Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Styttist í „verslanastríðið“ á Akureyri: Glerártorg opnað í næstu viku - og verslun Bónuss opnuð í byrjun desember HtllGlUHI Skagafjörður: Verkalýðsfélögin í eina sæng - um þúsund manns stofna nýja félagið DV, SKAGAFIRÐI: A aðalfundum Verkakvennafé- lagsins Öldunnar og Verkalýðsfé- lagsins Fram í síðustu viku var samþykkt að sameina þessi tvö verkalýðsfélög og stofna nýtt félag. Forsagan er sú að á síðasta ári var samþykkt að gera skoðana- könnun meðal félagsmanna beggja félaga um sameiningu. Niðurstað- an varð sú að 85% félagsmanna töldu að sameina ætti félögin. í kjölfarið var skipuð sameiningar- nefnd sem vann tillögur að lögum og reglugerðum ásamt öðru því sem þessu ferli fylgir. Stjómir fé- laganna héldu sameiginlegan fund þann 16. október þar sem að farið var yfir vinnu sameiningamefndar og þar var samþykkt að halda stofnfund þann 2. desember næst- komandi. Enn fremur var ákveðið að hvort félag skyldi skipa tvo úr sinum röð- um til að stilla upp til stjórnar en á stofnfundi verður kosin ný stjóm. Það er þvi ljóst að i byrjun desem- ber verður til nýtt öflugt verkalýðs- félag í Skagafirði, til hagsbóta fýrir félagsmenn á svæðinu, segir í til- kynningu frá félögunum en félags- menn í nýju sameinuðu félagi verða að likindum tæplega þúsund talsins. -ÞÁ Ný brú á Fnjóská - malbik alla leið til Grenivíkur DV, AKUREYRI:______________________ Ný brú yfir Fnjóská, skammt frá Laufási, hefur verið tekin í notkun en um er að ræða stálbogabrú með steyptri yfirbyggingu, með 92 metra löngum boga úr stáli og steypu. Heildarlengd brúarinnar er 144 metrar og er brúin lengsta bogabrú hér á landi og leysir af hólmi gamla einbreiða brú yfir Fnjóská nokkru ofar. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra opnaði brúna formlega, en við sama tækifæri var einnig tekinn í notkun nýr kafli Grenivíkurvegar, 5,9 km langur, frá Fagrabæ að Syðri-Grund, ásamt 0,5 km langri tengingu við Fnjóskadalsveg eystri. Með þessum framkvæmdum er lokið lagningu bundins slitlags á leiðinni til Grenivíkur frá Akureyri og með tilkomu brúarinnar styttist sú leið um 2 km. Amarfell ehf. á Ak- ureyri sá um brúargeröina en Hér- aðsverk ehf. á Egilsstöðum um vegagerðina. Samtals nam kostnað- ur um 200 milljónum króna. -gk DV, AKUREYRI:___________________ „Hlutirnir eru að gerast hratt þessa dagana og það má segja að það sé unnið allan sólarhringinn, a.m.k. við ákveðna verkþætti eins og t.d. flísalagnir og þess háttar,“ segir Jakob Bjömsson, talsmaður verslunarmiðstöðvarinnar Glerár- torgs á Akureyri, en þar verður opnað kl. 11 á fimmtudag i næstu viku. Alls verða i verslunarmið- stöðinni 23 verslanir auk veitinga- staða. Þegar DV átti leið um verslimar- miðstöðina í vikunni var ýmislegt innandyra sem benti til þess að ekki yrði opnað þar í næstu viku. Iðnaðarmenn voru að störfum um allt húsið og margt virtist á því stigi að mikið væri óunnið. Iðnað- armenn sem rætt var við sögðu þó að þetta væri „alveg eðlilegt", það væri vaninn jcifnt á Akureyri sem Bygging Bónuss á Akureyri. Þar veröur opnuð í byrjun desember ein stærsta Bónusverslunin. DV, MYND, GK. Bónusmenn á fullri ferð Nokkur hundruð metra frá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi er unnið hörðum höndum við byggingu verslunar Bónuss við Undirhlíð, en þar verður opnað laugardaginn 2. desember kl. 10 að lönaöarmenn vinna nánast allan sólarhringinn í Glerártorgi enda ekki nema vika þar til þessi langstærsta verslunarmiöstöö utan höfuöborgarsvæöisins veröur opnuð. annars staðar hér á landi að vera á síðustu stundu með alla hluti, en allt hefðist þetta á réttum tíma. „Það er alveg sama við hvern maður talar, það fullyrða allir að þessu verði lokið á réttum tíma og engin ástæða til að rengja það. Hvert verslunarrýmið á fætur öðru er að verða tilbúið og það er unnið í sameiginlegu rými nánast allan sólarhringinn. Opnunartím- inn mun því standast" segir Jakob Björnsson. sögn Óðins Svans Geirssonar sem mun stýra versluninni. „Þessi Bónusverslun verður mun stærri en sú verslun sem Bónus var með á Akureyri á sín- um tíma, og í rauninni jafnstór og stærstu verslanirnar með sama nafni. Við munum bjóða upp á lægsta vöruverðið á Akureyri eins og annars staðar þar sem Bónus er með verslanir og það ásamt rúm- góðri verslun verða okkar tromp,“ segir Óðinn Svan. Hann segir að fastir starfsmenn Bónuss á Akur- eyri verði um 10 talsins en reikna megi með öðrum eins fjölda í hlutastörfum þar sem opið verði alla daga vikunnar. „Ég er mjög bjartsýnn á þetta,“ segir Óðinn Svan verslunarstjóri. -gk LQEWE. Þótt þab sé slökkt á því, er horft á þab Xelos 32 Xelos 32" 16:9 100Hz- Super black line flatskjár verftl 69.900 Planus 29" 4:3 mynd í mynd-100Hz- Super black line flatskjár vert.1 19.900 Planus 32" 16:9 100Hz- Super black line flatskjár verb 179.900 Calida 33" 4:3 mynd í mynd-IOOHz- Super black line skjár .«*159.900 BRÆÐURNIR ORMSSONI Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.ls Loewe hefur verib einn virtasti sjónvarpstækja- framleiðandi Þýskalands frá árinu 1923. Tækin samanstanda af því besta úr öllum áttum, hljób, mynd og umgjörbin sjálf endurspegla þaö, að ekki sé talab um endinguna. Fyrir vikið erum vib hvergi smeyk ab bjóba þriggja ára ábyrgb á þessari gæbavöru, ekki bara á myndlampa, heldur á öllu tækinu. Loewe er stofuprýbi sem er unun ab horfa á, jafnvel þótt þab sé slökkt á því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.