Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2000, Blaðsíða 4
22 FLMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 Keflvíkingar ríkja í fráköstunum í vetur Keflvíkingar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína í Epsondeildinni í körfubolta, einir af 12 liðum deildarinnar, og er Keflavik nú bæði það lið sem hefur skorað mest (94,3 stig í leik) og fengið fæst stig á sig (75,8). Það sem vekur þó enn meiri athygli er hversu mikla yfirburði Keflavíkurliðið hefur haft í fráköstum gegn mótherjum sínum til þessa í deildinni. Leikmenn Keflavíkur hafa tekið 63,7% frákasta sem hafa verið í boði í þeirra leikum eða 44,8 fráköst að meðaltali i leik. Keflvíkingar eru sérstaklega sterkir undir sinni eigin körfu þar sem 82% frákasta hafa farið í þeirra hendur og mótherjarnir aðeins náð 7,3 sóknarfráköstum að meðaltali í leik. Fjórir leikmenn liðsins hafa náð í yfir 5 fráköst í leik, Calvin Davis er með 17,5 fráköst að meðaltali, Albert Óskarsson 7, Jón Norðdal Hafsteinsson 6 og Birgir Örn Birgisson hefur náð í 5,5 fráköst að meðaltali í leik. Calvin Davis er þó ekki með forystu i fráköstum í deildinni því Shawn Myers hjá Tindastóli hefur náð í 17,8 fráköst í leik og það sem meira er - Myers hefur tekið yflr 50% af fráköstum Stólanna í defldinni i vetur. -ÓÓJ KR-ingarnir Olafur Jón Ormsson (til vinstri) og Hermann Hauksson viröa fyrir sér tvo af þeim bikurum sem KR-liöiö vann á undirbúningstímabilinu. KR vann alls fimm titla í haust en hefur tapaö fjórum fyrstu leikjum tímabilisins í Epsondeildinni. DV-mynd E.ÓI. - hjá íslandsmeisturum KR að gefa eftir í lok leikjanna Slæm byrjun íslandsmeistara KR- inga í Epsondefldinni í körfubolta í vetur er einstök í 22 ára sögu úrvals- deOdarinnar. KR-ingar hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deOd- inni og sitja á botninum ásamt KFÍ. íslandsmeistararnir í úrvalsdeOd höfðu aldrei tapað þremur fyrstu leikjum titOvarnar sinnar fyrir þetta tímabfl en Valur (1981), Haukar (1989) og Grindavík (1997) töpuðu öO tveimur fyrstu leikjum sínum. Ástæðan fer að skýrast nokkuð þegar litið er á tölfræði liðsins í þess- um fjórum leikjum sem búnir eru, KR-liðið hefur aðeins gert 11 körfur samtals í fjórða leikhluta í þessu fjórum leikjum og þar virðast vanda- málin liggja hjá Inga Þór Steinþórs- syni; að fá sína menn tO að slaka á í lokin og halda áfram að spOa sinn leik, í stað þess að yflrspennast og fara á taugum. Frjósa í fjóröa KR-ingar hafa eins og áður sagði átt í miklum vandræðum í fjórða og síðasta leikhlutanum og þar hafa þeir oft tapað leikjunum. Hér er hægt að taka inn ýmsa tölfræði því tO frekari sönnunar en 40 af 43 stig- um í stigamun KR og mótherja þeirra hefur orðið tO í fjórða leik- hlutanum. KR-ingar hafa skorað 245 stig gegn 248 í fyrstu þremur fjórð- ungum leikjanna en 41 stig gegn 91 í fjórða og síðasta leikhlutanum. Síöustu sex sérstaklega slakar Síðustu sex mínút- urnar líta málin enn verr út en þar skora mótherjar KR-liðsins 72 stig gegn 33 1 þessum fjórum leikjum. Eftir að hafa hitt úr 47% skota sinna fyrstu 30 mínútur leikjanna er skotnýting KR-liðsins aðeins 29,8% í síðasta hlutanum. Það slaknar líka á vöminni - mótherjar liðsins hafa hitt úr 55,4% skota sinna síðustu tíu mínútumar eftir að hafa aðeins verið með 47% skotnýtingu fram að þeim. KR-liðið tapar einnig fleiri boltum og tekur færri fráköst i lokaleikhlutanum heldur en í fyrstu þremur fjórðung- unum. Á botninum á fleiri stööum en í stigatöflunni Það er ekki bara í stigatöflunni sem KR-ingar eru á botnin- um því ekkert lið í Ep- sondeOdinni hefur tekið hlutfaOslega færri fráköst (41,7%), hitt verr úr þriggja stiga skotum (25,6%), skorað færri stig í leik (74,0) eða leyft mótherjum sínum skjóta betur KR-ingar hafa í vetur þurft að vakna morgunnm eftir mikla sigurhátíð í vor, sigurhátíð sem entist fram eftir hausti í hinum ýmsu undirbúningsmótum sem unn- ust aOs fimm. Margir hafa bent á að hluti af vandræðum KR-inga megi rekja tO þess að liðið leiki án erlends leik- manns. Vesturbæhigar hafa bætt úr því og fengið 2,07 metra framherja, Jeremy Eaton, tO liðs við sig og von- ast menn að hann verði klár í slag- inn í kvöld þegar KR fer i Borgarnes og spOar við SkaOagrím. Ekki má gleyma að KR-ingar eiga inni Her- mann Hauksson sem hefur aðeins spOað 43 mínútur í deOdinni og verð- ur frá fram í nóvember vegna bak- meiðsla. Með tilkomu þessara tveggja leikmanna er mjög líklegt að íslandsmeistararnir séu komnir í beina stefnu á íslandsmeistaratitO- inn. Aö sýna sitt rétta andlit Sannfærandi heimasigur KR-liðs- ins á Hamri í átta liða úrslitum á sunudagskvöld sýnir líka að þeir leikmenn sem hafa staðið í slagnum í þessum fjórum tapleikjum hafa ekki sýnt sitt rétta andlit. KR-liðið á mikið inni og leikurinn í Borgamesi er vendipunkturinn og þar ætla meistamir eflaust að hefja sigur- gönguna á ný. -ÓÓJ íþróttaljós Óskar Ó.Jónsson aö (49,0%). EPSON OEiLDIlM Tindastólsmenn hafa nýtt best þriggja stiga skotin sín það sem af er í Epsondeildinni. 29 af 72 skotum þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna hafa ratað ofan í körfuna sem gerir 40,3% nýtingu, Keflvíkingar eru í öðru sæti með 38,7% þriggja stiga nýtingu og ÍR þriðja með 36,8%. Grindvíkingar, sem hafa skorað flest þriggja stiga körfur (10,0 að meðaltali), eru síðan í fjórða sæti með 34,8% nýtingu. Grindvikingar reka lestina þegar skotnýting liða Epsondeildarinnar er skoðuð. Grindvíkingar hafa aðeins nýtt 41,5% skota sinna, 9% lakar en Keflvíkingar sem hafa nýtt skotin sín best eða 50,5%. Þaö sem hefur bjargað Grindavíkur- liðinu eru kannski sóknarfráköstin en ekkert lið hefur tekið fleiri sóknar- fráköst að meðaltali (15,0 í leik). Grindavik hefur náð í 40,8% þeirra frá- kasta sem hafa komið af misheppnuð- um skotum liðsins. Grindavíkurliðió fœr lika bestu skotin út frá góðri liössamvinnu en ekkert lið hefur gefið fleiri stoðsend- ingar í leik eða 24,3 að meðaltali. Næsta lið er Njarðvík með 17,8 stoðsendingar eða 6,5 stoðsendingum færra i hverjum leik. Góð samvinna Grindavíkurliðsins gæti líka haft eitthvað að segja að mótherjum gengur ekki vel að ná i þá með boitann til aö brjóta á þeim, því Grindavíkurliðið rekur lestina í fisk- uðum villum, með aðeins 18,8 villur á mótherja sína í leik. Hamarsmenn stíga liða best út í vörninni ef marka má tölfræðina þvi Hamarsmenn hafa aðeins gefið mótherjum sínum kost á 6,8 sóknar- fráköstum í leik. Aðra sögu er þó að segja úr Borgamesi þar sem mótherjar Skallagríms hafa tekið 17,3 sóknar- fráköst að meðaltali í leik. KFÍ er oftast á vítalinunni af liðum Epsondeildarinnar eða 32 að meðaltali i leik. Það er ekki svo slæm tölfræði ef að vítin nýttust en þar sem ísfirðingar hafa aðeins nýtt 64,8% víta sinna í vet- ur (10. sæti) hefur það átt stóran þátt i að KFÍ-liðið hefur tapað 4 fyrstu leikj- um sínum í Epsondeildinni. Haukarn- ir hafa aftur á móti fiskað ílestar vill- ur í leik af liðunum, 27 að meðaltali. Hamarsmenn eru grófasta lið Epson- deildarinnar ef marka má villur fengn- ar í leik en Hamar hefur fengið á sig 25,8 villur að meðaltali í leik, Isfirðing- ar koma þeim næstir með 24,3 villur á sig í leik. Prúðustu liðin eru KR og Grindavik sem hafa aðeins fengið á sig 17 villur að meðaltali í leik. Eitthvað græða Hamarsmenn á harðri vörn sinni því ekkert lið hefur þvingað fleiri tapaða bolta það sem af er í vetur því mótherj- ar Hamarsmanna hafa tapað 22,8 bolt- um að meðaltali. ÍR-ingum helst best á boltanum af lið- um Epsondeildarinnar í fyrstu fjórum umferðunum því ÍR hefur aðeins tapað 12 boltum að meðaltali í leik. KFÍ hef- ur tapað flestum eða 22,5 að meðaltali en Keflvíkingar, sem eru enn ósigrað- ir, hafa tapað 21,8 boltum að meðaltali og eru í næstsíðasta sæti á listanum. Keflvikingar vinna upp töpuðu bolt- ana í vöminni en ekkert lið þvingar mótherja sína til að skjóta jafnilla og Keflavíkurliðið. Mótherjar Keflavlkur hafa aðeins hitt úr 37,9% skota sinna í vetur en Tindastólsvömin kemur þar skammt á eftir þar sem mótherjar Stól- anna hafa aðeins hitt úr 39,3% skota sinna. Stólamir verja líka flest af skot- um mótherja sinna eða 5,5 að meðaltali í leik. Fimmta umferð Epsondeildarinnar í körfubolta fer fram I kvöld. Skalla- grímur og KR mætast í Borgamesi, Hamar og Grindavík í Hveragerði, KFÍ og Haukar á ísafirði, Keflavik og Tindastóll í Keflavík, Þór og Njarðvlk á Akureyri og ÍR og Valur í Seljaskóla. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.