Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 Tilvera r>V DV-MYNDIR EINAR J. Ánægðar konur. Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur, Gerður Kristný, rithöfundur og leikstjóri, og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræöing- ur eru greinilega ánægöar á skemmtikvöldinu í Kaffileikhúsinu í gærkvöld. Kvenna hvaö? / gœr voru liðin tuttugu og fimm ár frá þeim eftirminnilega degi þegar konur landsins komu saman á kvennafrídeginum, gengu fylktu liði og héldu fund á Lœkjartorgi sem löngum hefur verið vitnað til. Þetta framtak íslenskra kvenna vakti heimsathygli og upp úr þessum farvegi uxu margar gulrætur sem þroskuðust með tímanum. Kvennafrídagsins var minnst í gær með göngu og ýmsum at- burðum öðrum, meðal annars söngva- og Ijóðadagskrá sem haldin var í Kaffileikhús- inu. Söfnuðust þar saman konur sem tóku þátt í Kvennafrídeginum fyrir tuttugu og fimm árum og aðrar konur sem eru yngri, en sér meðvitandi um þanna merkilega atburð sem átti sér stað árið 1975. Þau sem komu fram á þessari söngva- og Ijóðadagskrá voru Anna Pálína Ámadóttir, Vala Þórsdóttir, Ágústa Skúladóttir og Gunnar Gunnarsson sem sá um undirleik. Baráttukonur Guörún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrv: forseti Alþingis, og Sigríöur Erlendsdóttir sagnfræöingur muna tímana tvenna í kvennabaráttunni. Bros út undir eyru Sögur af kvennafrídeginum voru á hvers manns vörum í gærkvöld og Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunarfélagsins, Alma Árnadóttir félags- ráögjafi og Hlynur Helgason myndlistarmaður hafa örugg- lega fengiö aö heyra nokkrar. Fundarstjórinn mætti Á fundinum á Lækjartorgi áriö 1975 var Guðrún Eríends- dóttir hæstaréttardómari fundarstjóri og hún var aö sjálf- sögöu mætt í Kaffíleikhúsiö í gærkvöld. Heimsmeistaraeinvígið í skák: Kasparov tapaði Garrí Kasparov tapaði 1 aðeins 25 leikjum gegn Vladimir Kramnik i London í gær og staða hans virðist vonlaus. Þegar sex skákir eru eftir þarf Kaspi að vinna 4-2 til að halda titlinum. Staðan er orðin 6-4 Kramnik í vil. Kaspa hefur ekki tekist að sýna þá kröftugu taflmennsku sem hefur einkennt hann gegnum tíðina og sleikir nú sárin. Það er of fljótt að afskrifa Garrí Kasparov en útlitið er óneitanlega svart fyrir hann. Þá kemur upp spumingin ef Kramma tekst að vinna einvígið er hann þá næsti heimsmeistari? Samkvæmt alþjóðaskáksamband- inu FIDE verður hann það ekki, þar ber Alexander Khalifman titil- inn. Svo tapaði Kramnik einvígi við Alexei Shirov um hvor ætti rétt á að skora á Kasparov en ekk- ert varð úr því einvígi. Shirov setti málið í dóm á Spáni og það er spurning hvort spænskir dómstól- ar dæma Shirov sem heimsmeist- ara!? Svo eru það eftirlegukind- urnar Anatoly Karpov og Robert nokkur Fischer sem halda því fram að þeir séu réttmætir heims- meistarar. Það verður þrautin þyngri að leysa þetta vandamál og mun erfiðara að ná öllum þessum persónum og leikendum saman í hús til að útkljá í eitt skipti fyrir öll hver sé heimsmeistari. Hvítt: Vladimir Kramnik (2770) Svart: Garrí Kasparov, (2849) Nimzo-indversk vöm London 24.10. 2000 l.d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. 0-0 cxd4 8. exd4 dxc4 9. Bxc4 b6. Hér gengur Kaspi i smiðju til forvera síns í embætti, Karpovs, og teflir uppá- haldsafbrigði hans í Nimzo-ind- versku vöminni. Eða réttara sagt misþyrmir afbrigði fjandvinar síns. 10. Bg5 Bb7 11. Hel Rbd7 12. Hcl Hc8 13. Db3 Be7. Hér hefur eitthvað farið úrskeiðis, Karpov var vanur að drepa á c3 og síðan að leika De7-d6 og þótti það mjög menntað hér áður fyrr! 14. Bxf6! Rxf6. Ekkert er nýtt undir sólinni, hér hafa menn reynt 14. Bxf6 en eftir 15. d5! er staðan ekki beysin. Aðrir hafa reynt 14. gxfB en sá leikur dæmir sig sjálfur, slæmur. Þeim leik lék sænski alþjóða- meistarinn Johan Hellsten gegn danska stórmeistaranum Peter Heine Nielsen og tapaði eftir 15. d5. En Kasparov fetar í fótspor annars stórmeistara frá Dana- veldi, Henrik Danielsens, en fær engu breytt. Það er smáblettur á taflmennsku Kramma, þetta hefur allt saman verið teflt áður af stór- meisturum en fórnin er ágæt engu að síður. En Krammi er ungur að árum með minnið í lagi og teflir líkt og Karpov, bíður þolinmóður eftir mistökunum. Aumingja Kaspi, sem var orðinn hundleiður á að tefla við Karpov, þarf nú að tefla gegn endurbættri útgáfu af honum sem er um 2 metrar á hæð! En þetta vildi hann. 15. Bxe6! fxe6 16. Dxe6+ Kh8 17. Dxe7 Bxf3 18. gxf3 Dxd4 19. Rb5! Árið 1994 í Valby í kóngsins Kaup- mannahöfn fengu þeir Lazlo Hasai, stórmeistari frá Ungverja- landi, og Henrik Danielsen upp þessa stöðu og Henrik lék hér 19. Df4 en varð að láta í minni pok- ann eftir 20. Hxc8 Hxc8 21. Rd6 Dxf3 22. Rxc8 Dg4+ 23. Kfl Dh3+ 24. Ke2 Dxc8 25. Kd2. En Kaspi tek- ur eitraða peðið svokallaða eins og ekkert væri sjálfsagðara. 19. - Dxb2 20. Hxc8 Hxc8 21. Rd6 Hb8 22. Rf7+ Kg8. Þessa stöðu hafði Rússinn Peter Svidler uppi á sýningarborðinu hjá ICC (alþjóðlega intemet-skák- félagið), eiginlega strax og sagði að 23. Rd8 ynni mjög fljótlega. En þeir félagar Krammi og Kaspi leika hér báðir af sér i næsta leik, en það kom ekki að sök fyrir Kramma. 23. De6?! Hf8?? Hér gat Kaspi bjargað sér fyrir hom með 23. -h5 og þótt staða hvíts sé betri er vinningurinn langt í frá auð- sóttur. 24. Rd8+ Kh8 25. De7. Eft- ir 25. -Hxd8 26. Dxd8 er Rg8 of mik- il auðmýking, sérstaklega fyrir Garrí Kasparov.1-0. DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON. Herra Suðurnes: Stefnir í hörku- átök PV, SUOURNES:________ Strákamir sem taka þátt í keppn- inni um Herra Suðurnes áttu skemmtilegan dag á laugardaginn en þá fóm þeir í gokart og paintball og enduðu svo daginn á því að fara í Bláa lónið til fegrunar og hressing- ar. Keppnin sjálf verður svo haldin 2. nóvember og verða strákamir i stífum æfíngum þangað til þeir geta troðið upp og heillað alla upp úr skónum. -ÞGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.