Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptablaöið Coldwater Shell- fish stofnað Dótturfélag SH I Bretlandi, Cold- water Seafood UK Ltd, hefur ásamt nokkrum aðilum stofnað fyrirtækið Coldwater Shellfísh Ltd. Hlutur Coldwater Seafood í nýja félaginu er 50%, en meðal annarra eigenda eru Frank Flear, stofnandi Bluecrest Foods Ltd, og Innes Sutherland, sem um árabil starfaði sem fram- kvæmdastjóri Scottish Seafood. Sala skelfiskafurða Markmið nýja félagsins er að vinna og selja ýmsar skelfiskafurðir með áherslu á smáhumar, sömu teg- undar og veiðist við ísland. Coldwa- ter Shellfish mun afla hráefnis, láta frumvinna það og sjá um sölumál á veitingamarkaði. Dótturfélag SH, Coldwater Seafood, mun hins vegar annast fullvinnslu afurðanna auk sölu þeirra til smásölukeðja í Bret- landi. Mikil þekking á vöruþróun og fullvinnslu er til staðar innan Coldwater Seafood auk þess sem fyrirtækið er með sterka stöðu inn- an smásölugeirans. Hráefnið verður mikið til skosk- ur humar, en árlega eru veidd um 35.000 tonn af honum. Hann er ann- ars vegar fluttur heill úr landi en hins vegar unninn áfram til sölu inn í smásölukeðjur og til veitinga- staða í Bretlandi og er það sá mark- aður sem nýja fyrirtækið mun sinna. Framkvæmdastjóri Cold- water Shelifish verður Innes Sutherland sem hefur áralanga reynslu af vinnslu og sölu humars og annarra skelfisktegunda. Áætlanir gera ráð fyrir að sala skelfiskafurða á öðru heila rekstrar- ári félagsins geti numið um einum milljarði króna. Mikill áhugi er fyr- ir skelfiskafurðum á breska mark- aðnum og gefa neytendakannanir til kynna góða vaxtarmöguleika á þessu sviði. Nýja fyrirtækið krefst ekki viðbótarfjárfestingar að svo stöddu þar sem Coldwater Seafood hefur alla aðstöðu til fullvinnslu og frumvinnsla fer fram hjá starfandi fyrirtækjum. Vinnsla og sala afurð- anna mun hefjast á næstu vikum. Prokaria kaupir heildarlausn frá Nýherja - flytur í nýtt húsnæði við Gylfaflöt Líftæknifyrirtækið Prokaria ehf. hefur gert samning við Nýherja um kaup á öllum samskipta- og tölvu- 3p fjárhús kaupa 35% hlut í IVIecca Spa Fjárfestingarfélagið 3p fjárhús hefur keypt 35% hlut í heilsurækt- arfyrirtækinu Mecca Spa. 3p ijárhús eru í meirihlutaeigu bræðranna Sig- urðar Gísla Pálmasonar, Jóns PálmasonEU’ og Páls Kr. Pálssonar framkvæmdastjóra. Að sögn Páls Kr. Pálssonar hafa 3p fjárhús í allnokkum tíma haft hug á að fjárfesta í heilsurækt og af- réðu að lokum að fjárfesta í Mecca Spa. „Heilsuræktarsviðið er mjög áhugavert enda liggur það nær með- ferðarþjónustu og læknisfræði en hefðbundin líkamsrækt. Mecca Spa er tvímælalaust það fyrirtæki sem býr yfir dýpstu fagþekkingunni á sviði heilsumeðferðar. Núverandi eigendur fyrirtækisins búa yfir mikilli þekkingu á þessu sviði en okkar aðkoma að fyrirtækinu mun einkum verða rekstrar- og stjórnun- arlegs eðlis,“ segir Páll Kr. Pálsson. „Mikil og vaxandi þörf er fyrir heilsutækniþjónustu af þessu tagi í framtíðinni og ætlum við að þróa og efla starfsemi fyrirtækisins í þessa átt.“ í fréttatilkynningu vegna kaupanna kemur fram að Páll Kr. Pálsson mun taka sæti í stjóm Mecca Spa fyrir hönd 3p fjárhúsa. Mecca Spa hefur verið starfrækt síðan i ágúst 1998 og er þar boðið upp á alhliða heilsurækt. Fyrirtæk- ið sérhæflr sig sérstaklega í Spa- meðferðum en um nýjung er að ræða hér á landi. Spa er líkamsmeð- ferð sem tengist að miklu leyti vatni og þarf sérhannaðan tækjabúnað til að ná sem bestum árangri. Á Mecca Spa er einnig starfrækt nudd- og snyrtistofa og einkaþjálfarar leið- beina viðskiptavinum með æfingar og mataræði. Þjónusta Mecca Spa er þannig sniðin aö þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Aðaleigendur Mecca Spa eru hjónin Undína Sigmundsdóttir og Jóhann Þór Halldórsson.' búnaði og þjónustu við hann fyrir nýtt húsnæði sem verður flutt í innan tíðar. Fram kemur í frétt frá Ný- herja að um heildarlausn er að ræða þar sem Nýherji sér um alla þætti upplýsinga- tækninnar sem felur í sér hönnun og uppsetningu á Avaya (Lucent) Gigaspeed kapallögnum fyrir tölvur og síma; uppsetningu netbúnðar fyrir staðarnet, víðnet og Internet; uppsetningu INDEX- símstöðvar með innbyggðum sendum fyrir þráðlausa síma sem byggja á DECT-staðlinum og tölvukerfi sem sam- anstendur af mjög öflugiun IBM Netfinity netþjón undir gagnagrunn, nokkrum IBM Netfinity netþjónum með Lin- ux-stýrikerfi, ásamt IBM Thinkpad ferðavélum og kraftmiklum IBM Netvista PC-vélum. Prokaria er líftæknifyrir- tæki, sem notar nýjustu tækni við einangrun og rannsóknir á erfðavísum úr örverum í ís- lenskri náttúru. Megináherslan er á hveraörverur en aðrir vaxtarmögu- leikar eru á sviði fléttna, kulda- kærra örvera og sjávarlífvera. Markmið fyrirtækisins er að skapa verðmæta þekkingu og þróa ný líf- efni til nota í iðnaöi, rannsóknum og í lyfjaframleiðslu. Prokaria virkj- ar hugvit vísindamanna og leggur áherslu á náttúruvernd. Bókaklúbbur atvinnulífsins hefur endurútgefið bókina vinsælu „Sigur í samkeppni" eftir Boga Þór Sig- uroddsson. Bókin kom fyrst út árið 1993 en er nú gefln út i endurskoð- aðri og aukinni útgáfu. Bætt hefur verið við nýjum köflum, allar skýr- ingarmyndir unnar að nýju og skrif- aðar hafa verið nýjar frásagnir af ís- lenskum fyrirtækjum. Heildstæð bók um markaðs- mál Sigur í samkeppni er eina heild- stæða bókin sem komið hefur út um Nafn fyrirtækisins er dregið af örveruríkinu Prokaryota, sem býr yflr mestum erfðafj ölbreytileika líf- heimsins og hefur fram til þessa verið mikilvægasta uppspretta mannkyns fyrir bæði lífhvata og lyf. Aðeins um 1% allra náttúrulegra ör- verutegunda hefur verið einangrað fram til þessa og því er stærsti hluti lífheimsins enn órannsakaður og vannýttur. Prokaria hefur þróað markaðsmál á íslensku og er skrif- uð fyrir alla sem koma að rekstri fyrirtækja og stofnana, hvort sem þeir hafa menntun á sviði markaðs- mála eða ekki. Bókin er skrifuð á léttan og lipran hátt þannig að efnið verður lifandi og skemmtilegt og er auk þess stutt fjölda skýringar- mynda og taflna. í frétt frá Bókaklúbbi atvinnulífs- ins segir að meginmarkmið bókar- innar sé að kynna fyrir lesandanum hugsunarhátt og aðferðafræði markaðsfræðinnar. Meðal efnis sem fjallað er um í bókinni er faglegt markaðsstarf, vöruþróun, mark- aðsumhverfið, kauphegðun, sam- nýjar aðferðir til að rækta hærra hlutfall óþekktra hveraörvera en hingað til hefur verið mögulegt og get- ur þannig nýtt mun fleiri teg- undir til hagnýtrar genaleit- ar en áður var hægt með góðu móti. Prokaria notar DNA-raðgreiningu og líf- tæknigagnagrunn til að finna og þróa ný ensím og smásam- eindir úr náttúrulegum ör- verum. Þessi efnasambönd eru ein af meginstoðunum í þróun líftækninnar á kom- andi öld. Hitaþolin ensím gegna mikilvægu og sívax- andi hlutverki í fjölmörgum iðnaðar- og rannsóknarferl- um. Prokaria getur valið sýni eftir fyrir fram gefnum forsendum, svo sem hita, sýrustigi eða saltstigi, og þannig fundið lifverur sem standast ákveðin skilyrði. ís- lensk hverasvæði eru mjög fjölbreytt og er hægt að velja svæði sem hafa eiginleika sem ákveðnir viðskiptavinir sækjast eftir. Hjá Prokaria starfa nú um 20 manns og er búist við að þeim fjölgi talsvert á næstunni. Prokaria er nú orðið öflugasta fyrirtæki í Evrópu, sem einbeitir sér að öflun verðmætra gena og lífefna með þvi að sækja erfðaefni beint í náttúr- una. Fyrirtækið er nú til húsa í Efna- og líftæknihúsinu á Keldna- holti en flytur í nýja rannsóknar- og skrifstofuaðstöðu að Gylfaflöt 5 inn- an tíðar. keppnisgreining, markaðsrannsókn- ir, auglýsingar, markaðsmál og Net- ið, markaðsáætlanir og ímynd fyrir- tækja, svo eitthvað sé nefnt. Fjöldi íslenskra dæmisagna í bókinni eru um 20 nýjar dæmisögur úr íslensku atvinnulífi þar sem fjallað er um íslensk fyrir- tæki sem gert hafa athyglisverða hluti í markaðsmálum síðustu miss- eri. Meðal fyrirtækja sem fjallað er um eru Qz.com, Delta, íslandsbanki, Myllan, Eimskip, Sláturfélag Suður- lands, Össur, Opin kerfi og Vífilfell. „Sigur í samkeppni" endurútgefinn ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 DV HEILDARVIÐSKIPTI 440 m.kr. Hlutabréf 62 m.kr. Húsnæðisbréf 157 m.kr. MEST VIÐSKIPTI OÖssur 13 m.kr. O Nýherji 7 m.kr. O Búnaðarbankinn 7 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Marel 3,9% Q Kögun 3,9% O Delta 3,4% MESTA LÆKKUN Q Stáltak 15,4% Q Síldarvinnslan 1 2,0% Q Flugleiöir 10,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1422,4 stig - Breyting Q 0,006 % Forstjóra Lucent Technologies sagt upp Lucent Technologies, farsímafyr- irtækið, tilkynnti að Richard Mc- Ginn, forstjóra fyrirtækisins, hefði verið sagt upp störfum. Stjórn fyrir- tækisins komst að þeirri niðurstöðu um helgina að „snögg leiðtogaskipti væru nauðsynleg". Henry Schlacht, sem var forstjóri hjá fyrirtækinu milli áranna 1995 til 1997, mun aftur taka við forstjórastöðunni. MESTU VIÐSKIPTÍ Bm | 1 1 Q Össur 424.273 Q Íslandsbanki-FBA 407.504 0 Baugur 251.022 O Tryggingamiöstööin 227.432 0 Eimskip 202.743 iAiH7ii!Ffrrnwi síöastliöna 30 daga 0 Bakkavör 5% © SR-Mjöl 4% 0 Vinnslustööin 4% O Pharmaco 3% 0 Lyfjaverslun 2 % sídastliöna 30 daea 0 Héðinn smiöja -39% 0 ísl. hugb.sjóðurinn -27% 0 Sláturfélag Suöurl. -21 % O Hampiöjan -19% 0 Síldarvinnslan -19 % GE býður 45 milljarða dala í Honeywell General Electric, sem er stærsta fyrirtæki heims, miðað við markaðs- verðmæti, hefur gert 45 milljarða dala yfirtökutilboð í iðnaðarsam- steypuna Honeywell. Samtímis til- kynnti Jack Welch, forstjóri GE, að hann hygðist fresta starfslokum sín- um en þau voru áformuð næsta vor. PBpPOW JONES 10271,72 O 0,44% I • INIKKEI 15148,19 O 0,33% 1395,78 O 0,08% S&P NASDAQ FTSE DAX l lCAC 40 3468,69 O 0,41% 6365,90 O 0,79% 6712,13 O 1.38% 6228,75 O 0,75% 24.10.2000 kl. 9.15 KAUP SALA ®Dollar 85,850 86,290 Í3§Pund 124,820 125,450 1+1 Kan. dollar 56,790 57,150 SfH Dönsk kr. 9,6670 9,7210 §j§Norsk kr 9,0580 9,1080 llmJ Sænsk kr. 8,5280 8,5750 30 R. mark 12,0994 12,1721 É M Fra. franki 10,9671 11,0330 1 B Belg. franki 1,7833 1,7941 IE3I Sviss. franki 47,9100 48,1800 OhoII. gyilini 32,6447 32,8409 jjjjfj Pýskt mark 36,7821 37,0031 M M K. lira 0,037150 0,037380 QQAust. sch. 5,2280 5,2595 ^ Port. escudo 0,3588 0,3610 Spá. peseti 0,4324 0,4350 j < ijap. yen 0,793500 0,798200 1 , iírskt pund 91,344 91,893 SDR 109,950000 110,610000 JIecu 71,9395 72,3718

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.