Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 2
20 Sport f ^MEISTARADEILDIN A-riöill Leverkusen-Spartak Moskva . 1-0 1-0 Ballack (52) Real Madrld-Sporting ...4-0 1-0 Guti (12.), 2-0 Savio (42.), 3-0 Morientes (62.), 4-0 Morientes (70.) Staðan Real Madrid 5 4 1 0 14-3 13 Spartak M. 5 3 0 2 8-3 9 Leverkusen 5 2 0 3 4-12 6 Sporting 5 0 1 4 5-15 1 B-riöill Arsenal-Sparta Prag .........4-2 1-0 Parlour (5.), 2-0 Lauren (8.), 3-0 Dixon (35.), 3-1 Labant (40., víti), 4-1 Kanu (51.), 4-2 Rosicky (90.) Lazio-Shakhtar Donetsk .... 5-1 0-1 Vorobey (41.), 1-1 Lopez (48.), 2-1 Favalli (52.), 3-1 Veron (57.), 4-1 Lopez (68.), 5-1 Lopes (90.) Staðan Arsenal 5 4 10 11-5 13 Lazio 5 3 11 12-4 10 Sparta P. 5 1 0 4 7-12 3 S. Donetsk 5 1 0 4 7-15 3 C-riöill Olympiakos-Valencia........1-0 1-0 Djordjevic (65., víti). Heerenveen-Lyon............0-2 0-1 Malbranque (68.), 0-2 Marlet (78.) Staðan Valencia 5 4 0 1 6-3 12 Olympiakos 5 3 0 2 6-4 9 Lyon 5 2 0 3 7-6 6 Heerenveen 5 1 0 4 2-8 3 D-riöill Mónakó-Galatasaray.........4-2 1-0 Conteras (6.), 2-0 Bonnal (19.), 3-0 Simone (22.), 3-1 Unsal (24.), 4-1 Nonda (26.), 4-2 Bulent (63.) Sturm Graz-Rangers ........2-0 Sturm Graz-Rangers ..........2-0 1-0 Yuran (20.), 2-0 Prelasnig (90.) Staöan Sturm Graz 5 3 0 2 7-10 9 Rangers 5 2 1 2 8-5 7 Galatasaray 5 2 1 2 11-9 7 Monaco 5 2 0 3 11-8 6 Blikar á toppinn Breiðablik vann Þór Þorlákshöfn, 87-73, í 1. deild karla í Smáranum i gær. Breiðablik hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og er á toppnum. Pálmi Freyr Sigurgeirsson gerði 24 stig, Ómar Sævarsson 14, Jónas Óla- son 12 og Loftur Þór Einarsson 11 stig fyrir Blika en hjá Þór geröi Ganon Baker 30 stig og Bjarki Guð- mundsson var meö 14 stig. -ÓÓJ ÍR-Haukar 20-26 0-1, 1-1, 2-3, 3-6, 5-7, 7-7, 7-10, 8-13, (10-14), 11-14, 12-15, 12-18, 13-19, 16-20, 18-23, 19-24, 20-26. ÍBí Mörk/viti (skot/víti); Kári Guðmunds- son, 4 (6), Ólafur Sigurjónsson, 4 (7), Finnur Jóhannsson, 3 (7), Erlendur Stefánsson, 3/2 (8/3(1 víti í slá), Bjami Fritzson, 2/1 (4/2), Ingimundur Ingi- mundarson, 2 (5), Sturla Ásgeirsson, 1 (1), Einar Hólmgeirsson, 1 (3), Kristinn Björgúlfsson (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Bjami 1, Einar 1, Kári 1, Ólafur 1, Sturla 1). Vitanýting: Skorað úr 3 af 5. Varin skot/víti (skot d sig): Hallgrím- ur Jónasson, 8/2 (28/5, 29%), Hrafn Margeirsson, 2 (8, 25%). Brottvisanir: 10 mínútur. Haukar: Mörk/viti (skot/víti): Halldór Ingólfs- son, 7/3 (11/5 (1 víti framhjá), Þorvarð- ur Tjörvi Ólafsson, 5 (6), Einar Örn Jónsson, 4 (8), Aliaksandr Shamkuts 3 (3), Rúnar Sigtryggsson, 3 (5), Einar Gunnarsson, 2 (2), Oskar Ármannsson, 2 (8/1), Petr Baumruk (2). Mörk úr hradaupphlaupum: 4 (Einar Örn 1, Rúnar 1, Shamkuts 1, Þorvarður 1). Vítanýting: Skorað úr 3 af 6. Varin skot/viti (skot á sig): Magnús Sigmundsson, 17/1 (37/4, 46%). Brottvísanir: 2 mínútur. Dómarar (1-10): Guðjón Sigurðsson og Ólafur Haraldsson (6). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 370. Maöur leiksins: Magnús Sigmundsson, Haukum. 4“ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 Joao Pinto, Sporting Lissabon, sækir hér að Albert Celades, Real Madrid, í leik liðanna í gærkvöld. Reuter ^ Meistaradeild Evrópu: Ovænt staða - komin upp í D-riðlinum, Sturm Graz á toppnum en Mónakó rekur lestina Seinni átta leikimir í fimmtu umferð riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram I gærkvöld. Fjöldi marka var skoraður eins og menn eru farnir að venjast af þessari keppni og áfram halda sveiflurnar á milli útivalla og heimavalla að vekja athygli. Nokkuð óvænt staða er komin upp í D-riðlinum þar sem öll liðin eiga nú möguleika á að komast áfram. Yfirburðir meistaranna Evrópumeistarar Real Madrid, sem fyrir- leikina í gær höfðu tryggt sig áfram, sýndu sannarlega styrk sinn gegn Sporting Lissabon og sigruðu auðveldlega, 4-0. Tvö mörk í fyrri hálfleik hefðu auðveldlega nægt til sigurs en til að auka á gleði heimamanna kom Fern- ando Morientes sterkur inn eftir meiðsli og skoraði tvö í þeim síðari og vonandi að sókn- armannavandræði meistaranna séu að baki. Sporting-menn hafa lítið geta síðan í fyrsta leik gegn Real en þar fengu þeir sitt eina stig til þessa og eru eina liðið sem ekki hefur unn- ið leik. Þrátt fyrir 1-0 sigur á Spartak Moskvu þarf Leverkusen að sætta sig við að sitja eftir í riðlinum vegna óhagstæðra innbyrðisúrslita milli liðanna. Sýndu mátt sinn Bæði Lazio og Arsenal komust áfram úr B- riðlinum en staða Arsenal var þegar trygg þegar þeir mættu Sparta Prag í gær. Það kom ekki í veg fyrir stórsigur heimamanna á High- bury, 4-1, og standa þeir nú ósigraðir í síðustu 14 leikjum sínum í enska boltanum og utan hans. Englendingarnir höfðu mikla yfirburði á vellinum og má segja að þeir hafi verið búnir að gera út um leikinn eftir átta mínútur þegar þeir höfðu skorað tvö mörk. Lazio sýndu loksins hvað í þeim býr þegar þeir sigruðu Shakhtar Donetsk, 5-1, í Róm. Leikurinn byrjaði ekki vel, gestimir komust yfir og höfðu yfir í hálfleik, 0-1, en ítalimir voru hvað eftir annað fómarlömb rangstöðu- gildru gestanna. Þrenna frá Claudio Lopez og ótrúlegir yfirburðir ítalska liðsins í síðari hálfleik skildu botnliðið eftir í rykmekki. Lyon eygir von Olympique Lyon hélt lífi í vonum sínum þegar liðið sigraði Heerenveen á útivelli, 0-2. Olympiakos sótti hart að gestunum og Hector Cuper, þjálfari Valencia, gat ekki sagt annað en að sigur þeirra hafi verið verðskuldaður, heimamenn hefðu verið betri á öllum sviðum. Það gerir hins vegar hlutskipti þeirra held- ur erfiðara að Olympiakos sigraði Valencia, 1-0, á heimavelli í Grikklandi. Úrslitin um annað sætið í C-riðlinum koma til með að ráðast þegar Lyon tekur á móti Grikkjunum á heimavelli. Ekkert nema sigur kemur til greina og verður hann að verða 2-1 eða stærri til að Frakkamir nái að tryggja sig áfram. Öll liðin eiga möguleika Mónakó tókst að halda möguleikum sínum opnum með 4-2 sigri á Galatasaray á heimavelli þrátt fyrir að hafa misst tvo leikmenn, þá Franck Jurietti og Martin Djetou, út af í síðari hálfleiknum. Óvæntustu úrslit kvöldsins urðu í Austurríki þar sem Sturm Graz sigraði Rangers, 2-0. Það er hins vegar greinilegt að heimavöllur Austurríkismannanna er afar sterkur því þeir hafa ekki tapað leik þar í keppninni. Árangur þeirra er hins vegar ekki eins góður á útivelli en það gæti orðið þeim að falli þegar þeir mæta Galatasaray í ljónagryfju Tyrkjanna í Istanbul. Mónakó verður að taka sig saman í andlitinu og halda baráttuandanum í liðinu þar sem það mætir Rangers í Glasgow í lokaumferðinni. Rangers sigraði einmitt í fyrri leik liðanna i Mónakó. -ÓK - Hauka of stór Haukar tryggðu sér áfram fullt hús stiga þeg- ar þeir sigruðu ÍR-inga í Austurbergi, 20-26, í síðasta leik fimmtu umferðar Nissandeildar karla í gærkvöld og sýndu þeir og sönnuðu að heimavöllur ÍR er ekki óvinnandi vígi. Haukamir komu Breiðhyltingum nokkuð að óvörum með að spila 3:3 vöm strax frá upphafi og áttu ÍR-ingar fullt í fangi með að finna gluf- ur á vamarmúmum. Þeir spiluðu hins vegar sjálfir ákveðna vöm í upphafi sem gerði það að verkum að nokkurt jafnræði var með liðunum framan af. Eftir miðjan fyrri hálfleikinn náðu gestimir síðan nokkuð góðu forskoti, mest sex mörkum, og höfðu yfir í hálfleik, 10-14. Óskari Ármanns- syni tókst reyndar að skora beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn en hann lyfti fæt- inum sem hann stóð í og markið því ógilt. Síðari hálfleikurinn var mjög svipaður þeim fyrri og Haukarnir höfðu lengstum yfirhönd- ina. Sóknarleikur þeirra riðlaðist reyndar nokkuð um miðjan hálfleikinn en vöm gest- anna hélt og bjargaði því að ÍR-ingar náðu að minnka muninn að ráði. Undir lokin skipti Viggó Sigurðsson öllum útileikmönnum sinum inn af bekknum en staðan hélst óbreytt og sig- ur Hauka aldrei í hættu. Hjá ÍR áttu Kári Guðmundsson og Finnur Jó- hannsson fyrirliði nokkuð góðan leik og Ólafur or Ingolfsson i 7 mörk fyrir í sigurleik á ÍR gær og er rkahæstur í andeild karla sö 49 mörk. biti fyrir ÍR-inga Sigurjónsson sýndi skemtileg tilþrif meðan hans naut við en hann er meiddur á öxl. Hall- dór Ingólfsson var sem fyrr sterkur í liði Hauka, bæði í sókn og vörn, og Þorvarður Tjörvi Ólafsson átti einnig góðan leik beggja vegna. Magnús Sigmundsson var feikisterkur i markinu enda góð vöm fyrir framan hann. Að- eins einn leikmaður Hauka spilaði ekki í leikn- um, Bjarni Frostason markvörður. „Við voram búnir að stilla okkur inn á harð- ari leik, þetta var auðvitað erfiður leikur, við höfðum mikið fyrir því að halda einbeitingu í 60 mínútur og tókst fullkomlega það sem við ætluðum okkur," sagði Óskar Ármannsson, leikmaður Hauka, kátur í leikslok. „Við getum verið ánægðir með það hvemig við spiluðum vörnina og markvarslan hjá Magnúsi var mjög góð þar fyrir aftan. Síðan spiluðum við yfirveg- að í sókninni og þetta gekk upp.“ „Þetta var einn af þessum leikjum þar sem ekkert féll fyrir okkur. Vamarleikurinn var ekki góður og sóknin frekar stirð. Við ætluðum okkur að halda sigurgöngunni á heimavelli áfram. Við bjuggumst við 6:0 vöm og 3:3 vöm- in kom okkur í opna skjöldu og við vorum mjög staðir og því fór sem fór,“ sagði Hallgrímur Jónasson, markvörður ÍR, eftir leik. -ÓK FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 21 Sport Hildur Siguröardottir úr KR sest hér í bar- áttu viö Keflviking- ínn Erlu Þorsteins- dóttur i leik liöanna í vesturbænum i gær. DV-mynd Hilmar Þór g Keflavíkur í 1. deild kvenna í gær: arfarið KR-stúlkum tryggði 30. heimasigurinn í röð KR-stúlkur unnu stöllur sínar í Keflavík, 64-57, í stórskemmtilegum leik í 1. deild kvenna í körfubolta í gær. Þetta var þrítug- asti heimasigur KR í röð í deildinni og eru þær ósigraðar á heimavelli frá því 1997. Leikurinn lofar mjög góðu fyrir veturinn í kvennakörfunni þar sem KR, Keflavík og ÍS hafa sýnt að þau era öll líkleg til að vinna hvert annað. KFÍ spilar síðan sína fyrstu leiki gegn ÍS um helgina og þá kemur í ljós hvort ísfirð- ingar eiga eftir að auka enn á spennuna og blanda sér í jafna og spennandi toppbaráttu í vetur. wiSlllSil r ÉtfTf” . .; Liösheildin Barátta og liðssam- vinna KR-stelpna var frá- bær i þessum leik gegn Keflavík í gær og erfitt að taka einn leikmann liðsins út. Kristín Björk Jónsdóttir tók af skarið þegar illa gekk í fyrri hálfleik, Helga Þorvaldsdóttir og Hanna Björk Kjartansdóttir spiluðu frá- bæra vörn á Erlu Þorsteinsdóttur sem skor- aði aðeins eina körfu úr 10 tilraunum í leiknum auk þess sem þær skoruðu mikil- vægar körfur í lokin. Hanna gerði öll fimmtán stig sín í seinni hálfleik og Helga gerði 6 stig í tveimur sóknum sem komu KR í 60-55 og lykilstöðu í lokin. Gréta Mar- ia Grétarsdóttir fann sig ekki nógu vel í skotunum en var dugleg að finna félaga sína og átti alls 9 stoðsendingar auk þess að stela fjórum boltum og aðrir leikmenn liðs- ins stóðu fyrir sínu. Sá ekki til sólar „Hugarfarið hjá mínum stelpum var virkilega gott, þetta er það sem við höfum verið að tala um og vinna í vetur því með hugarfarið í lagi getum við unnið hvaða lið sem er. Vömin var í góðu lagi, stemningin góð og við spiluðum skynsamlega og þegar við geram það þá gengur þetta upp. Hanna og Helga spiluðu stórkostlega vörn á þeirra lykilmann, Erlu Þorsteinsdóttur, og hún sá ekki til sólar í leiknum. Það var líka gam- an að sjá stuðninginn við stelpurnar í þess- 30 sigrar í röð KR-stúlkur nálgast met Kefla- víkur frá 1990-94 sem unnu 33 heimaleiki í röð í deildinni. KR hefur unnið 30 heimaleiki í röð í deildinni. KR hefur enn fremur unnið síðustu sjö deildarleiki sína gegn Keflavík í vesturbænum. í röð. Síðasta tapið var gegn Kefla- vík, 62-63, 26. febrúar 1997. -ÓÓJ um leik,“ sagði ánægður þjálfari KR, Henn- ing Henningsson, eftir leik. íslandsmeistarar Keflavíkur voru þá lík- legir til að stöðva sigurgöngu KR í upphafi leiks. Keflavik leiddi, 7-14, eftir fyrsta fjórð- ung ög nýtti sér þá að KR hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum í leikhlutanum. Kefla- vik hafði síðan 15-25 forustu þegar fjórar mínútur voru til hálf- leiks en þá kom fyrir- liði KR, Kristín Björk Jónsdóttir, sínu liði aft- ur inn í leikinn með frábærum leikkafla. Kristín skoraði 11 stig í röð og KR endaði fjórð- unginn, 13-0, og leiddi 28-25 í hálfleik. Eftir þetta höfðu heima- stúlkur frumkvæðið en leikurinn hélst þó jafn og spennandi út leik- inn. KR hafði betur í lokin, einkum fyrir góð framlög Hönnu og Helgu í sókninni en þær gerðu 19 af 24 stigum liðsins í 4. leik- hluta. 9 þriggja stiga körfur Keflavík gerði níu þriggja stiga körfur í leiknum og þær Birna Valgarðsdóttir, Mar- ín Rós Karlsdóttir og Kristín Blöndal spiluðu mjög vel fyrir utan en framlögin inni í teig voru lítil sem engin. Erla Þor- steinsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir og Guðrún Ósk Karlsdóttir fundu sig ekki og gerðu aðeins 5 stig saman og misnotuðu 13 af 14 skotum sínum. Stlg KR: Kristln Björk Jónsdóttir, 19 (hitti úr 8 af 12 skotum, 6 fráköst), Hanna B. Kjartansdóttir, 15 (hitti úr 7 af 12 skotum, 10 fráköst, 3 stoðsending- ar), Helga Þorvaldsdóttir, 11 (7 fráköst, 4 stoðsendingar), Hildur Sigurðardóttir, 9 (8 frá- köst), Gréta María Grétarsdóttir, 6 (9 stoðsending- ar, 6 fráköst, 4 stolnir), Guðrún Arna Sigurðar- dóttir, 2, María Káradóttir, 2. Stig Keflavíkur: Birna Vaigarðsdóttir, 18 (4 þriggja stiga körfur), Kristín Blöndal, 17 (5 stoðsendingar. 6 fráköst), Marín Rós Karlsdóttir, 13 (5 stoðsendingar, 3 þriggja stiga körfur), Svava Stefánsdóttir, 4, Erla Þorsteinsdóttir, 3 (8 fráköst, 4 stoðsendingar), Guðrún Ósk Karlsdóttir, 1. -ÓÓJ ■* IMI55AIM Staðan: Fram 5 5 0 131-108 10 Haukar 4 4 0 131-95 8 Valur 5 4 1 143-120 8 ÍBV 5 3 2 145-127 6 Afturelding 5 3 2 144-129 6 Grótta/KR 5 3 2 117-123 6 FH 5 2 3 124-119 4 KA 5 2 3 127-123 4 iR 4 2 2 92-102 4 Stjarnan 5 1 4 132-142 2 HK 5 0 5 114-143 0 Breiöablik 5 0 5 100-169 0 Markahæstir: Halldór Ingólfsson, Haukum .. 49/22 Alexander Petersons, Gróttu/KR . 32 Björgvin Rúnarsson, Stjömunni 31/2 Guðjón Valur Sigurðsson, KA . 31/9 Jaliesky Garcia, HK.............30/8 Hilmar Þórlindsson, Gróttu/KR 30/15 Sverrir Björnsson, HK...........29/1 Bjöm Hólmþórsson, Breiðabliki . 29/7 Heimir Örn Árnason, KA ...........28 Mindausgas Andriuska, ÍBV . . . 27/6 Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu 26/8 Guðmundur Pedersen, FH .... 26/9 Jón Andri Finnsson, ÍBV .... 25/16 Erlendur Stefánsson, ÍR .......24/11 Daniel Ragnarsson, Val............23 Aurimas Frovolas, ÍBV.............22 Páll Þórólfsson, Aftureldingu . . 22/8 Amar Pétursson, Stjömunni.. 22/11 Valdimar Grimsson, Val........20/10 Héðinn Gilsson, FH................19 Bjarni Fritz, ÍR ...............19/8 Hítará á Mýrum: Flugan tekur - maðkaveiði bönnuð í fleiri og fleiri laxveiðiám Þær eru að verða fleiri og fleiri laxveiðiámar þar sem eingöngu er leyíð fluga, Norðurá í Borgar- firði verður svoleiðis næsta sum- ar og líka Hítará á Mýrum. En Stangaveiðifélag Reykjavíkur leig- ir báðar þessa veiöiár. En eingöngu verður leyfð flugu- veiði á aöalsvæði árinnar, þ.e. Hit- ará, svæði eitt, frá hádegi 16. júlí og út veiðitímann. Frá opnun ár- innar og til hádegis 16. júli verður leyft að veiða með flugu og á maðk en eftir það einungis á flugu. í Hít- ará tvö og þrjú verður áfram leyft að veiða með flugu og maðki allan veiðitímann. Nýtt veiöihús Næsta sumar stendur til að reisa nýtt veiðihús á efsta svæði árinnar sem muna þjóna svæðum tvö og þrjú. Það heyrist að fleiri og fleiri laxveiðiár ætli að leyfa eingöngu fluguna og ekki kæmi á óvart þó næst yrði það einhver stór eins og .... Og síðan koll af kolli fleiri laxveiðiár og enginn þarf að tína maðk lengur. Veiöinni var aö Ijúka Á sunnudaginn lauk veiði í Tungufljóti og hefur veiðin þar verið ágæt en hún var framlengd þar. Stærsta fiskinn veiddi Krist- ófer Dignus og fékk hann fiskinn í Breiðufor, hann var 16 pund. Veiðimenn sem DV-Sport ræddi við voru margir hveijir hressir með veiðina í fljótinu og sumir veiddu mjög vel. Einn hópur, sem var að i tvo daga, veiddi 27 fiska og voru flestir fiskamir vænir. I Brúará í Fljótahverfi veiddist líka 16 punda sjóbirtingur eins og í Tungufljóti. Veiðin var líka ágæt í Grenlæk í lokin í birtingi, en mjög lítil í bleikjunni. Er það áhyggjuefni þvi bleikjuveiði hefur oft verið góð þar um slóðir en ekki núna. -G.Bender Þeim fjölgar laxveiðiánum þar sem flugan verður eingöngu leyfð eins og í Hítará á Mýrum en eftir 16. júlf næsta sumar verður eingöngu leyfð fluga á svæði eitt þar. DV-mynd Einar S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.