Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Side 1
19 Magdeburg á góðu flugi Lærisveinar Alfreðs Gíslason- ar hjá þýska handknattleikslið- inu Magdeburg eru á miklu skriði þessa dagana. Lið- ið lagði Hildes- heim, 18-27, í úr- valsdeildinni í gær. Liðið lék sinn 9. leik og er tap- laust, sjö sigrar og tvö jafntefli. Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Magde- burg. Patrekur Jóhannesson var markahæstur liðs- manna Essen, skor- aði fimm mörk, þeg- ar liðið sigraði Wuppertal á úti- velli, 22-24. Heið- mar Felixsson skor- aði fjögur mörk fyrir Wuppertal. Guðmundur Hrafnkelsson átti mjög góðan leik í marki Nordhorn sem sigraði Nettel- stedt, 28-23. Róbert Duranona skoraði þrjú mörk fyrir Nettel- stedt. Gústaf Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Minden sem sigraði Flensburg, 25-23. Róbert Sig- hvatsson skoraði fimm mörk fyr- ir Dormagen sem tapaði á heima- velli fyrir Gummersbach, 23-30. Magdeburg er í efsta sæti með 16 stig eftir níu leiki. Massen- heim hefur 14 stig eftir átta leiki og í þriðja sæti er Flensburg með 13 stig eftir níu leiki. -JKS Hughes byrjar vel hjá Blackburn Mark Hughes skoraði tvö mörk í sinum fyrsta leik með Blackbum gegn Tranmere í 1. deild ensku knattspyrnunnar í gærkvöld. Blackburn sigraði í leiknum, 3-2. Sheffield Wednesday vann sinn fyrsta útisigur í vetur þegar liðið lagði QPR, 1-2. Nottingham Forest vann stór- sigur á Bumley, 5-0, þar sem Bart-Williams skoraði tvö af mörkum Forest í leiknum. Þá sigraði Birmingham lið GHling- ham, 1-0, á heimavelii. -JKS Biðstaða hjá Tryggva Tryggvi Guðmundsson hefur ekkert getað æft með Blackbum Rovers vegna hælsæris sem hann fékk í leik með Tromso um síðustu helgi. Tryggvi ákvað því i gær að snúa heim til Tromsö og ná sér af meiðslunum og skoða sín mál á meðan. Samkvæmt heimildum óskuðu forsvarsmenn Blackburn eftir því að Tryggvi kæmi aftur til æfinga. -JKS Guðmundur til Aalst Belgíska 1. deildar liðið Aalst vill fá Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson leigðan út þetta tímabil. Liðið er í botnbaráttunni og vantar tiiíinnanlega markaskorara. „Þetta gæti verið spennandi dæmi en liðið vill fá mig út sem allra fyrst. Keflvíkingar eiga eftir að samþykkja leiguna og ég á ekki von á því að það verði fyrirstaða," sagði Guðmundur i gærkvöld en hann er nýkominn heim frá æfmgum hjá Stockport og leist ekkert á sig þar. -JKS Givisoppu í avalli skoi- íifil eitt marka Lazio i stórsigri á Shakthm Donetsk i Hom i gær- kvold oc) r.í'-.t her tagna þvi Reutors Kristín Rós Hákonardóttir tekur viö bronsverölaununum sínum á Ólympíumótinu í Sydney í gær. Þriðju verðlaun Kristínar í Sydney - kveðjur og heillaóskir hafa borist Kristín Rós Hákonardóttir vann í gær sín þriðju verðlaun á ólympíumóti fatlaðra í Sydney. Kristín Rós hreppti bronsverðlaun í 100 metra skriðsundi, synti á 1:18,05 mínútum og setti íslandsmet. Danielle Campo, 15 ára stúlka frá Kanada, sigraði i sundinu á 1:14,64 minútum sem er nýtt heimsmet. Gunnar Örn Ólafsson keppti í gær í 100 metra baksundi, synti á 1:16,27 mínútum og varð í 12. sæti. Ólympíuhópur fatlaðra vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og allra þeirra sem sent hafa hópnum hlýjar kveðjur og heillaóskir í tilefni af árangri íslensku keppendanna. Aðrir aðilar hafa sýnt keppendum þann heiður að draga fána að húni í kjölfar árangursins og má í því sambandi nefna forsætisráðuneytið, menntamála- ráðuneytið, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið og íþrótta- og ólympíusamband íslands. -JKS ém '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.