Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.vislr.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sjálfsblekking feitrar þjóðar Líta verður á offitu hér á landi sem verulegt vandamál sem bregðast þarf við. Þetta er mat Gunnars Valtýssonar, sérfræðings í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Þrjár rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið hér á landi síð- ustu ár sýna allar að íslendingar eru að þyngjast. Eftir- tektarverðast er að hlutfall of feitra barna er að aukast. Síðustu tvo áratugi hefur hlutfall of feitra kvenna nær tvö- faldast og aukningin eru litlu minni hjá körlum. Ofþyngd hefur aukist á sama tímbili. Því teljast 70 prósent karla og 60 prósent kvenna annaðhvort of þung eða of feit. Offita er verulegt vandamál i vestrænum ríkjum. Þekkt er vandamál Bandaríkjamanna á þessu sviði en ljóst er að íslendingar eru engin undantekning hvað þetta varðar. Raunar er offituhlutfall skólabama hér svipað og í sömu aldurshópum í Bandarikjunum. Miðað við þessar staðreyndir sýnir skoðanakönnun, sem DV birti í gær, að íslendingar lifa í sjálfsblekkingu. Spurt var hvort menn væru sáttir við holdafar sitt og niðurstaðan var sú að yfir 70 prósent landsmanna sögðust sátt við holdafar sitt. Karlar voru ánægðari með sig en konur. Laufey Steingrímsdóttir, formaður Manneldisráðs, sagði vegna könnunarinnar að ánægjuefni væri að fólki liði vel og væri sátt við sitt. Það má til sanns vegar færa en víst hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir formanninn í hvert óefni stefnir með holdafar fólks. Oflfita telst sjúk- dómur og er langvinnt ástand með mörgum fylgikvillum og verulega aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Það sem veldur óheillaþróuninni er óhollt mataræði og hreyfingarleysi. Fólk borðar meira en það hefur þörf fyr- ir og ruslfæði er uppistaða hjá mörgum af yngri kynslóð- inni. Gosdrykkir eru þambaðir í stað vatns og hollustu- drykkja. Morgunkom, einkum fyrir börn, er ótæpHega sykrað og verður í raun ekki talið annað en sælgæti. Börn og unglingar hanga inni yfir sjónvarpi, myndböndum og tölvuleikjum í stað þess að hreyfa sig og styrkja líkamann í útHeikjum. Hólmfriður Þorgeirsdóttir, matvælafræðingur hjá Manneldisstofnun, hefur rannsakað offitu og ofþyngd ís- lendinga. Hún hvetur tH þess að áhersla verði lögð á for- varnir og stuðlað verði að heHbrigðari lifnaðarháttum með hoUari neysluvenjum og aukinni hreyfingu. MikH- vægast er, segir Gunnar Valtýsson, að koma strax í veg fyrir offitu hjá bömum, þegar á leikskólaaldri. Hann bend- ir á að fimm ára barn sem er of þungt eigi á hættu að verða of þungt sem unglingur og fuUorðinn einstaklingur. Hver er sjálfum sér næstur í þessum efnum. Menn geta stjórnað mataræði sínu sem og líkamsrækt og hreyfingu. Börnin eru á ábyrgð foreldranna. Það er forráðamanna bama að sjá tH þess að þau fái næga hreyfingu og hoUa fæðu en láti ekki undan kröfum um msHóður og sætindi. Eftir stendur þá undarlegur og skaðlegur þáttur ríkis- valdsins. Það fer fyrir i andstöðu gegn neyslu hoUmetis, þvert á manneldissjónarmið. HoUusta grænmetis er viður- kennd en árstíðabundnir okurtoUar draga verulega úr neyslu þess fæðis sem æskUegast er. Stjórnvöld hafa árum saman þverskaUast við réttmætum kröfum um afnám ok- ursins. Réttara væri, eins og fram kom í helgarblaðsviðtali DV við Jón Braga Bjamason, prófessor í lífefnafræði við Há- skóla íslands, að leggja fremur gjald á sykur en grænmeti. Jónas Haraldsson I>V Tímamótakosningar vestra Kosningabaráttan í Banda- rikjunum kann að virðast lít- ið meira en eins konar feg- urðarsamkeppni þeirra Bush og Gores en í rauninni eru kosningarnar með þeim mik- ilvægari í langan tima. í fyrsta sinn í áratugi eru allar valdastofnanir bandaríska ríkisins á vogarskálum kjós- enda. Meirihlutinn í báðum deildum alríkisþingsins er í húfi. Nær fullvist er talið að demókratar nái aftur meiri- hluta í fulltrúadeildinni og þeir eiga raunhæfan möguleika á að ná meiri- hluta i öldungadeildinni líka, þótt hæp- ið þyki að það náist. Til viðbótar þessu öllu fellur mann- talið, sem haldið er á 10 ára fresti, nú saman við kosningarnar og eftir mann- talinu er fjöldi þingmanna hvers ríkis á alríkisþinginu ákveðinn. Ríkisþingin draga kjödæmislínur eftir mannQölda og miklu skiptir hver ræður rikisþing- unum um hvorum flokknum tekst að hagræða kjördæmunum sér í hag. Það ræðst í kosningum um þingmenn á rík- isþingin, sem fara fram samhliða, ásamt ótal öðrum staðbundnum kosn- Gunnar Eyþórsson blaöamaöur ingum, svo sem um skóla- nefndir, lögreglustjóra, dóm- ara og ótal minni embætti. Þetta verða þvi tímamótakosn- ingar eins og vera ber um ár- þúsundamót og munu ráða miklu um valdahlutföll flokk- anna í framtíðinni.. Stefnumunur Þeir Bush og Gore hafa gjör- ólíka stefnu i öllu þvi sem máli skiptir og ótrúlegt hversu illa sá munur hefur komist til skila, til dæmis í sjónvarps- kappræðum þeirra. Þær voru í raun sigur fyrir Bush því að enginn bjóst við neinu af honum. Það eitt að hann gerði engin meiri háttar afglöp gerði hann að trúverðugum frambjóð- anda í augum margra sem efuðust um hæfni hans. Gore er svo upptekinn af því að komast út undan skugga Clint- ons að hann hefur tæpast minnst á það sem ætti að vera hans mesti styrkur, sem er að hafa ásamt Bill Clinton verið í forsæti fyrir mesta góðæri sem um getur í sögu Bandaríkjanna. Atvinnuleysi er að heita má horfið, verðbólga sáralítil, glæpir á niðurleið, tröllaukinn greiðsluafgangur ríkissjóðs, velmegun miðstéttarfólks sem aldrei „Með því að snúa baráttunni upp í mannjöfnuð, þar sem Bush þykir geðfelldari, er Gore sviptur sínu sterkasta trompi. Ef hann tapar verður það algerlega hans eigin sök að hafa látið Bush ráða ferðinni í baráttunni.“ fyrr. Allt er þetta gjörbreyting frá því sem var í stjómartíð Bush eldri, fóður núverandi frambjóðanda, en Gore minnist varla á þetta. Fyrir bragðið hef- ur Bush komist upp með almennt blað- ur og að boða breytingar. Hvers vegna skyldu kjósendur vilja breytingar? Forystumenn vilja að Bill Clinton komi Gore til bjargar en Gore streitist á móti. Hans menn telja að með því kom- ist hneykslismál í hámæli á ný og Bush fái skotfæri. Þeir vilja ekki að baráttan snúist upp í baráttu Bush gegn Clinton. Samt sem áður er Clinton enn geysivin- Gyðingar og múslímar: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn Að öllu jöfnu rugla trúmál ekki dóm- greind okkar íslendinga og finnst mörgum við syndsamlega værukær í þeim efnum, en þegar ég hugsa til gyð- inga og múslíma þá þakka ég fyrir við- unandi kæruleysi okkar. Umburðar- lynd trú er af hinu góða en um leið og trú verður til vandræða, eins og gerst hefur hjá gyðingum og múslímum, er betra að vera án hennar. Engin afsökun Gyðingar og múslímar hafa í langan tíma borið höfuð yfir aðra í mannfyrir- litningu. Ofstækisfullir minnihluta- hópar ráða ferðinni í röðum beggja og minna á púkann á fjósbitanum. Aðals- merki þessara hópa og það sem mest er áberandi í fari þeirra er fádæma hatur og ólýsanleg grimmd. Hræðilega illt fólk er til - það sá heimsbyggðin þegar tveir kornungir ísraelskir hermenn villtust inn í hverfi múslíma og palest- ínska lögreglan handtók þá og leyfði svo trylltum lýð að myrða þá á hrotta- legan hátt og fleygja líkunum út um glugga til skríls sem hamaðist með öxum og hnífum á þeim. Palestínskur drengur var skotinn í fangi foðurs síns af ísraelskum her- „Gyðingar hafa ekki verið til vandrœða hér og við eigum ekki að þola að níðst sé á þeim. Að fordœma gyðinga en kaf- fcera óverðuga Palestínumenn í samúð gerir slikar tilfinn- ingar léttvœgar og hvetur báða til að viðhalda hatrinu. “ Meö og á móti mönnum. Fyrir þessum ódæðisverkum er engin af- sökun því bæði eru framin af ótrúlegri grimmd, hatri og skelfilegu miskunnarleysi. Að kenna öðrum aðilanum um illar afleiðingar ósam- komulags palestínsku og ísra- elsku þjóðanna er fráleitt. Víðar en á íslandi hafa mót- mælin eingöngu beinst að ísraelum og hér heima hafa einhverjir þingmenn ráðist á ________ þá sérstaklega. Fólk þetta er ekki að bera klæði á vopnin eða reyna að hafa góð áhrif í þessum ógeðfelldu málum, síður en svo. Það er í raun að vorkenna palestínskum ofbeldislýð það undirfórula fólskuverk að dreifa börn- um í áróðursskyni innan um árásarlið sitt. ísraelskir hermenn sem skikkaðir eru til vamar eiga ekki margra kosta völ og trúi ég að um slys sé að ræða þegar börn verða fyrir skotum og að Palestínumenn eigi þar mikla sök því öngvir nema múslímar setja böm í fremstu víglínu. Aftur til miðalda Þegar múslímar komust til valda í íran varð heimurinn vitni að því þeg- ar þjóðin var færð aftur til miðalda. Fjöldi manns, aðaflega menntafólk, var aflífað eftir fárra mínútna réttarhöld. Forsætisráðherrann eftir 30 mín. og skotinn á staðnum. Þjóðir heims fylgd- ust í undrun og skelfmgu með trylltu ofstæki og grimmdaræði múslímsku prestanna sem drógu óupplýstan og auðtrúa almúgann meö sér niður í svað trúaröfga. í stríðinu við íraka ráku íranir þúsundir bama út á jarð- sprengjusvæðin til að greiða hermönn- Albert Jensen trésmíöameistari landi. um leið og umheimurinn þagði, sennilega dofinn fyrir ógeðinu úr þeim búöum. Ekki er mér kunnugt um að fáni annarrar þjóðar hafi verið brenndur hér á landi fyrr en nú nýlega og kemur ekki á óvart að það skuli gert af ofstækisfullum múslíma. Við eigum ekki að líða vand- ræðamönnum að setja blett á heiður okkar og ef um út- lendinga er að ræða á um- svifalaust að visa þeim úr Hjuggu stríðshrjáða gyðinga í spað Múslímar og gyðingar hafa ekki ver- ið til vandræða hér og við eigum ekki að þola að niðst sé á þeim. Að fordæma gyðinga en kaffæra óverðuga Palest- ínumenn í samúð gerir slíkar tilfinn- ingar léttvægar og hvetur báða til að viðhalda hatrinu. Þótt gyðingar hafi víða verið illa settir stunduðu þeir ekki að sprengja flugvélar fullar af fólki og böm og saklaust ókunugt fólk í tætlur hvar sem var. Fáir virðast vita að múslímar tóku á móti stríðshrjáðum gyðingum á flótta undan nasistum með sveðjum og brytj- uðu varnarlaust fólkið og börn þeirra niður hvar sem því varð við komið. Palestínumenn verða aldrei til friðs fyrr en ísrael hefur verið eytt því þeir- ætla sér allt landið. Á meðan kjarninn í trú þessara þjóða er auga fyrir auga og tönn fyrir tönn ná þær ekki taumhaldi á hatrinu og verða eins og illkynja æxli á heims- byggðinni, mein sem verður að ein- angra. Albert Jensen Áað syngja júróvisjórilagið á íslensku? íslensk sérstaða til framdráttar Ritskoðun umfram keppnisreglur A „Ég tel sjálfsagt að íslenskir fiytj- P endur syngi ís- lenskt lag á ís- lensku í keppni þar sem þeir koma fram sem íslendingar fyrir íslands hönd. Ég sé satt að segja engin haldbær rök fyrir því að gera þetta ekki svona. Því hefur að vísu ver- ið haldið fram að sigurlíkur séu mun minni ef ekki er sungið á ensku. Þetta er bara della. Það er mikilvægast að lagið sé gott og flytjandinn frambærilegur. Mördur Árnason fulltrúi í útvarpsráöi Þannig ná menn árangri í keppninni og fá góða kynn- ingu í tengslum við hana. Ég held líka að það sé ekki verra fyrir íslenska listamenn á er- lendri grund að það sjáist að þeir eru íslendingar. Það er örugglega lakasta leiðin til frægðar og frama að reyna að flýja sérstöðu sína og menn- ingu. Halldór Laxness og Björk Guðmundsdóttur hafa að minnsta kosti ekki gert það og þó náð lengra en aðrir listamenn okkar á öldinni." . - Hér er um að I ræða alþjóðlega söngvakeppni sem r snýst meir og meir um það að þáttakendur höfði til fólks í öðrum lönd- um. Það er staðreynd að lyk- illinn að því er enska. Það sést á þeim fjölda laga sem koma frá evrópskum lista- mönnum sem flutt eru á ensku. Þetta auöveldar flutning tón- listar yfir landamæri og flytjendum- ir og lög þeirra eru ekki lengur flokkaðir eftir því hvaðan þeir koma. Steínar Berg framkvæmdarstjóri Þess vegna á að leyfa viðkom- andi flytjanda hafa val um hvort hann syngur á ensku eða íslensku en ekki útiloka hann úr því vali. Einnig er hér inn sjónvarpsefni að ræða sem forráðamenn rikis- sjónvarpsins hafa forræði yfir. Þeir mega ekki leyfa sér það að ritskoða framlag flytj- enda umfram það sem reglur sjálfrar júróvisjónkeppninnar segja til um en þær gefa einmitt heimild til þess að flytjendur syngi á ensku. sæll hjá almenningi. Og hann hefúr það sem Gore vantar, hæfileikann til að flytja mál sitt á sannfærandi hátt og kjafta Bush í kaf. Margir telja Clinton mesta og besta pólitikus sem verið hef- ur í Hvíta húsinu og hann er aflasæll eftir þvi á atkvæðamiðum. Demókratar saka Gore um að hafa glutrað niður þeim yfirburðum sem hann ætti að hafa og sé nú í fallhættu. Gore neitar að leita tfl Clintons og vill ekki skulda honum neitt.. Clinton mun samt verða á ferðinni síðustu dagana, í því aðaflega að hvetja demókrata tfl að kjósa. Mikil kjörsókn er alltaf demókrötum í hag því að þeir eru fjöl- mennari en minni flokksmenn en repúblíkanar. Kjörsókn kann að ráða úrslitum. Núna er áhugi óháðra kjósenda í lág- marki því að hvorugur kosturinn þykir góður. Einhvern veginn hefur Bush komist upp með að halda því fram að munurinn á þeim sé sárlítill, enda þótt himin og haf beri í milli. Með því að snúa baráttunni upp í mannjöfnuð þar sem Bush þykir geðfelldari er Gore sviptur sinu sterkasta trompi. Ef hann tapar verður það algerlega hans eigin sök að hafa látið Bush ráða ferðinni í baráttunni. Gunnar Eyþórsson Ummæli Utvarpsráð samþykkti síðastliðlnn þriðjudag að næsta framlag Ríkissjónvarpsins til Eurovision-keppninnar yröi flutt á íslensku. En ekki eru allir á eitt sáttir með ágæti þessarar ákvöröunar. Hvar eiga kennarar heima? „Spuming dagsins er hvort kennarar þora að horfa beint í augun á ungum skjól- stæðingum sinum og segja fullum hálsi að þeir hafi rétt fyrir sér með einu verkfallinu í viðbót? Leiki hins vegar minnsti vafi um vitund kennara ættu þeir að fara að forsögn gamla magistersins í Gaggó Aust og róa á önnur mið. þeir eiga þá ekki lengur heima í kennslustofum." Ásgeir Hannes Eiriksson verslunarm. í Degi 26. október. Ekki almenna skattalækkun „Útsvarshækkun- in mun verða þyngst á greiðendum á höf- uðborgarsvæðinu því fasteignaskattar lækka úti á landi. Ríkissjóður er af- lögufær og á að lækka tekjuskatt tfl jafhs við auknar heimildir til álagn- ingar í útsvari....Að öllu samanlögðu tel ég því brýnast að auka ekki skatta- álögur á launafólk en almenn skatta- lækkun yrði hins vegar olía á eld verðbólgu og aukinnar neyslu og því ekki æskfleg inn i þensluástand at- vinnulífsins." Guðmundur Árni Stefánsson alþm. ! Viöskiptablaöinu 25. október. Jafnréttisiðnaðurinn Jafnréttisiðnaðurinn hefur svo sannarlega náð að blómstra hér á landi undanfarin ár. Jafnréttisfulltrúar, - stofúr, -ráð og -nefndir eru kostaðar af skatt- greiðendum sem þurfa í ofanálag að fylgjast annað veifið með fáránlegum málaferlum þar sem for- sendur í kröfugerð eru sérhannaður heimur stefnenda. Það má vissulega gagnrýna ríkisstjórnina fyrir andvara- leysi í þessum , jafnréttismálum". Hún hefur átt hlut að setningu ýmissa laga sem virðast hafa þann tilgang einan að stuðla að gildisfellingu hugmynda um mannréttindi." Sigríöur Ásthildur Andersen lögfr. f Mbl. 26. október. Lækka skatta - ekki hækka „í ljósi þess að fjárhagsstaða rikis- sjóðs er sérleg góð um þessar mundir, en samkvæmt frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir að nú sé að draga úr þenslu eftir mikið uppgangstímabil, gæti tímasetningin fyrir tillögur um skatahækkanir varla komið meira á óvart. Þvert á móti hníga nú öll rök að því að nú sé rétti tíminn til að lækka skatta." Úr forystugreinum Viöskiptablaösins 25. október. Skoðun* v -«t. A aö selja Gest Einar eða Óla Palla? Þeim sem stjórnað hafa Ríkisútvarpinu síðastliðin ár hefúr tekizt að gera það svo óvinsælt í augum almennings að myndast hefur almenn samstaða um að þar verði eitthvað mikið að breytast. Ekki er ljóst nákvæmlega hvað, en núverandi ástand er óverjandi. Þetta jarmar nú hver um annan þveran, innan Alþingis sem utan. Og það eru ýmsar hug- myndir á floti. Ég eyði ekki orðum á þá stefnu lítils hluta hægrimanna að leggja niður RÚV í heild sinni. Til þess eru rökin fyrir Rikisútvarpi of sterk og reynsla okkar og annarra þjóða af þjóðarútvarpi of augljós staðfesting á nauðsyn þess. Hvað á að selja? Ein hugmyndin - og sú undarlegasta - er að Rás 2 skuli seld, en Rás 1 og Sjónvarpinu haldið áfram í rekstri. Þessi skoðun er aðallega í tísku meðal þeirra sem vilja endilega hafa ein- hverja skoðun á RÚV en hafa ekki hugsað málið mjög mikið. Því hvað ná- kvæmlega á að selja? Er hugmyndin að selja stúdíó Rásar tvö, rífa það út úr útvarpshúsinu og setja niður annars staðar? Eða dreifi- kerfið sem er hluti af dreifikerfi RÚV og vandséð hvemig yrði aðskilið sem seljanleg eining? Kannski mætti koma plötusafninu í verð? Það væri út af fyr- h sig fróðlegt að sjá menn flokka „poppið" frá djassinum og klassíkinni í tónlistarsafni RÚV. - Hvað er þá efth? Á að selja Gest Einar og Óla Palla? Einhverjir þroskaðir menn bentu landsfundi Ungra jafnaðarmanna á fá- ránleika þessarar hugmyndar, þegar þeh voru að því komnh að samþykkja hana. En einhverja „nútímaskoðun" urðu ungir jafnaðarmenn að hafa. Þeirra lausn? Að leggja Rás 2 niður. Þessari skoðun ungra jafnaðar- manna fylgdi engin röksemdafærsla, en af viðtölum við forystumenn þehra mátti ráða, að Rás 2 gæti verið skipti- mynt í „sátt“ um RÚV, um leið og „menningarhlutverk" Rásar 1 og Sjón- varpsins yrði eflt. í þessu felst náttúr- lega sú ósagða fullyrðing að dagskrá Rásar 2 sé ekki menning. Það verður ekki fundin mikil ígrundun að baki þessari skoðun. Frek- ar vhðast ungh jafnaðarmenn vera í slíkum spreng að gera bara eitthvað við RÚV - því ekki má láta Heimdell- inga eina um málið - að hugsunin er skilin eftir heima. Það er reyndar ekki óal- geng skoðun að dægurmenn- ing sé ekki alvörumenning og þess vegna eigi rikið að láta hana afskiptalausa. Þetta sé einmitt það sem einkastöðvamar eigi aö sinna og ríkið eigi ekki að vera í samkeppni við þær. En hvað segh reynslan okk- ur? Ríkispopp og einka- popp Einkastöðvarnar fóru ágætlega af stað enda voru starfsmenn þeirra aldir upp við Rás 2 og margh reyndar fyrrverandi starfsmenn þar. Þetta endurspeglaðist í býsna metnað- arfullri dagskrárgerð þar sem gert var ráð fyrh að hlustendur vildu ekki bara fjölbreytta tónlist heldur væru sæmi- lega vitibomh líka. En smám saman hefur þetta breyst. Smám saman komst dagskrárstjóm í hendur jakkafatamanna, vopnaðra markaðskönnunum, skilgreindum markhópum og „play-listum“. Dagskrá- in breyttist og varð einhæfari enda auðveldara að ná tfl markhópa með þeim hætti og sýna auglýsendum ham á hlustun þehra. Þetta er ósköp eðlileg þróun; stöðv- amar em reknar fyrir auglýsingafé og í það verður að ná. En hún sýnir líka varpi og auglýsingasjónvarpi; fjöl- breytnin víkur, flatneskjan eykst og lægsti samnefnarinn ræður fór. Það er einmitt af þessum ástæðum sem til dæmis BBC rekur öflugT „poppútvarp" þar sem þessum hluta menningarinnar er sinnt af metnaði. T>etta hefur Rás 2 lika gert, með vel unnum þáttum með fjölbreyttri tónlist. Eða hvar annars staðar get ég hlustað á bæði Eminem og Ellý Vilhjálms, Asi- an Dub Foundation og Álftagerðis- bræður? Sérílenskar aðstæður krefjast þess líka að Ríkisútvarpið reki „poppút- varp“. Víða um land heyrast aðeins tvær útvarpsstöövar, Rás 1 og 2, og ungt fólk á öllum aldri í dreifðum byggðum á jafna kröfu um dægur- menningarútvarp og þeir sem búa á þéttbýlli svæðum. Þetta ættu jafnaðar- menn að skilja öðmm betur. Ungum jaftiaðarmönnum er að vísi» nokkur vorkunn. Varla er hægt að ætl- ast til að þeir viti til hvers Rás 2 er; yf- irmenn RÚV vhðast ekki vita það held- ur. Hugmyndir sem heyrst hafa um breytingar á henni - og nýlegar breyt- ingar á dagskránni - gefa til kynna að metnaður sé ekki mikill, heldur sé Rás 2 að verða fómarlamb jakkafatamanna og illa máli farinna pésa sem spfla froðupopp. - Vonandi láta þeh þó Gest Einar í friði. Karl T. Birgisson „Er hugmyndin að selja stúdíó Rásar tvö, rífa það út úr útvarpshúsinu og setja niður annars staðar? Eða dreifikerfið sem er hluti af dreifikerfi RÚV og vandséð hvemig yrði aðskilið sem seljanleg eining?“ Kjallari Karl T. Birgísson blaöamaöur I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.