Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 9
9 ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000_________________________ DV _______________________________________________________Neytendur Gaseldavélar til heimilisnota: Fjórðungur uppfyllti ekki öryggiskröfur - samkvæmt könnun Vinnueftirlitsins Samkvæmt fréttatilkynningu frá Vinnueftirlitinu eru um fjórö- ungur þeirra gaseldavéla sem boðnar eru til sölu og ætlaðar eru til heimilsnota ekki með nauð- synlegan öryggisbúnað, þ.e. ör- yggisloka, og geta því skapað verulega slysahættu. Vinnueftir- Lesandi DV kom til okkar með þessa femu af Lenor-mýkingarefni og vildi vekja athygli á því hvernig framleiðendur hreinlætisvara gerðu pakkningar sínar þannig úr garði að þær verkuðu freistandi á börn. Hann sagði það fyrir neðan allar hellur að setja hættulega vöru, eins og flest hreinsiefni eru, í pakkning- ar sem freista barna til að súpa á þeim. Hann sagði jafnframt að allir vissu hversu alvarleg slys gætu hlotist af þegar óvitar borðuðu eða drykkju hreinlætisvörur. Sár í melt- ingarvegi sem hljótast af slíku áti gróa seint eða aldrei. Á umbúðum Lenor-mýkingarefn- isins er engin innihaldslýsing, ein- göngu er sagt að mýkingarefnið innihaldi „15-30% cationic sufact- ants“ en ekki er um neinar leiðbein- ingar á íslensku að ræða. Einnig er fólki sagt á ensku að halda efninu frá bömum en lesandanum fannst litið heimsótti 36 fyrirtæki á höf- uðborgarsvæðinu og skoðaði 232 tæki. Meðal þeirra atriða sem Vinnu- eftirlitið kannaði voru CE-merk- ingar tækja, öryggisbúnaður á tækjum ætluðum til notkunar innanhúss og hvort tæknilegar sem um mikla þversögn væri að ræða þar sem fyrirtækið hannar umbúðir þannig að þær höfða til bama. Lesandinn sagði þetta ekki eina dæmið um slíkar umbúðir. Sem annað dæmi mætti nefna upp- þvottalög á brúsa með mynd af sítrónu sem auðvelt væri fyrir ung böm að álíta að sé ávaxtadjús. Hjá Íslensk-Ameriska, innflytj- anda vörunnar, fengust þær upplýs- ingar að innihald Lenor-mýkingar- efninsins væri hvorki ertandi né ætandi og því nokkuð hættulaust. Ástæða þess að ekki eru íslenskar leiðbeiningar á umbúðunum er að þar sem efnið er talið hættulaust er þess ekki kraflst af islenskum yfir- völdum. Á eiturefnamiðstöð Landspítalans var þetta staðfest og sögðu starfs- menn þar að mýkingarefni væri mjög útþynnt og þ.a.l. því sem næst hættulaust, nema ef mjög mikils leiðbeiningar á íslensku um upp- setningu, notkun, meðferð og við- varanir fylgdu tækjunum. Aðgæta skal búnað tækjanna Vinnueftirlitið mælist til þess að þeir sem keypt hafa heimilis- magns væri neytt. í gagnabanka fundust engin dæmi um slys á börn- um sem tengd væru mýkingarefni. Hins vegar mætti vara fólk við upp- þvottalegi því hann væri mjög hættulegur bömum. tæki sem brenna gasi eftir 1. sept- ember 1996, aðgæti hvort tækin eru með sérstakan búnað sem kemur í veg fyrir að óbrunnið gas geti safnast upp í herbergjum. Flestir framleiðendur hafa valið að uppfylla þetta skilyrði með hitaskynjara (öryggisloka) sem er hafður nálægt brennara tækisins. Ef hitaskynjarinn kólnar niður fyrir ákveðið hitastig lokar hann fyrir gasstreymi til brennara. Ef öryggisbúnaður er ekki fyrir hendi ætti að hafa samband við seljanda og krefjast þess að tækj- unum verði skipt fyrir önnur með öryggisbúnaði eða að þeim verði breytt þannig að þau uppfylli ör- yggiskröfur. Leiki vafi á um ör- yggisbúnað eða seljendur reynast ekki samvinnuþýðir má hafa sam- Að lokum má benda á að auðvit- að er það hlutverk foreldra að gæta þess að börn þeirra hafi ekki að- gang að hættulegum efnum, sama í hvaða formi þau eru. -ÓSB band við Vinnueftirlitið sem mun veita aðstoð eða leiðbeiningar. Meðferð gaselda- vélar Fylgið ætíð leiðbeiningum framleiðanda um uppsetningu og notkun. Látið gera við eldavélina ef gasloginn er ekki bláleitur á lit- inn. Gulur gaslogi bendir til þess að loftinntök séu stífluð eða að stilla þurfl brennara. Leyfið bömum aldrei að snerta á eða fikta í tökkum eldavélarinnar. Látið handföng á pottum og pönnum snúa inn á eldavélina. Yfirgefið ekki eldhúsið á meðan sýður í pottunum. Gætið þess að eldfim efni komi ekki nálægt gaslogunum. Látið yfirfara gastækið reglu- lega. Haldið yfirborði eldavélar- innar hreinu. Notið aldrei gaseldavélar til upphitunar húsnæðis. Niðurstöður úr könnun Vinnueftirlitsins li Flokkar tækja Fjöldi skoðaðra tækja CE-merkt tæki íslenskar leið- beiningar fyigdu Tækin höfðu öryggisbúnað íslenskar við- varanir á umbúðum Heimilistæki 70 64 (91%) 0 53 (76%) Ekki krafist Iðnaðartæki 9 9 (100%) 0 9 Ekki krafist Sumarhúsa- og ferðatæki 57 37 (65%) 2 (3,5%) 45 (79%) Ekki krafist Tæki til notkunar utanhúss 96 90 (94%) 11 (11%) Ekki krafist 11 (11%) Alls 232 200 (86%) 13 (5,6%) 107 (79%) 11 (11%) Umbúðir hreinlætisvara: Freistandi fyrir börn - segir lesandi DV Súrmjólk, jógúrt eöa eitthvaö annaö spennandi? Neckermann-vörulist- inn aftur á íslandi Þýski vörulistinn Neckermann er nú aftur til sölu á íslandi. í listan- um er að finna aflt frá fatnaði og heimilistækjum tfl leikfanga og skartgripa. Listinn er tæpar 1500 blaðsíður að stærð og vegur um 2,3 kíló! Neckermann-vörulistinn er einn af stærstu vörulistum Þýska- lands. Um þessar mundir er einnig að koma á markað jólalisti frá fyrir- tækinu þar sem finna má jólavörur og jólagjafir í miklu úrvali. Umboðs- aðili Neckermann-vörulistans á ís- landi er fyrirtækið Helgaland í Mos- fellsbæ. Nýir skyndiréttir frá KNORR KNORR TasteBrakes eru nýir skyndiréttir frá KNORR sem nú eru að koma í matvöruverslanir. Bragð- tegundirnar eru þrjár; Carbonara pasta, Tomato Mozzarella pasta og Chicken Cream pasta. KNORR Taste Breaks eru í handhægum plastskálum og einungis þarf að taka lokið ofan af og hella sjóðandi vatni yfir og innihaldið breytist í heitan pastarétt á fimm mínútum. Upplýsingar um inneign á Tal- frelsiskortum Vegna fréttar í DV þann 13.10. 2000 um TALfrelsi og upplýsingagjöf TALs, vill TAL hf. koma eftirfar- andi á framfæri: Ástæður þess að ekki er hægt að fá sundurliðun á símareikningi i TALfrelsi er að engir reikningar eru útgefnir. TALfrelsi byggir á fyr- irframgreiddri notkun og þeir sem kjósa þá leið verða að sætta sig við að hafa takmarkaðri aðgang að þjónustuframboði símafyrirtækj- anna og á það við um sundurliðun reikninga. Handhafi TALfrelsis get- ur fengið upplýsingar um hversu margar krónur eru eftir inni á reikningi en vegna mismunandi mínútuverðs símtala er ekki hægt að gefa upp hversu margar mínútur eru eftir. Það er yfirlýst stefna TALs að veita persónulega og góða þjónustu og þykir miður er mistök verða en jafnan er leitast við að leiðrétta þau fljótt og örugglega. Sá misskilning- ur sem upp kom vegna gjaldfærslu á umræddu símanúmeri hefur verið leiðréttur og upphæðin greidd til- baka. Anna Huld Óskarsdóttir framkvœmdastjóri þjónustusvids TALs Eigum til á lager Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími 565 6241, 893 7333, fax: 544 4211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.