Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 Skoðun DV Ferðu á listsýningar? Katrín Jóhannesen húsmóöir: Nei, ég veit yfirleitt ekki af þessum spennandi sýningum fyrr en of seint. Hrönn Pálsdóttir húsmóðir Nei, aldrei nokkurn tíma, hef engan áhuga. Theodór Eggertsson, vinnur hjá Securitas: Nei, ég hef engan áhuga. Birgitta Helgadóttir nemi: Já, svona þegar þaö er eitthvað spennandi. Alma Ösp Arnórsdóttir nemi: Já, ég fer stundum meö mömmu. Sólarorka til geymslu? Vistskemmandi áhrif veröa hverfandi. Lausn aflvandans í sjónmáli? Þorsteinn Hákonarson skrifar: Skilyrði sem okkur eru sett við að fella ekki niður lífskjör og veita fá- tækum þjóðum ekki síðri lífskjör en við höfum eru áhættuminnst á eftir- farandi hátt: Skin sólar á jörðina er um 1,4 kW á fermetra. Miðað við að allt mannkyn noti jafn mikla orku á ibúa og þeir sem mest nota (sem sé við íslending- ar) þá þarf landsvæði sem samsvarar hálfu flatarmáli Alsír til þess að afla orkunnar og það við ekkert sérstak- lega góða nýtingu. Ef við getum safn- að sólarorku og geymt hana verður einungis smátöf á að þessi orka verði leyst til umhverfisins. Vistskemm- andi áhrif verða því hverfandi. Ef við söfnum þessari orku á rýmd- armikla rafgeyma geta nútíma raf- hreyflar verið með yfir 90% nýtingu. Miðað við t.d. sólarorkuöflunarkerfi, sem nú er á markaði frá Israel kostar kílówattstundin ca 7 cent (úr doliar). Og er þá miðað við afgreiðslu inn á raforkunet með stöðugu aflframboði „Okkur dugar ekkert sem er „nœstum því“ samkeppnis- hæft við núverandi aðstœður vegna þess að núverandi að- stœður þýða allt of hútt orku- verð. Heldur þarf að stíga mjög stórt skref til orkuöflun- ar eða tífalda hana miðað við það sem nú er. “ sem er nærri helmingur verðsins. Það er ekki óeðlilegt að ætla að þessi kostnaður geti farið niður í 2 cent með frekari þróun og með því að taka við orkunni á rafgeyma. Með þessum hætti væri hægt að losna alfarið frá mengun andrúmslofts, hvort heldur það eru gastegundir eða vatnsgufa. Og þetta þarf til. - Okkur duga ekki aðferðir sem eru jafngildar á við olíu- notkun, eins og hún mengaði ekki, og þegar hún er ódýrust á markaði. Bætt lífskjör þýða efnanotkun, sem þarf að hringrása. Til þess þarf líka mikla og ódýra orku. Okkur dugar ekkert sem er „næstum því“ samkeppnishæft við núverandi aðstæður, vegna þess að núverandi aðstæður þýða allt of hátt orkuverð. Heldur þarf að stíga mjög stórt skref til orkuöflunar eða tífalda hana miðað við það sem nú er. Vetni er ekki lausn í þessu máli, vegna þess að vetni er frumstæður rafgeymir í þessu samhengi. Vetni mengar með svo mikilli vatnsgufu að það breytti veðurfari. Það er þvi ekki lausn. Það þarf því rafgeymi, þar sem við notum spennu milli rafeinda til að geyma spennumun og orku. Atóm er mörg þúsund sinnum þyngra en raf- eind, samt er orka milli rafeindar og atómkjama og milli tveggja rafeinda söm, ef jafnt er spennt. Við þurfum rafgeymi án vökva og hreyfanlegra hluta, úr ódýrum (ekki eitruðum) efn- um sem hafa hundraðfalda rýmd á við nútíma rafgeyma. - Og þetta er ekkert mál, það þarf bara að skilja svolítið um eðli orkunnar. Hert viðurlög gegn glæpum Sieindór Einarsson skrifar: Ég hef lengi furðað mig á þeirri lin- kind sem spyrt er við fíkniefnamis- ferli hér á landi. Þeir sem teknir eru og sannast á að hafa flutt þennan við- bjóð til landsins fá dóm sem er þetta 2-7 ára fangelsi. Það er auðvitað sHlt of vægur dómur. Oft er þetta skilorðs- bundinn dómur. Hér er um mikinn glæp að ræða, þar sem aukning er nú orðin í sjálfsvígum hjá þeim sem nota eiturlyfin að staðaldri. Þar er því um morð að ræða hjá þeim sem valdir eru að neyslu eitursins og koma því til landsins. Einnig vil ég nefna til sögunnar kynferðisglæpi, þar sem u.þ.b. 90% „Það er nefnilega þannig að þyngri refsing á almannavit- orði leiðir yfirleitt til fœkkun- ar glæpa, þótt það sé kannski ekki algilt á landsvísu eða í heiminum yfirleitt.“ dæmdra fá skilorðsbundinn dóm. Ungar stúlkur sem verða fyrir þessum glæpamönnum líða fyrir hann ævi- langt. Þá sem verða uppvísir að slík- um glæpum finnst mér að eigi að dæma að lágmarki til 5 ára fangelsis- vistar. Allir þessir menn þurfa á læknismeðferð að halda svo og sál- fræðiþjónustu, en hún er mjög tak- mörkuð á Litla-Hrauni. Örugglega er hægt að hjálpa kynferðisglæpamönn- um með langri og strangri sálfræði- meðferð. Ég er ekki „fæddur í gær“ fremur en margir þeir sem hafa tjáð sig um að þeim finnist allt of væg refsing koma til, einkum vegna þessara tveggja afbrota sem hér er minnst á. Það er nefnilega þannig að þyngri refsing á almannavitorði leiðir yfir- leitt til fækkunar glæpa, þótt það sé kannski ekki algilt á landsvísu eða í heiminum yfirleitt. En hér er refsing við glæpum augljóslega of væg. Um það geta flestir verið sammála. Hetjurnar heimtar úr helju Einu sinni voru fjárleitir og hrossaréttir ein- hverjir mest spennandi haustviðburðir fyrir jafnt unga sem aldna hér á landi. Þá komst fóik í eins konar vertíðarham og mikiil handagang- ur var í öskjunni þegar rekið var í réttirnar og dregið i dilka. Enn eru slíkir viðburðir taldir merkilegir, en nú miklu frekar af útlendingum sem hingað streyma til að upplifa vosbúð og svaðilfarir í islenskri hausrigningu. Haustréttir hafa þannig lengur en elstu menn muna verið fastur liður í tilveru fjölda ísendinga, en tím- amir breytast og mennimir með. Smalamennska þykir ekki lengur merkilegt sport fyrir kalda karla. Það þykir ekkert sérlega fínt lengur að hotta á eftir roliuskjátum eða hrossastóði. Slíkar athafnir era í of fóstum skorð- um fyrir spennufikla nútímans sem sífellt þurfa að upplifa ný og ný ævintýri. Þeir alílottustu þramma nú á heiðar, íklæddir felubúningi með byssuhólk um öxl. Helst verður vopnið að vera alsjálfvirk tví- hleypa með margskota magasíni. Minna dugar ekki til að salla niður rjúpukvikindin ef þau á annað borð finnast. Annars virðist spennan ekki lengur eingöngu bundinn við að finna eða finna ekki vesælar rjúpur til að plaffa niður. Nei, spenna hinna hugdjörfu byssumanna er nú miklu fremur fólgin í því að Toppurínn á tilverunni er síðan þegar kalla þarf út allar mögulegar björgun- arsveitir sunnan, vestan, norðan og austan heiða og þyrlu og flugvélar að auki til að leita að þessum stálheppnu veiðimönnum. koma sér í svo miklar ógöngur og villur að lítil von sé til að rata aftur til byggða. Toppurinn á tilver- unni er síðan þegar kalla þarf út allar mögulegar björgunarsveitir sunnan, vestan, norðan og austan heiða og þyrlu og ílugvélar að auki tO að leita að þessum stálheppnu veiðimönnum. Þegar menn svo loksins finnast misjafnlega til reika í náttmyrkri og slagviðri, þá er pottþétt að skytt- umar góðu prýða forsíður og baksíður blaðanna og fylla að auki skjái landsmanna í öllum frétta- tímum sjónvarpsstöðvanna. „Hetjurnar heimtar úr helju“ hljómar t.d. rosalega flott. Ekki væri verra ef við bættist: voru hraktir og nær dauða en lífi er þeir fundust." Þetta er hinn eini sanni toppur á tilverunni og það vita ahir þeir sem vOja þykjast karlar krapinu. Þess vegna streyma nú skyttur, jafnvel á bamsaldri, upp í óbyggðir tO að þess að reyna að upplifa „kikkið" af því að fá aOt heOa slysa- varnaapparatið tO að leita að sér. Það geta engar lummulegar fjár- eða stóðréttir staðist samanburð í þeim efnum. Svo kostar þetta ekki nokkurn skapað- an hlut. Það þarf t.d. ekkert að borga björgunar- sveitunum, þyrluflugmönnum og öðru leitarliði. Svo má aUtaf gera stólpagrín að öUum ættingjunum og vinumnn sem fengu hland fyrir hjartað af áhyggjum út af hinum hugdjörfu byssumönnum sem vom bara að gera smá „djók“. ^ p . Blekkingarleikur Gunnar Bjartmarsson skrifar: Ég horfði á sjónvarpsfréttn- þar sem skýrt var frá því að lækka eigi fast- eignagjöld á landsbyggðinni. Mér skildist að það eigi að hækka útsvör um jafn háa krónutölu og fasteigna- gjöldin eiga að lækka um. Auk þess ætlaði ríkið að greiða sveitarfélögun- um einhverja fjárhæð með þessum að- gerðum. Sveitarstjórnarmenn brostu út að eyrum. Hvers konar skrípaleik- ur er þetta? Ég óttast að íbúar þessara sveitarfélaga brosi ekki jafn breitt. íbúar sveitarfélaga ættu að vera vel á verði og kokgleypa ekki aUt sem að þeim er rétt. Ofráðgjöf? Brynjar skrifar: Það er sorglegt að vita til þess í nú- tímastjórnmálum að hægt er að kæfa eðlislega eiginleika manna með tiUiti til minnstu smáat- riða með eins kon- ar ráðgjafarterr- orisma. Sú er raun- in hvað varðar framboð A1 Gore til forsetakjörs í Bandaríkjunum. Af því að lægsti sam- nefnari telur hann yfirlætisfuUan leið- indagaur (og á dómsdegi er það yfir- borðskennt mat á fasi og útliti sem virðist selja, en ekki afburðahæfni mannsins, sem er óvéfengjanleg) þá þarf Gore að eyða dýrmætri orku í kappræðum í sýndartilburði. Líkur eru því á að einangrunarhyggjugaur- inn George W. Bush verði næsti for- seti Bandaríkjanna. Dapurlegur vitn- isburður um heimspólitík við alda- hvörf. Kannski birtist Kristur? Vilhjálmur Alfreösson skrifar: Við eigum eftir að sjá hvort ísraels- menn og Palestínumenn geta nokkru sinni samið frið og framfylgt honum í reynd. Við eigum eftir að sjá hvort þessir vandræðaþjóðflokkar úr Gamla testamentinu leiða ekki einfaldlega Ragnarök yfir okkur öU. Vafasamt er að svokaUaðar kristnar þjóðir geti bjargað málum, enda era þær sjálfar í vesaldómi forfeðra sinna. En kannski Kristur birtist og bjargi oss öUum? Al Gore forseta- frambjóðandi. Farþega- flutningar á sjó Jðhann Gunnarsson skrifar: Ég er einn þeirra sem hafa lengi vonað að hér kæmi aftur sú guUöld farþegaflutn- inga á sjó sem við bjuggum við lengi á síð- ustu öld. Há- tindur sjóflutninga farþega var þó miUi 1950 og 1960, þegar við höfðum gnægð farþegaskipa, bæði kringum land og tU og frá landinu. Þá vom hér farþegaskipin Esja og Hekla, sem sigldu reglubundið í kringum land (austur og vestur um landið tU skipt- is, hvor á móti annarri), og Skjald- breið og Herðubreið, sem þjónuðu litlu höfnunum, aðaUega vestanlands. Siðan var það Gullfoss og Dronning Alexandrine sem sigldu til Norður- ianda og Bretlands, auk þess sem Hekla sigldi tU Norðurlanda á sumr- in. Það merkilega var að öU skipin vom fuU af farþegum, innlendum og erlendum. Það er rétt sem fram kom í grein Svanfríðar Jónasdóttur i DV ný- lega að mikilvægi almenningssam- gangna nyti ekki nægUeg skilnings hjá okkur. DVl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyHjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.