Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Page 15
15 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000_____________ 13 V_________________________________________________________________________________________ Meniúng Sala á íslenskum bókmenntum til erlendra forlaga: - eða bara frami? Guömundsson. Siguröardóttlr. Fréttir af slagsmálum erlendra útgefenda á bókamessunni í Frankfurt um skáldsögu Hall- gríms Helgasonar, 101 Reykjavík, hafa lífgaö gamlar vangaveltur manna á milli um hvað það þýði að fá bók útgefna erlendis. Verður maóur ríkur? Eða verður maóur bara heimsfrœgur um allt ísland? „Fyrsti verulega stóri samningurinn sem ég gerði var um Djöflaeyju Einars Kárasonar í Noregi," segir Halldór Guómundsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar. „Þetta var 1991 á bókamessunnni í Gautaborg. Einar hafði þá fengió rosalega fina dóma í Svíþjóð, nýr Stein- beck og allt þetta, og var stjarna á messunni. Öll norsku forlögin sem ekki höfóu sýnt íslenskum bókmenntum áhuga í mörg ár komu hlaupandi og þá hélt ég uppboð á útgáfurétti í fyrsta sinn. Sá samningur var tífalt hœrri i fyrirfram- greiöslu en venja er á Noróurlöndum. “ Meðal annarra íslenskra höfunda sem hafa fariö á slík „uppboö“ má nefna Kristínu Marju Baldursdóttur en tvö stór þýsk forlög buöu alla Frankfurtarmessuna í fyrra til skiptis í skáld- sögu hennar, Mávahlátur. Slíkt er ekki algengt en afar hagstœtt fyrir gjaldeyrisreikninga höf- undar og þjóöar. Þýðingasamningur snýst einkum um þrjú at- riði: Fyrirframgreiðslu, prósentur af seldum ein- tökum sem fara stighækkandi eftir því sem meira er selt og afleiddan rétt, þar á meðal réttinn til að gefa út í bókaklúbbi, kilju, hljóðbókum og svo framvegis. í samnmgum er til dæmis algengt að útgefandi megi selja þriðja aðfla bókaklúbbsrétt- indi gegn því að 60% greiðslunnar komi til heima- lands höfundar. Sala á útgáfurétti í kilju eða bókaklúbbi skiptir verulegu máli. Innbundna útgáfan er nánast bara til að afskrifa þýðingarkostnaðinn en fyrir kilju- réttinn koma alvörupeningarnir, eins og einn út- gefandi orðaði það. Þegar þýska stórútgáfan Ber- telsmann keypti á uppboði kiljuréttinn á Englum alheimsins og Heimskra manna ráðum af Hanser- forlaginu þá skipti upphæðin mibjónum - sem skiptast að vísu milli þriggja aðila: höfundarins (45%), erlenda forlagsins (40%) og innlenda for- lagsins eöa umboðsaðila (15%). Enn hefur kynn- ingin á íslenskum bókum erlendis ekki staðið undir sér fjárhagslega hjá forlögunum íslensku en nálgast það núna með vaxandi fjölda kiljusamn- inga. Kostur fyrir alla aðila er að tíminn milli frumútgáfu og kiljuútgáfu er að styttast, til dæm- is er 101 Reykjavik kominn út bæði innbundin og í kiiju í Svíþjóð og hefur runnið út í kilju. Forlagið skiptir máli ■■■ Enn er kiljuútgáfa þó undantekning, flestar bækur koma aðeins út einu sinni og í litlu upp- lagi. Það kostar minnst hálfa milljón að þýða með- alskáldsögu og iðulega koma styrkir frá heima- landi höfundar. Bókmenntakynnmgasjóður styrk- ir flestar þýðingar á íslenskum bókum sem koma út erlendis, ella væri kostnaður of mikill til að freista erlendu forlaganna. „Fyrirframgreiðsla hieypur á 50-250 þúsund krónum," segir Jóhann Páll hjá JPV forlagi, „síðan á að greiða prósentur ■ þegar bókin hefur selst fyrir meira en þá upp- hæð.“ Þær eftirstöðvar segja höfundar að sé erfitt að innheimta frá litlum forlögum erlendis en þau stóru gera skil reglulega án eftirgangsmuna. Því getur skipt miklu máli að bók komi út hjá alvöru- forlagi. Við spurðum útgefendur hvort þetta væru þá eiginlega bara vasapeningar sem höfundar eru að fá fyrir verk sín erlendis, ef þau koma ekki út í kilju? „Ja, enginn hefur enn orðið fokríkur á þessu,“ segir Halldór Guðmundsson . „Engin íslensk bók hefur orðið alger bestseller erlendis en ýmsir hafa haft ágætar aukatekjur af þessu." Fyrsti ungi íslenski rithöfundurinn sem varð verulegt nafn í útlöndum var Einar Már í Dan- mörku. Hann er meðal þekktustu og vinsælustu erlendu höfundanna þar í landi og fær konung- lega meðhöndlun þegar ný bók kemur út eftir hann. Framan af voru þetta engir risasamningar í peningum en skiptu auðvitað miklu þegar fram í sótti. Þaðan fær hann regluleg höfundarlaun af því alltaf er verið að endurútgefa bækur hans, gefa hann út í kiljum, hljóðbókum eða stórbókum. ...og markaðssetning „Það er ekki alltaf sniðugt að pína fyrirfram- greiðsluna mikið upp,“ segir Halldór. „Hugmynd- in með henni er að hún sé það mikil skuldbinding að forlagið verði að reyna að selja bókina til að hafa upp í hana. En erlendir agentar eiga það til að pína hana upp í slíkar hæðir aö ef bókin geng- ur ekki vel þá vill viðkomandi forlag aldrei sjá þennan höfund aftur. Við létum fyrirframgreiðsl- una ekki verða aðalmálið í sölunni á Hallgrími heldur gerðum við kröfu um að forlagið segði hvernig það ætlaði að markaðssetja bókina. Það er afar mikilvægt ef þetta á að verða varanlegt.“ - Hefur kannski obbinn af þessum bókum fall- ið dauður af því þeim var aldrei dreift almenni- lega? „Ekki vil ég segja það, en mér hefur stundum fundist eins og forlögin setji bara sjálfstýringuna á. Þeim fmnst fint að hafa íslenska bók í katalógn- um sínum og þeir fá þýðinguna greidda héðan þannig að þeir geta ekki tapað stórt, en maður finnur að hugur fylgir ekki máli. Það sem okkur skortir er einmitt að bækurnar seljist í stærri upplögum." Thor og Svava ruddu brautina Mikil breyting varð á viðhorfum erlendra útgef- enda til íslenskra samtímabókmennta með góðu gengi skáldsögunnar Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson eftir að hún hlaut Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Hún kom strax út á Norð- urlöndum og seldist vel, einkum, í Svíþjóð, og hef- ur alls komið út í níu löndum. Sú bók og Gunnlað- arsaga Svövu Jakobsdóttur sem hefur komið út í sjö löndum ruddu brautina fyrir þá yngri. Einnig sagðist Halldór Guðmundsson hafa - sér til mik- illar ánægju - oröið var við endumýjaðan áhuga á Halldóri Laxness meðal erlendra útgefenda á bókamessunni núna. Útgáfa erlendis deilist nú orðið á miklu íleiri lönd en áður og áhuginn er bæði meiri og almenn- ari. Einar Már hefur þegar hér er komið sögu selst til flestra landa - Englar alheimsins hafa komið út i fjórtán löndum en 101 Reykjavík mun dreifast eins víða ef að líkum lætur. Meðal ann- arra topphöfunda okkar erlendis er Einar Kára- son sem lagði snemma undir sig Þýskalandsmark- að. Vigdís Grimsdóttir er mest seldi íslenski höf- undurinn i Svíþjóð og meðal þekktustu erlendra höfunda þar í landi. Guðbergur Bergsson hefur sótt verulega í sig veðrið með Svaninum, ekki síst á Spáni. Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðar- dóttur fór viða og ekki á hverjum degi sem erlend kvikmyndafyrirtæki kvikmynda íslenska skáld- sögu - þó að bíómyndin hafi floppað. Ólafur Jó- hann Ólafsson hefur gengið vel í Bandaríkjunum og jafnvel betur í Englandi, Fyrirgefning synd- anna seldist í tugum þúsunda eintaka þar. Og ef við horfum til framtíðar þá má nefna rakettuna Andra Snæ Magnason og fóður Blíðfinns, Þorvald Þorsteinsson... Leiklist List hugarflugsins Ofviðrið eftir Shakespeare fjallar um mátt orðsins eins og frumleg og snjöll leikmynd Sigurðar Kaisers fyrir Nemendaleikhúsið har glöggt vitni um. Þar eru orð og bækur hvarvetna, enda þaðan sem Prospero hertogi fær kraft sinn. Hann hefur dvalið í útlegð á af- skekktri eyju í tólf ár, hrakinn þangað af bróður sínum - sem í uppsetningu Nemendaleikhússins er orðinn að systur - hans einu fé- lagar eru Míranda dóttir hans og Kaliban hinn innfæddi auk ótal loft- anda sem Prospero íjötrar með orðsins kynngikrafti og fær til að gera hvað sem er fyrir sig. Verkið hefst á því að Prospero seiðir til sín skip systur sinnar og konungsins í Napolí með því að magna upp ofboðslegt óveður og gengur leikurinn svo út á að hrekkja skipbrotsmennina á allan hátt. Hugmyndin er góð og þótt at- burðarás sé ekki flókin koma á móti allar furðumar sem engan enda taka frá höfundar hendi og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri og fjórða árs nemamir hans nýta sér til fullnustu. Veröldin sem Prospero sýnir gestum sínum er sýndarheimur og verkið í heild svo póst- módemt að það gæti verið samið í vikunni sem leið. í samræmi við þetta er sýningin ein sam- felld óvænt uppákoma og vísar í allar hugsan- legar áttir. Til dæmis eru tónlistaratriöi sótt jafnt í smiðju Mozarts og þungarokkara; eitt minnir á söngleikinn Kabarett, annað á Vesal- Lára Sveinsdóttir sem umvandarinn Aríel „Ekkert má hér til varnar ve'röa nema iörun og afturhvarf til hreinna lífs!“ ingana. Og allt sungið við texta meistarans á lipurri og hljómfagurri íslensku Helga Hálfdan- arsonar. Fyrstu útskriftamemendur leiklistardeildar Listaháskóla íslands geta eiginlega allt, leikið, sungið, sýnt fimleika. Best var hvað þeir fóru fallega með innihaldsríkan texta Shakespeares sem oft er svo nútímalegur að maður hrekkur við og hugsar: Þetta hlýtur að vera viðbót hóps- ins! Fremstir meðal jafningja voru Bjöm Hlynur Haraldsson sem var glæsilegur í hlutverki Prosperós og fór aðdáunarlega vel með þann mikla texta sem lagður er honum í munn og Björgvin Franz Gíslason sem lék af nautn villimanninn Kalíban. Lára Sveinsdóttir var ynd- islegur Ariel loftáifur og breytti um gervi eins og hugur Prosperós mælti fyrir um. Elma Lísa Gunn- arsdóttir var sakleysið sjálft í hlut- verki Míröndu og Nína Dögg Filipp- usdóttir fiærðin holdi klædd í hlut- verki hinnar illu systur. Hún lék líka fiflið Trinkúló og voru atriði þess með Stefanó bryta, sem Gísli Örn Garðarsson lék, brjálæðislega skemmtileg. Kristjana Skúladóttir var háttvís sem ráðgjafinn Gonsala og Víkingur Kristjánsson, sem lék Alonsó Napólíkonung og Ferdínand son hans, var ekki í vandræðum með að klóna sig. Öll brugðu þau sér svo í önnur gervi þegar þörf krafði í cybercity. Ofviðrið er ung sýning og kannski tapast einhverjar dýptir textans vegna þess, en hún er heillandi lista- verk. Silja Aðalsteinsdóttir Nemendaleikhúsiö sýnir í Smiöjunni: Ofviöriö eftir W. Shakespeare. Þýöandi: Helgi Hálfdanarson. Leikmynd og búningar: Siguröur Kaiser. Ljós: Egill Ingibergsson. Hljóömynd: Haraldur V. Sveinbjörnsson. Tónlist gyöj- anna: Hreiöar Ingi Þorsteinsson. Leikstjóri: Rúnar Guöbrandsson. DV-MYND PJETUR „Á ströndinni" er eitt fyrsta málverk Gauguins frá Tahiti og sýnir barnunga ástkonu hans í tveimur uppstillingum. Galinn Gauguin Á dönsku er nýkomin ut bókin Fyrir og eftir (Fer og efter) sem geymir minningabrot og játningar málarans heimsþekkta Pauls Gauguins sem lést á afskekktri Kyrrahafs- eyju, öllum gleymdur, árið 1903, aðeins 54 ára. Síðustu árin var hann langt leiddur af sýfilis, fátækt og eiturlyfjaneyslu, beiskur og reiður og fannst allir hafa yfirgefið sig, eins og berlega kemur fram í endurminning- unum. Önnur mynd af lífi hans kemur þó fram í sjálfsævisögunni Nóa Nóa sem kom út á íslensku árið 1945 í þýðingu Tómasar Guðmundssonar. Þar verður líf hans innan um innfædda á Tahiti einn unaður og mál- verkin hans staðfesta lýsinguna á Paradís á jörð. Megineinkenni þeirrar Paradísar er samkvæmt seinni bókinni kvenfólk - og einkum kvenbörn - sem maður fær til af- nota fyrir eina appelsínu. Gauguin var vel metinn og sterkefnaður verðbréfasali í París fram undir þrítugt. Þá sýndi hann sitt fyrsta málverk og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann var kvæntur danskri konu sem neitaði að fara með hon- um til Tahiti árið 1891 - enda hefur hann mergjuð orð um hug sinn til Dana í endur- minningunum. Þar eru sömuleiðis mergjaö- ar lýsingar á vináttu hans og Vincents van Goghs, meðal annars á sambúð þeirra í Arles 1888 þegar þeir máluðu í kapp við vax- andi geðveiki van Goghs. Endirinn á þeirri sambúð varð sá að van Gogh réðst á Gaugu- in með rakhníf en skaðaði hann þó ekki, skar hins vegar eyrað af sjálfum sér með rakhnifnum seinna sama dag... ART 2000 Það merkasta Raf- og tölvutónlistarhátlðinni ART2000 lauk á laugardagskvöldið og er mál manna að hún hafi tekist með miklum ágætum. Haft er eftir ágætu tónskáldi og tónlistarmanni að hún sé það merkileg- asta sem M-2000 hefur staðið fyrir á árinu - og er þá töluvert sagt. Ekki var þar að- eins fram borið margt af því mest spenn- andi sem er að gerast í nútímatónlist heldur voru meðal fyrirlesara þekktustu menn í sínu fagi og prófessorar við topp- háskóla í Bandaríkjunum. Sagt er að margir hafi komið hingað fyrir orð Hilm- ars Þórðarsonar tónskálds sem þekkir þá persónulega. Hópurinn sem sótti viðburðina í Saln- um var ekki stór en gífurlega áhugasam- ur. Þetta var að meirihluta ungt fólk, jafn- vel unglingar, enda framtíðin falin í þess- um tónum... Ný Bítlabók Ríflega 400 bækur hafa verið gefnar út um bresku hljómsveitina The Beatles síðan 1963 (ekki mikið miðað við 120.000 bækur um Hitler síð- an í stríðslok!) en nýlega kom ein í viðbót sem sætir tíöindum. Hún er eftir eftirlifandi Bítlana þrjá, Paul, George og Ringo, og þar segjast þeir segja söguna alla... The Beatles Anthology heitir bókin, hún er stór og mikil og rækilega skreytt um 1200 að mestu áður óbirtum myndum. Gátuna miklu um hvers vegna þessi vin- sælasta hljóm- og söngsveit allra tíma hætti leysa þeir í bókinni á afar fyrirsjá- anlegan hátt. Það var allt John aö kenna. Cassel and Co gefur bókina út. Nokkur eintök hafa borist hingað til lands og kost- ar hvert þeirra tæpar 7000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.