Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 DV Fréttir 5 Bölvaðar sóðaskepnur - segir skordýrafræöingur Náttúrufræðistofnunar Kakkalakkar: DV-MVND HILMAR ÞÓR Kakkalakkar Bara ein tegund kakkalakka er landlæg á íslandi og er hún bundin viö banda- ríska herinn á Keflavíkurflugvelli. Sú tegund og ein önnur finnast ööru hvoru annars staöar á landinu en kvikindunum hefur ekki tekist aö setjast aö utan vaiiarins. íbúar fjölbýlishúss í Breiðholti voru beðnir um að flytja úr húsinu nýverið á meðan eitrað var fyrir kakkalakka en talsvert af kvikind- unum fannst á tveimur hæðum hússins. Síðan hafa íbúarnir ekkert orðið varir við kakkalakkana en eitra þarf aftur eftir þrjá mánuði, þar sem egg geta enn leynst í hús- inu. Erling Ólafsson, skordýrafræðing- ur hjá Náttúrufræðistofnun íslands, hefur rannsakað kakkalakka á Is- landi. „Þetta kemur alltaf upp af og til. Það er ein tegund sem er landlæg á Keflavíkurflugvelli en svo er önn- ur tegund sem kemur aUtaf upp af og til og henni er oftast útrýmt. Hún hefur alla burði til þess að nema hér land, henni er bara haldið niðri,“ sagði Erling. Tegundin sem hefur numið land á vellinum virðist ekki hafa sest að annars staðar á Islandi. Annars vegar er það vegna þess að íslendingar kalla á meindýraeyða ef þeir finna kakkalakka og hins vegar vegna þess að mikið virðist koma af kvikindunum með þeim vörum sem fluttar eru inn Eif Bandaríkjaher, en mikið er um kakkalakka á herstöðv- um þar í landi. Sjaldgæft er að kakkalakkamir sem eru á vellinum fari út fyrir hann en algengara er að fmna kvikindin á vörulagerum þar sem þau hafa komið að utan eða í ferðatöskum fólks sem er að koma að utan. Einnig flytjast þau inn með búslóðum og húsgögnum. „Það er kannski ekki ástæða til þess að vera hræddur við kakka- lakka, en þetta eru bölvaðar sóða- skepnur. Þeir sækja mjög í matvæli og skilja þar eftir sig úrgang sem er ókræsilegur. Þetta eru það stór dýr að hann sést. Síðan er fýla af kvik- indunum sjálfum, þeir lykta illa,“ sagði Erling. Hann bætti því við að þessi skordýr væru spretthörð og fælin við bæði Ijós og hreyfmgu. Þau bíta ekki fólk og skemrna hvorki húsgögn né fót. Að sögn meindýraeyðis hjá Mein- dýravömum Reykjavíkur er yflrleitt svo vel gengið frá húsum á íslandi að þeir eiga almennt ekki gott með að þrífast hér. Ef fólk finnur einn kakkalakka heima hjá sér er ekki ástæða til þess að æðrast, sérstaklega ef það getur tengt dýrið við utanlandsferð. Þá eru líkur á að kvikindið sé nýkomið og hafl ekki flutt flölskylduna eða makann með sér. En ef fólk tekur eftir fleiri en einum kakkalakka, og þá sérstaklega ef þeir era mismun- andi að stærð, ætti fólk að hafa sam- band við meindýraeyði, því það er merki um að þeir séu búnir að koma sér fyrir og famir að fjölga sér. -SMK Mishár byggingarkostnaður hjá háskólunum: Breyttar markaðsaðstæð- ur og meiri útbúnaður - hækka verð Náttúrufræðihússins fjárskortur hefur gert það að verkum að bygging Náttúrufræði- húss Háskóla íslands hefur tekið lengri tíma en áætlanir stóðu til um. Húsið er um 8 þúsund fermetra að stærð og talið er að lokakostnað- ur geti orðið rúmlega 1.600 milljón- ir. Ef svo verður er um að ræða að hver fermetri kosti tæplega 200 þús- und krónur. Háskólinn í Reykjavík reisti á sínum tíma svipaða bygg- ingu sem kostaði helming minna eða 110 þúsund hver fermetri. Að sögn Brynjólfs Sigurðssonar, formanns byggingamefndar Há- skóla íslands, liggur skýringin á þessum mun meðal annars í breytt- Bygging Háskólans í Reykjavík. um markaðsaðstæð- um og því að um ólík hús er að ræða. „Hús Háskólans i Reykja- vik er einfalt kennslu- húsnæði sem er fyrst og fremst með kennslustofum og vinnuherbergjum. Náttúrufræðihúsið er flókið hátæknihús með mikið af rann- sóknarstofunum sem kallar á miklu meiri útbúnað í húsinu eins og leiðslur og þess háttar,“ segir Brynjólfur. Hann telur að ekki sé hægt að byggja ein- falt hús fyrir minna en 150 þúsund krónur á fermetra í dag. Guðflnna Bjarna- dóttir, rektor Háskól- ans í Reykjavík, segir að þegar skólinn reisti sína byggingu sem er 4000 þúsund fermetrar hafi verið lagt af stað með það markmið að gera vandaða og notenda- hæfa byggingu með Náttúrufræðihús Háskóla Islands. sem minnstum tilkostnaði. „Ég tel að skýring á því að það tókst að byggja fyrir þetta verð sé sú að vel hafi verið staðið að málum varðandi bygginguna," segir Guðflnna. Bygg- ingin hafi verið vel teiknuð og með hámarksnýtingu og um sé að ræða vandað og gott hús. Framkvæmdir eru hafnar á viðbyggingu við skól- ann sem er af sömu stærð og sú fyrri og segir Guðfinna að áætlað sé að sú bygging verið aðeins dýrari en fyrri byggingin vegna breytinga á verðlagi sem orðið hafa en að öðru leyti ætti kostnaðurinn að vera svipaður. -MA DAGAR ÍACO Á of-virkum dögum í Aco eru gæðatölvur frá Gateway og LEO á frábæru verði en á hverjum degi er einhverju spennandi bætt við kaupin svo sem tölvuleik, DVD mynd eða prentara. Enginn veit þó fyrirfram hvert viðhengið verður. Líttu inn á virkum dögum í Aco og kynntu þér tilboð dagsins. 139.900 800 MHz Pentium III 128 Mb Vinnsluminni 20,4 Gb Harður diskur DVD drif Soundblaster Live hljóðkort Creative hátalarar 32 Mb TNT2 skjákort - AGP 17" skjár 56k mótald Windows ME 153.900 Gateway 800 Mhz Pentium III - 128 Mb vinnsluminni 20 Gb harður diskur DVD drif Soundblaster hljóðkort Bostin acoustics hátalarar 32 Mb TNT2 skjákort - AGP - 17" skjár 56k mótald 179.900 Gateway 600 MHz Celeron 64 Mb vinnsluminni 15 Gb harðurdiskur 48x geisladrif Creative hátalarar 17“ skjár 56k mótald 119.900 Framhaldsskólinn: Rætt um breytingar á launakerfi - sáttafundir á hverjum dégi Samninganefndir framhalds- skólakennara og ríkisins funda nú á hverjum degi hjá rikissáttasemj- ara. Hafa fundir verið tímasettir fram að helgi, að sögn Þóris Ein- arssonar ríkissáttasemjara. Við- ræður þokast hægt en nú er m.a. rætt um nýja uppbyggingu launa- kerfis kennara og hafa báðir deilu- aðilar hugmyndir þar að lútandi sem eiga eftir að ganga saman. Framhaldsskólakennarar gera kröfu um endurskoðun launa og hækkun á dagvinnulaun. Samn- inganefnd rikisins gerir kröfu um að ýmis vinna, sem kennarar hafa unnið í yfirvinnu, fari inn í dag- vinnu. Það sé ein leið til að hækka hana. „Það er mikið óunnið,“ sagði ríkissáttasemjari við DV. „Það verður bara að sjá til hversu langt menn kornast." -JSS hugsaðu \ skapaðu I upplífðu Skaftahlíð 24 • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • www.aco.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.