Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Ríkissaksóknari höfðar mál gegn Rúnari Bjarka Ríkharðssyni frá Keflavík: Manndráp, nauðgun, kynferðisbrot og líkamsárás - er krafinn um samtals 14 milljónir króna í bætur, m.a. af hálfu foreldra Þegar þingfesting fór fram fyrir fjöl- skipuðum dómi Héraðsdóms Reykja- ness í gær í máli ríkissaksóknara gegn Rúnari Bjarka Ríkharðssyni, 21 árs Keflvíkingi, varð ljóst að sakargiftir ákæruvaldsins eru óvenju þungar og bótakröfur þeirra sem misgjört var við eru sérstaklega háar af íslensku saka- máli að vera. Manndráp, stórfelld lik- armsárás, nauðgun, annað kynferðis- brot heimfært á nauögunar-ákvæöi og samtals 14 milljónir króna í skaða- og miskabætur er það sem sakbomingur- inn mun standa frammi fyrir þegar 2-3ja daga réttarhöld og yfirheyrslur hefjast fyrir dómi í nóvember. Krafa er komin fram að réttarhöldin verði lokuð. Ég vil tjá mig seinna „Ég vil tjá mig um þaö seinna,“ sagði Rúnar Bjarki í gær þegar Ólöf Péturs- dóttir dómsformaður spurði hann út í ákærana á hendur honum fyrir mann- dráp og stórfellda líkamsárás gagnvart sambýlisfólki að Skólavegi 2 í Keflavík þann 15. apríl siðastliðinn. í DÓMSALNUNI Ottar Sveinsson Rúnari Bjarka er gefið að sök að hafa aðfaranótt laugardags veist að Ás- laugu Óladóttur, 19 ára, á heimili henn- ar og banað henni - með fjölmörgum hnífstugum i síðu, bijósthol, höfuð og viðar um likama hennar. Sakborningurinn er einnig ákærður fyrir stórfellda líkamsárás á sama heimili en skömmu eftir að hann ban- aði Áslaugu. Honum er gefið að sök að hafa í átökum við sambýlismann henn- ar veist að honum með hnífi með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra grunna skurði og rispur á bringu, á báða framhandleggi og vinstri kinn. Hér telst vera um stórfellda líkamsárás að ræða enda var stórhættulegt egg- vopn notað sem var til þess fallið að valda öðrum miklum skaða. Við þingfestinguna í gær sagði verj- andi Rúnars Bjarka að hann kaimist við þá háttsemi sem honum er gefin að sök varðandi manndrápsákæruna og líkamsárásina - hann sé hins vegar ekki reiðubúinn að tjá sig frekar á þessu stigi, hann geri það við aðalmeð- ferðina þegar að henni kemur. Foreldrar og sambýlismaður krefjast bóta í manndrápsmálinu leggja foreldrar Áslaugar heitinnar fram 226 þúsund króna bótakröfu á hendur Rúnari Bjarka vegna útfarar og samtals 2ja miiljóna króna bóta vegna missis dótt- urinnar. Sambýlismaður hennar krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 8,7 milljónir króna í bæt- ur fyrir missi framfæranda og 2 millj- ónir að auki i miskabætur. Ákærði óskaði eftir að tjá sig síðar um bóta- kröfumar. Tvö kynferðismál gegn sömu stúlku Síðara sakamálið er vegna atburða sem gerðust annars vegar 11 og hins vegar 40 dögum íyrir fyrir manndrápið og líkamsárásina. Þar er Rúnari Bjarka í fyrsta lagi gefið að sök að hafa stöðv- að bíl sinn við fisktrönur i Sandgerði og þröngvað stúlku, fæddri árið 1980, með oíbeldi til munnmaka. Um mánuði síðar var ákærði á heimili sínu að Heiðarvegi 8 í Keflavík, samkvæmt ákæru. í því sambandi er honum gefið að sök að hafa þröngvað sömu stúlku til samfara og munnmaka. í báðum til- vikum ákærir ríkissaksóknari fyrir brot gegn 194. grein hegninglarlaganna - nauðgun. Stúlkan leggur fram einnar milljónar króna í miskabætur. Sakbomingnum var birt kynferðis- brotaákæran fyrir luktum dyrum við þingfestinguna í gær. Þá lagði réttar- gæslumaður fórnarlambsins fram kröfu um að aðalmeðferð beggja saka- málanna fari fram fyrir luktum dyrum. Rökstuðningurinn er sá að kynferðis- mál séu ávailt höfð fyrir luktum dyrum og það mál í þessu tilviki tengist mann- dráps- og líkamsárásarmálunum. Hvort fallist verður á þessa kröfu kemur í ljós þegar hinn fjölskipaði dómur, sem skipaður er héraðsdómur- unum Finnboga Alexanderssyni og Jónasi Jóhannssyni ásamt Ólöfu dóms- formanni, kemur saman áður en aðal- meðferðin fer fram. DV-MVND HILMAR PÓR Óvenju þungar sakargiftir Hinn 21 árs sakborningur þarf aö svara til saka í manndrápsmáli, líkams- árásarmáli, nauðgunarmáli og ööru kynferöisbroti auk þess sem hann er krafinn um samtals 14 milljónir króna í skaöa- og miskabætur. Seltjarnarnes: Vilja gervigras á malarvöllinn DV, SELTJARNARNESI:_________ Ahugi á knattspyrnu er mikill á Seltjarnamesi þó svo að lið Gróttu leiki ekki í efstu deild. Komnar eru upp raddir um að gervigrasvöllur verði að koma í bæinn. Á fundi æskulýðs- og íþróttaráös Seltjarnar- nesbæjar nýlega var lögð fram áskorun til bæjaryfirvalda frá Knattspyrnudeild Gróttu þar sem skorað er á bæjaryfirvöld á Sel- tjarnarnesi að láta gera gervigras- völl þar sem núna er malarvöllur. Menn segja mikilvægt að öll hönn- un og framkvæmdir miði að því að hægt verði að byggja yfir gervigras- völlinn i framtíðinni. í Kópavogi eru uppi hugmyndir um að byggja yfir gervigrasvöllinn þar og kynnti bæjarverkfræðingur málið á síð- asta fundi bæjarráðs. Forútboð á framkvæmdinni mun fara fram á næstu vikum. Þannig gæti svo farið að Breiðablik 1 Kópavogi og HK fái góða æfingaaðstöðu inni yfir vetur- inn.____________________-DVÓ Barentshaf: Engar þorskveið- ar íslendinga? Norska Fiskeribladet sagði frá því á mánudag að Rússar og Norð- menn væru að þrátta um hver þorskkvótinn skuli vera í Barents- hafi á næsta ári. Norðmenn hafa lagt til að kvótinn verði 334.000 tonn en Rússar munu ekki vera sammála þessu. Fiskifræðingar hafa lagt það til að kvótinn verði skorinn niður um 46.000 tonn. Verði kvótinn skorinn niður mun það þýða að íslendingar fá engar aflaheimildir i Barentshafl. Samn- ingurinn við Norðmenn og Rússa gerir ráð fyrir að íslendingar fá um 1,85% heildaraflamarks í sinn hlut. Hluta þessara heimilda verða ís- lenskar útgerðir að kaupa af rúss- neskum yfirvöldum. Ef kvótinn fer niður fyrir 350.000 tonn fá íslend- ingar engar aflaheimildir. -DVÓ Eyðilagði jeppann sinn I göngunum DV, HVALFIRÐI: Bil var ekið utan i klæðningu í Hvalfjarðargöngum aðfaranótt sunnudagsins 22. október síðastlið- ins. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Jeppinn sem í þessu lenti var á suðurleið og er tal- inn ónýtur. Ökumaðurinn sjálfur lét vita af óhappinu og fékk lög- reglufylgd af vettvangi. Lögregla lét siðan draga bílflakið út. Ekki þótti þörf á að loka göngunum fyrir um- ferð vegna þessa. -DVÓ VeWB í kvöfcð SéiiBifgamgMir og s.;ávarföill REYKJAVÍK AKUREYRI Erimi Sólarlag í kvöld 17.33 17.11 Sólarupprás á morgun 08.52 08.44 Síödegisfló& 17.09 21.42 Árdegisflóö á morgun 05.35 10.08 SkýrnjgurjárvjEýiHrtðkoHni VÍNDÁTT lO0-*— Hm X -10” X VINDSTYRKUR N* contr i mðtrumásckúndu HEJOSKÍRT 35í> 0:0 LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAO RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÖKOMA Styttir upp í nótt Norðaustlæg átt, 5 til 8 m/s og víða dálítil rigning eða súld en suðaustlægari og styttir upp norðan- og vestanlands í nótt. ÉUAGANGUR PRUMU- SKAF- ÞOKA VEOUR RENNINGUR Æi'u Greiðfært Allir helstu þjóðvegir landsins eru greiöfærir. Vaxandi austanátt Vaxandi austanátt á morgun, 13 til 18 m/s og rigning sunnanlands síðdegis en hægari og úrkomulítið noröan til. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig. Fsíctlxí ■. Vindur: ' ' 13-23 m/s Hiti5° ti!9° Lcrxiixr^i ma Vindur: 10*15 m/9 Hiti3° ti!8° SrílTUMifi Vindur.^~s' 10-15 nvS Hiti3’ ti!8° Austlæg átt, 18 tll 23 m/s nor&vestanlands en annars ví&a 13 tll 18 m/s og rignlng um land allt. Hltl 5 tll 9 stlg. Austlæg átt, ví&a 10 tll 15 m/s og rignlng me& koflum. Hltl 3 tll 8 stlg. Austlæg átt, ví&a 10 tll 15 m/s og rignlng me& köflum. Hltl 3 tll 8 stlg. AKUREYRI skúrir 5 BERGSSTAÐIR skýjaö 5 BOLUNGARVÍK rigning 6 EGILSSTAÐIR 4 KIRKJUBÆJARKL. alskýjað 6 KEFLAVÍK rigning 5 RAUFARHÖFN þoka 6 REYKJAVÍK súld 6 STÓRHÖFÐI rigning 5 BERGEN skýjað 8 HELSINKI skúrir 8 KAUPMANNAHÖFN skýjað 10 ÖSLÓ léttskýjaö 4 STOKKHÓLMUR 9 PÓRSHÖFN rigning 8 ÞRÁNDHEIMUR rigning 7 ALGARVE léttskýjaö 16 AMSTERDAM rigning 10 BARCELONA þokumóða 15 BERLÍN skýjaö 10 CHICAGO þokumóöa 14 DUBLIN súld 9 HALIFAX léttskýjaö 9 FRANKFURT skýjaö 10 HAMBORG rigning 10 JAN MAYEN léttskýjaö -1 LONDON rigning 14 LÚXEMBORG skýjað 8 MALLORCA þokumóöa 19 MONTREAL alskýjaö 10 NARSSARSSUAQ þoka -2 NEWYORK skýjaö 15 ORLANDO heiðskírt 19 PARÍS skýjaö 9 VÍN þokumóöa 10 WASHINGTON alskýjað 14 WINNIPEG heiöskírt 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.