Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Page 7
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 DV 7 Fréttir Stórar kartöflur Systurnar Guöbjörg Ósk og Rakel Lind Sveinsdætur meö nokkrar af kartöfi- unum stóru fyrir framan sig en þær voru á bilinu 600-893 grömm aö þyngd. Risakartoflur i Grýtubakkahreppi DV, AKUREYRI:______________________ Fyrir skömmu sögðum við frá því hér í DV að risakartöflur af kanadískum uppruna hefðu komið upp úr kartöflugarði við Meðaifells- vatn í Kjós og vógu þær allt að 470 grömmum. Við getum enn bætt um betur því kartöflumar úr Kjósinni eru nánast eins og „krækiber í helv...“ við hlið- ina á kartöflunum stóru sem Berg- vin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi í Eyjaflrði, fékk undan kartöflugrösunum hjá sér í haust. Þar er um að ræða kartöflur af tegundinni premier sem eru hol- lenskar að uppruna en hafa lengi verið ræktaðar hér á landi. „Ætli ég hafi ekki fengið um eitt þúsund kartöflur upp í haust sem segja má að séu í yfirstærð en þær eru svona á bilinu frá 500 grömmum og upp í 893 grömm sú stærsta," seg- ir Bergvin, og það er ljóst að ekki er verið að tala um neitt smælki. Berg- vin segir að þessar kartöflur sé eng- in leið að losna við, fólk vilji hvorki kaupa þær til að sjóða né sem bök- unarkartöflur, enda gerir venjuleg- ur pottur ekki öllu meira en rúma eina slíka kartöflu. „Hrossin hafa því notið góðs af og fengið að éta þetta og þau hreinlega gapa af undr- un yfir þessum kræsingum," segir Bergvin. -gk Nemar í kröfugöngu: Vilja ekki verk- fall kennara DV, HORNARRDI:________________________ Nemendur Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu voru við fjöl- fömustu gatnamót bæjarins í hádeg- inu á fóstudaginn til að vekja athygli bæjarbúa á félagslegum þörfum sín- um, almennri félagsaðstöðu og að- stöðu til að halda dansleiki og aðrar samkomur. Þau vilja líka að slik að- staða sé til staðar yfír sumarið. En unglingarnir vom með ýmsar kröfur aðrar uppi við, meðal annars þær að ekki verði látið reyna á verkfóll í skólunum á þessu hausti. -Júlla Fyrstu fjölskyldurnar í bráðabirgðahúsin á Hellu: Voru sjö í 65 fermetra íbúð meðan beðið var DV, SELFOSSI:_______________________ „Ibúðin sem við eigum er nú í fok- heldu ástandi, búið er að rífa allt út úr húsinu og byijað að byggja upp að nýju. Það sprungu í henni allir veggir og gólfm sigu, en það var metið svo að hægt væri að gera við hana og ég held að það gangi allt saman upp,“ sagði Sigrún Ósk Helgadóttir sem flutti í gær inn í nýtt bráðabirgðahúsnæði á Hellu ásamt eiginmanni sinum, Sig- Fyrstu húsin afhent Sigrún Ósk Helgadóttir meö syni sínum, Jens Bjarna Sigurössyni. urði Snorra Jónssyni, og syni þeirra, Jens Bjama Sigurðssyni. Fyrstu húsin vom afhent á Hellu fyrir helgi og við að komast í þau breytast aðstæður þeirra fjölskyldna verulega. „Fyrst eftir skjálftann reynd- um við að búa í stofúnni þangað til viðgerðir hófúst en síðan erum við búin að búa hjá vinkonu minni í 65 fer- metra húsnæði. Þau em fjögur sem búa þar, við erum þijú þannig að við vorum þar sjö til heimilis síðustu þijá mánuði," sagði Sigrún. Sigrún og fjölskylda vom nýflutt inn í íbúðina fýrir jarðskjálftann. „Við keyptum hana í maí en við erum stað- ráðin í að búa þar áfram. Viðgerðin er komin vel af stað og við erum viss um að geta náð endum saman miðað við matið sem við fengum vegna skemmd- anna,“ sagði Sigrún Ósk Helgadóttir. -NH DV-MYND JÚLlA IMSLAND. ' Nýir en samt notaðir Bílarnir eru af gerðinni Hyundai Aceent 3ja dyra, en þeir komu á götuna sl. vor og eru því aðeins nokkurra mánaða gamlir. • Eknir um 20.000 km • Allir yfirfarnir af BEtL • 3ja ára ábyrgð Komdu við og gerðu hlægileg kaup á nýjum en samt notuðum Hyundai Accent bíl. Fyrstir koma, fyrstir fá. Land Rover Discovery Renoult Mégone

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.