Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 12
12 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 I>v Hvasst í S-Kóreu Albright missti hattínn við komu sína til S-Kóreu í morgun. Albright töfraði N-Kóreumenn Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tókst ekki bara að töfra Kim Jong-il, leiðtoga N-Kóreu, í sögulegri heimsókn sinni þangað í gær heldur einnig fjöl- miðla landsins. Þeir minntust ekk- ert á heimsvaldastefnu Bandaríkj- anna eins og þeir eru vanir heldur sögðu frá því að hlýlegt andrúmsloft væri nú milli þjóðanna. Albright kom til Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið loforð frá Kim Jong- il sjálfum um að N-Kórea myndi hætta tilraunum sínum með lang- drægar eldflaugar. í S-Kóreu mun Albright ræða við Kim Dae-jung for- seta sem hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár fyrr i þessum mánuði fyrir að hafa stuðlað að bættum samskiptum Kóreuríkjanna. Breskir einka- spæjarar í haldi Kúbversk yfirvöld hafa haldið sex breskum þegnum í tvær vikur á meðan verið er að kanna staðhæf- ingar þeirra um að þeir séu einka- spæjarar að rannsaka framhjáhald á eyju Castros. Breska æsiblaðið The Sun segir að sexmenningamir hafi verið að rannsaka hvort breskur kaupsýslu- maður sem starfar á Kúbu hafi eign- ast barn með frillu sinni. Það var eiginkona kaupsýslumannsins sem réð einkaspæjarana til verksins. Að sögn kúbverskra yfirvalda beittu sexmenningarnir ólöglegum aðferöum við rannsókn sína. Þeir munu allir viö góða heilsu og fær fulltrúi breskra stjómvalda að hitta þá innan tiðar. Jörg Haider Haider hefur oft höföaö meiöyröamál en tapaöi í gær í fyrsta sinn. Haider tapaði meiðyrðamáli Jörg Haider, fyrrverandi leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, tapaði i gær í fyrsta sinn meiðyrðamáli gegn stjómmálafræðingi sem hafði borið röksemdafærslu Haiders sam- an viö áróður nasista. Haider hafði stefnt Anton Pelinka, prófessor við háskólann í Innsbruck, fyrir að hafa sagt í viðtali við bandarisku sjón- varpsstööina CNN að þegar Haider líkti innflytjendum við sníkjudýr væri það það sama og nasistar hefðu gert við gyðinga. Clinton íhugar að boða leiðtogafund um Miðausturlönd: Barak segist enn vonast eftir friði Bandaríska blaðið Washington Post sagði í morgun að Yasser Ara- fat, forseti Palestínumanna, hefði myndað bandalag við harðlínumenn sem hann hafði áður stungið í stein- inn. Blaðið sagði að Arafat hefði lát- ið þá lausa og fengið þá til að að- stoða við skipulagningu mótmæla- aðgerðanna gegn ísrael. Bill Clinton Bandaríkjaforseti íhugar að boða þá Barak og Arafat til fundar við sig í Hvíta húsinu í þeirri von að takast megi að binda enda á átökin sem hafa kostað á annað hundrað manns lífið frá því i septemberlok. Að sögn embættismanna vestra hefur Clinton ekki sett nein fyrir- fram skilyrði fyrir slíkum fundi. Þeir lögðu þó áherslu á að banda- rísk stjórnvöld vildu að eitthvað yrði gert til að hrinda vopna- hléssamkomulaginu sem gert i Sharm el-Sheikh í Egyptalandi á dögunum í framkvæmd. Herforingjastjórn mótmælt Aö minnsta kosti níu manns létu lífiö í gær á Fiiabeinsströndinni í blóöugum mótmætum gegn yfirlýsingu herstjórnarinnar um aö frambjóöandi hennar heföi sigraö í forsetakosningunum á sunnudaginn. Neyöarástandi var iýst yfír í gærkvöld og útgöngubann sett á í nótt. í morgun höföu stjórnarandstæöingar lokaö helstu vegum í hafnarborginni San Pedro. Forsetaframbjóðendur á faraldsfæti í Suðurríkjunum: Al Gore aftur í forystu innan skekkjumarka. „Gore átti góðan dag og hefur unnið tvo af síðustu þremur dögum. Ekki verður annað séð en að demókratar séu að skila sér,“ sagði John Zogby sem sá um framkvæmd fylgiskönnunarinnar. Bush hóf daginn í Iilinois en hélt síðan suður til Tennessee, heima- ríkis Gores. Ríkisstjórinn í Texas sagðist bjartsýnn á að hann myndi sigra varaforsetann á heimavelli. Gore heimsótti Arkansas, heima- ríki Clintons forseta, þar sem kjós- endur haflast frekar á sveif með Bush. Þar reyndi Gore eftir fremsta megni að bera af sér sakir um að vera fulltrúi aukinna rikisúmsvifa. Að því búnu flaug hann heim til Tennessee til að styrkja stöðu sína þar enn frekar. Útlit er fyrir að kosningarnar 7. nóvember verði mjög spennandi. Bandarísku forsetaframbjóðend- urnir George W. Bush og A1 Gore lögðu leið sína til Suðurríkjanna í gær þar sem mikið ríður á að sigra í kosningunum eftir tæpan hálfan mánuð. A1 Gore, varaforseti og for- setaefni demókrata, fékk gott vega- nesti þar sem voru niðurstöður nýj- ustu fylgiskönnunar Reuters/- MSNBC. Samkvæmt henni er Gore kominn með þriggja prósentustiga forskot á keppinaut sinn, forsetaefni repúblikana. A1 Gore nýtur nú stuðnings 45 prósenta bandarískra kjósenda en Bush 42 prósenta. Þetta er í fyrsta sinn sem Gore hefur haft forystu í daglegri fylgiskönnun Reuters/- MSNBC síðan 9. október. Á siðustu fjórum dögum hefur Gore bætt við sig fjórum stigum en Bush hefur tapað þremur. Munurinn á fram- bjóðendunum tveimur er þó enn I 4 | 1 George W. Bush Ríkisstjórinn í Texas segist ætla aö sigra Al Gore á heimaveiH. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sagðist í viðtali við rúss- neska útvarpsstöð i morgun gera sér enn vonir um að friður muni komast á við Palestínumenn. Hann sagði að þjóðareiningar- stjórn, ef til hennar yrði stofnað, væri reiðubúin að vinna að því. Barak sagði jafnframt að hann myndi ekki láta kúga sig til samn- inga með ofbeldisaðgerðum. Barak, sem ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á þriðjudag, hefur staðið í stjórnarmyndunarvið- ræðum við Ariel Sharon, hinn hægrisinnaða leiðtoga Likud-banda- lagsins, vegna átakanna við Palest- ínumenn undanfarnar vikur. Sharon, sem er svarinn óvinur friðarsamninga við Palestínumenn, hefur sett Barak stólinn fyrir dyrn- ar. Annaðhvort gangi Barak að skil- yrðum hans fyrir myndun neyðar- stjómar eða boði til nýrra kosninga ella. Unglingur jarósettur Mikiö fjölmenni fylgdi þrettán ára palestínskum unglingi þegar hann var borinn til grafar i gær. Bráðabirgöastjórn Serbneska þingið samþykkti í gær bráðabirgðastjórn bæði andstæðinga og stuðningsmanna fyrrverandi forseta Júgóslavíu, Slobod- ans Milosevics. Stjómin á að fara með völdin þar til kosningar fara fram 23. desember næstkomandi. Myndavél inn í Kúrsk Kafarar hafa nú skorið sér leið inn í kafbátinn Kúrsk í Barentshafi. Ráðgert er að senda myndavél inn kafbátinn áður en kafararnir fara inn. Gæsluvarðhald irskur dómstóll úrskurðaði i gær 25 ára gamlan mann í gæsluvarð- hald fyrir að hafa haft í fórum sin- um sprengiefni og skotfæri. Maður- inn var handtekinn í tengslum við rannsókn á Omagh-árásinni. Nerðir styðja Gore Tölvunerðir í Bandaríkjunum hafa lýst yfir opinberum stuðningi við A1 Gore varaforseta og forseta- frambjóðanda demókrata. Segja þeir Gore hafa sérstök tengsl við þá þó hann hafi ekki fundið upp Netið. Netníðingur í fangelsi 33 ára maður var i gær dæmdur i fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa á Netinu þóst vera 15 ára og lokkað til sín 13 ára stúlku. Maðurinn beitti stúlkuna kynferðislegu ofbeldi þeg- ar hún kom heim til hans. Grætin i hjarta sinu lap á hilluna. Róstur í kosningum Róstur urðu víða í Egyptalandi í gær við aðra umferð þingkosning- anna. Einn lét lífið og 50 særðust í átökum. CIA birtir skjöl Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur samþykkt að birta 450 skjöl þann 13. nóvember um leynflegar aðgerðir í Chile. Harðar refsingar Dómstóll i Parag- væ dæmdi í gær þá sem myrtu Luis Maria Argana, varaforseta lands- ins, í fyrra í 25 og 20 ára fangelsi. Tveimur öðrum grunuðum tókst að flýja úr fangelsi í Argentlnu í sept- ember síðastliðnum. Oviedo herfor- ingi, sem talinn er hafa staðið á bak við morðið, er í fangelsi í Brasiliu. Mótmæli í Jakarta Hundruð múslíma efndu í morg- un til mótmæla í Jakarta í Indónesíu við bandaríska sendiráð- ið gegn stefnu Bandaríkjanna í Mið- austurlöndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.