Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 I>V Glsesilegt úrval Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum og gjafavörum. Matta rósin 20% afsl. Pelsar í úrvali Sigurstjarnan virka daaa 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-16 Sími 588 4545. Sundlaugar ÍTR Starfsfólk vantar í Vesturbæjarlaug (100%), Árbæjarlaug (100%) og Grafarvogslaug (75%). Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Upplýsingar veita forstöðumenn: Árbæjarlaug, Stefán Kjartansson, s. 510-7600 arblaug@islandia.is Grafarvogslaug, Hafliði Halldórsson, s. 510-4600 img@islandia.is Vesturbæjarlaug, Ólafur Gunnarsson, s. 561-5004 vestblaug@islandia.is Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 1.11. nk. Umsóknum skal skilað á skrifstofu ITR að Fríkirkjuvegi 11 á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Vikuna 30. okt. - 4. nóvember hefjast í World Class hin vinsælu 8 vikna adhaldsnámskeið Gauja litla Innifalið er eftirfarandi: Yogaspuni 6 sinnum í viku, vigtun, ummáls- mæling, fitumæling, ítarleg kennslugögn, matardagbækur, leiðbeiningar um fæðuval, æfingabolur, vatnsbrúsi, fræðsludagur, kennsla í tækjasal, viðtal við næringaráðgjafa, ótakmarkaður aðgangur í World Class. Fagmennska í fyrirrúmi Þeir sem koma að aðhaldsnámskeiðum Gauja litla eru m.a. læknir, hjúkrunarfræðingur, næringarráðgjafi, næringarfræðingur, félags- ráðgjafi, sálfræðingur, geðlæknir, íþróttakennari, íþróttafræðingur, kennari, ásamt fjölda ráðgjafa og gestakennara. Það er aldrei of seint að byrja ! Margra ára reynsla okkar tryggir þér frábæran árangur Upplýsingar og tímapantanir í síma WorldClass /££LÞm Fréttir Skeifa slapp frá sláturhúsinu í annað sinn DV, HUNAÞINGI:_________________ Það varð lítið úr því að Guð- mundur Valtýsson, bóndi á Eiríks- stöðum í Svartárdal í Austur-Húna- vatnssýslu, leiddi hana Skeifu, 11 vetra á, til slátrunar í þessari viku, eins og hann var búinn að ákveða. Þegar Guðmundur kom út að fjár- húsunum á miðvikudagsmorguninn hafði Skeifa borið ljómandi falleg- um hrút. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem Skeifa bjargar lífi sínu og hún og Guðmundur hafa reyndar ekki alltaf verið sátt í hvort annars garð. „Mér er ekki vel við að mínar kind- ur verði eldri en tíu vetra og því var ég búinn að ákveða að farga Skeifu síðasta haust. En þá kom hún ekki fram i smalamennskunni og það var ekki fyrr en um 20. nóvember, eftir hriðarbyl sem gerði, að hún kom hingað niður að húsunum, með fal- lega gimbur sem hún hafði borið um vorið. Ég sá að það var fullseint að farga henni úr þvi sem komið var. En þegar Skeifa var geld í vor en feit og pattaraleg sá ég að það væri góður tími að farga henni nú í haust. Það má svo segja að hún hafi leikið á mig núna annað haustið í röð.“ Og Guðmundur bætir því við að hann og Skeifa hafi reyndar ást við áður. „Það var fyrir nokkrum árum að það hrá svo við að Skeifa vildi ekki annað lambið sem hún bar. Ég var ákveðinn í því að láta hana ekki komast upp með það og hélt henni hérna heima fram í júlí. Hún var greinilega langt frá því að vera sátt við mig en það gekk þó að lokum að venja lambið undir. Þetta var lítil gimbur sem ég kallaði Ögn og eftir þetta bras ákvað ég að láta hana lifa, þó stærðin væri nú ekki eins og lífgimbrar eiga að vera. Og Ögn hef- ur kunnað að meta þetta þvi núna í haust kom hún með tvö rígvæn lömb af fjalli sem lögðu sig á 17 kíló hvort og þær hafa nú ekki gert það margar betur,“ segir Guðmundur á Eiríksstöðum. -ÞÁ Eldri borgarar snerta tölvur í fyrsta sinn - barátta fyrir tölvukennslu þar sem karlarnir drógu lappirnar DV-MYNDIR JÚLIA IMSLAND. Enginn námsleiði Áhuginn skín úr hverju andliti og þaö er næsta öruggt að kennarinn þarfekki aö minna neinn á aö taka eftir. Auöur Jónasdóttir er aö fara yfír listann hverj- ir hafi mætt. PV, HORNAFIPÐI:____________________ Félag aldraðra á Hornafirði stendur þessa dagana fyrir tölvu- námskeiði og er umsjónarmaður þess Auður Jónasdóttir og kennari með henni á námskeiðinu er Magnea Þóra Guðmundsdóttir, tölvukennari við Heppuskóla. „Ég er búin að berjast fyrir því í tvö ár að fá tölvunámskeið fyrir aldraða en karlarnir í stjórn félags- ins hafa bara dregið lappimar og ekkert gert,“ segir Auður Jónasdótt- ir í spjalli við DV. „Svo var ég svo heppin að fá Hauk Þorvaldsson, tómstundafulltrúa hjá bænum, til Aldrei snert á tölvu fyrr Einar Gíslason (fjær á myndinni) er alsæll með námskeiöiö. Hann seg- ist aldrei hafa snert á tölvu og verið dauöhræddur viö þetta fyrst. Meö Einari er Kristján Ragnarsson. liðs við mig og þá gekk þetta. Ég er rosalega ánægð með námskeiðið og sama er að segja um alla hina þátt- takenduma - það er almenn ánægja og mikiil áhugi. Við fáum aðstöðu i tölvuveri Heppuskóla og námskeið- ið er 15 klst., um einn og hálfur tími i senn,“ sagði Auður. Byrjað er á kennslu í ritvinnslu og svo notkun Internetsins og pósts- ins. Um helmingur hópsins hefur aldrei notað tölvu en þetta gengur alveg ljómandi vel enda er kennar- inn frábær. Auður segir að félagslíf aldraðra á staðnum sé mikið og fjöl- breytt og iþróttir ýmiss konar njóti vaxandi vinsælda. -Júlia Imsland Þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður: Góð útkoma hjá FISK DV, SAUÐÁRKRÓKI: Hagnaður af reglulegri starfsemi hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi á síð- asta rekstrarári var heldur meiri en árið á undan, eða 218 milljónir í stað 185 milljóna, þrátt fyrir að meiri hækkun yrði á rekstrargjöld- um en tekjum milli ára. Þá lækkuðu fjármagnsgjöld talsvert á árinu og skuldir fyrirtækisins einnig, auk þess sem eigið fé jókst. Veltufé frá rekstri er 535 milljónir eöa 22,2% af veltu. Rekstrarár FISK er kvótaárið og ársreikningur liggur nú fyrir. Þar eru helstu tölur þær að rekstrartekj- ur síðasta árs voru 2.403 milljónir og jukust um 0,17% milli ára. Meiri aukning varð á rekstrargjöldum, úr 1703 í 1777 milljónir eða 4,35%. Hagnaður án afskrifta og fjármagns- kostnaðar var 626 milljónir eða um 10% lægri en árið áður. Afskriftir voru eilítið meiri eða 317 milljónir og reiknaðir skattar fimm milljónir í stað tveggja árið á undan. Eignir aukast lítillega milli ára en veltufiármunir talsvert, eða úr 660 milljónum í 724 milljónir. Þá lækka skuldir samtals um 123 millj- ónir og voru nettóskuldir FISK í árslok 1130 milljónir. Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK, segir menn þokkalega sátta miðað við það að ýmsar ytri aðstæður hefðu verið óhagstæðar á síðasta kvóta- og rekstrarári. Oliukostnaður hækkaði til dæmis úr 80 milljónum í 140 milljónir. Afurðir væru seldar í evr- unni og gengi hennar hefði sigið nokkuð. Þá hefðu rækjuveiðar geng- ið fremur treglega og hráefnisverð þar verið í hærri kantinum. Einnig hefðu þorskveiðarnar verið tregar frá vormánuðum og meiri tilkostn- aður til öílunar hráefnis fyrir vinnsluna af þeim sökum. Jón Eð- vald sagði lítil batamerki á lofti, til að mynda virtist olíuverðið enn á uppleið. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.