Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 I>V Utlönd Hófsamir lýsa yfir sigri í sveitarstjórnarkosningum í Kosovo: Vilja sjálfstæði frá Serbíu strax Ibrahim Rugova, leiötogi hóf- samra Albana, lýsti í gær yflr sigri í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í Kosovo og sagði að héraðið ætti skilið að fá sjálfstæðí frá Serbíu strax. Fulltrúar Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að fyrstu bráðabirgðaúrslit sveitar- stjórnarkosninganna, sem haldnar voru á laugardag, yrðu birt í dag. Rugova sagði hins vegar að flokkur hans, Lýðræðisbandalag Kosovo (LDK), hefði farið með sigur af hólmi. Serbneski minnihlutinn í Kosovo sniðgekk kosningarnar. „Ef tekið er mið af bráðabirgðaúr- slitum fékk LDK sextiu prósent at- kvæða," sagði Rugova við frétta- menn í gær. „Þetta er staðfesting og viðurkenning á stefnu LDK." Hann sagði að niðurstaða kosn- inganna veitti Kosovo rétt til að öðl- ast frelsi frá Serbiu, stærsta lýð- Rugova með trefilinn Ibrahim Rugova, leiötogi hófsamra Albana í Kosovo, lýsti yfir sigri í sveitarstjórnarkosningunum. veldi júgóslavneska sambandsríkis- ins. Kosovo hefur verið undir stjórn sérstakrar nefndar á vegum Sam- einuðu þjóðanna frá miðju ári 1999, í kjölfar ellefu vikna langra loft- árása fiugflota Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) á hersveitir Serba og skotmörk í Serbíu. Að þeim árás- um loknum hörfuðu serbnesku her- sveitirnar sem höfðu áður stundað þjóðernishreinsanir gegn albanska meirihlutanum. Formælendur friðargæslusveita NATO sögöu að laugardagurinn hefði verið einhver rólegasti dagur frá því þeir gæsluliðar komu til landsins. Nítján stjórnmálaflokkar Albana í Kosovo vilja allir að héraðið fái sjálfstæði og stundum bar kosninga- baráttan þess merki að fátt annað skipti máli. Kjörsókn Albana var góð og biðu margir klukkustundum saman við kjörstaðina. Krossar og bannaöur þjóöernisfáni í Hvíta-Rússlandi Þúsund Hvít-Rrússar gengu fylktu liöi með krossa og bannaöa fána þjóöernissinna frá höfuöborginni Minsk til nær- liggjandi skóglendis til aö minnst fórnarlamba Jósefs Stalíns og stjórnar hans í Sovétríkjunum. Þúsundir Hvít-Rússa féllu fyrir sovéskum sérsveitum á árunum 1937 til 1941. Færeyjar öölist sjálfstæði í smáskömmtum: Færeyskir stjórnmálamenn lítt hrifnir af tillögum Nyrups Nýjustu hugmyndir Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráðherra Dan- merkur, um sjálfstæði Færeyja falla í grýttan jarðveg meðal færeyskra stjórnmálamanna. Danski forsætisráðherrann til- kynnti eftir að fjórða lota sjálfstæð- isviðræðna færeysku landstjórnar- innar og stjórnvalda í Kaupmanna- höfn rann út í sandinn á fimmtu- dagskvöld að hann vildi taka aftur upp viðræður um nýja skipan mála í Færeyjum. Hann nefndi í því sam- bandi að Færeyingar tækju smám saman yfir málaflokka sem Danir hafa farið með til þessa. „Á þennan hátt endar það með því að Færeyjar fá fullt sjálfstæði," sagði í tillögum Pouls Nyrups. Stjórn og stjórnarandstaða í Fær- eyjum eru ekki hrifnar af tillögum Nyrups. Anfinn Kallsberg, lögmað- Nyrup vekur litla hrifningu Færeyskir stjórnmálamenn eru ekki mjög hressir meö tillögur danska forsætisráöherrans um sjálfstæöi. ur Færeyja, segir að landstjórnin hafi ekki enn gefið það upp á bátinn að sjálfstæðisáform hennar nái fram að ganga á þessu ári. Kallsberg tilkynnti á fimmtudagskvöld að boð- að yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári um sambandsslit við Dan- mörku. Formenn stóru stjórnarandstöðu- flokkanna tveggja í Færeyjum, Joannes Eidesgaard frá Jafnaðar- mannaflokkinum og Edmund Joen- sen frá Sambandsflokkinum, telja ekki að tillögur Nyrups séu rétta leiðin til að koma á nýrri skipan sambandsins miUi Færeyja og Dan- merkur. Flokkarnir tveir hafa báöir lagt fram tillögur um framtíðarskip- an sambands Færeyja og Danmerk- ur. Formennirnir sögðu að þeir vildu fyrst og fremst halda sig við þær en útilokuðu ekki tilslakanir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.