Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000___________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Alberto Fujlmori Perúforseti brá sér af bæ í gær og ræddi líklega við hataðasta mann landsins, Vladimiro Montesinos. Fujimori Perúfor- seti fór í dular- fulla flugferð Alberto Fujimori, forseti Perú, og helstu hernaðarráðgjafar hans fóru í liðlega tveggja klukkustunda flug- ferð í gær og að sögn útvarpsstöðv- ar í landinu var ferðinni heitið til síðasta þekkta dvalarstaöar fyrrum yfirmanns leyniþjónustunnar, Vla- dimiros Montesinos. Montesinos flaug heim á mánu- dag frá Panama þar sem honum tókst ekki að tryggja sér pólitískt hæli. Heimkoma hans olli mikilli reiði og ólgu meðal stjórnarand- stæðinga og stefndi í hættu kosning- um sem boðaðar hafa verið á næsta ári. Sjónarvottar sáu Fujimori fara upp í forsetaflugvélina á herflug- velli í höfuðborginni Lima. í fylgd með honum voru landvamaráð- herra landsins, formaður herráðs- ins og yfirmaður flughersins. Að sögn útvarpsstöðvarinnar CPN fór flugvél forsetans til herflugvallar 250 kílómetra suður af Lima þar sem Montesinos lenti á mánudag. Formaður Samtaka Ameríkuríkja reyndi í gær að koma viðræðum um skipulagningu kosninganna aftur af staö. Þær leystust upp á mánudag vegna kröfu stjómvalda um að jafn- framt yrði veitt sakaruppgjöf þeim sem hafa brotið mannréttindi. Montesinos vísaði í gær á bug ásökunum um mannréttindabrot og lofaði íbúum Perú að hann myndi ekki skipta sér af stjómmálum. Poul Nyrup Rasmussen við Færeyinga: Kúariðukjöt í matvöruverslun- um í Frakklandi Þrjár matvöruverslanakeðjur í Frakklandi, Carrefour, Auchan og Cora, hafa selt kjöt af nautgripum sem voru með kúariðu. „Að svo miklu leyti sem okkur er kunnugt er kjötið uppselt," sagði talsmaður Auchan-keðjunnar. Það var dýra- læknir í sláturhúsi sem tók eftir óeðlilegri hegðun kýr sem send hafði verið til slátrunar 10. október síðastliðinn. 10 dögum síðar var staðfest að kýrin var með kúariðu. 11 kýr frá sama búi höfðu verið sendar til slátrunar 4. október. Tveir menn, feðgar, eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa vitað um kúariðusmitið er þeir seldu kjötið. Smitað kjöt getur valdið Creutzfeldt-Jacob-veiki. Mannréttindafrömuður kvaddur Þúsundir ástralskra frumbyggja, stjórnmálamanna og vina héldu á lofti myndum af Chariie Perkins, baráttumanni fyrir réttindum frumbyggja í Ástralíu, í iíkfyigd um götur Sydney í morgun. Perkins var oft kallaður Martin Luther King Ástralíu fyrir baráttu sína fyrir réttindum frumbyggjanna. SPENNANDI06 OÐRUVISI HÚSGAGNAÁKLÆÐI! A U N A {IjJ K LÆ Ð I SÍMi 555 3986 / 897 6666 HJALLAHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI OPIÐ MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA13 -18 FÖSTUDAGA13 -16 Grunaði að dipló- matinn væri njósnari „Ég vona að þetta mál leiði ekki til þess að eðlileg sambönd við lönd í A-Evrópu verði gerð grunsamleg," segir Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, um samskipti sín við starfsmann sovésku leyniþjónust- unnar, KGB, snemma á pólitískum ferli sínum. Norska sjónvarpið hefur í þætti greint frá því að forsætisráðherr- ann hafi árið 1990 verið í sambandi við sovéskan stjómarerindreka sem var starfsmaður sovésku leyniþjón- ustunnar, KGB. Maðurinn var Bor- ís I. Kirillov og var honum vísað frá Noregi árið 1991 ásamt sjö öðrum sovéskum stjómarerindrekum. KGB hafði geflð Stoltenberg dul- nefnið Steklov og útbúið skrá með upplýsingum um stjómmálaferil hans og einkahagi. Þykir þetta benda til að KGB hafi litið á Stolten- berg sem mikilvægan tengilið. Stoltenberg tjáði fréttamönnum í gær að hann hefði greint norsku leyniþjónustunni, POT, frá sam- skiptunum skriflega árið 1990, um það leyti sem hann fékk sæti í vam- armálanefnd Noregs. „POT ráðlagði mér að greina tengilið minum, Bor- ís Kirillov, frá þvi að ég vissi að hann væri KGB-njósnari og það gerði ég. Eftir það hættu samskipti okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann lagði áherslu á að hann hefði aldrei, hvorki skriflega né munnlega, afhent trúnaðarskjöl. POT var kunnugt um að KGB hefði útbúið skrá um Stoltenberg en var- aði hann ekki við þar sem litið var á upplýsingarnar sem skaðlausar. Forsætisráðherrann vissi ekkert um að hann hefði fengið dulnefni hjá KGB fyrr en siðastliðið mánu- dagskvöld. Fulltrúi POT, Stein Yale, fullyrð- ir í viðtali við norska blaðið Ver- dens Gang að Stoltenberg hafi ekki framið neitt lögbrot. „POT hafði samband við Stoltenberg og honum „Steklov" Stoltenberg fékk dulnefnið Steklov hjá KGB. tjáð að lögreglan vissi að nafn- greindur KGB-foringi 'hefði haft samskipti við hann. Við báðum Stol- tenberg að segja að við vissum um samskiptin og þá hættu þau. Stoltenberg fylgdi þeim ráðlegging- um sem hann fékk frá POT.“ Jan-Erik Larsen, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir að POT hafi staðfest grunsemdir Stolten- bergs sjálfs. Hann hefði sjálfan grunað að Kirillov væri njósnari. Stoltenberg hefði haft samband við marga diplómata og gert ráð fyrir að einhverjir þeirra væru njósnar- ar. Þaö var KGB-njósnarinn Mikhail Butkov, er leitaði hælis í Bretlandi 1991, sem fullyrti að Stoltenberg hefði verið leynilegur tengiliður KGB í varnarmálanefndinni 1990. Butkov býr í Bretlandi og var dæmdur í fangelsi fyrir fjársvik þar 1998. Samningaviðræður ekki sama og samþykki fyrir sjálfstæði Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði í viðtali við færeyska útvarpið að þótt dönsk stjórnvöld hafi fallist á viðræður sem færeyska landstjórnin óskar eftir að leiði til sjálfstæðis eyjanna, sé ekki þar með sagt að danska stjómin hafl fallist á það. „Við erum jú einmitt að semja um það og við getum ekki sagt fyrir um niðurstöður samningaviðræðn- anna,“ sagði Poul Nyrup. Fíórða lota samningaviðræðna Færeyinga og Dana hefst í forsætisráðuneytinu í Kaupmannahöfn á morgun. Hann benti jafnframt á að jafnvel íslenskur sérfræðingur í þjóðarétti gæti ekki breytt þeirri staðreynd. Danski forsætisráðherrann vísaði þar til álits Guðmundar Alfreðsson- ar, þjóðréttarfræðings við háskól- ann í Lundi í Svíþjóð, þar sem hann Poul Nyrup Rasmussen Færeyingar ætla að krefja danska forsætisráðherrann sagna. bendir á að Færeyingar uppfylli öll skilyrði þess að geta kallast þjóð með réttindum á sviði þjóðaréttar. Guðmundur vann greinargerð um málið að beiðni Hogna Hoydal, ráðherra sjálfstæðismála í færeysku landstjórninni. í greinargerðinni kemur einnig fram að þar sem dönsk stjórnvöld hafa fallist á samn- ingaviðræöur við Færeyinga um sjálfstæði, hafi þau um leið viður- kennt Færeyinga sem þjóð sem þar meö hafi sjálfsákvörðunarrétt um eigin framtíð. Anfinn Kallsberg, lögmaöur Fær- eyja, sagði í gær að á fundinum á morgun yrði Poul Nyrup krafinn skýringa á þeim orðum sínum í bréfi að Danir viðurkenni Færey- inga ekki endilega sem sjálfstæða í þjóðréttarlegum skilningi, þótt rætt sé við þá. w Fé/agsþjónustan Sjúkraliði Sjúkraliði óskast í 50% starf við Félags- og þjónustumiðstöðina, Aflagranda 40. Þyrfti aö geta hafið störf um næstu mánaðamót. í starfinu felst m.a. aðstoö við bööun og önnur tilfallandi aöstoð við notendur miðstöðvarinnar. Laun skv. samningum Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélags íslands. Nánari upplýsingar gefur Droplaug Guðnadóttir forstöðumaður í síma 562 2571. Fólagsþjónustan er fjðlmennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og kynningu um Fólagsþjónustuna og borgari<erfið og fróttabróf reglulega um starfsemi stofnunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.