Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 Skoðun X>V Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? Kristinn Guðmundsson nemi: Aö meöaltali 5-7 þúsund kr. á mán- uöi. Jóhannes Gíslason þolfimileiöbein- andi: Ég myndi seg/a um 15 þúsund kr. á mánuöi. Erlendur Sigurösson verslunarstjóri: Um 3 þúsund kr. á mánuöi. María Þórhallsdóttir, vinnur í Nýkaupi: Svona 5-10 þúsund kr. á mánuöi. Iris Rut Marteinsdóttir flugfreyja (Nadía Katrín): Svona 5-7 þúsundum á mánuöi. Sölvi Guðjónsson nemi: Svona í mesta lagi 15 þúsundum á mánuöi. Dagfari Hrafnista (DAS) í Hafnarfiröi Kjarasamningur fallinn úrgildi. Seinagangur í samningaviðræðum - opið bréf til fjármálaráðuneytisins Siguröur T, Sigurösson f.h. Vlf. Hlífar: Gildandi kjarasamningur Verka- kvennafélagsins Framtíöarinnar (nú Verkalýðsfélagið Hlíf) og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs ásamt Hrafnistu DAS er með gildistíma frá 1. maí 1997 - 31. október 2000. Þrátt fyrir að formaður Hlífar hafi ítrekað eftir því leitað við samninga- nefnd ríkisins, að viðræður hæfust um gerð nýs kjarasamnings milli að- ila hefur ekki ennþá af því orðið. Það eina sem skeð hefur í því máli er að aðilar hafa, hvor fyrir sig, lagt fram hugmyndir um kröfur og útskýringar þær varðandi. Seinagangur af hálfu samninga- nefndar ríkisins, hvað varðar fyrr- greindan samning, er með ólíkindum og gengur þvert á allar hugmyndir um viðræðuáætlanir eins og lög gera ráð fyrir þeim, og táknrænt er að það skuli vera fulltrúar ríkisins sem ríða á vaðið með að brjóta þessi tiltölulega nýsettu lög. Það er ekki síður tákn- rænt að á sama tíma og opinberir að- ilar draga lappirnar þegar á að reyna „Mér finnst það, vœgast sagt, hart aðgöngu ef þarf að boða vinnustöðvun eða hóta henni til þess eins að fá eðlilegar umræður um bágborin kjör kvenna á umönnunarstofnun- um hér í Hafnarfirði. “ að hækka lág laun starfsfólks á um- önnunarstofnunum, þá skuli þeir aug- lýsa á pólsku eftir starfsfólki. Mjög erfltt er að koma skilaboðum til samninganefndarinnar því sima- þjónusta í síma 5609340, þar sem sagt er að hægt sé að ná i Gunnar Bjöms- son, formann samninganefndar ríkis- ins, er með slíkum ólíkindum að þar er jafnvel neitað að taka við eðlilegum skilaboðum til formannsins varðandi kjarasamning, sem er að því kominn að renna út. Ég hef verið viðloðandi gerð kjara- samninga síðan á miðjum sjötta ára- tugnum, en þetta er í fyrsta sinn sem ég kynnist því persónulega að starf- andi samninganefnd reyni ekki að ná samkomulagi áður en kjarasamning- ur rennur út. Mér fmnst þaö, vægast sagt, hart aðgöngu ef þarf að boða vinnustöðvun eða hóta henni til þess eins að fá eðlilegar umræður um bág- borin kjör kvenna á umönnunarstofn- unum hér i Hafnarflrði. Nú eru aðeins þrír virkir dagar þangað til að fyrrgreindur kjarasamn- ingur fellur úr gildi. Finnst fulltrúum rikisins eðlilegt að hunsa áfram beiðnir Verkalýðsfélagsins Hlífar um viðræður? Sé svo þá er það miklu heiðarlegra af hálfu samninganefndar ríkisins að hún staðfesti það opinber- lega, svo að konumar sem vinna sam- kvæmt þessum samningi geti farið að gera viðeigandi ráðstafanir. Verkalýðsfélagið Hlíf telur eðlilegt að upplýsa félagsmenn sína um þá al- varlegu stöðu sem fyrrgreint samn- ingamál er komið i og hvers vegna svo er komið. Til þess að koma þeim upplýsingum, m.a. þessu bréfi, sem fyrst á framfæri til félagsmanna sinna, mun félagið að sjálfsögðu nota alla tiltæka fjölmiðla. Skattahækkun vegna kennaranna? Einar Kristjánsson skrifar: Fram hefur komið í fréttum að óvanalega mikill afgangur sé hjá rík- inu vegna góðærisins, og afgangur á ríkissjóði á næsta ári samsvari ríflega 100 þúsund krónum á hvem lands- mann. Sannleikurinn er auðvitað sá að fjármálaráðherra hefur enga heim- Od til að halda þessum afgangi að fullu, án þess að skila verulegum hluta þessara Ijármuna til skatt- borgaranna, þeirra hinna sömu og unnu fyrir þeim. Landsmenn hrópa því að vonum ákaft: skattalækkun, skattalækkun. „Hætt er við að ef kennarar standa fast á tveimur launa- hækkunum eins og þeir túlka þœr nú, þá verði aðeins um að ræða skattahækkanir á allan almenning. “ Stór hluti kennara, þ.e. þeir í fram- haldsskólunum vilja líka sinn hlut, en í formi launahækkana. Hvernig á að samræma þetta tvennt; launahækkun kennara og skattalækkun til fólksins? Hætt er við að ef kennarar standa fast á tveimur launahækkunum eins og þeir túlka þær nú, þá verði aðeins um að ræða skattahækkanir á allan al- menning. Eru nú allir búnir að gleyma kenn- urunum sem ekki skiluðu aftur of- greiddum eða ofteknum launum sem ríkið sendi þeim vegna mistaka? Ég segi því við kennara: Ef þið dragið helming launakrafna ykkar til baka, og hvetjið sjálftökumenn í ykkar hópi til að skila ofgreiddu laununum, þá mun allt hitt veitast ykkur að auki; eðlilegar launahækanir og skatta- lækkanir sem allir landsmenn eiga kröfu á. Skilja þeir ekki...? íbúar Dalvíkurbyggðar kunna greinilega ekki gott að meta. Nú, þegar þeir Samherjamenn á Ak- ureyri hafa lagt lykkju á leið sína og komið í þennan litla kaupstað við nyrstu strönd til bjarg- ar atvinnulífi staðarins, leyfa heimamenn sér að lýsa yfir áhyggjum af því að störfum í bænum ' muni fækka. Þeir leyfa sér að halda þvi fram að Samherjamenn séu einungis að sækjast eftir 10 þúsund tonna kvóta þeirra og muni fara með hann burt úr bænum en sjáliir muni þeir einung- is lepja dauðann úr skel í framtíðinni. Þeir ættu að vita betur. Muna þeir t.d. ekki þegar Samherjamenn komu sem frelsandi englar til ísafjarðar um árið og björguðu þar með einu pennastriki útgerðinni í bænum þegar þeir keyptu aflaskipið Guðbjörgina, hvers útgerð var á vonar- völ, og störfum fjölgaði í bænum í kjölfarið? Og hvers eiga KEA-menn að gjalda? Fólk í Dal- víkurbyggð er með einhvem pirring út í forsvars- menn Kaupfélags Eyflrðinga vegna þess að þeir eru að taka þátt í því með Samherjamönnum að bjarga atvinnulífinu í Dalvíkurbyggð með því að selja Samherja hlutabréf sin i BGB-Snæfelli. Er ekki for- maður KEA, þessa bjargs atvinnulífsins í Eyjafirði, margbúinn að lýsa því yfir að störfum á Dalvík muni ekki fækka þótt Samherji eignist nær öll hlutabréf i útgerðinni og flskvinnslu á Dalvík og Þeir leyfa sér að halda því fram að Sam- herjamenn séu einungis að sækjast eftir 10 þúsund tonna kvóta þeirra og muni fara með hann burt úr bœnum en sjálfir muni þeir einungis lepja dauðann úr skel í framtíðinni. KEA verði um leið stærsti einstaki hluthafmn í Samherja? Vita Dalvíkingar ekki að Kaupfélag Ey- firðinga verður áfram sem hingað til rekið með hagsmuni fólksins að leiðarljósi? Vita þeir ekki að KEA, sem er svo nátengt Framsóknarflokknum, fann upp kjörorðin „fólk í fyrirrúmi" og lánaði flokknum sínum fyrir síðustu kosningar? Vita Dal- víkingar ekki að KEA hefur ekkert annað að leið- arljósi í sínum rekstri en hagsmuni fólksins eins og viðvarandi taprekstur fyrirtækisins undanfar- in ár sýnir svo ekki verður um villst? Nei. Dalvíkingar eiga ekki að vera með neinar áhyggjur. Að vísu er forstjóri Samherja farinn að tala utan í það að skipin sem gerð hafa verið út frá Dalvík verði seld en það sé ekki ákvörðun Samherjamanna heldur hafi fyrri eigendur út- gerðarinnar á Dalvík verið búnir að ákveða það og við það verði að standa. Samherjamenn geta ekki verið að taka fram fyrir hendumar á fyrri eig- endum útgerðar á Dalvík í þeim efnum. Og hafa ekki Dalvíkingar tekið eftir því hvað stjómarfor- maður Samherja hefur verið að segja í íjölmiðlum að undanfómu? Hann hefur lagt á það áherslu að störfum í Dalvíkurbyggð muni ekki fækka „vegna sameiningar BGB-Snæfells og Samherja". Þurfa Dalvíkingar frekari vitnanna við? Nei. Þeir eiga að skilja það að hinn frelsandi engill Samherji er kom- inn til bjargar atvinnulifinu og hefur fengið vængi að láni frá Kaupfélagi Eyflrðinga til að tryggja að það takist. Þótt því fylgi að Samherji verði að taka að sér 10 þúsund tonna kvóta Dalvíkinga til ráðstöf- unar sætta menn í höfuðstöðvum fyrirtækisins sig við það, það fylgir þessu bara. Björgum Mývatni Ásmundur Geirsson skrifar: Ég vil skora á alla sanna um- hverflsvemdar- menn að láta til sín heyra í fjöl- miðlum og annars staðar og mótmæla kröftuglega fyrir- hugaðri leyfisveit- ingu fyrir áfram- haldandi kísilgúr- námi úr Mývatni. Kísilgúrvinnsla - dauðadóm- ur? Náttúruvísindamenn, erlendir sem innlendir, telja það dauðadóm yfir líf- ríki vatnsins ef hafm verður dæling úr Syðri-Flóa. Þótt þeir hafi orðað skýrslur sínar varfærnislega, verður ekki annað af þeim ráðið en þetta. Þakkir til þeirra sem hafa mótmælt kísilgúrvinnslunni, þeir eru bara alltof fáir. Þeir sem fylgjandi em hafa því miður vaðið uppi með órökstudd- ar klisjur og rógburð um virta vís- indamenn. Mál er að linni. Karlar í vændinu Helga Benediktsdðttir skrifar: Þann 23 þ.m. las ég pistil í lesenda- dálki DV þar sem vakin var athygli á mjög grófum myndum af ungri stúlku í blaðinu Bleiku og bláu. Ég sá þetta blað og tek undir með bréfritara, að þessar myndir em ekki við hæfi, og þær era siðlausar með öllu. í blaðinu er og grein eftir 25 ára vændiskonu sem segir frá viðskiptum sínum við stóran hóp giftra manna, þar á meðal prest og prófessor, svo og við stjórn- málamann sem oft sést í sjónvarpsvið- tölum. Hún segir frá bakhúsi við Laugaveg þar sem allt niður í 15 ára stúlkur selja sig fyrir dóp. Það er ekki furða, þótt sorinn sé látinn viðgangast þegar þeir sem gætu gert eitthvað til að uppræta óþverrann eru sjálflr á kafi í spillingunni og jafnvel nýta sér ógæfu þessara unglinga. Við megum þó ekki loka augunum fyrir því sem er að gerast. Ég skora á þá valdamenn sem ekki era í sukkinu sjálfir að upp- ræta þetta og hreinsa sitt mannorð í leiðinni, því allir liggja undir grun þegar engin nöfn eru nefnd, og maður spyr því sífellt: Skyldi það vera þessi, eða þessi? Við Nauthólsvík Borgarfulltrúar gæti sín á atkvæöa- missinum. Enga nýja flugstöö Sigurgeir Jónsson skrifar: Nú heyrum við að samgönguráð- herra undirbúi nýja og mikla bygg- ingu fyrir flug- og bílaþjónustu í grennd við Nauthólsvíkina. Ef bygg- ing þessi á að vera einkaframkvæmd og ekki í eigu ríkisins, hví er þá sam- gönguráðherra að koma nálægt undir- búningnum og skipa nefnd um málið? Þar sitja m.a. einn Flugleiðamaður (þótt nú væri!), nokkrir borgarfulltrú- ar, verkfræðingur og einn hótelstjóri (af landsbyggðinni!!). Ég vona bara að borgarfulltrúamir a.m.k. þekki sinn vitjuartíma og veiti þessari ótíma- bæra og ónauðsynlegu framkvæmd eða öðrum á svæðinu ekki brautar- gengi. Geri þeir það ekki, skulu þeir ekki láta sér detta í hug að fá nein at- kvæði á ný frá þeim sem málið varð- ar mest. Reykvíkingum sjálfum. Afc DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.