Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 2
Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna: Sjálfstæðisflokk- urinn tapar fýlgi - Framsókn og Samfylking sækja á og Vinstri-grænir komnir yfir 20% Sjálfstæðisflokkurinn tapar tölu- verðu fylgi samkvæmt DV-könnun sem gerð var í gærkvöld á fylgi stjórnmálaflokka. Eru það töluverð umskipti frá siðustu könnun sem framkvæmd var 29. september. Vinstri-grænir eru enn á góðri sigl- ingu og mælast nú í fyrsta skipti með meira en 20% fylgi. Þá er Sam- fylkingin, sem mátti horfa á veru- legt tap í síðustu könnun DV, nú öll að hressast og nær að saxa að- eins á forskot Vinstri-grænna. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins skil- ar sér líka til Framsóknarflokksins sem mælist nú með ívið meira fylgi en í skoðanakönnun í mars á þessu ári. Hlýtur það að vera fram- sóknarmönnum nokkur huggun eftir að vera búnir að horfa á stöðugt minnkandi fylgi frá síð- ustu alþingiskosningum. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV um fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var í gærkvöld, 23. september. Úrtakið var 600 mánns, jafnt skipt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggð- ar, sem og kynja. Hringt var í kjós- endur og þeir spurðir: Hvaða lista myndir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Óákveönum fækkar Óákveðnir og þeir sem ekki vildu svara reyndust 37,8%, þannig að þeir sem afstöðu tóku voru 62,2%. Er þetta talsvert betri svör- un en fékkst í síðustu könnun DV. Þá voru óákveðnir og þeir sem vildu ekki svara heil 47,4% sem þýðir að 52,6% tóku afstöðu i þeirri skoðanakönnun. Þegar svör allra í könnuninni í gær eru skoðuð fær Framsóknar- flokkurinn stuðning 8% þátttak- enda, Sjálfstæðisflokkur fær 27,5 %, Frjálslyndi flokkurinn fær 2,3%, en Húmanistar og Kristilegir mælast ekki. Samfylkingin er með 11,7%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð er með 12,5%, en Anar- kistar mælast meö 0,2% fylgi af heildarúrtakinu. Vinstri grænir yfir 20% Ef aðeins er skoðað fylgi flokk- anna út frá þeim sem afstöðu tóku mælist Framsóknarflokkur með 12,9%, Sjálfstæðisflokkur með 44,2%, Frjálslyndi flokkur- inn með 3,8%, Samfylkingin með 18,8%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 20,1% og Anarkistar mælast með 0,3%. Framsókn bætlr mest viö sig Samkvæmt þessu hefur Sjálf- stæðisflokkurinn tapað 2,3% fylgi þeirra sem afstöðu tóku. Frjáls- lyndi flokkurinn tapar ótrúlega litlu fylgi miðað við þá neikvæðu umræðu sem verið hefur um flokkinn siðustu daga. Tapið nemur einungis 0,6% og er flokk- urinn nú 0,4% frá því sem hann fékk í kosningunum. Vinstri-grænir eru enn á stöðugri uppleið og bæta við sig 0,7% frá síðustu könnun. Sam- fylkingin bætir heldur meira við sig, eða 1,1%, en mest bætir Framsóknarflokkurinn við sig eða 1,5%. Breyting frá kosningum og síðustu könnunum sést á með- fylgjandi gröfum. Ríkisstjórnin tapar fylgi Samanlagt fylgi ríkisstjórnar- flokkanna er nú 57,1%, samanbor- ið við 59,1% í kosningunum. Þarna munar mest um fylgistap Framsóknarflokksins frá kosn- ingum, en Sjálfstæðisflokkurin mælist enn með talsvert meira fylgi en hann fékk í síðustu kosn- ingum. Þróun á fylgi flokkanna á þingi frá kosningunum má sjá á meö- fylgjandi grafi. Þar sést greini- lega að fylgi Samfylkingarinnar hefur sveiilast langmest og er enn talsvert frá því sem flokkurinn mældist með í kringum stofnfund sinn í vor. Vinstrihreyfingin - grænt framboð virðist vera í mjög sannfærandi og stöðugu vaxandi gengi, þó Samfylkingin virðist á ný vera að draga hann uppi. Skipting þingsæta Ef þingsætum yrði útdeilt mið- að viö þá sem tóku afstöðu nú fengi Sjálfstæðisflokkurinn 28 þingmenn en mældist með 31 þingmann í síðustu DV-könnun. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð fengi 13 þingmenn, einum þingmanni meira en í síðustu könnun. Samfylkingin fengi 12 þingmenn, lika einum þingmanni meira en í könnuninni 29. sept- ember. Framsóknarflokkurinn fengi nú 8 þingmenn og bætti við sig einum frá síðustu könnun, en vantar enn 4 þingmenn sem hann fékk í síðustu kosningum. Frjáls- lyndi flokkurinn héldi enn sínum 2 þingmönnum. Ríkisstjórnin er samt enn mjög traust í sessi með 36 þingmenn á móti 27 þingmönn- um stjórnarandstöðunnar sem myndi bæta við sig tveim þing- mönnum ef kosið væri nú. Framsókn sterkari úti á landi Það þarf ekki að koma á óvart að fylgi Framsóknarflokksins mælist eins og áður mest úti á landsbyggðinni. Þá sækir Vinstri- hreyfingin - grænt framboð lika talsvert meira af fylgi sinu út á land og sama gildir um Frjáls- lynda flokkinn. Samfylkingin er í nokkru jafnvægi á milli höfuð- borgar og landsbyggðar, þó hún sæki örlítið meira til landsbyggð- arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn sækir aftur á móti umtalsvert meira hlutfall af fylgi sinu á höf- uðborgarsvæðið. -HKr. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 DV Ekki fordæmi Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hafnar framkominni gagn- rýni þess efnis að stefnubreyting hafi orðið hjá ráðuneyt- inu varðandi meng- unarmál í sjó. Ekki sé um að ræða stefnumarkandi áhrif fyrir framtíð- ina þótt ráðherra hafi heimilað kvíaeldi í Mjóaflrði án þess að krefjast umhverfismats. Dagur greindi frá. Sex tilboð í sjúkraflug Sex flugfélög sendu inn tilboð í ríkisstyrkt áætlunar- og sjúkraflug á landsbyggðinni en tilboð voru opnuð í gær. Aðeins eitt þeirra, ís- landsflug, lagði fram tilboð í þann tilboðsmöguleika sem fól í sér öll fjögur svæðin á landinu sem um ræðir. Mbl. greindi frá. Öryrkjar gagnrýna Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var harðlega gagnrýnd á aðalfundi Öryrkjabandalags- ins um helgina. I ályktun fundar- manna var stjómin sökuð um „alvar- legan siðferðis- brest“ og „efna- hagslega skamm- sýni“ vegna að- gerða og aðgerðarleysis i málefnum öryrkja. Offita í Hafnarfirði Samkvæmt könnun sem gerð var á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúk- dóma meðal flmmtugra Hafnflrð- inga kom í ljós að talsverður hópur þeirra reyndist í verulegri hættu á að fá umrædda sjúkdóma. Töluvert er um offitu. Dagur greindi frá. Konum fjölgar Konum á kirkjuþingi fjölgaði um 100 prósent í gær, þegar Auður Garðarsdóttir, formaður sóknar- nefndar Dómkirkjunnar í Reykja- vík, varaformaður Þórarins Sveins- sonar læknis, tók þar sæti í fjar- veru hans. Ein kona er í hópi aðal- manna þingfulltrúa. Mbl. greindi frá. Fjármögnunarleíðir Af um 5,5 milljarða fjármagni í nýbyggingar Háskóla íslands frá ár- inu 1978 hefur langmest farið í Læknagarð eða 1,8 milljónir króna, miðað við verðlag síðasta árs. Ljóst þykir að framlög Happdrættis Há- skóla Islands dugi ekki lengur bæði til nýbygginga og viðhalds og eru forráðamenn skólans famir að skoða fleiri fjármögnunarleiðir. Mbl. greindi frá. 100 ný störf Störfum í verslunum á Akureyri mun fjölga umtalsvert á næstu vik- um í verslunarmiðstöðinni Glerár- torgi og nýrri verslun Bónuss við Langholt. Er áætlað að nýjum störf- um fjölgi þannig um hundrað. Mbl. greindi frá. Hörö viðbrögð Ummæli Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykja- vikur, varðandi áfengissmygl hafa vakið hörð við- brögð. Jónas, sem sjálfur var opinber- lega bendlaður við smyglmál sl. sum- ar, sagði að forysta sjómannasam- bandsins liti áfengissmygl far- manna ekki alvarlegum augum. Dagur greindi frá. JSS. Skipan þingsæta samkvæmt atkvæöafjölda 35 30 25 20 15 10 5 0 U 1212 .m 33 26 87 8 31 31 26 28 H ,31 DV 23/10,OO g DV 29/09,00 DV 21-22/03 '00 DV 28-29/12 '99 \DV20/10 '99 t ÍK ' ÍKosningar Samfylkingin 1 16 1 1 2 2 11 11 1.1 12 SKOÐANAKÖNNUN VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð 1212 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.