Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V SKOBAmUiailHIIH ŒÍSÍ Hvert vildir þú flytja? - skoðun allra sem tóku afstöðu í könnun DV 23. október sl. 85 5g| tf> != tf) "or a> c J5_ —^C------(o- (B «o J«S M f 1 * | '2 > "§ 55 £ »o .SL .«2 ~>» ^ «>« -----*É— U. U) Skoöanakönnun DV um hug íslendinga til búferlaflutninga: 23,8 prósent landsbyggðar- fólks vill suður - en 24,3 prósent höfuðborgarbúa vill til útlanda Flestir landsmenn vilja flytja til Reykjavíkur samkvæmt skoðana- könnun DV sem gerð var í síðustu viku. Akureyri, Danmörk og Spánn eru einnig ofarlega á óskalistanum. Margt athyglisvert kom í ljós i skoðanakönnuninni, sem fram- kvæmd var mánudagskvöldið 23. október. Úrtakið var 600 manns af öllu landinu, jafnt skipt á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og einnig jafnt á milli karla og kvenna. Spurt var: Ef þú stæðir frammi fyirir því að þurfa að flytja úr þínu byggðarlagi, hvert vildir þú flytja? Svörun var mjög góð og alls tóku 88,7% afstöðu til þessarar spurningar, en 11,3% voru ýmist óá- kveðin eða svöruðu ekki. „Topp tíu" listinn Þegar skoðaöur er vilji allra þeirra sem afstöðu tóku i könnun- inni kemur i ljós að flestir vildu flyrja til Reykjavíkur, eða 15,6%. Næst á vinsældalistanum er Akur- eyri, en þangað vildu 14,1% flytja ef þeir stæðu frammi fyrir þeirri spurningu að þurfa á annað borð að flytja úr sínu byggöar- lagi. í þriðja sæti á list- anum er svo Hafnarfjörð- ur, en þangað vildu 7% aðspurðra flytja. Athygli vekur að i fjórða sæti á listanum er Danmörk, en þangaö vildu 6,4% aðspurðra flytja. í fimmta sæti er Spánn með 4,5% at- kvæða aðspurðra. Egils- staðir eru í sjötta sæti með 3,6% atkvæða, þá Bandaríkin í sjöunda sæti með 2,8%, Kópavog- ur er í 8. sæti með 2,6%, Mosfellsbær er í níunda sæti með 2,4% og Eng- land er í tíunda sæti með 2,3% atkvæða. Þar á eftir kemur Sel- foss með 2,3%, Keflavík með 2,1%, Noregur með 2,1%, Akranes með 1,9%, Sviþjóð með 1,5%, Sauð- árkrókur, Vestmanna- eyjar, Portúgal, Færeyjar og Stykkishólmur eru með jafn mörg atkvæði í fimmtánda til tuttugasta sæti, eða 0,9% atkvæða aðspurðra. Spánn í þriöja sæti Ef skoðuð er afstaða fólks sem af- stöðu tók eftir búsetu kemur ber- lega í ljós mikill munur. íbúar á höf- uðborgarsvæðinu eru mun hlynnt- ari því að flytja til útlanda en íbúar á landsbyggðinni. Á „topp tíu" lista íbúa á höfuð- borgarsvæðinu er Akureyri í fyrsta sæti af einstökum stöðum, með 15,4% atkvæða. Þá kemur Reykja- vík, sem valkostur fyrir þá sem búa í nágrannabæjunum, með 8,2%. At- hygli vekur hins vegar að Spánn er í þriðja sæti á vinsældalista íbúa höfuðborgarsvæðisins, en þangað vildu 7,9% flytja ef flutningar úr byggðarlaginu stæðu fyrir dyrum. I fjórða sæti kemur Danmörk með 7,5% atkvæða, Bandaríkin eru í fimmta sæti með 5,7%, Kópavogur er í sjötta sæti með 3,9%, Selfoss er í sjöunda sæti með 3,2%, Garðabær er í áttunda sæti með 3,2%, England er í níunda sæti með 3,2% og í tí- unda sæti er Hafnarfjörður með 2,5% atkvæða. Samanlagt vildu þvi 24,3 prósent íbúa höfuðborgarsvæð- 10 15 20 25 ~!^~Z- !lKWUlilUUi.LW i... i. ¦ - —W* AkuiUvrar fi.>Mii.-iiiii i ¦......, ¦ ¦ ¦..........r,.ilf-riÆMKI"leyrar wmi m ZSDanmerkJ mmmm 15 ligllsstaða Keflavíkur Mc sfellsbæja Nore *s 2.S Akraness ItlSpánír ggHafnafáaröar ReVkMKur25.tf TOPP isins fremur flytja til útlanda en á landsbyggðina Afstaöa landsbyggðarfólks Á „topp tíu" lista íbúa á lands- byggðinni er Reykjavík í fyrsta sæti eða 23,8% yfir þá staði sem það kysi helst að flytja til ef það á annað borð þyrfti þess. í ööru sæti er Akureyri með 12,7% og í þriðja sæti er Hafn- arfjörður með 11,9%. Likt og hjá íbúum höfuðborgar- svæðisins, þá er Danmörk í fjórða sæti á vinsældalista landsbyggðar- fólks með 5,1%, í fimmta sæti eru Egilsstaðir með 4,4%, Keflavík er í sjötta sæti með 3,6%, Mosfellsbær er í sjöunda sæti með 3,2%, Noregur er í áttunda sæti með 2,4%, Akranes er í níunda sæti með 2,0% afkvæða og Spánn er í tíunda sæti einnig með 2,0% atkvæða landsbyggðar- fólks. Afstaða kynja í heildarniðurstöðum er vart marktækur mun- ur á afstöðu kynjanna til flutnings úr sínu byggð- arlagi. Þó villja ríflega helmingi fleiri konur en karlar af landsbyggðinni flyrja til Hafnarfjarðar. Hins vegar vilja um þriðjungi fleiri karlar en konur af landsbyggðinni flytja til Reykjavíkur. í sveitarfélögum í ná- grenni höfuðborgarinn- ar setja ríflega helmingi fleiri karlar en konur Reykjavík efst á óska- Iistann. Aftur á mótí vilja umtalsvert fleiri konur af höfuðborgar- svæðinu flytja til Akur- eyrar en karlar. Kynin á höfuðborgarsvæðinu eru nokkuð sammála um afstöðuna um flutn- ing til Spánar og ekki er heldur mjög mikill mun- ur á afstöðu kynja á landsbyggðinni til flutn- ings til Danmerkur. Á sjöunda tug staða var nefndur á nafn i könnuninni, bæði inn- anlands og utan. Af þeim var nærri þriðj- ungur staðanna erlend- is. -HKr. 10 #in Topp 10 rlöfuðborgarsvæðið Sandkorn Komin heim . Brhsjön: Kristjánsson netíang: sandkorneff.is Knattspyrnu- konan ástsæla, Vanda Sigur- geirsdóttir, sem hefur gert garð- inn frægan bæði sem leikmaður og þjálfari hjá félagsliðum og landsliði kvenna, er komin heim. Heima er á Sauðár- króki, og þar var Vanda nýlega í viðtali hjá staðarblaðinu Feyki. Þar barst m.a. í tal að kona þjálfaði karlmenn í knattspyrnu og segir Vanda að þrátt fyrir eitthvert tal um slíkt sé hún hrædd um að menn þori ekki að ráða konu í slíkt starf. Það hafi þó verið gert erlendis, m.a. í Noregi og á ítalíu, með ágætis árangri. Vanda hefur náð stórkostlegum árangri sem þjálfari kvennaliða og lið undir hennar stjórn skiluðu ávallt meist- aratitlum. Alveg jafn greind Meira um Vöndu Sigur- geirsdóttur sem er mikil. kjarnakona. í viðtalinu í Feyki sagði hún sem satt er að enginn þjálf- ari hér á landi (karlar meðtald- ir) hafi skilað eins góðum árangri og hún. „Ekki einu sinni Gaui Þórðar getur státað af því að hafa aldrei brugðist að hafa skilað meistaratitli" segir Vanda. Hún segir það lélegt að vera ekki metin af hæfileikum sínum og kunnáttu, heldur út frá kynferði. „Ég er sannfærð um að ég kann alveg eins mikið í þjálfun og karlarnir. Ég hef sótt sömu námskeið og þeir og er alveg ábyggilega jafn greind og þeir". - Þarna hafið þið það, karl- rembur, gott hjá þér, Vanda, að vanda þeim ekki kveðjurnar. Hjálmar fer ekkl Hjálmar Jónsson alþing- ismaður Sjálf- I stæðisflokksins | á Norðurlandi 1 vestra hefur i Yx¥ verið oröaður \a /^J við framboð í wk fll „Norðaustur- J^/jjLBI kjördæminu" "" svokallaða næst þegar kosið verður til Al- þingos, og alls kyns sögur verið til að ýta undir þann orðróm. Hjálmar hefur m.a. þurft að sækja fundi austur á land starfs síns vegna og það hefur þótt benda til þess að hann hygðist bjóða sig fram þar næst. Nú hefur hjálmar hins vegar tekið af öll tvímæli um hvað hann hyggst fyrir. Hann ætlar ekki að færa sig til austurs heldur mun hann áfram gefa sveitungum sínum kost á þjónustu sinni. P \ I biðstöðu Málefni marka- skorarans vakra, Tryggva Guð- mundssonar frá Vestmannaeyjum, sem undanfarin ár hefur leikíð með Tromsö i Noregi eru enn í sviðsljósinu. Fjölmiðlar hafa verið iðnir við að segja frá feröum hans eins og fram hefur komið hér í þess- um dálki. Frá því var skýrt að Tryggvi færi hugsanlega til reynslu hjá Blackburn á Engalndi, síðan kom fétt um að hann væri að fara þangað, þá fétt um að hann væri á Ieiðinni til Blackburn, næst frétt um að hann væri kominn til Blackburn og loks undir lok síðustu viku frétt þess efn- is að Tryggvi væri kominn heim til Tromsö og mál hans væru í biðstöðu. Á það er treyst að næst þegar Tryggvi bregður sér af bæ, verði skýrt frá því, og það STRAX!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.