Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 10
10 Utlönd Óheppin meö ummælin Ummæli Sviadrottningar um grjótkast palestínskra barna hafa veriö gagnrýnd harkaiega. Palestínumenn gagnrýna Silvíu Palestinsk samtök, sem berjast fyrir bættum samskiptum þjóða, gagnrýna Silvíu Svíadrottningu harkalega fyrir ummæli um grjót- kast palestínskra barna. í spurn- ingatíma í kjölfar ræðu hjá Samein- uðu þjóðunum í síðustu viku var drottningin spurð hvað hún vildi segja við mæður barna sem kasta grjóti í Miðausturlöndum. Silvia svaraði að sem móðir myndi hún segja bömunum að það gæti verið hættulegt að kasta grjóti og að maður ætti ekki að gera það. Hún bætti síðan við að stundum virtist eins og það væri skipulagt. Palest- inumenn túlka ummælin eins og drottningin hafi átt við mæður bamanna. Þeir vísa því á bug að mæður segi börnunum að kasta grjóti. ísraelar hafa sýnt viðtalið við Silvíu mörgum sinnum og nota það í áróðri gegn grjótkastinu. Kostunica viöur- kennir þjóöar- morð í Kosovo Vojislav Kostunica, nýkjörinn forseti Júgóslavíu, hefur viðurkennt að júgóslavneskar öryggissveitir hafl framið þjóðarmorð í Kosovo og segist jafnframt vera reiðubúinn að taka á sig ábyrgð á þeim glæpum sem forveri hans í embætti, Slobod- an Milosevic, framdi. Kostunica sagði þetta í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. Milosevic hefur verið ákærður af stríðsglæpadómstóli SÞ fyrir þjóð- emishreinsanir Serba í Kosovo. í kjölfar fjöldamótmæla neyddist hann til að játa ósigur sinn fyrir Kostunica í forsetakosningunum í septemberlok. Reiöl í Perú Mikil reiöi er nú í Perú eftir aö fyrr- um njósnaforingi sneri heim. Fujimori Perúfor- seti á sínum stað Alberto Fujimori, forseti Perú, hafnaði í morgun áskorunum um að segja af sér embætti nú þegar og reyndi að draga úr ótta manna um aö valdarán hersins væri yfirvof- andi. Forsetinn sagðist hafa stjóm á herafla landsins. Fujimori hefur orðið fyrir hörð- um árásum bæði heima og heiman síðustu tvo daga vegna heimkomu fyrrum yfirmanns leyniþjónustunn- ar, Vladimiros Montesinos, sem landsmenn hata eins og pestina, og vegna tiUagna stjómvalda um að spyrða saman fyrirhugaðar kosn- ingar á næsta ári og sakaruppgjöf fyrir mannréttindabrot. Búist viö áframhaldandi ofbeldi á Vesturbakkanum í dag: Barak mistókst að fá Sharon í stjórn Skothvellir kváðu við víða á Vest- urbakkanum í nótt. Tuttugu og sjö dagar eru nú liðnir frá þvi átökin milli Palestínumanna og ísraela hófust og ekkert lát virðist á. Palestínumenn ætla að fara í fjöldagöngur að ísraelskum varð- stöðvum í dag til að mótmæla því að ísraelsk stjómvöld hafa bannað palestínskum launamönnum að fara inn i ísrael til vinnu. Búist er við frekari átökum í dag en atburðir síðustu vikna hafa gert út af við friðarferlið. Múslímar halda daginn í dag há- tíðlegan sem uppstigningardag Mú- hameðs spámanns til himna frá al- Aqsa moskunni í Jerúsalem. Óeirð- ir undanfarinna þriggja vikna kviknuðu einmitt vegna heimsókn- ar hægrisinnaða ísraelska stjórn- málamannsins Ariels Sharons á Musterishæð þar sem moskan stendur. Bæði múslímar og gyðing- ar telja hæðina mikinn helgidóm, Teygjubyssur í stríöinu Paiestínsk ungmenni halda áfram aö beita teygjubyssum í átökunum viö þungvopnaöa ísraelska her- gyðingar vegna þess að þar stóðu musteri þeirra sem greint er frá í Bibliunni. Palestínumenn hata Sharon vegna framgöngu hans í innrás ísra- ela í Líbanon árið 1982. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, hefur hins vegar snúið sér til Sharons til að reyna að mynda neyðarstjóm til að glíma við ástandið á heimastjómar- svæðum Palestínumanna. Sharon og Barak mistókst að koma sér saman um skilyrði fyrir myndun nýrrar stjómar á fundum sínum í gær. Sharon sagði hins veg- ar að viðræðurnar væru rétt að hefjast og að hann væri vongóður um að samkomulag myndi nást. „Það sem er mér mikilvægt er að að hafa áhrif á friðarferlið," sagði Sharon í viðtali við ísraelska út- varpið. Palestínumenn óttast það einmitt mest að Sharon muni geta komið í veg fyrir frekari friðarviðræður. Hillary blæs á kerti á afmælistertu Bill Clinton Bandaríkjaforseti fyigist fullur aödáunar meö þvi þegar eiginkona hans, Hillary, blæs á kertin á af- mælistertu sem hún fékk óvænt upp i hendurnar i gær, aö toknum fjáröflunarkvöldveröi í Westchester-sýslu í New York. Reyndar á forsetafrúin, og frambjóðandinn til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir New York, ekki afmæli fyrr en á fimmtudag. Þá veröur hún 53 ára. Clinton forseti lagöi eiginkonu sinni liö í kosningabaráttu hennar i gær. Madeleine Albright í heimsókn hjá óvininum Líklegt er talið að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, fari í heim- sókn til Norður-Kóreu í nóvember í kjölfar fundar Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kims Jongs Ils, leiðtoga Norður- Kóreu, í gær. Gert var ráö fyrir að fundur Albright og Noröur-Kóreu- leiðtogans yrði stuttur í gær en þau ræddust við í þrjár klukkustundir um fjölda alþjóðlegra mála. Nýr fundur var ráðgerður í dag. Stjómmálaskýrendur töldu þar með ljóst að þessir fyrrverandi fjendur hygðust koma á nýjum og betri samskiptum um hálfri öld eft- ir að Kóreustríöiö braust út. Banda- ríkin tóku þátt í stríðinu og börðust gegn Norður-Kóreu. Albright hélt til Norður-Kóreu að- eins tveimur vikum eftir að næst- æðsti maður landsins, Jo Myong I Norður-Kóreu Albright ræöir viö Kim Jong II. Rok kom til Washington og ræddi við Bill Clinton. Bæði á fundinum í Washington og í Norður-Kóreu í gær lögðu Bandaríkjamenn áherslu áhyggjur sínar vegna eldflaugaá- ætlunar Kóreumanna. Bandaríkjamenn vilja að Norður- Kóreumenn hætti útflutningi á vopnabúnaði og hemaðarsérfræð- ingum til landa eins og írans og Pakistans. Norður-Kóreumenn vilja hins vegar að þeir verði strikaðir út af lista bandariska utanríkisráðu- neytisins yfir ríki sem styðja hryöjuverkastarfsemi. Þar með yrði auðveldara fyrir Norður-Kóreu að fá efnahagsaðstoð frá Alþjóðabank- anum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ofarlega á óskalista Norður-Kóreu- manna er einnig efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum. «m Klofningur hjá kristilegum Ágreiningur inn- an Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi kom i Ijós í gær þegar ná- inn samstarfsmað- ur Angelu Merkels ílokksformanns, Ruprecht Polenz, sagði af sér aðalritarastarfmu. Po- lenz vildi veita útlendingum tvöfald- an ríkisborgararétt auk þess sem hann var hlynntur kennslu um ís- lam í þýskum skólum. Hann var einnig hlynntur aðild Tyrklands að Evrópusambandinu. Læknar skattsvikarar Að minnsta kosti átta læknar í Ósló eiga yfir höfði sér margra mán- aða fangelsisvist fyrir að hafa dreg- ið milljónir íslenskra króna undan skatti. Leikfangasprengja Fimm böm í Pakistan, sem vom á leið heim úr skólanum í bænum Charsadda, létu lífið í gær er þau tóku upp sprengju sem útbúin var eins og leikfang. Slæmt veður hindrar störf Slæmt veður í Barentshafi kom í gær í veg fyrir að rússneskir og norskir kafarar gætu haldið áfram tilraunun sínum við að ná upp lík- um sjóliðanna 118 sem fórast með kafbátnum Kúrsk í ágúst síðastliðn- um. Kengúra á hoppi í London Kengúra hefur sést hoppa í út- hverfi London að undanfömu og hefur kona tilkynnt árás á hundinn sinn. Dýraverndunarsinnar leita nú kengúrunnar en hafa bara fundið fótspor sem gætu verið eftir hana. Kaþóiskur kóngur Karl Bretaprins lýsti því yflr fyrir 5 árum að hann sæi ekkert þvi til fyrir- stöðu að kaþólikki settist í hásætið. Prinsinn lét þessi orð falla í einkavið- tali við Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, og Paddy Ashdown, fyrrverandi leið- toga Frjálslyndra demókrata. Þjóð- höfðingi Bretlands er yfirmaður ensku biskupakirkjunnar. Orsök ungbarnadauða Baktería, sem veldur magasári og hjartasjúkdómum, hefur fundist í mörgum ungbömum sem látist hafa skyndilega, að því er breskir lækn- ar greina frá. Leysi sjátfir ágreining Gerhard Schröder Þýska- landskanslari sagði í gær að Evrópu- sambandið ætti að vera fært um að leysa sjálft svæðis- bundin átök án að- stoðar Bandaríkj- Mikili viðbúnaður Mikill viðbúnaðar er nú hjá bandarískum hersveitum á Persaflóasvæðinu og í Tyrklandi vegna hótana um árásir gegn Bandaríkjamönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.