Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V Barnaverndarmálinu á Akranesi áfrýjað til Hæstaréttar: Lögmaður krefst þess að fá barnið afhent - nauðsynlegt að Hæstiréttur f jalli um máliö, segir bæjarstjóri Úrskurður barnaverndarnefndar á Akranesi frá því í janúar um aö svipta foreldra forsjá dóttur sinnar var felldur úr gildi undir lok síð- ustu viku í Héraðsdómi Vestur- lands. Málið hefur vakið gríðarlega athygli, enda hafði faðirinn verið dæmdur í árs fangelsi í Hæstarétti 1997 fyrir kynferðisafbrot gegn dótt- ur sinni - en refsingin var þó skil- orðsbundin. í maí í fyrra var faðir- inn enn kærður fyrir afbrigðileg- heit við dóttur sina en héraðsdóm- ur sýknaði hann þá um haustið. Barnaverndarnefnd Akraness svipti síðan foreldana forsjá yfir barni sínu í janúar í ár. Barna- verndarráð staðfesti þann úrskurð í apríl. Foreldrarnir höfðuðu mál á hend- ur nefndinni og kröfðust þess að fá barn sitt aftur. Héraðsdómur felldi síðan sinn úrskurð í því máli í vik- unni og telja margir hann tíma- mótadóm. „Ég tel þennan dóm mikilvægan, það verður að minna barnaverndar- nefndirnar á að þær verða að fara að landslögum. Það er alvarlegt að grípa inn í friðhelgi fjölskyldunnar á þann hátt sem hér var gert," sagði Valborg Þ. Snævarr héraðsdómslög- maður í gærkvöldi. „Ég hef gert kröfu um að fá barnið afhent," sagði Valborg en hún er lögmaður hjón- anna á Akranesi. „Þau fá forsjána aftur, það tel ég víst," sagði Valborg. Hún sagði að foreldrarnir vissu ekki hvar barn þeirra væri niðurkomið og hefðu ekki fengið að sjá það síðan í sum- ar. „Ég krafðist upplýsinga um það á fimmtudaginn hvar barnið væri niður komið en hef ekki fengið svar, en vonast til að fá það í hendur strax á morgun, mánudag," sagði Valborg. Erfitt hjá yfirvöldum Sólveig Reynisdóttir, félagsmála- stjóri á Akranesi og starfsmaður barnaverndarnefndar, mótmælir þessu. „Þeim bauðst að hitta fóstur- foreldrana sem stúlkan dvelur hjá núna en þau höfnuðu því strax í upphafi. Það er ekkert leyndarmál hvar barnið dveljur. Aftur á móti var engin umgengni foreldranna við barnið þessa þrjá mánuði sem reynslutíminn stendur. Það er ekki bundið í lögum en er vinnulag í fósturmál- um," sagði Sólveig. Hún á erfitt með að ræða skjólstæðingamál. En hún kveðst viðurkenna að viðsnúningur héraðsdóms væri erfiður fyrir barnaverndarnefndina. „Þetta er mjög erfitt því við þurfum áfram að vinna með viðkomandi fjölskyldu og standa vörð um hagsmuni barns- ins," sagði Sólveig. Litla telpan sem um ræðir hefur verið vistuð hjá fjórum fjölskyldum á stuttum tíma og staðfesti Sólveig að svo væri. „Því miður er það rétt, og það er afar slæmt, þessi mál taka svona langan tíma fyrir dómstólum Gísli Gíslason: Brýnt aö Hæsti réttur fjalli um málið. og í barnaverndarnefnd og barnaverndarráði," sagði Sólveig. Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, sagði í gærkvöldi að bæjarráð hefði ákveðið að áfrýja úr- skurðinum til hæstaréttar. „Þarna eru býsna mörg efni sem brýnt er að fá umfjöll- un um í Hæstarétti. Það þarf að skerpa á því sem snýr að stjórnsýslunni, hvernig hún hefur staðið að verki. í öðru lagi er ljóst fmnst okk- ur að verið er með þessum dómi að breyta viðmiðunum sem hafa verið gagnvart málum á stjórnsýslustig- inu og verið að blanda þeim saman við sönnunarbyrði í sakamálum sem okkur fmnst ekki eiga við. Og í þriðja lagi er þarna verið að breyta efnislega niðurstöðu barnaverndar- yfirvalda og barnaverndarráðs, mál- um sem þessum aðilum er sam- kvæmt lögum falið vald til að ljuka. -JBP/-DVÓ Forsetinn vekur athygli fyrir frjálslegan klæðaburð á Indlandi: í strigaskóm á leið í ástarhof vakinn með fallbyssum í morgun Opinber heimsókn forseta íslands til Indlands hófst formlega í morgun þegar Ólafur Ragnar Grímsson og fylgdarlið hans var vakið með 21 fallbyssuskoti í höll þeirri sem hann gistir í Nýju-Delí á meðan á Ind- landsheimsókn hans stendur. „Höllin er á stærð við Versali í Frakklandi og ævintýraleg á að líta," sagði einn úr fylgdarliði for- setans í gærkvöldi en um 350 manns fiugu með Júmbó-þotu Atlanta-flug- félagsins sem flutti forsetann til Ind- lands. Arngrímur Jóhannsson flug- stjóri og eigandi Atlanta flaug sjálf- ur Júmbó-þotunni út og „...smurði hana listilega vel við brautina í lendingu," eins og farþegar kusu að orða það við komuna til Indlands. Forsetinn hefur vakið töluveröa athygli ytra fyrir frjálslegan klæða- burð en í gær og i fyrradag gekk hann fyrir viðskiptasendinefnd á vegum Útflutningsráðs og utanríkis- ráöuneytisins íklæddur strigaskóm, hvítum kakí-buxum og léttri skyrtu. Unnusta hans, Dorrit Moussaieff, fylgdi honum léttklædd með sólhatt og dökk gleraugu. Auk þess er Dalla, dóttir forsetans, með honum i för. Heimsóttu þau Bahai-hofið sem er í líki lótusblóms auk þess sem þau komu við á markaði þar sem þau þáðu gjafir indverskra hand- verksmanna. Auk hefðbundins fylgdarliðs for- setans eru í för með honum fulltrú- ar frá 20 íslenskum fyrirtækjum sem ætla að kynna vörur sínar og rækta viöskiptasambönd á Indlandi sem er einn stærsti markaður ver- Léttklædd við lótusblómiö Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff við Bahai-hofið í Nýju-Delí sem er í líki lótusblóms. DV-MYNDIR LKI aldar. í hópnum er meðal annarra Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- leikstjóri sem kynna mun myndir sínar á kvikmyndhátið í Nýju-Deli en Indverjar eru miklir áhugamenn Með handverk um háls Forsetinn, unnusta hans og utanríkisráðherra þiggja gjafír af indverskum handverksmönnum á útimarkaði. um kvikmyndir og framleiða árlega mikið magn þeirra og horfa á enn fleiri. Opinber heimsókn forseta íslands á Indlandi hófst klukkan 4.30 í nótt að íslenskum tíma og bíða frétta- menn sem fylgja honum spenntir eftir heimsókn hans og unnustu í Taj Mahal hofið sem lengi hefur verið draumaáfangastaður elskenda úr öllum heimshornum. Þar lét Díana prinsessa mynda sig á eftir- minnilegan hátt þegar hún stóð á krossgötum í hjónabandi sínu með Karli Bretaprinsi. Ekki er talið ólík- legt að Ólafur Ragnar og Dorrit gefi ljósmyndurum tækifæri til að mynda sig á þessum sögufræga stað þar sem hjörtu elskenda renna oftar en ekki saman í eitt við stórbrotið hofið og laugina sem að því liggur. Opinber heimsókn forseta íslands !! 6 fl 4 Astarhofið Taj Mahal - þar sem hjörtu elskenda renna saman í eitt. til Indlands lýkur á fimmtudaginn. Heimsóknin hefur ekki fengið mikla umfjöllun indverskra fjölmiðla en dagblað í Nýju-Delí greindi þó frá henni innblaðs í stuttri frétt í fyrra- dag. -EIR Stuttar fréttir Arni til Kína Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra mun fara til Kína í næstu viku. Þar verður hann einn þriggja aðalfyrirlesara á þriðju alheimsráð- stefnu sjávarútvegs- ins sem haldin verður í Peking. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur sjávarútvegsráðherra fer í opinbera heimsókn til Kína. Dagur greindi frá. Störfum fjölgar Samkvæmt tölum frá Hagstof- unni hefur störfum á íslandi fjölg- aði um 15 þúsund frá því árið 1996. Mest hefur störfum fjölgað í grein- um eins og verslun og iðnaði. Störf- um fækkar hins vegar í sjávarút- vegi og landbúnaði. Sjónvarpið greindi frá. Hækka framlagíö Borgaryfirvöld í Reykjavík verða að hækka framlag sitt til Strætis- vagna Reykjavíkur um 60 miHjónir samkvæmt uppgjöri síðustu níu mánaða frá Borgarsjóði. Mbl. greindi frá. Vandræðahundar Xausir hundar hafa verið til vandræða í Heiðmörk að undan- förnu en slíkt er bannað. Tvö slys hafa orðið, annað þegar hundur feldi eldri konu sem féll og hrygg- brotnaði en hitt var þegar hundur beit mann til blóðs. Eigandi sá hunds var með fjóra lausa hunda. Morgunblaðið greindi frá. Sveitarstjórnarmenn æfir Guðmundur Árni Stefánsson þingmaður segir að sveitarstjórnar- menn séu æfir vegna útsvars- hækkunarinnar Ésem stendur til án þess að skattar lækki á móti. Dagur ------i™^J greindi frá. Afkoman verri hjá 15% Rúm 15% íslendinga telja af- komu sína nú vera verri en fyrir tíu árum. Þetta kemur fram í könnun sem Pricewaterhouse Coopers gerði á viðhorfi Islendinga til fjárhagslegrar afkomu þeirra. Rúm 60% íslendinga telja sig vera nokkuð eða mikið betur stödd nú en fyrir áratug. Einn fallið Aðeins einn íþróttamaður hefur komið jákvæður út úr lyfjaprófi hér á landi á síðustu tveimur árum. Birgir Guðjónsson lyflæknir segir hlutfallstíðni lyfjamisnofkunar hér á landi sé svipuð og öðrum löndum. Stjórn BSRB endurkjorin Þing BSRB samþykkti breytingar á lögum bandalags- ins. Tillögurnar fela það í sér að stjórn bandalagsins verður skipuð for- mönnum aðildarfé- laganna og fram- kvæmdanefnd verð- ur kosin. Einnig var samþykkt að núverandi for- menn aðildarfélaga skipi stjórn bandalagsins á næsta kjörtímabili sem þýðir að litlar breytingar verða á stjórninni. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.