Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 DV 11 Fréttir Fyrsta sláturtíð Norðlenska gengur vel: Metútflutningur á fersku kjöti til Bandaríkjanna DV, AKUREYRI:__________________________ Fyrsta sláturtlð Norðlenska ehf. hef- ur gengið vel en félagið var sem kunn- ugt er stofnað fyrr á árinu með sam- runa Kjötiðnaðarsviðs KEA og Kjötiðj- unnar á Húsavík. Öll sauðfjárslátrun var færð til Húsavíkur og hefur þessi breyting í meginatriðum komið vel út. Hefðbundinni sláturtíð hjá félaginu mun ljúka 31. október nk. og alls verð- ur slátrað tæplega 60 þúsund dilkum og um 6 þúsund ám. Meðalþyngd dilka þegar þetta er skrifað er 15,26 kg. Með- al þess sem hæst ber er óvenju mikill útflutningur á fersku kjöti tO Banda- ríkjanna og hefur hann skilaö hærra verði til bænda en áður hefur fengist. Að sögn Helga Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Norðlenska, hafa gæði og afköst við slátrunina verið með ágætum. Má það m.a. þakka þeim breytingum sem gerðar voru á slátur- línunni í haust og heppnast hafa prýðilega en meö þeim varð bæði vinnan léttari og færra fólk þarf við slátrunina. „Að mínu mati hefur slát- urhúsið verið sérlega vel mannað í haust sem á ekki minnstan þátt í því hversu vel hefur gengið. Við hækkuð- um aíkastabónus og það samhliða auknum afköstum hefur bætt kjör þeirra er starfa við slátrunina og einnig skilað sér í betri vinnugæðum og aukinni verkgleði," segir Helgi. Um 60 manns hafa starfað við slátrunina, þar af um 10-15 útlendingar að jafnaði. Norðlenska bauð flutning á sláturfé út sl. sumar og borga innleggjendur fast verð fyrir hvert kg. Til ilutning- anna eru notaðir bUar með sérsmiðuð- um 240 dUka flutningskössum á tveim- ur hæðum og hefur í stærstum drátt- um veriö góð reynsla af þessu fyrir- komulagi. Farið verður yfir reynsluna af flutningunum í lok sláturtíðar svo gera megi breytingar til batnaðar. Verulegt magn af fersku lambakjöti hefur verið flutt út til Bandaríkjanna í haust og hefur það aldrei verið meira en nú. Sérstaklega var mikið að gera fyrstu vikur sláturtíðar enda slátur- húsið á Húsavík þá eina vinnslan sem hafði leyfi til útflutnings á þennan markað. Kjötinu er pakkað í neytenda- umbúðir og hafa 10 manns unnið við þetta. „Þrátt fyrir nokkuð háan kostn- að við vinnsluna, m.a. vegna þess að við getum ekki nýtt allan skrokkinn, hefur allnokkru betra verð fengist fyr- ir kjötið á þessum markaði en útflutn- ingur hefur skOað til þessa. í ljósi þess ákvað Norðlenska að greiða bændum sem skipta við félagið hærra verð fyr- ir útflutning en áður hafði verið ákveðið, eða 175 kr. á hvert kg. Ávinn- ingnum af þessu starfl er þannig veitt tO bænda enda tOgangurinn með út- flutningsvinnslu sá að skila hærra verði fyrir útflutt kjöt,“ segir Helgi DV-MYND DANIEL V. OLAhSSON. Utankvótamenn Þeir Aron Freyr og Hafþór Ingi, 9 ára, aö veiöum viö Akraneshöfn. Þeim er veiöiskapurinn í blóö borinn. Veiða þorsk, ufsa og kola kvótalausir DV. AKRANESI:______________________ DV rakst á þá Hafþór Inga og Aron Frey, níu ára gutta, sem voru að veiöum við Akraneshöfn, kvótalausir auðvitað. Þeir sögðu að þeir fengju ýmislegt góðgæti á stöngina, það væri til dæmis ufsi, koli, þorskur en stundum mar- hnútur. Þeir sögðu að það væri góð skemmtun að veiða og til öryggis nota þeir alltaf björgunarvesti eins og krakkar sem veiða við bryggjunar eiga að gera. „Það er hægt að fé ágætisafla hérna við Akraneshöfn en það mesta sem við höfum fengið af fiskum var þegar að við vorum að veiða við Hafnarfjarðarhöfn," sögðu þeir félagar. -DVÓ Aukinn mjólkurkvóti í Skagafirði - bændur skipta um tanka til að koma mjólkinni fyrir Vinstri-grænir á Norðurlandi eystra: Forgangsverkefni að bæta kjör öryrkja og aldraðra DV. AKUREYRI:_________________________ Aðalfundur kjördæmisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs á Norðurlandi eystra sem haldinn var á Akureyri skoraði á stjómvöld að grípa þegar tO aðgerða sem bæta kjör öryrkja og aldraðra. Líta beri á það sem forgangsverkefni að bæta kjör þeirra sem borið hafi skarðan hlut frá borði eða sætt sérstaklega skertum kjörum á undanfórnum árum. Fundurinn lýsti þungum áhyggjum yfir stöðu byggðamála og krafðist þess að gripið yrði tO markvissra aðgerða tO að koma á jafnvægi i þróun byggðar í landinu í stað þess að láta sitja við orðin tóm eins og núverandi og síðustu ríkisstjómir hafi gert. Þá skorar fund- urinn á stjómvöld að tryggja regluleg- ar flugsamgöngur innanlands og for- dæmdi grimmúðlega valdbeitingu ísra- elsmanna á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna. Valgerður Jónsdóttir, Akureyri, var endurkjörin formaður kjördæmisfé- lagsins en aðrir í stjóm eru Ásgrímur Angantýsson, Þórshöfn, Anna Helga- dóttir, Eyjafjarðarsveit, Stefán Rögn- valdsson, Öxarfirði, Björgvin Leifsson, Húsavík, Óli Þór Jóhannsson, Dalvík, og Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólafsflrði. ■gk Risaútsala Rýmum fyrir nýjum vörum Ekta pelsar kr. 95.000 20% afsl. af húsgögnum op.a Sigurstjarnan virka daga 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-16 Sími 588 4545. DV. SKAGAFIRDI:__________________ Þessa dagana standa margir mjólkurframleiðendur í Skaga- flrði í talsverðum framkvæmdum. Þeir eru að skipta út gömlu mjólk- urtönkunum og setja upp stærri og fullkomnari tanka, m.a. með sjálfvirku þvottakerfi. Nýju tank- arnir eru 1700 til 4000 lítrar að stærð, sá stærsti fer í félagsbúið á Gili sem er stærsti mjólkurfram- leiðandi í Skagafirði um þessar mundir. Bændurnir sjálfir standa straum af öllum kostnaði, en í samvinnu við Mjólkursamlag Skagfirðinga og Verslunina á Eyri voru fengnir tankar á hagstæðu verði frá Hollandi, er Áræði ehf. í Reykjavík hefur umboð fyrir. Fulltrúi hollenska framleiðandans vinnur með starfsmönnum RKS við uppsetningu tankanna. Snorri Evertsson, mjólkursam- lagsstjóri Mjólkursamlags Kaupfé- lags Skagflrðinga, segir að aukinn mjólkurkvóti, stærri en færri bú, hafi það í fór með sér að tankarn- ir þurfi að vera stærri en áður. Framleiðsluheimildin á svæði mjólkursamlagsins er í dag 9,7 milljónir lítra og hefur vaxið úr 7,8 milljónum frá árinu 1995. Nýju tankana fá 13-14 bændur. Á sama tíma er verið að hagræða gagn- vart mjólkurflutningunum og stefnt að því að tveir bilar dugi til þeirra í framtíðinni í stað þriggja áður, þannig einn bíll verði til vara. Mjólkursamlagið keypti nýlega mjólkurbfl með 14.000 lítra tanki, sá næstelsti er með 11.500 lítra tanki frá ‘95 og sá þriðji 8.500 frá ‘91. Áður voru mjólkurbOarnir með 7-8.000 litra tönkum og þurfti þá nokkurn bílaílota í flutninginn. -ÞÁ DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON. Meiri mjólk Starfsmenn RKS, Kjartan Erlendsson til vinstri og Þorgeir Sigurösson til hægri, ásamt fulltrúa hins hollenska framleiðanda tankanna, Möllers. Nokkrir stærri bændur eru aö vélvæöast svo um munar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.