Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 4
44 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 JD"V Wlar Kynningarakstur Skoda Fabia Combi: Lengi getur gott batnað Blaðamaður DV-bUa var í Prag á dögunum og prófaði þar nýjustu viðbótina hjá Skoda, Skoda Fabia Combi, sem er langbaksútgáfa á hinum vinsæla Fabia. Fabia varð reyndar þess heiðurs aðnjótandi fyrir stuttu að vera valinn bíll árs- ins í Danmörku en kollegar okkar þar hafa verið nokkuð glúmir við það í gegnum tiðina að hitta á bíl- inn sem síðan fær nafnbótina „Bíll ársins í Evrópu“. Hvort þeir verða - jafn sannspáir og áður skal ósagt látið en víst er að Fabia Combi hefur margt tU síns ágætis í þeim efnum. Meiri búnaður og fleiri vélar Þar ber fyrst að telja að í Combi- útgáfunni er hann boðinn í þrem- ur gæðaUokkum: Classic, Comfort Plássiö aftur í er nú betra en áöur og fer mjög vel um tvo farþega þar en hætt er viö aö þeim þriöja þætti að sér þrengt og hart undir. og Elegance, svipað og hjá VW. Hægt er að velja á mUli fjögurra bensínvéla, 68-115 hestafla, og tveggja dísUvéla, með eða án for- þjöppu. BUlinn sem tekið var í var með nýju tveggja lítra 115 hestaUa bensínvélinni og Elegance-útgáfu en meðal nýs búnaðar í honum er spólvörn, topplúga og loftkæling. Með þeirri vél er hann snöggur upp á lagið og Ujótur upp í Fimmta - gir. 180 kílómetra hraði var ekkert mál fyrir þennan bíl á hinum stuttu hraðbrautarköUum Tékk- lands og þrátt fyrir stærri vél var hann hljóðlátur sem fyrr. Fabia Combi er nú kominn með meiri búnað, eins og spólvörn, sem er ótvíræður kostur fyrir íslenskar aðstæður. Meðan á akstrinum stóð rigndi eins og hellt væri úr fötu og þrátt fyrir blauta vegi, þakta söln- uðum laufblöðum, virkaði spól- vömin vel. Meira rými aftur í Combi er 26 sentímetrum lengri en hefðbundinn Fabia og sér þess merki þegar innanrými bUsins er skoðað. Þegar aftursætin hafa ver- iö lögð niður tekur farangursrým- ið 1225 lítra en 426 í venjulegri stöðu. Nokkuð þröngt er á milli hliða í farangursrýminu og virðast bilbeltastrekkjarar og dempara- festingar taka þar meira pláss en þyrfti. GreinUega er gert ráð fyrir að hægt sé að Uytja stóra hluti í bílnum því að afturhleri opnast hátt upp. Farangursrýmið er aUt lagt slitsterku teppi og búið er að koma fyrir festingum til að binda þunga hluti. Aftursætið er nú aft- ar í bUnum en áður sem skapar meira rými fyrir fætur farþega, sérstaklega af stærri gerðinni, sem er kostur frá minni útgáfunni. Mjög vel búinn í Elegance-útgáfu Mikið af sniðugum búnaði tU « þæginda er í dýrari útgáfum Fabia falt úrlausnar og það yrði strax tekið tU greina. Hins vegar sóðar hann litið sem ekkert upp á aftur- rúðuna eins og langbakar gera oft og iðulega. Bíllinn er einnig meö 10 ára ryðvarnarábyrgð frá fram- leiðanda, þar sem hann er galvan- iseraður í bak og fyrir, og einnig er 3 ára ábyrgð á lakki sem er all- gott. Kemur hingaö næsta vor BíUinn verður kynntur til að byrja með í Þýskalandi, Tékklandi og Sviss í haust en er ekki væntan- legur á Frónið fyrr en með vorinu og því er verð ekki fyrirliggjandi enn þá. Skoda ætlar sér að fram- leiða 70.000 Fabia Combi á næsta ári en sala nýrra Skoda-bifreiða hefur rokið upp á við og aukist um helming á aðeins flmm árum. -NG Plúsar: Kraftmikil vél, rúmbetri en áður, meiri aukabúnaður. Mínusar: Vantar plasthlífar viö framhjól. Combi-útgáfan er 26 sentímetrum lengri og ávalar linurnar gefa bílnum nokkuö snaggaralegt yfirbragö. DV-myndir NG Combi. Sem dæmi má nefna að i Elegance-útgáfunni er loftkæling sem kælir einnig hanskahólfið og glasahaldarana. Einnig eru fram- sætin upphituð. Gaumljós er ekki aðeins á bensíntanki heldur er tankur fyrir rúðuvökvann einnig með þannig búnaði. Afturrúðu- þurrkan fer sjálfkrafa á ef sett er í bakkgír með þurrkumar á og sem aukabúnað er hægt að fá fjarlægð- arskynjara aftan á bílinn sem var- ar ökumann við með hljóðmerki. Annar mögulegur aukabúnaður er hliðaröryggispúðar og ESP- skrikvöm er fáanleg í Elegance-út- gáfunni. Gamli og nýi tíminn mætast - þaö er alveg meö ólíkindum hvaö bílar Skoda hafa batnað mikiö frá dögum járntjaldsins. Sóði eða ekki sóði? Eitt af því sem næm augu is- lensku blaöamannanna tóku eftir var hversu fljótur bíllinn er að skíta sig út sem er umhugsunar- efni þegar aka þarf á malarvegum og í saltpækli. Ástæðan fyrir því er sáraeinföld því að plasthlifar vantar fyrir aftan framhjólin en tæknimenn Skoda sögðu það ein- Skoda Fabia Combi 2,0 Vél: Tveggja lítra bensínvél. Rúmtak: 1984 rúmsentímetrar. Hestöfl: 115/5200 sn. Tog: 170 Nm./2400 sn. Þjöppun: 10,5:1. Gírkassi: 5 gíra beinskiptur. Hámarkshraði: 197 km. Hrööun 0-100 km: 10,1 sekúnda. Bensíntankur: 45 lítrar. Eyösla í blönduöum aksfrí: 7,8 lítrar. Snúningshringur: 10,48 metrar. Framfjöörun: MacPherson- klafapðmn. Afturfjöörun: Fjölliða meö stuðningsarmi. Bremsur: Diskar með ABS. Dekk: 195/50 R15. Lengd: 4222 mm. Breidd: 1646 mm. Hæö: 1452 mm. Hjólahaf: 2462 mm. Veghæö: 140 mm. Loftmótstaöa: 0,29. Farangursrými: 426 lítrar. Pyngd:1145kg. Toggeta: 1000 kg. Umboð: Hekla hf. Afturhlerinn opnast hátt upp, sem er kostur, og farangursrýmiö er nokkuö lítra vélin er a,lmikiil rokkur °9 vinnur vei á öiiu snúningssviöinu. rúmgott. Þó heföi plássið til hliöanna mátt vera meira. IGLO Þegar gera á bílinn betri O Hjöruliðir O Drifliðir O Öxulhosur Upprunahlutir ímörgum helstu bilategundum heims Veríð framsýn! veljið öryggi og endingu Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík Sími: 540 7000 • Fax: 540 7001 - Það borgar sig að nota það besta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.