Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 33 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Styrkur og veikleiki Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna er um margt forvitnileg. Staða ríkisstjórnarinnar er sterk og þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapi nokkru fylgi miðað við síðustu könnun blaðsins mælist hann tölu- vert yfir fylgi í síðustu kosningum. Framsóknarflokkur- inn virðist vera að rétta lítillega úr kútnum eftir erfið- leika undanfarna mánuði, þrátt fyrir mikla ágjöf á for- ystumenn flokksins í kringum bankamálin. En mesta athygli vekur að skoðanakönnun DV bend- ir til að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi náð að festa sig í sessi sem stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Steingrimi J. Sigfússyni formanni og öðrum liðsmönn- um vinstri-grænna hefur tekist að koma á framfæri stefnumálum sínum með meiri sannfæringu en búist var við fyrir síðustu kosningar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en sé miðað við úrslit þingkosninga á liðnu ári og niðurstöðu skoðanakönnunar DV hefur fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs liðlega tvöfaldast. Slíkt verður ekki talið annað en pólitískt þrekvirki. Stöðug sókn Steingríms J. Sigfússonar og félaga kann að skýra veikleika Samfylkingarinnar, sem þrátt fyrir allt hefur aldrei náð því flugi sem að var stefnt. í upp- hafi töluðu forystumenn flokkanna sem runnu inn í Samfylkinguna digurbarkalega um að verið væri að mynda pólitískt afl sem stæði jafnfætis Sjálfstæðis- flokknum. Eftir því sem leið að kosningum urðu vænt- ingarnar hógværari: „Sigur er 31-32 prósent og þar yfir,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi formað- ur Alþýðuflokksins. í kosningunum lögðust 27% kjós- enda á sveif með Samfylkingunni. Vonir um sterkt pólitískt stjórnmálaafl biðu skipbrot, en vonir voru bundnar við að þingmönnum Samfylking- arinnar tækist að ná vopnum á Alþingi á liðnum vetri. Þær vonir urðu að engu, þrátt fyrir að sóknarfærin væru til staðar. Niðurstaða könnunar DV nú bendir til að staða Samfylkingarinnar í byrjun vetrar sé í besta falli veik (18,8%). Næstu mánuðir geta því ráðið úrslit- um um það hvort Samfylkingin nær raunverulegri fót- festu eða dagar uppi sem smáflokkur í stíl hins gamla Alþýðuflokks. Vandi Samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðins- sonar er sá sami og glímt hefur verið við allt frá stofn- un. Allt bendir til að sameining vinstri manna hafi mis- tekist. Forystumönnum Samfylkingarinnar hefur ekki tekist að ná fótfestu í hugum kjósenda - trúverðugleik- ann vantar. Þingmönnum flokksins hefur ekki tekist að skapa sér stöðu sem framsækið afl og traust stjómar- andstaða. í leiðara DV nokkru fyrir kjör Össurar Skarphéðins- sonar sem formanns Samfylkingarinnar var bent á að fyrsta verk formannsins yrði að ná þingflokknum á bak við sig um leið og tekin væru af öll tvímæli um það hver sé leiðtoginn: „Það getur reynst þrautin þyngri fyrir Össur, en takist það ekki mun það verða erfitt og jafn- vel útilokað fyrir hann að ná trúnaði og trausti kjós- enda. Þær miklu vonir sem Samfylkingin bindur við að formaður leiði hana til stærri og betri afreka en hingað til kunna því að renna út í sandinn áður en hafist er handa.“ Óli Björn Kárason I>V Skoðun Göngum til góðs á laugardaginn Landssöfnun Rauða kross- ins gegn alnæmi í Afríku undir kjörorðinu Göngum til góðs fer fram laugardaginn 28. október. Alnæmisfarald- urinn herjar á Afríku sem aldrei fyrr um þessar mund- ir. Þær tölur sem við fáum þaðan um fjölda sýktra og fjölda látinna eru ógnvænleg- ar, þær hlaupa á milljónum. Eftir því sem tölur verða stærri geta þær jafnframt orðið óraunverulegri í huga fámennrar þjóðar. Á íslandi búa um 280.000 einstaklingar. 86 sinn- um fleiri hafa látist af völdum alnæmi í Afríku. 57 sinnum fleiri eru sýktir og fjöldi þeirra sem látast á ári hverju er 7 sinnum fleiri en fjöldi íslendinga. Þessar tölur eru mjög háar, svo háar að skilningur á þeim er í raun tak- markaður. Á bak við hverja einustu tölu i þessu talnaflóði er einstaklingur. Einstak- lingur sem getur átt fjölskyldu, ástvini, vini og kunningja, áhugamál, vinnu, minningar, tilfinningar og takmörk i lífínu svo eitthvað sé nefnt. Alveg eins og við og aðrar manneskjur. Það sem þessir einstaklingar hafa ekki er heilsa. Þessir einstaklingar eru smitað- ir af HIV sem í Afríku er dauðadómur þar sem lyf eru enn svo dýr að þau eru ekki á færi venjulegs fólks. Fræðslan er forgangs- verkefni Þetta vandamál er mikið en ekki óyfirstíganlegt. Það hefur sýnt sig þar sem for- varnarstarf hefur farið fram. Stærsti hluti vandamálsins felst í vanþekkingu fólks á smitleiðum, einkennum og meðhöndlun sjúkdómsins. Á meðan fólk hefur ekki vitneskjuna um smitleiðir heldur sjúkdómurinn áfram aö breiðast út þar sem það er eðli mannsins að fullnægja náttúrulegum þörfum sínum eins og hann hefur alltaf gert. Við getum því miður ekki bólu- sett fyrir alnæmi. Því er fræðslan for- gangsverkefni. Þegar þekking á sjúk- dómnum hefur breiðst út er mikill sig- ur unninn og árangur verður sýnileg- ur. Þessi þekking er lykilatriði í barátt- unni gegn alnæmi. Það vitum við best sem þessa þekkingu höfum. Til þess að hægt sé að senda þjálfað fólk utan til að vinna að þessari fræðslu þarf fjármagn. Þar getum við venjulegir íslendingar lagt lóð á vogar- „Ég vil sérstaklega hvetja ungt fólk til að sjá af tveimur klukkustundum úr lífi sínu á laugardag og taka þátt í söfn- uninni. Ungt fólk er i hvað mestri smithœttu hvað varðar alnæmi. - Hinn dœmigerði alnœmissmitaði Afrikubúi er ung kona með barn. “ skálarnar. Tölum minna i símann, kvöldið, horfum á sjónvarpið í staðinn drekkum færri bjórglös á laugardags- fyrir að leigja videospólu, sleppum sæl- Kjör láglaunafólksins Veröld án vona Mest um vert er að þeir sem ákvarða og semja um laun og kjör setji sér mark- mið um raunhæf lífskjör sem eyða sárri fátækt og eymd þeirra sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Því miður hefur þessum markmiðum ekki verið náð vegna þröngsýni, auð- hyggju og sundrungar ákveðinna þjóðfélagshópa og stjórnmálamanna sem_____________ líta á fátækt þúsunda manna sem eðlilega samfélagsþróun. Öryrkjar, aldraðir, einstæðir for- eldrar o.fl. hafa undanfarin ár vakið athygli á bágum kjörum sem hvergi nærri nægja fyrir brýnustu nauð- synjum. Hér er um að ræða heildar- greiðslur frá ca 50-70 þúsund krónur á mánuði. Séu fulltrúar löggjafarvaldsins, ráðherrar og þingmenn spurðir hvort þeir gætu dregið fram lífið af slíkum tekjum svara þeir eindregið neitandi án frekari skýringa. Við- kvæði þeirra er sem fyrr að launa- hækkanir leiði til verðbólgu og sam- dráttar. Fólkið leitar í auknum mæli þegar í nauðir rekur til félagsmála- stofnana fyrir brýnustu nauðsynjum en oftast eru það þó ættmenni við- komandi sem veita stærstu hjálpina. Hjá mörgum er þetta veröld án vona, þrautir og þjáningar. Hvað er til ráða? ísland er meðal ríkustu þjóða heims og vegna fámennis okkar er auðvelt að útrýma fátækt. Pólutískur vilji, heilbrigð og heiðarleg vinnu- brögð er allt sem þarf. Samvinna rík- isstjórna og atvinnurekenda við gerð kjarasamninga er ekki til- viljunum háð, hún er fyrir- fram ákveðin, reyndar eru settar á svið leikrænar sen- ur til að blekkja viðsemj- endur sína. Hagsmunir annarra standa þeim nær, þ.e. hinna ríku og voldugu herra sem greiða ríkulega í flokkssjóði og tryggja pólu- tískt vald flokksforustunn- Kristján ar. Pétursson Aldnir og öryrkjar eiga fyrrverandi deildarstjóri ej^j ag vera fórnarlömb þessara kringumstæðna. Þeir eiga ekki að hörfa eitt einasta skref heldur sameinast og stofna sitt eigið stjórnmálafl og vera ekki neitt útibú frá íhaldinumé öðrum flokk- um. Góðar hugmyndir eru einskis virði sé þeim ekki framfylgt. Aldnir og öryrkjar hafa reynsluna, eldmóð- inn og þrautseigjuna, þeir eru ekki hálfvolgir í huganum heldur brenn- andi í andanum og það mun gera gæfumuninn. Bein tengsl ríkisstjórn- arflokka við kvótakerfið og aðra fjár- málafyrirgreiðslu eru að verða þeim sjálfum meiri ógn og voði en við var búist. Það flæðir ört að og útgönguleiðir eru að lokast, fLóttinn er brostinn á. Forsætisráðherra virðist líka trúa sínum eigin hugarburði um góðæri aldraðra og öryrkja. Kannski eru hinar skáldlegu hugrenningar búnar að yfirtaka veruleikann. Þegar menn brestur kjark eða þeir þekkja ekki sinn vitjunatíma er oft flóttinn frá veruleikanum nærtækur. Valdafíkn og græðgi efnishyggjunnar eru óseðj- andi en þó verður höggormurinn í eigin hugtúnum mönnum skæðast- ur. Kristján Pétursson Kjaramál varða alla i þjóðfélag- inu, þau eru undirstaða lífsafkomu heimilanna í landinu og varða mestu um afkomu fyrirtækja. Sú einhæfa samanburðarfræði stjómmálamanna á kaupi og kjörum undanfarna, ára- tugi er skaðleg fyrir launaþróunina, enda oft meira deilt um laun en al- menn lifskjör. Fortíðin á ekki að marka framtíðarstefnu í kjaramál- um heldur afkoma ríkissjóðs og at- vinnuveganna á hverjum tíma. „Aldnir og öryrkjar eiga ekki að vera fórnarlömb þess- ara kringumstceðna. Þeir eiga ekki að hörfa eitt ein- asta skref heldur sameinast og stofna sitt eigið stjórn- málafl og vera ekki neitt útibú frá íhaldinu.né öðrum flokkum. Góðar hugmyndir eru einskis virði sé þeim ekki framfylgt. “ Meö og á móti ir að ofnota verkföll í kjaradeilum sínum? Langvarandi áhrif Mikilvægi starfa kennara hefur verið stórlega vanmetið og ég er þeirra skoðún- ar að það sé þjóðfé- lagsleg nayðsyn að viðurkenning og virðing fyrir þessum störfum verði efld og þar skipta launa- kjör ekki minnsta máli. í tengslum við verkfallsboðun framhaldsskólakennara hafa ýmsir lýst áhyggjum sínum og varað við afleiðingum verfalls á nám og velferð nemenda. Verkfall framhalds- skólakennara hefur auðvitað áhrif á fjöl- skyldulífið, en ekki jafn mikil og verkfóll leik- og grunnskólakennara. í ljósi þessa kemur ekki á óvart þó einhverjir tali um „gíslatöku" í tengslum við verkföll kennara. Stöðug og viðvarandi umræða um bág kjör, verkfallsboðanir og verköll kennara hefur áhrif á þá ímynd sem margir hafa af kenn- arastéttinni. Jákvæðari umræða tengd hagsmunum nemenda og skólastarfl er líklegri til að skapa stéttinni jákvæðari ímynd. Þama er vissulega spuming um orsök og afleiðingu. En meðan kennarar telja sig ekki eiga annarra kosta völ en beita verkfallsréttinum til að knýja á um kjara- bætur get ég ekki tekið undir það að þeir ofnoti þann rétt í kjardeilum. Verkfall er ekki markmiðiö Ég tel svo ekki vera enda hafa kennarar einungis farið þrívegis í verkfall á hvoru skólastigi síðan þeir öðluðust verkfallsrétt 1977. Staðreyndir málsins eru þær að kennarar hafa dregist aftur úr saman- burðarhópum á undanfómum árum. Þetta stafar m.a. af því að almennt launaskrið skilar sér ekki inn í skólana og því sígur stöðugt á ógæfuhliðina. Árvissir erfiðleikar við að manna kennarastöður og sú stað- reynd að Islendingar leggja minna fé til menntamála en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við sanna að átaks er þörf í launamálum kennara. Meðan augu vinnuveitenda opnast ekki fyrir þessari staðreynd neyðast kennarar til þess að berjast fyrir kjömm sínum. Verkfall er ekki markmiðið heldur hitt að laun í skólum verði samkeppnisfær við aðra vinnustaði. Ef það gerist ekki má búast við því að kennsla falli niður einfaldlega vegna þess að enginn fæst til að sinna henni. Er það stefna íslenskra stjórnvalda í skólamálum á 21. öldinni? formaöur Kennara- sambands íslands Framhaldsskólakennarar hafa boðaö verkfall 7. nóvember. Foreldrar og forráöamenn nemenda hafa lýst áhyggjum sínum vegna þess og telja hættu á aö nemendur flosni úr námi vegna verkfallsins. f gætinu í bíóferðinni. Leggjum þetta Qármagn til hliðar og setjum í baukinn laugardaginn 28. október. Sýnum samhug í verki Ég vil sérstaklega hvetja ungt fólk til að sjá af tveimur klukkustundum úr lífi sínu á laugardag og taka þátt i söfn- uninni. Ungt fólk er í hvað mestri smit- hættu hvað varðar alnæmi. Hinn dæmigerði alnæmissmitaði Afríkubúi er ung kona með barn. Ungt fólk á ís- landi er vel uppfrætt um alnæmi, smit- leiðir og einkenni þess. Við höfum fylgst með þróun rannsókna og lyfja- framfara gegn sjúkdómnun í gegnum árin. Af þessu njótum við góðs. Við stöndum vel að vígi með vitneskjuna í farteskinu. Það sem við vitum verður fólkið í Afríku líka að vita. Við ættum að þakka fyrir það hversu vel upplýst við erum hér á landi með því að leggja okkar af mörk- um fyrir jafnaldra okkar, böm og aldr- aða í Afriku. Sýnum samhug í verki laugardaginn 28. október og göngum til góðs með bauka frá Rauða krossi Is- lands í hendi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Rauða krossins, www.redcross.is. - Sjáumst! Elva Dögg Melsteð Áhyggjur af þ j óðf lutningum „Ég horfi með hryll- ingi til þess ef sveitar- félög og ríkið verða ekki samstíga í þeirri þróun sem virðist vera sýnileg að óbreyttu ástandi. Af sögusögmun man mað- ur eftir því þegar þjóðílutningarnir miklu um og eftir siðustu heimsstyrj- öld hófust hingað á höfuðborgarsvæðið og ég held að enginn vilji upplifa aftur það neyðarástand sem ríkti þá hér á svæðinu...Ríkið og sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu þurfa að mynd sér einhverja framtíðarsýn um uppbygg- ingu svæðisins." Sigurgeir Sigurösson, bæjarstjóri Sel- tjarnarness. Úr Mbl. 24. október. Búferlaflutningar og fjárfestingar „Búferlaflutningar umfram eðlilega til- færslu fólks milli byggðarlaga setja sveitarfélögin í vanda. Sum missa fólk frá sér og þar með tekjurnar af útsvörum þess. Kröfumar um þjónustu minnka hins vegar ekki. Önnur taka við fjölmörgu fólki sem kallar á auknar fjárfestingar og þjónustu. Hins vegar fá þau sveitar- félög einnig auknar tekjur af útsvörum þessa fólks.“ Jón Kristjánsson alþm. í Degi 24. október. Öfugsnúin umræöa „Það hefur verið merkilegt að fylgj- ast með þeim atlögum sem stjómarand- staðan og vinir hennar meðal fasta- gesta í spjallþáttum af ýmsum toga hafa gert að dómsmálaráðherra að und- anfomu. Frelsarinn er þeirrar skoðun- ar að sú stefna ríkisstjómarinnar sem dómsmálaráðherra eins og aðrir ráð- herrar leitast við að hrinda í fram- kvæmd sé hrósverð. Við eigum alls ekki að taka því sem gefnu að ríkisút- gjöld eigi stanslaust að aukast. Þvert á móti ber stjómvöldum að ná miklu betri tökum á þessum stjórnlausa vexti ríkisútgjalda. - Er ekki kominn tími til þess að ræða um þetta á öðrum og skynsamlegri nótum?“ Úr netmiölinum frelsi.is 24. október. Mammon til kirkjunnar „Kirkjan hefur sem sé loksins áttað sig á því að gamli Mammon er kominn til að vera og er afl þeirra hluta sem gera skal og að kirkjan verður eins og aðrir að markaðssetja sig og sinn boðskap í markaðsþjóðfé- laginu...Þess vegna er opnuð þessi rifa á musterinu fyrir höndlara." Jóhannes Sigurjónsson I Degi 24. október. • u— ^ vfá:r: svníiS“Tí=?e> M&NIKÍ æTLI EK'K'l íeaLiWtcv LðtPtP T2TL_ HvHrNiDP? __ í=cbt=7E? V^ieSI CXKPHfc’ HRFI TF7VCI-E7 Lm.FK’ SEXTH7N1 MIL-L_“3ÓNLIR Kv/ÖlF? NILÁM SÍNJAANK ElNl\—IFHNlKl etR' , EKKI heTlWeIll ^ HL-Lri_XF'E>/f?TSl=eiS3 ÖEM V'ETiXF? ó6MOL Ty'LÍ_l«VTTt=l j Oc3r f=7fe> Wf=7V=-F=7 30f=9t? V=?E? ^GL-tlNlCno ÖLLLM HXQÖIvl i Hf=?0 <=r HF KÖLN/ÍrLFyoSÖvH Lf?PlfNlG-lGVf ^ KI Bylur í SÍT eins og tómri tunnu! Það er alltaf sami gamli söngurinn hjá tryggingarfé- lögunum þegar mótorhjóla- tryggingar eru annars veg- ar. Þeir tapa svo miklu á mótorhjólatryggingum að tjónakostnaður umfram ið- gjöld er allt að þrefaldur. í málpípu tryggingarfélag- anna, öðru nafni Morgun- blaðinu, birtist þann 18. okt. sl. enn og aftur samantekt SÍT um kostnað vegna mót- orhjólatrygginga og þar byl- ur eins og í tómri tunnu. Ekki ætla ég að gagnrýna þær tölur og dreg þær ekki í efa en spyr aftur á móti til hvaöa aðgerða eigi að grípa, hækka kannski iðgjöld- in aftur um helming? Það vantar ekki að tryggingarfélögin kunni að kveinka sér en þegar spurt er um að- gerðir til fækkunar slysum er fátt um svör. Lamb í úlfahópi Við sem keyrum mótorhjól erum öll hluti af stærri umferðarheild og því er ekkert óeðlilegt við það að mótorhjólatjón séu borguð af hluta bílatrygg- inga. Rökin eru alltaf sú að mótorhjól séu hættuleg farartæki og að þeir sem aki mótorhjólum séu hættulegir sjálfum sér og umhverfi sínu. Ég lít frek- ar á það að þegar þú vel- ur að aka mótorhjóli út í hina íslensku umferð ertu eins og lamb sem hættir sér inn í úlfahóp. Það eru til rannsóknir sem sýna að rauðir bílar lenda mun oftar í slysum heldur en til að mynda hvítir. Vilja þá tryggingarfélögin ekki hækka iðgjöld á rauðum bílum svo að fullrar sann- gimi sé gætt? Eins og fram hefur komið í fréttaljósi DV hef- ur mótorhjólaslysum fækkað á meðan iðgjöldin hafa verið að hækka og því er ekki hægt að kenna mótorhjólafólkinu einu og sér um aukinn tjónakostnað. Það lýsir kannski best hrokanum í yfirlýsingu SÍT þegar lát- in er I ljós sú skoðun að ið- gjöldin lækki varla fyrr en slysunum fækki. Væri þá ekki nær að skoða hverjir valda þessum slysum og koma með réttlátt trygging- arkerfi í framhaldinu? Sjálfur kenni ég líka á mótorhjól og sé vel i því starfi mínu hvemig fólk það er sem kaupir þannig tæki í dag. Staðalmyndin um hinn tvítuga mótor- hjólamann með allt á horn- um sér á alls ekki við þar lengur. Það er nær að segja að hinn dæmigerði mótorhjólamað- ur í dag sé í kringum fertugt og vill veita sér þann munað að keyra mót- orhjól í sínum frítíma. Það er hins vegar miklu dýrara að borga honum bætur þegar að því kemur að hann lendir í slysi. Áskorun á tryggingafélögin Ég fór út í ökukennaranámið meira af hugsjón en von um skjótan gróða. Ég keypti mér nýtt mótorhjól sem uppfyllir allar kröfur nýrrar ökukennsluskrár um hvernig stórt * kennsluhjól á að vera. í samstarfi við Ökukennarafélag Islands tók ég að mér að skrifa nýja kennslubók um mótorhjólanám en slík bók hafði einfaldlega ekki verið til fi-am að því. Ég hef unnið sem Evrópufulltrúi Bif- hjólasamtakanna, tekið þátt í um- ferðarátaki Snigla og unnið að hags- munamálum bifhjólafólks í meira en áratug, þannig að ég tel mig vita ým- islegt í þessum efnum. Þess vegna get ég ekki að því gert að hugsa þeg- ar ég les yfirlýsingar SÍT um að ið- gjöld dugi ekki fyrir tjónum vegna mótorhjólaslysa að verið sé að lemja hausnum við steininn i stað þess að leita lausna á vandanum. Ég skora á tryggingarfélögin að setjast niður með bifhjólafólki og“-*- skoða hvað það er sem veldur aukn- um tjónakostnaði bifhjóla því ekki er það fjölgun slysa. Þá fyrst væri hægt að koma á réttlátu tryggingar- kerfi og fækka slysum, báðum aðil- um til hagsbóta. Njáll Gunnlaugsson 50 40 30 20 10 Fjöldi Alls: _____________49slasaðir„ Alls: 24 40 slasaðir . aa me\fc\ 1 látinn 130 1995 Aiis: Látnir og slasaðir i2iátinnðir “ * vél- og bifhjólum 40 1997 Alls: 30 slasaðir 16 Alls: 38 slasaðir 1 látinn ■1 27 1998 1999 „Þess vegna get ég ekki að því gert að hugsa þegar ég les yfirlýs- ingar SÍT um að iðgjöld dugi ekki fyrir tjónum vegna mótor- hjólaslysa að verið sé að lemja hausnum í steininn í stað þess að leita lausna á vandanum. “ Njáll Gunnlaugsson blaöamaöur og bifhjóla- kennari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.