaði áhugi minn á þessum málum og ég fór í rólegheitunum að punkta niður hjá mér upplýsingar um þessi mál sem ég aflaði mér með lítilli fyrirhöfn. Nokkrar staðreyndir Litum á nokkrar staðreyndir (allar tölur eru með flugvallarsköttum). - Lægsta mögulega miðaverð frá Kefla- vík til Bangkok með Flugleiðum og samstarfsflugfélagi er um 86.000 kr. Takmarkaður sætafjöldi er á þessu verði í hverju flugi þannig að vissara er að panta með 9 mánaða fyrirvara eða meira ef ákveðnar dagsetningar eru fyrirhugaðar. Á þessu verði flaug ég um síðustu áramót og keypti mið- ann hjá söluskrifstofu SAS í Reykja- vík. Miðabreyting kostaði þá 50 dollara eða 3.640 kr. Bið í Kaupmannahöfn milli fluga var milli 3 og 4 klst. í hvorri leið. í byrjun desember 1998 hringdi ég í sölufulltrúa Flugleiða og óskaði eftir lægsta mögulegu flugfargjaldi Kefla- Fyrir nokkrum dögum hríngdi ég í sölufulltrúa Flug- leiða og spurðist fyrír um lœgsta miðaverð Keflavik- Bangkok-Keflavik í lok des. og til baka um miðjan febr. Svaríð var ca 140.000 kr., hámarksdvöl 3 mánuðir og miðabreyting ekki möguleg. - Frá Bangkok í Tailandi. Skil ekki skyttirí vik-Bangkok-Keflavík. Ég vildi fara milli jóla og nýárs og koma afitur um miðjan febrúar. Eftir athugun kom verðið: 182.000 kr. Ég varð að upplýsa sölufulltrúann um að Flugleiðir væru í samstarfi við China Airlines og bað hann að athuga þetta betur. Og þá kom annað verð: 88.410 kr. í gegnum Amsterdam. Ég gekk aö þessu. China Air var með voldugri farkost og betri þjónustulund en SAS, þótt ekkert sé upp á SAS að klaga. I Danmörku í dag og væntanlega á Netinu líka er hægt að bóka og stað- festa flug: Kastrup-Bangkok-Kastrup bæöi með Air India og Aeroflot fyrir 3.430 DKK = 33.700 kr. Þetta er 6 mán- aða miði, og miðabreyting kostar ekk- ert. Gafst upp og kvaddi Fyrir nokkrum dögum síðan hringdi ég í sölufulltrúa Flugleiða og spurðist fyrir um lægsta miðaverð Keflavík- Bangkok-Keflavík í lok des. og til baka um miðjan febr. Svarið var ca 140.000 kr., hámarksdvöl 3 mánuðir og miða- breyting ekki möguleg. Daginn eftir hringdi ég aftur og lenti á öðrmn sölu- fulltrúa Flugleiða sem var aðeins við- ræöuhæfari. Hann gaf mér verðið 100.445 kr. og miðabreyting 150 dollar- ar, eða 12.400 kr. (miðabreyting var hins vegar 50 dollarar á meðan SAS var með skrifstofu í Reykjavík). Ég þurfti, eins og í lok árs 1998, að benda sölufulltrúanum á samstarf þeirra við China Air (starfsmennimir virðast ekkert sjá nema SAS), og þá fékk ég verðið 89.000 kr. og miðabreyt- ing 100 dollarar eða 8.300 kr. Ég sagði sölufulltrúanum frá miðaverðinu frá Danmörku og spurði hann um lægstu Gísli Oskarsson atvinnubílstjóri fargjöld Keflavík-Kastrup- Keflavík. Mér voru gefnir upp eftirfarandi möguleikar: Önnur leiðin 62.945 kr. Báðar leiðir 91.885 kr., 3ja mánaða pex-miði 62.985 kr. (breyting á pex-miðanum er ekki möguleg). Ég spurði hvort hægt væri að fá eitthvert „hoppverð" í Keflavík eða Kastrup ef ég væri til staðar og laus sæti fyrir hendi. Það var ekki mögulegt, að sögn en mér tjáð að oft væru til- boð frá þeim á Netinu og þar væru stundum ca 4ra daga ferðir til Kaupmannahafnar sem kostuðu innan við 20.000 kr. og ég gæti hugsanlega notfært mér þaö og nýtt ekki heimferð- ina. En þessi tilboð séu gerð með stutt- um fyrirvara og hugsanlegt að ég yrði strandaglópur í Kaupmannahöfn í ein- hverja daga á heimleiðinni! - Ég gafst upp, þakkaði fyrir upplýsingarnar og kvaddi. Ótti við vinnuveitandann Ég hringdi síðan í flestar ferðaskrif- stofur og flugrekstraraðila og á einum stað fékk ég miðaverð (reyndar flug með Flugleiðum) KEF-CPH-KEF á kr. 52.445 kr., miðabreyting 11.000 kr. Þetta er 4ra mánaða pex miði. Sölufull- trúinn sagði mér að Flugleiðir gætu einnig selt mér þetta, „þeir hafa bara ekki verið nógu vel vaknaðir", sagði hann. Vinir mínir og kunningjar hvöttu mig til að skrifa þennan pistil, þar á meðal starfsmaður Flugleiða sem þorir ekki að tjá sig sjálfur af ótta við vinnu- veitandann. - Fólk þetta hefur hjálpað mér í upplýsingaöflun og þakka ég því fyrir það. Gísli Óskarsson banna veiðar á rjúpu? j „Mér hugnast skotveiðar ekki, lík- I lega vegna þess að P? ég skil skyttirí ekki nógu vel. Maður er víst alltaf hræddastur við það sem maður skilur ekki. Það er ekki endi- lega út af farsæld rjúpunnar sem mér hugnast ekki skotveið- ar. Rjúpan lifir hvort sem er Flosi Olafsson bóndi og leikari og byssuleik upp um fjöll og fimindi, klæðast felubúningum morðsveita og hryðjuverka- samtaka og efna til blóðbaðs inni á friðsælum heiðarlöndum til að strádrepa rjúpuna, þenn- an vinalega friðsæla hænsnfugl sem er bæöi illa fleygur og ger- samlega vamarlaus. Ég veit fullvel að skotveiðimenn eru ekki dauðann af frekar en við hin. Það er öllu heldur sálarheill vesalings skot- veiðimannanna sem ég ber fyrir brjósti. Það virðast ær og kýr helstu manndómsmanna þjóðarinnar að ganga í bamdóm á haustin, fara í bíla- ekki illmenni, að minnsta kosti ekki nærri allir og þess vegna hljóta þeir að fara gegn samvisku sinni og vera með sundurkramið hjarta í hvert skipti sem þeir plaffa á rjúpnahóp. Æ! Hættiði þessu." Engin hætta r„Rjúpnaveiði er hluti af menningu okkar Islendinga og hafa verið stundað- ar frá því land byggðist. í dag stunda 5 þúsund íslendingar það að veiða rjúpu og rjúpa er vinsælasti jólamatur þjóðarinn- ar. Rjúpnastofninum í heild sinni á Islandi starfar ekki nein hætta af veiðum landsmanna, veðráttan og viðemin hér á landi veita rjúpunni nokkra vernd. Flestir þeir seih veiða veiða fáar rjúpur. Eitthvað um 85% þeirra sem veiða em að veiða um 50% Sigmar B. Hauksson formaóur Skotveiói- félags íslands rjupur af því sem veitt er á meðan hin 15% em að veiða hinn helming- inn. Þá er rétt að benda á það að rjúpnaveiðar era mjög holl og góð útivera á þeim tíma árs sem fáir eru úti við og þar af leiðandi teljum við að það sé ekkert í vegi fyrir því að íslend- ingar stundi þessa skemmtilegu iðju. Vissulega viljum við samt fylgjast með rjúpunni og þess má geta að skotveiðimenn kosta nánast allar rannsóknir á rjúp- unni. Við teljum okkur því ekki skulda samfélaginu eitt né neitt.“ -HK Rjúpnastofnlnn er viökvæmur hér á landl og fer stundum niöur fyrir þaö sem sumir vilja telja hættumörk en rífur sig jafnan upp aftur. Margir hafa varað viö ofveiöi á rjúpum en sjálfsagt yröu jólin ekki söm hjá sumum ef engin rjúpa væri á borðum. Út úr sjálfheldu sinni Á hinn bóginn yrði aukning rikisút- gjaldanna langt í frá eins mikil og dæm- ið hér á undan sýnir. I fyrsta lagi myndu útgjöld ríkisins til varnarstarfs- ins skila sköttum til baka í ríkissjóð, tekjuskatti af vinnutekjum og virðis- aukaskatti af vörum. I öðm lagi mynd- um við að sjálfsögðu skipuleggja vam- irnar á einfaldari og hagkvæmari hátt en Bandarikjamenn gera. Við þyrftum ekki að hafa raðir af strákum í úniform- um að spranga um Miðnesheiðina (án þess að ég viti hvort Kanar hafa svoleið- is stráka þar), og margt annað myndi reynast óþarft: sérstök sjónvarpsstöð, jafnvel ofiiséraklúbbur. I þriðja lagi yrði vamarstöðin sam- einuð starfsemi sem íslenska ríkið rek- ur hvort sem er, svo sem Landhelgis- gæslu og víkingasveit lögreglunnar. Loks myndi íslenska ríkið ekki taka við öllum varnarviðbúnaði í einu lagi held- ur smám saman, væntanlega samfara vaxandi þjóðar- og ríkistekjum. Engum lái ég sem þykir hugmyndin um íslenskan her ógeðfelld, en mér finnst mestu varða að losa herstöðva- málið út úr sjálfheldu sinni. Gunnar Karlsson Enginn hallmælir ... „Miklar breytingar hafa orðið síðan per- sónur í sjónvarpsþátt- um voru ýmist góðar eða vondar, og ekkert þar á milli. Dallas er e.k. „cult“-þáttur nú- tímans og sem slíkur ætti hann aö geta lifað góðu lífi um hríð. Það hefiði aldrei getað gerst ef JR væri ekki vel smíðaöur karakter ... Annars er athyglivert hve viðhorf fólks til fjölmiðils mótast af peninga- legu hliðinni. Enginn hallmælir Skjá einum, aldrei vegna þess að enginn borgar neitt fyrir áskrift að stöðinni." Björn Þorláksson í fjölmiölapistli sín- um í Degi 19. október. Umboðsmaður aldraðra „Á næstu árum mun ekki draga úr umræðum um málefni aldraðra. Þvert á móti munu þær aukast. Ljóst er að margir í hópi aldraðra telja sig búa við skertan hag og að þeim gangi illa að leita réttar síns. I þessu ljósi er skynsamlegt að setja á stofn umboðs- mann aldraðra eins og Guðmundur Hallvarðsson og fleiri þingmenn hafa lagt til. Þess vegna er þess að vænta, að tillagan hljóti góðar undirtektir á Alþingi." Úr forystugrein Mbl. 19. október. Tjónvaldurinn áfengi „Ýmsir kirkjunnar þjónar virðast ekki hafa gert sér ljóst að fordæmið er besti kennarinn. Þar era þeir á sama róli og flestir forystumenn ríkis og sveitarfélaga. Skilningsleysi þessa fólks, skammsýni og eigingini era nú að koma þjóðinni í koll. Og ef ekki linnir sífelldum áfengisaustri ráðamanna og undir- lægjuhætti þeirra gagnvart þeim gróðalýð, sem hagnast á sölu áfengis, - er ljóst hvert stefnir." Árni Helgason I Stykkishólmi í Mbl. 19. október. Viðreisn sunnan Alpaf jalla „Ég skil reyndar ekki hvað er að gerast i Frjálslynda flokknum og hvað hefur verið aö gerast þar og raunar held ég að það eigi við um fleiri. Ef það sem Gunnar Ingi (Gunnars- son) hefur verið að segja er satt, þá er flokkurinn einfaldlega búinn að vera að mínu mati, og á sér ekki frekari viðreisnar von hérna megin Alpa- fjalla, en kannski hugsanlega einhvers staðar nær Miðjarðarhafinu." Árni Gunnarsson, varaþingm. Fram- sóknarflokksins, f Degi 19. október. vYp-ir V=t€? slPÝL-F'- Ur=4TLA*~/1 V-l FRCS-'S YOMT 'TV’l V-NÍ l-V- ^ ^ ' Vó* B2? wim ða Valgerður, enginn Teddy Roosevelt Kjallari Fyrir hartnær hundrað árum sat f Hvíta húsinu ein- hver merkasti forseti sem Bandaríkin hafa átt. Hann var íhaldsmaður að upplagi, fæddur inn í yfirstéttarfjöl- skyldu og heföi getað lifað í vellystingum praktuglega allt sitt líf. Hann hét Theodore Roosevelt. Aðstæður 1 bandarísku efnahagslífi um aldamótin vora um margt svipaðar og á íslandi núna. Fáein stórfyrir- tæki í samgöngum, olíuversl- un og iðnaði drottnuðu yfir markaðn- um, börðu niður vaxtarsprota sam- keppni hvar sem þeir sáust, keyptu upp fyrirtæki eða ráku þau í þrot með dyggri aðstoð fáeinna stórbanka sem þessi sömu stórfyrirtæki réðu náttúr- lega líka. Roosevelt þekkti sitt heimafólk. Hann vissi hvaða aðferðum þeir beittu til að koma í veg fyrir samkeppni og raka til sín milljarðagróða. Og honum var ekki skemmt. Þess vegna tók hann höndum saman við nokkra skoðana- bræður sína og skar upp herör gegn þessum stórfyrirtækjum, braut þau upp og setti lög til að tryggja að mark- aðslögmálin fengju að njóta sín, öllum til hagsbóta. Hann braut gegn eigin stéttarhagsmunum, af því að hann vildi gæta hagsmuna almennings. Þversögn Valgeröar Skjótumst nú hundrað ár fram í tim- ann. Uppi á íslandi ríkir fákeppni nokkurra stórfyrirtækja sem drottna yfir matvöramarkaði, olíuverslun, samgöngum, tryggingum, fjármálum. Viðskiptaráðherra landsins segist vilja bæta hag viðskiptavina bankanna og ákveður að gera það með því að sam- eina Lands- og Búnaðarbanka. Til að ná fram hagræðingu, minni kostnaði og lægri vöxtum, viðskiptavinum til góða. - Nú myndi Teddy gamli Roosevelt ræskja sig. Þversögnin í málatilbúnaði Valgerð- ar Sverrisdóttur er ótrúleg. Lítum á: Ráðherrann segist hafa efasemdir um að samruni bankanna standist samkeppnislög. Hvers vegna skyldi það nú vera? Þó ekki af því að með samrunanum minnkar samkeppni (ef hægt er að tala um samkeppni við nú- verandi aðstæður)? Það er eina hugs- anlega ástæðan. I hinu orðinu segist Valgerður vilja sameina bankana neyt- endum til hagsbóta. Þeir njóti þess þeg- Karl Th. Birgisson blaóamaóur ar vextir lækka með aukinni hagræðingu. Hvemig kemur þetta nú heim og saman? Minni sam- keppni leiðir af sér verri og dýrari þjónustu, ekki betri þjónustu og lægra verð. Þetta er einföld hagfræði sem framsóknarmenn yngri en Steingrímur Hermannsson ættu að skilja. Ráðherrann grípur til þessa málilutnings til að ■ breiða yfir það að samruni bankanna er ekki markaðs- heldur pólitísk aðgerð. Sjálf- og Framsóknarflokkur aögerð stæðisflokkur era, eins og endranær, að gera helm- ingaskiptasamninga um eigur almenn- ings. Einn fyrir þig, einn fyrir mig. Þú færð bankastjórastólinn, við fáum að eiga bankaráðsformanninn. Þetta era gamaldags pólitísk uppskipti sem eiga ekkert skylt við markaðsaðgerðir, hag- ræðingu eða samkeppni. Samkeppni, ekki fákeppni Eðlileg vinnubrögð væru að láta markaðinn og samkeppnislög um að finna besta strúktúrinn í íslenska bankakerfinu. Setja lög sem tryggja dreifða eignaraðild og gefa Samkeppn- isstofnun auknar heimildir til íhlutun- ar þegar stórfyrirtæki neyta aflsmunar til að skekkja markaðiim. En Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur era ófærir um að leysa mál með þeim hætti. Til þess eru þeir of flæktir í hagsmuni stórfyrirtækjanna sem era skjólstæðingar þeirra, bæði í bönkunum og á þingi. Þeir eru ófærir um aö gæta hagsmuna almennings. Hvað annað fær unga sjálfstæðis- menn til að leggja til að Samkeppnis- stofnun verði lögð niður, einmitt þegar hennar er þörf sem aldrei fyrr? Þeir hljóta að vita að meira að segja í himnaríki kapítalismans er heil öld síðan menn uppgötvuðu að til þess að markaðslögmálin virki þarf markaður- inn að vera í lagi. Og til þess þarf sam- keppnislög og virkt eftirlit. Teddy Roosevelt myndi segja Val- gerði Sverrisdóttur að á Islandi þyrfti • ekki að fækka bönkum heldur fjölga þeim, helst með því að fá erlenda banka til leiks. Hún skilur það ekki, eða vill ekki skilja. Eða svo umorðað sé frægt tilsvar: „Ég þekkti Teddy Roosevelt. Teddy Roosevelt var vinur minn.“ - Valgerð- ur Sverrisdóttir: Þú ert enginn Teddy Roosevelt." Karl Th. Birgisson. „Eðlileg vinnubrögð væru að láta markaðinn og samkeppn- islög um að finna besta strúktúrinn í íslenska bankakerf- inu. Setja lög sem tryggja dreifða eignaraðild og gefa Sam- keppnisstofnun auknar heimildir til ihlutunar....“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.