Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 Fréttir DV íslenskur hagfræöinemi sagður látinn í Bandaríkjunum árið 1988: Talinn af í tólf ár - og tekinn af þjóðskrá. Fjölskyldan sameinuð eftir heimkomu mannsins í gær íslenskur hagfræöinemi sem tal- inn var af í Bandarikjunum áriö 1988 og skráður látinn hringdi óvænt í fjölskyldu sína nýlega. Maðurinn, Halldór Heimir ísleifs- son, 38 ára, kom með flugi til lands- ins í gær frá Bandaríkjunum ásamt systur sinni sem hélt utan eftir að hann lét vita af sér fyrir skömmu. Hann dvelur nú í faðmi fjölskyldu sinnar í Garðabæ. „Ég er að upplifa stærstu hamingjustund llfs míns. Tólf og hálfs árs þjáning er að baki,“ sagði náinn ættingi Halldórs Heimis sem DV ræddi við í gær. Þegar Halldór Heimir hvarf spor- laust var hann að læra hagfræði í Texas. Hann er læknissonur frá Hvolsvelli og eftir hvarfið kom málið til kasta sýslumanns. Hann var tekinn út af þjóðskrá árið 1988, eftir að sýslumaðurinn í Rangár- vallasýslu hafði úrskurðað sam- kvæmt lögum að loka mætti búi hans 4) Halldór Heimir, f. 3. okt. 1962,i d. 14. mars 1988, hagfræðingur. 5) Gunnar Haf-f Úr Læknatalinu. Halldór Heimir sagöur látinn þann 14. mars 1988. Læknisbústaðurinn Héöan fór Halldór Heimir til Texas aö læra hagfræöi. Skömmu eftir komuna þangaö hvarf hann sportaust og var talinn af- þar til 12 árum síöar. svo sem um dánarbú væri að ræða. Þrátt fyrir þann úrskurð var Hall- dór Heimir ekki lögformlega úr- skurðaður látinn en eigi að síður tekinn út af þjóðskrá og i ættfræði- bókum er hann sagður látinn þann 14. mars 1988. í fyrradag var svö Þjóðskrá gert að setja nafn hans inn að nýju. Sögusagnir um morö Miklar sögusagnir spunnust vegna hvarfs Halldórs Heimis og meðal þeirra var að hann hefði geng- ið í amerískan sértrúarsöfnuð og síð- an verið myrtur. Allt þetta olli íjöl- skyldu hans, sem ríghélt í vonina, mikilli þjáningu og hugarangri. Eft- irgrennslan vegna hagfræðinemans unga bar engan árangur og, eins og aðstandandinn sem vitnað er í hér að framan segir, þá hélt fólk í von- ina. „Við vonuðum en það má segja að vonin hafi ein verið eftir og bænin. Óvissan var hræöileg," segir ætting- inn. Hvarf Halldórs Heimis er enn óút- skýrt. Fjölskyldan hefur átt við hann mörg simtöl að undanfomu en ekk- ert bendir til þess að neitt saknæmt tengist hvarfi hans. Aðspurður hvort hann hefði gengið til liðs við sértrúarsöfnuð sagðist ættinginn aldrei hafa heyrt á það minnst. „Skýringarnar á hvarfi hans verða aldrei nema innan fjölskyldunnar. Við þurftum að hitta hann öll og fara yfir stöðuna. Þetta er í einu orði sagt yndislegt og ótrúlegt að hann skuli heimtur úr helju,“ segir aðstandand- inn. 1 gærkvöld kom fjölskylda Hall- dórs Heimis saman. Aldraðir foreldr- ar, systkini og börn þeirra fógnuðu týnda syninum sem nánast datt af himnum ofan eftir að ekkert hafði til hans spurst í tæp 13 ár. Samkvæmt heimildum DV á hann ekki fjöl- skyldu í Texas. Hans bíður nú að að- íagast íslensku samfélagi að nýju. -rt BSRB, BHM og KÍ: Samkomulagi náð um veikinda- og fæðingarorlof - samræmdur réttur Eftir um eins og hálfs árs við- ræður náðu opinberir starfsmenn og ríki og sveitarfélög samkomu- lagi um ýmis réttindamál aðildar- fólks BSRB, BHM og KÍ í gær. Samkomulagiö nær m.a. yfir veikinda- og fæðingarorlofsrétt og tekur gildi 1. janúar næstkom- andi. Það nær einnig til Félags ís- lenskra leikskólakennara og sam- tals til tæplega 30 þúsund manns, nær þriðjungs launþega í land- inu. Með samkomulaginu sem und- irritað var í gær verður veikinda- og orlofsréttur framangreindra stéttarfélaga samræmdur. -Ótt DV-MYND ÞOK. Skrifað undir eftir eins og hálfs árs viðræður Talsmenn KÍ, BHM og BSRB eru sáttir viö samkomulagiö sem undirritaö var viö ríki og sveitarfélög. Grænlandsþorskur með einkenni um íslenskan uppruna: Sjómönnum Ijóst að þorskurinn er íslenskur - segir Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður og fyrrverandi skipstjóri „Sjómönnum hefur alltaf verið ljóst að þorskur við Grænland er af íslenskum uppruna.,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, alþingis- maður og fyrrverandi skipstjóri, um vaxandi þorskgegnd við Grænland. Uppgötvun Önnu Kristínar Daníelsdóttur stofnerfðafræðings um að erfðaþáttur íslensks þorsks og grænlensks sé sá sami hefur vakið mikla athygli. Anna tók þátt í þýskum leiðangri og fyrir tilviljun uppgötvaði hún samsvörun milli íslenska þorsks- ins og þess grænlenska. „íslenski þorskurinn" fannst ekki aðeins við Hvarf heldur norður við Diskóflóa. Miklir hagsmunir eru í því fyrir Islendinga að þorskur- inn fái að ganga á íslandsmið sem 6-7 ára fiskur. Svokallaðar vest- angöngur hafa gefið feiknarlegan afla á íslandsmiðum í gegnum tíð- ina. Dæmi eru um að yfir 100 þús- unda tonna þorskafli hafi fengist úr slíkum göngum. Gunnar Bragi Guðmundsson, forstjóri Nuka A/S á Grænlandi, lýsti því í DV i gær að Grænlend- ingar yrðu að veiða þorskinn yngri en æskilegt væri til að Guðjón A. Kristjánsson. Gunnar Bragi Guðmundsson. vernda rækjustofninn. Guðjón segir sjómönnum vera það ljóst að hlýsjávartunga úti af Vestfjörðum hafi leitt til seiða- reks af íslandsmiðum til Græn- lands. Sá fiskur sé að koma upp núna. Hann segir enga ástæðu enn til að semja við Grænlend- inga um veiðar og nýtingu. Hann vísar til þess að ekki hafi veriö hægt að semja við þá um veiðar á grálúðu sem er sameiginlegur stofn þjóðanna. „Við eigum bara að bíða og sjá til. Grænlendingar hugsa sér auð- vitað gott til glóðarinnar að veiða fiskinn áður en hann fer yfir til okkar,“ segir hann. Guðjón segir að ýmis skilyrði í hafinu geti breyst þannig að Arni Mathiesen. þorskurinn fari eitthvað annað. „Það veit enginn um það hvernig hitafar og straumar þróast hér við land,“ segir Guðjón. Árni Mathiesen sjáv- arútvegsráð- herra segir að málið verði skoð- að í ljósi frekari niðurstaðna um skyldleika græn- lenska og ís- lenska þorsksins. Hann sé þó til- búinn að samningaborði ef því sé að skipta. Þýska hafrannsóknaskipið Walter Hervig III rannsakar fiskimiö Grænlendinga. Hér má sjá feril skipslns. „Ég er alltaf tilbúinn að semja við Grænlendinga," segir Árni. -rt Mörður heimtar íslensku Útvarpsráð sam- þykkti á fundi sínum í gær með 6 atkvæð- um gegn 1 að það lag sem ísland sendir í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarps- stöðva í Danmörku á næsta ári skuli sung- ið á íslensku. Dagur segir frá. 16 milljóna námslán Hæsta skuld lánþega hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna árið 1999 var 16,4 milljónir króna, samkvæmt endur- skoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar. Fyrir hönd LÍN verður að vona aö við- komandi hafi fengið eða fái vel launað starf að þessu dýra námi loknu. Dagur segir frá. Ræðst af öðru en útboði Flugfélag íslands og íslandsflug eru talin standa best að vigi eftir að tilboð í sjúkraflug á fjórum svæðum landsins voru opnuð á mánudag. í heild eru til- boð allra flugfélaga talin nokkuð jöfn og sambærileg og því muni aðrir þætt- ir en tilboðin sjálf ráða mestu um hver hreppi hnossið. Dagur segir frá. Orkubú verði hlutafélag Þrjú stór sveitarfélög á Vestfjörðum hafa samþykkt að breyta Orkubúi Vest- fjaröa úr sameignarfélagi í hlutafélag. Þama er um aö ræöa ísafjarðarbæ, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp. RÚV segir frá. Viðræður um land í Garðabæ Hugmyndir eru uppi um að byggja á höfuðborgarsvæðinu samfélag fyrir- tækja er tengjast hátækniiðnaðinum, eða eins konar Silíkondal. Hafa könn- unarviðræður staðið yfír um leigu á landi í Garðabæ sem er í eigu Oddfell- ow-reglunnar og þykir liklegt að á allra næstu vikum skýrist hvort viðsemjend- ur ná saman. MBL segir frá. Símamálið ekki tilbúið í fréttum rikissjónvarpsins um síð- ustu helgi var frétt þess efnis að tilbú- ið væri hjá ríkisstjóminni fmmvarp um sölu Landssímans og ljósleiðarans og að fyrirtækið sem slíkt yrði selt í einu lagi en ekki yrði um dreiíða eign- araðild að ræða. Sluppu undan gosi Geysir hefur verið mjög líflegur í haust eða allt frá' þvi að stóm jarð- skjálftamir riðu yfir í júní. Þórir Sig- urðsson í Haukadal segir að ekki sé um stórgos að ræða heldur skvettur. Hann segir að Geysir skvetti úr sér daglega. Hverinn sé mjög líflegur. Mbl. segir frá. Til áhrífa í Samherja Eirikur S. Jóhannsson, kaupfélags- stjóri KEA, segir að ef sjávarútvegs- samningurinn á Dalvík verði að vem- leika, eins og allt útlit er fyrir, sé um að ræða langstærsta viðskiptagjöming fé- lagsins til þessa. Meginástæða samn- ingsins er að fá aukin áhrif KEA í Sam- herja. Dagur segir frá. Réttindamál í brennidepli Málþing BSRB verður haldið á næst- unni. Þar verður meðal annars rætt um samfélagsþjón- ustu, trúnaðarmenn, stjómkerfið, kjara- mál og einkavæð- ingu. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.