Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir i ¦f Sjómenn óánægðir með langbylgjuna: Hundleiðir á hámenningunni - sígilda tónlistin flestum til armæðu DV, SAUÐÁRKRðKI: „Sjómenn allra skipa samein- ist!" þannig byrjar áskorun sem skipverjar á Málmey SK-1 eru að senda til flotans þessa dagana en þeir eru að leita eftir samstöðu um að þrýsta á RÚV að breyta útsend- ingum langbylgjunnar. „Við erum orðnir langþreyttir á því að þurfa að hlusta á sífelldar endurtekningar á hámenningar- efni sem Rás 1 býður upp á," segja þeir Málmeyingar og eru afar ósáttir við efhisvalið á langbylg- unni, til dæmis sé klassísk tónlist í meirihluta tónlistarefhis og henti hún engan veginn til hlustunar úti á sjó þar sem hávaði og skarkali sé mikill og menn kjósi frekar léttari tónlist við vinnu sína. „Eins og flestum sjómönnum er kunnugt, sendir Rikisútvarpið út á langbylgju blandað efhi af báðum rásum sinum. Svokölluð sígild tónlist á Rás eitt er send út á lang- bylgjunni sjómönnum og fleiri stéttum til mikiHar armæðu," segja sjómennirnir. Eru flestir sammála um að þarna sé ekki ver- ið að senda út heppilega afþreying- artónlist fyrir vinnandi fólk. Vandséð sé til hvaða hlustenda- hóps er verið að höfða, annarra en sjómanna, þar sem langflestir landsmenn ná sendingum RÚV á FM-bylgjum. Sjómennirnir frábiðja sér þessa tegund tónlistar og skora á for- ráðamenn RÚV að hætta slíkum sendingum á langbylgju. „Flestir þættir á báðum rásum þar sem hið talaða orð er í fyrirrúmi eru vel- komnir á langbylgjuna og mættu vera fleiri," segir í skeytinu frá skipverjum og þeir beina þeim til- mælum til viðtakanda að skeytið verið sent víðar og kvörtunum Vilja stærri Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum átti ásamt fulltrúum frá Fjölbrautaskólanum fyrir skömmu fund með menntamálaráð- herra til að leggja áherslu á nauð- syn þess að hefja undirbúning að stækkun Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Fjölbrautaskólamenn hafa tekið saman ýmsar upplýsingar sem sýna með sterkum rökum fram á mikilvægi þess fyrir alla byggða- þróun á Suðurnesjum að skólinn verði stækkaður. Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd. Frá SSS sitja í nefhdinni Sigurður Jðnsson og Björk Guðjónsdóttir og frá menntamálaráðuneytinu Her- mann Jóhannesson og Karl Krist- jánsson; Nefndin hefur þegar hafið störf. Á fjárlagafrumvarpi fyrir 2001 er gert ráð fyrir 15 milljón króna framlagi til að hefja undir- búningsvinnu. -DVÓ Bændum fækkar á Vesturlandi - 6.513 ærgildi seld DV, VESTURLANDI: Bændur á Vesturlandi hafa selt rikinu um 13% af greiðslumarki í sauðfjárrækt í haust. Niðurskurður- inn er hlutfallslega mestur á Snæ- fellsnesi eða 14%, í Dalasýslu 12% og um 7% í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. Heildargreiðslumark í sauöfé á Vesturlandi var fyrir haustið 59.672 ærgildi en 6.513 hafa verið seld. -DVÓ komið á skiptiborð RÚV eða sent á netfang útvarpsstjóra. -ÞÁ DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON. Leiöinleg langbylgja. Sveinn Anton Jensson og Ágúst Mar- inósson eru helstu forkólfar áskor- unarinnar „Sjómenn allra skipa sam- einisf. Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! YANMAR Sfmi 5681044 ekki miss Mikil i áh útborgunar við arhendingu ? fánum í allt að 60 mánuði fyrsta afborgun í mars 2001 Allir bílar á vetrardekkjum af essu ver&lækkun utsa utsa á notuoufíi bílum frá Ingvari Helgasyni hf og Bílheimum ehf OPIÐ: kl. 9-18 virka daga kl. 10-17 laugardaga Grensásvegi 11 - Sími 588 5300 - www.ih.is - www.bilheimar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.