Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 16
¦tt 16 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 33 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jonas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstooarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, bla&aafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númcr: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Wsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvrltst@ff.ls - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugcrö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og [ gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lœkkun skatta Engin ríkisstjórn hefur haft meira svigrúm til að gera róttækar breytingar á skattakerfinu og lækka skatta á al- menning og fyrirtæki en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Staða ríkissjóð hefur að líkindum aldrei verið betri og því væri það óskynsamlegt en um- fram allt ósanngjarnt ef ekki væri hugað að því að skila almenningi og fyrirtækjum hluta af þeim fjármunum sem ríkissjóður hefur tekið. Geir H. Haarde fjármálaráðherra er að þessu leyti í öfundsverðri stöðu. Hann getur leyft sér að framkvæma það sem hann hefur alla tíð staðið fyrir í stjórnmálum; lækkun skatta og takmörkun ríkisumsvifa. Ríkisstjórnin tilkynnti síðastliðinn fóstudag að barna- bætur yrðu hækkaðar í áföngum á næstu þremur árum auk þess sem dregið yrði úr tekjutengingu. Með þessu er verið að standa við loforð sem gefið var í tengslum við kjarasamninga og gott betur. Lækkun skatta er alltaf fagn- aðarefni en ekki skiptir síður máli að stefnt skuli að því aö minnka tekjutengingu barnabóta. Skattkerfi sem bygg- ir á umfangsmiklum tengjutengingum, líkt og íslenska skattkerfið gerir, er ekki aðeins óhagkvæmt heldur ósann- gjarnt. Hækkun barnabóta er hins vegar léttvæg þegar litið er á heildina, en ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýnir að vilji er til að láta almenning njóta góðrar afkomu ríkissjóðs. Þá hefur Davið Oddsson forsætisráðherra lýst yfir vilja til að fella niður eignarskatta, enda slíkt réttlætismál. Viðskiptablaðið hvatti til þess í úttekt síðastliðinn mið- vikudag að skattar yrðu lækkaðir umtalsvert og bendir á einfalda staðreynd: „Fjármálaráðuneytið telur að af 30 milljarða króna afgangi skv. frumvarpi til fjárlaga næsta árs séu um 15 milljarðar tekjuauki vegna góðærisins, en 15 milljarðar séu „raunverulegur" afgangur sem halda muni sér í venjulegu árferði. Samkvæmt því virðist því vera svigrúm til að lækka skatta um að minnsta kosti 15 milljarða króna strax á næsta ári án þess að grípa til nokkurs niðurskurðar eða endurskipulagningar á starf- semi ríkisins." Tekjur ríkissjóðs af sköttum á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað verulega á undanförnum árum. Viðskipta- blaðið bendir á að í nýútkominni skýrslu um samkeppnis- hæfhi landa komi fram að skattar á meðaltekjur hér á landi séu með því hæsta sem þekkist. Aðeins Danir eru með hærri skattprósentu á meðaltekjur en 59 lönd eru í úrtaki skýrslunnar. Þessi staðreynd ætti að vekja forystu- menn stjórnarflokkanna til umhugsunar og brýna fjár- málaráðherra til góðra verka. Viðskiptablaðið bendir á marga skatta á einstaklinga og fyrirtæki sem vert sé að lækka eða fella niður en telur að flest rök hnígi að því að mikilvægast sé að lækka skatta á lögaðila. „Skattalækkanir til heimilanna eru líklegri til þess að hafa þensluhvetjandi áhrif og lækkaðar álögur á lögaðila myndu hjálpa fyrirtækjunum við að standast þrýsting til verðhækkana vegna kostnaðarhækkana að undanförnu." Blaðið leggur til að skattar verði lækkaðir um nær 14.700 milljónir króna og munar þar mestu um niðurfellingu stimpilgjalda, lækkun skatthlutfalls lögaðila og lækkun tryggingagjalds. Þá minnir Viðskiptablaðið enn og aftur á þá staðreynd að hátekjuskatturinn hafi átt að vera tímabundinn skattur. Tillögur Viðskiptablaðsins í skattamálum eru skynsam- legar og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra gerði margt vit- lausara en að hrinda þeim í framkvæmd. Óli Björn Kárason lo^r Skoðun Heilbrigðisþ j ónustan: Einkavæðing - sameining Sjálfstæðisflokkurinn virð- ist þessa dagana takast á við skipulagsmál heilbrigðisþjón- ustunnar. Reykjavikurbréf Morgunblaðsins fjallaði um daginn um þetta mál og þar er oft tekið á málum með at- hyglisverðum og fróðlegum hætti. Að mínu viti geta einkarekstur og ríkis- eða sveitarfélagarekstur á heil- brigðisþjónustu vel átt sam- leið við ákveðnar aðstæður. í okkar þjóðfélagi eru þó ákveðin takmörk fyrir slíkri samkeppni, takmörk sem kunna vera rýmri í stærri samfélögum. Auðvelt kann að vera að einkavæða eða dreifa heilbrigðisþjónustu sem er þess eðlis að sjúklingar eru margir, að- gerðir eða meðferðir tíðar og kostnað- ur vegna tækja viðráðanlegur. í þeim tilvikum þegar um er að ræða sjúk- dóma með litla tíðni, fáa sjúklinga á ári, getur samkeppni beinlínis skaðað bæði sjúklinga og samfélag. Ör þróun og aukin sérhæfing Ör þróun innan læknisfræðinnar Gttðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur aö hefur leitt af sér sérhæfðan og dýran tækjabúnað sem stöðugt er endurbættur. í fá- mennu landi er ógjörningur að fjárfesta i mörgum tækj- um af sama tagi þegar þörf er bundin við fáa einstaklinga. Slíkt mundi aðeins verða til þess að við drægjumst aftur úr. Mikil fjárfesting í ákveðn- um tækjabúnaði og aðstöðu leiðir til þess að önnur tæki og aðstaða yrði að biða. Það þýðir aftur að við gætum ~ ekki veitt þjónustu í sam- ræmi við það besta sem gerist. Það liggur því beint við að þar sem um er að ræða sjaldgæfa sjúkdóma, fáa sjúk- linga og dýr tæki og aðstöðu er sam- þjöppun þjónustu nauðsyn. Nútíma þjóðfélag kallar á sér- hæfingu Dreifing umfangsmikillar almennr- ar þjónustu virðist við fyrstu sýn vera tilvalin og leiða til samkeppni. Þá er þess að gæta að dreifmg gerir erflðara um vik með sérhæfingu. Tökum til dæmis geðlækningar. Er nokkur „Öruggt og traust eftirlit ætti að tryggja hag sjúklinga. En tvöföldun tækjakosts, mannafla og aðstöðu í há- tœknigreinum þar sem fjöldi aðgerða er lítill eða sam- keppni sem leiddi til minni sérhœfingar vœrí óvit." ástæða til þess að sameina geðdeildir tveggja sjúkrahúsa? Er það ekki dæmi um þjónustu sem hentar að dreifa, veita víða og e.t.v. koma á samkeppni? Vel má vera en geðsjúkdómar eru margs konar. Á minni deildum geta læknar ekki sérhæft sig til að takast á við ákveðna sjúkdóma. Þeir verða að leysa þau vandamál sem að höndum ber. Það liggur í augum uppi að sérhæf- ing hlýtur að leiða til bestu þjónustu Af menningarhátíðum Erlend nemönd (meiraðsegja barna- barn Kjarvals og Louisu Matthíasar- dóttur!) hélt hjá mér fyrirlestur um ís- lenska myndlist og talaði um hvað hún væri alþýðleg; allir tjáðu sig um mynd- list, keyptu hana og hefðu á henni skoðanir, öfugt viö New York þar sem myndlistin væri einungis ætluð út- völdum. Þarna hafði ég á einum mánuði tek- ið (með einum eða öðrum hætti) þátt í þremur menningarhátíðum: bók- menntahátíð, kvikmyndahátíð og Smekkleysuhátíðinni Orðið tónlist. AUar eru þessar hátíðir partur af dag- skránni á menningarborgarári Reykja- víkur. Eftir þetta hátíðamaraþon - og orð stúlkunnar - fór ekki hjá því að ég færi brjóta þreyttan heilann (alltaf hættulegt) um menningu, menningar- borg og hvort ekki fyndust djúpir neð- anjarðarhellar þar sem gleyma mætti allri menningu. (Heimilið er í rúst vegna ofneyslu menningar, gæludýrið að lotum komið vegna vanrækslu og fjólskylda og vinir búnir að gleyma því að ég sé til.) „Seif" uppákoma Allar voru þessar hátíðir ólíkar, „Og góðborgararnir nikka virðulega kolli hver til ann- ars í lok árs, ánœgðir með sjálfa sig og borgina sína, ör- uggir í þeirrí vissu að menningin er traust, góð og um- fram allt íföstum skorðum." Með og á móti allavega hvað varðaði inni- hald - bókmenntir, kvik- myndir, tónlist, en það sem sló mig mest voru hinar ólíku nálgunarleiðir á sam- setningu menningarveislu- borðsins. Bókmenntahátíðin var á allan hátt ákaflega „seif' upp- ákoma. Þarna fékk bók- menntaþjóðin á einu bretti fjölbreytt úrval viðurkenndra höfunda og gat notið þeirrar ánægju að hlusta á þá lesa úr verkum sinum eða spjalla á pallborðum við fræðifólk og rithöf- unda. Allt var þetta með ákaflega fínu menningarlegu yfirbragði, ekkert kom á óvart: þarna var búið að búa til ör- uggan menningarpakka sem var rétt matreiddur ofan í rétta markhópinn og tókst með afbrigðum vel til. Kvikmyndahátíð hafði sama yfir- bragð öruggrar markaðssetningar menningar. Almenningur skundaði hlýðinn í bió, enda búið að margsegja honum að kvikmyndahátíð sé eini tím- inn sem óhætt sé að fara í bíó, stundin sem menningarvitinn lýsir upp myrkviði afþreyingarinnar. í opnunar- ræðum hátíðarinnar var þetta undir- strikað, kvikmyndahátíð býður upp á gæðamyndir sem eru eitthvað allt ann- að en afþreyingarfóðrið. Gæðamerki á jakkaboðungn- um Það var því óneitanlega nokkuð at- hygli vert að opnunarmyndin sjálf, Crouching Tiger, Hidden Dragon, er undir miklum áhrifum frá afþreying- arefni, bæði hinum nývinsælu Hong Kong-kvikmyndum og japönskum myndasögum, og brúar í raun þetta bil milli fagurmenningar og afþreyingar. Ulfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur Orðið tónlist, hátíð talaðr- ar tónlistar, var einmitt há- tíð sem brúaði bil, hrærði hraustlega upp í hefðbundn- um menningaruppskriftum og flækti markalínur; bauð upp á blöndu af hinu háa og lága og öllu þar á milli. Rapp, popp, framúrstefnu- tónlist, ljóðskáld, popptextar, rímur og klassískur söngur; allt óð þetta hvað innan um annað og gekk þversog kruss yflr allar haganlegar menn- ingarpakkahugmyndir. í inngangi menningarborgarbók- lingsins er menning skilgreind sem það sem vel er gert. Bókmennta- og kvikmyndahátíðirnar báru vissulega á jakkaboðungnum merki gæða, meðan Orðið tónlist tók meiri áhættu hvað varðaði viöteknar hugmyndir um gæði. Fyrirframgefnar hugmyndir? Og þá koma vangavelturnar: Er það virkilega orðið hlutverk menningar að styrkja og staðfesta fyrirframgefnar hugmyndir okkar um hvað er góð menning, líkt og gerðist á bókmennta- og kvikmyndahátíð - en ekki á Orðinu tónlist? Mun þessi vel matreidda menning, pökkuð inn í smekklegar umbúðir vera það sem stendur eftir þegar menningarborgar(a)árið er liðið? Og góðborgararnir nikka virðulega kolli hver til annars í lok árs, ánægðir með sjálfa sig og borgina sína, öruggir í þeirri vissu að menningin er traust, góð og umfram allt í fóstum skorðum. - Ef það er þetta sem er til marks um alþýðleik íslenskrar menningar þá er hún í vondum málum. Úlfhildur Dagsdóttir í ensku knattspyrnunni í vetur? Meistarakaup hjá Wenger Örugg sigling að titlinum A „Maður miklar arraddir tímabils heyrði efasemd- í upphafi og gat ekki gert ráð fyrir góðum ár- angri þar sem við misstum tvo lykilmenn, Petit og Overmars, úr liðinu. En þau kaup sem meistarinn (Wenger) gerði hafa skilað sér frábærlega og gera það mun fyrr en hann sjálfur og flestir aðdáendur vonuðust til. Liðið er stöðugt og á ekki slæma leiki inn á milli. Menn eru alltaf aö tala um Kjartan Björrts- son, formaður stuðnings- marmaklúbbs Arsenal pool og Arsenal að vörnin sé orðin gömul en hún er eins og rauðvínið, fer bara batnandi með aldrinum. Ég held að þurfi einn mann með Viera á miðjunni og um leið og við fmnum hann hef ég engar áhyggjur af þessu. Ég er tiltölulega bjartsýnn og ég er viss um að Arsenal sé að fara inn í sitt besta leiktímabil lengi og til marks um það er liðið búið að vinna bæði Manchester United og Liver- þegar það gerðist síðast var fiðið tvöfaldur meistari." r„Þrátt fyrir geysi- lega mikið álag og meiðsli lykil- manna á undan- förnum vikum hafa leikmenn Manchester United staðið undir væntingum áhangenda sinna. Liðið er efst í úrvalsdeild- inni, hefur skorað flest mörk allra liða í úrvalsdeildinni, fimm mörkum meira en það rs 1 ' á \ Eiríkur Jóns- son harður stuðningsmað- ur Man. Utd lið sem kemur næst og einnig er lið- fyrir sigurhátíðinni á Old Trafford. ið er með mesta markamuninn, átján Manchester er einfaldalega besta mörk. Bráðlega tryggir liðið áfram- liðið á Englandi í dag." hald í Meistaradeild Evrópu, sigur á Dinamo Kiev nægir til þess að komast áfram í næstu umferð þangað sem United hefur átt fast sæti undanfarin ár, eitt enskra liða. Veturinn verður örugg sigl- ing í átt að enn einum Eng- landsmeistaratitlinum og ég sé ekki að Arsenal eða önnur lið eigi möguleika á að spila Arsenal hefur unnið baeði Manchester United og Uverpool í fyrstai leikjum ensku knattspyrnunnar og er á toppnum ásamt Manchester. Uðið nefur verið á frábæru skriði og hefur ekki tapað í 14 leikjum auk þess að vima sannfærandi sigur í sínum riðli í meistarakeppninni á meðan örmur ensk lið hafa átt þar í miklum vandræðum. við sjúklinga. Þannig getur dreifmg þjónustu leitt til verri vinnubragða og minni gæða. Við megum ekki gleyma því hve fá við erum. Meginmarkmið hlýtur að vera að gæði þjónustunnar verði sem mest. Hins vegar þarf að varast ópersónu- legar risaeiningar, bákn sem éta pen- inga og lúta ekki bestu stjórnunarað- ferðum, lifa sínu eigin lífl. Útboð undir öruggu eftírliti Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að bjóða út rekstur heilsugæslustöðvar samkvæmt vel skilgreindum þjónustu- skilyrðum og undir öruggu eftirliti. Vel má líka hugsa sér að gera þannig þjónustusamninga um rekstur ákveð- inna deilda. Ef til vill er það leið til þess að bæta kjör starfsfólks um leið og þess er freistað að ná fram hagræð- ingu. Öruggt og traust eftirlit ætti að tryggja hag sjúklinga. En tvöfóldun tækjakosts, mannafla og aðstöðu í há- tæknigreinum þar sem fjöldi aðgerða er lítill eða samkeppni sem leiddi til minni sérhæfmgar væri óvit. Guðmundur G. Þórarinsson Ummæli Rómantískt friðarfyllerí „tslenskir ráða- menn verða að vakna af þvi rómantíska friðarfyllerii sem þeir hafa verið á undan- farin ár. Því lengur sem þeir eru í vimunni, því meiri verða timburmennirnir sem við fáum að kenna á í framtíðinni. Engin fram- tíð er í því að halda áfram stuðningi við öfgastefnu Bandaríkjanna í Mið- Austurlöndunum, sem hefur byggst á tveimur pólum sem geta aldrei gengið upp." Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, Mbl. 27. okt. Allt fyrir Reykjavík „Þvert gegn því sem stjórnvöld halda fram þá hefur byggðastefna sú, sem hér hefur verið rekin á undanförnum árum, fyrst og fremst miðast við það að efla höfuðborgarsvæðið á kostnað landsbyggðarinnar... Stjórnvöld hafa stýrt nær allri erlendri fjárfestingu og uppbyggingu þekkingar- og upplýs- ingagreina inn á höfuðborgarsvæðið og er þvi ekki að undra að byggða- röskunin verði svo mikil hér á landi." Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskól- ans á Akureyri, Dagur 27. okt. Hagkvæmt að auka einkarekstur „Ein leið a.m.k. er sú að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónust- una, og það yrði hagkvæmast og skjót- virkast með auknum einkarekstri. Það á bæði við um þjónustu, sem boð- in er út af opinberum heilbrigðisstofn- unum, og með því að bjóða sjúkling- um upp á þjónustu í einkareknum sjúkrahúsum og aðgerðarstofum. Að sjálfsögðu þarf opinbera heilbrigðis- kerfið að sinna þörfum landsmanna áfram. í velferðarþjóðfélagi er það og verður undirstaðan." Úr forystugrein Mbl. 27. okt. Útúrsnúningar um lífeyrissjóðina „Lífeyrisskuldbind- ingar vegna ráðherra og þingmanna hækk- uðu um litlar 903 millj- ónir'í fyrra... Umræða um lifeyrissjóði á ís- landi einkennist af út- úrsnúningum og hreinræktaðri lygi. Þegar ráðamenn eru að hæla sér af góðri stöðu llfeyrissjóða og miða við önnur lönd rugla þeir saman, viljandi eða af fávísi, söfnunarsjóðum laun- þega á vinnumarkaði og gegnum- streymissjóðum hins-opinbera." Oddur Ólafsson blm., Dagur 27. okt. 55 Heimurinn er heima cc Á ráðstefnu um fjöl- menningarsamfélag á ís- landi, sem haldin var á Grand Hóteli 12ta október, kom fram að tæplega 500 manns höfðu svarað spurn- ingum sem Gallup hafði sent til 2000 einstaklinga af erlendum uppruna um land allt. Af þeim hópi, sem ein- ungis var tæpur fjórðungur aðspurðra, höfðu 70% stundað nám í íslensku, en 85% töldu að skylda bæri útlendinga, sem hygðust setjast að í íslandi, til að læra málið. Ennfremur kom fram að þriðjung- ur foreldra barna í leikskólum sagði þau hafa fengið stuðning vegna tungumálaerfiðleika og annarskonar aðlögunarvanda, en fimmtungur þeirra sem ekki fengu stuðning þurfti á honum að halda. Tæpur helmingur foreldra barna í skólum kvað börnin hafa fengið stuðning, en tæp 40% þeirra sem ekki fengu stuðning þurftu á honum að halda. Hryggileg saga Þessar tölur segja hryggilega sögu um aðbúnað útlendinga sem hingað flytjast. Ljóst má vera að meirihluti þeirra hefur fullan hug á að læra tungu landsmanna, en möguleikar til þess eru næsta fátæklegir. Not- hæfar kennslubækur eru engar til og námskeið sem bjóðast eru bæði rán- dýr og ófullburða. Hér hafa yfirvöld fræðslumála hrapallega brugðist, og mætti með hæfilegri illkvittni gera því skóna, að hérlendir ráðamenn hafi lítinn sem engan skilning á sóuninni sem felst í því að sniðganga og vanrækja stóran hóp þegna, sem eru ekki ein- ungis verðmætt vinnuafl, heldur færa þjóðinni að auki mikilsverð andleg verðmæti, auðga menningu okkar, gera hana fjölbeyttari, lífVæn- legri og litríkari. Aðfluttir útlendingar eru mannauður sem hver heilvita íslend- ingur á að fagna og stjórnvöldum ber að veita alla hugsanlega fyrir- greiðslu, þannig að þeir fái sem best aðlagast íslensku samfélagi. Danir hafa séö sóma sinn í að leggja árlega fram 20 milljónir króna til að efla og bæta dönskukennslu á Islandi. Fimm- eða tífalda þá summu ættum við að leggja fram til að auðvelda að- komufólki aðlögun að lífsháttum okkar. „Nýbúar" litnir hornauga íslendingar bjuggu til nýyrðið „nýbúar" og var eflaust gert í fróm- um og jákvæðum tilgangi, en orðið hefur í meðfórum almennings Siguröur A. Magníisson rithöfundur smámsaman fengið tilfinn- ingahlaðið og neikvætt inn- tak, virðist einkum vera haft um innflytjendur frá Asiu, Afríku og Suður-Am- ríku. Hvernig skyldi Islend- ingum, sem sest hafa að á Norðurlöndum eða í Þýska- landi, verða við ef þeir fengju á sig stimpil nýbú- ans? Ekki er ósennilegt að þessi orðnotkun eigi beinan eða óbeinan þátt í þeim við- brögðum landsmanna sem margir innflytjendur kvarta undan. 70% þeirra kvarta undan afskipta- leysi innfæddra, 50% hafa ekki feng- ið ákveðna þjónustu vegna erlends uppruna, 50% hafa orðið fyrir því að talað væri niður til þeirra af sömu sökum, 45% hafa mátt þola dónaleg- ar athugasemdir og 15% hótanir. Við höfum oft stært okkur af að vera lausir við kynþáttafordóma, en sann- leikurinn er sá, að grynnra á for- dómum en margur fæst til að játa. Þær fasísku tilhneigingar, sem lesa má útúr ýmsum yfirlýsingum ungra sjálfstæðismanna, sem og aðrir við- líka hleypidómar eiga rætur að rekja til djúplægrar vanmetakenndar sem elur af sér nesjamennsku og bróður hennar, sjálfbirging. Hlægíleg firra Að skylda alla útlendinga, sem hyggjast setjast að á íslandi, til að læra tungu landsmanna er í besta falli hlægileg firra en i versta falli skýlaust brot á öllum mannréttinda- sáttmálum sem Islendingar eiga að- ild að. Sennilega voru þau 20% að- spurðra útlendinga, sem voru hlynnt þeirri hugmynd, búin að læra is- lensku og létu ógert að hugsa málið til enda. Hinsvegar ber okkur skylda til að veita öllum, sem fmna hjá sér þörf til að læra málið, allan þann stuðning sem þeir þurfa á að halda, og þá ekki síst börnum og ungling- um. „Heimurinn er heima" í þvi fjöl- menningarsamfélagi sem er í burð- arliðnum hérlendis Sigurður A. Magnússon „Aðfluttir útlendingar eru mannauður sem hver heil- vita íslendingur á að fagna og stjórnvöldum ber að veita alla hugsanlega fyrírgreiðslu, þannig að þeir fái sem best aðlagast íslensku samfélagi." - íslensku- kennsla fyrír útlendinga. 4i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.