Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2000, Blaðsíða 32
Smíðabekkir, eldhús, þvottahús og fleira skemmtilegt fyrir börnin. Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 DV14YND HILMAR ÞÓR Tveir mánuöir til jóla Jólin eru farin að nálgast og þótt sumir séu ekki farnir aö leiða aö því hugann eru aörir sem þegar eru komnir á fullt í undirbúningi. Þar á meöal eru Alla og Katla sem voru að setja upp jólaskraut í verslun Hagkaups í Skeifunni í gær. Jóhann Páll ætlar að kaupa hús í Frakklandi Jóhann Páll Valdi- marsson, fram- kvæmdastjóri Gen.is og útgáfustjóri JPV- forlags, sagði við DV í morgun að draum- ur hans hefði verið að minnka við sig vinnu og kaupa sér hús í Frakklandi, ná- lægt landamærum Spánar. Hann seg- ist hins vegar hafa fengið mjög freist- andi atvinnutilboð í byrjun árs vegna þeirra starfa sem hann gegnir nú og kveðst þvi ekki vera að hætta þó svo að hann hafi verið að skoða hús í sumar nálægt Miðjarðarhafinu, í bæn- um Ceret, bæ þar sem Picasso dvaldi lengi. „Ég er kolfallinn fyrir þessum hluta Frakklands og hef verið að kíkja á hús þarna suður frá en það er ekki komið ^*aö þessu, ég er ekki að flytja á næst- unni,“ sagði Jóhann Páll. Hann kveðst engu að síður ætla að minnka við sig vinnu - ef honum endist aldur og heilsa til - og flytja suður á bóginn siðar. „Ég er í spennandi uppbyggingu sem stendur," sagði Jóhann Páll. -Ótt Mikil harka hlaupin í mjólkurfræðingadeiluna: Mjólkurfræðingar íhuga aðgerðir - þarf ekkert til viðbótar til að þetta hvellspringi Gengiö af samningafundi Þórir Einarsson ríkissáttasemjari og Elna Katrín Jónsdóttir, formaöur Fé- lags framhaldsskólakennara. Kennaradeilan: Laun til 7. nóvember Mikill titringur er meðal mjólkur- fræðinga um allt land nú, eftir að þeim bárust svör frá Samtökum at- vinnulífsins síðdeg- is í gær. Mjólkur- fræðingar telja sig eiga rétt til ákveð- Jónssön. inna starfa í mjólk- ursamlögunum. Ágreiningur hefur verið um þennan rétt, svo þeir leituðu til SA um ótvi- ræð svör. Að áliti SA, sem þeir fengu í gær, eiga þeir ekki rétt til þessara tilteknu starfa. Mikil funda- höld eru fyrirhuguð á næstu dögum vegna málsins. Mjólkurfræðingar ætlað að funda innbyrðis á lands- vísu, svo og með yfirmönnum sín- um í samlögunum. Þeir íhuga jafn- vel aðgerðir til að ná fram rétti sín- um. „Menn eru afar ósáttir við þessa niðurstöðu. Harkan er orðin það mikil að það er ekki víst að menn ráði ferðinni, þótt ekki sé um marg- ar löglegar aðgerðir að ræða,“ sagði Geir Jónsson, formaður Mjólkur- fræðingafélagsins, við DV í morgun. „Menn geta sagt að nú sé komið nóg, annaðhvort verði þetta leyst eða að þeir fari.“ Mjólkurfræðingar eru nýbúnir að gera samninga til ársins 2004. „Það er nýtt fyrir okkur að menn ætli sér ekki að standa við kjarasamninga sem þeir eru nýbúnir að gera. Þetta kemur óneitanlega í bakið á okkur.“ sagði Geir. Mikill ágreiningur hefur verið milli mjólkurfræðinga KEA og for- ráðamanna samlagsins að undan- fómu vegna málsins. Eins og DV greindi frá voru þrír mjólkurfræð- ingar reknir heim fyrir skömmu, áður en þeir höfðu unnið út upp- sagnarfrest sem þeim bar eftir að þeim hafði verið sagt upp. „Framkoman og mannfyrirlitn- ingin sem við höfum upplifað á KEA er slík að hún hefur áhrif inn í allan iðnaðinn," sagði Geir. „Við erum bundnir samningum, en þegar málum er svona komið þarf ekkert til viðbótar til þess að þetta hvell- springi. Það er ekki hægt að útiloka neitt í stöðunni eins og er.“ Mjólkurfræðingar eiga þann kost að fara með málið fyrir Félagsdóm. Þeir hyggjast ekki notfæra sér þann rétt eins og málið stendur nú. -JSS Að sögn Gunnars Bjömssonar, formanns launanefndar ríkisins, hefur verið ákveðið að greiða fram- haldsskólakennurum laun til 7. nóvember eða þar til boðað verkfall tekur gildi. Flestir framhaldsskóla- kennarar eru á fyrirframlaunum þannig að það verður lítið í launaumnslaginun um næstu mán- aðamót. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, seg- ir að sér þyki einkennilegt að rikið skuli taka þessa ákvörðun hálfum mánuði fyrir boðað verkfall og að hún beri ekki vott um samnings- vilja af hálfu ríkisins. -Kip ÞEIR FA AP KENNA ÁPVW 63 prósent andvíg sameiningu ríkisbankanna: Kemur á óvart - segir formaður bankaráðs Landsbankans Samkvæmt nýrri DV-könnun eru landsmenn mjög andvigir sameiningu Landsbanka íslands hf. og Búnaðarbanka íslands hf., era 62,9% þeirra sem af- stöðu tóku á móti Helgi S. sameiningu fyrir- Guömundsson. tækjanna. Urtakið var 600 manns, skipt jafnt á milli höfuðuborg- arsvæðis og landsbyggðar, og eins var jöfn skipting á milli karla og kvenna. Spurt var, ertu hlynnt(ur) eða and- víg(ur) sameiningu Búnaðarbanka ís- lands og Landsbanka Islands? Afstöðu tóku 72,8% og 27,2% vora óákveðnir eða svöraðu ekki þessari spumingu. Pálmi Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbanka íslands hf., segir menn ekki hafa skoðað mikið hugi fólks varðandi sameiningu bankanna. „Það verður því fróðlegt að sjá þessa könnun. Viðræður bankanna era i fúllum gangisagði Pálmi, en vildi ekki tjá sig frekar um gang þeirra við- ræðna. „Þetta kemur á óvart,“ sagði Helgi S. Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbanka Islands hf. „Það sem bankaráðið gerir er að athuga hvað sé hagkvæmt fyrir bankann. Þá er ég að tala um samlegðaráhrifin af samein- ingu bankanna og hvar þau liggi. Sameining fyrirtækja og samvinna. Þetta er hluti af starfsemi stjórnar fyrirtækja að kanna hvað sé hagstæð- ast og hvað geflst best við rekstur bankans. Við getum ekki rekið þetta á tilfmningalegum nótum. Við létum stærsta hluthafann vita, sem er ríkið, að við teljum að það sé hagstætt fyrir bankana að sameinast Búnaðarbank- anum. Það komi vel út og mikUl spamaður og mikil hagræðing yrði við það. Þannig verðum við að reka þetta. Við getum ekki rekið bankann sem byggðastofnun, Það verður ávailt að vera á rekstrarlegum nótum sem við verðum að reka fyrirtækið sem stjómendur bankans." Helgi segir að viðræður séu allar á réttri leið og gangi vel, en þetta sé mikil vinna. Þar er m.a. til skoðunar fækkun útibúa. Hann segir að menn hafi ekki gefið sér nein tímamörk í þessum viðræðum. „Ég er bjartsýnn á það að þetta gangi allt upp. Hitt er annað mál að niðurstaða þessarar skoðanakönnun- ar kemur mér svolítið á óvart.“ „I raun fmnst mér að þetta þurfi ekki að koma mönnum svo mjög á óvart, vegna þess að fólk óttast þessa sameiningu og sér fyrir sér að hún muni leiða tO mikOlar fákeppni á þessum markaði," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. „Þegar um það var rætt að sameina þessa tvo banka, þá höfðu menn þá sýn að ver- ið væri að mynda öflugan þjóðbanka. Þegar hins vegar i ljós kemur að fyr- ir mönnum vakir það eitt að koma honum í hendur fjármálamanna, þá blasir við mynd sem fólki fmnst greinOega ekki mjög frýndeg." Sjá nánar bls. 6. -HKr. Bilun í ræsfikerfi SlökkvOiðið á höfuðborgarsvæðinu var kaOað að skrifstofum Kirkjugarða Reykjavíkur í Fossvogi í nótt þar sem mikOl reykur var í húsinu. Tveir reykkafarar fóru inn og fundu upptök reyksins í loftræstOterfi þar sem reim var hætt að snúast með mótomum. Þeir stöðvuðu vélina og síðan var hús- ið reykræst. Ekki urðu miklar skemmdir af völdum reyksins. Húsið var mannlaust er bOunin kom upp og engin slys urðu á fólki. -SMK Gæði og glæsileiki smoft Csólbaðstofaj Grensásvegi 7, sími 533 3350. bfOthef P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagiö 10 leturaeröir margar Teturstærðir 16 leturstillingar prentar I 10 Imur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.