Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 28
.44 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 Tilvera I>^V Málþing í Leikhúskjallara Myndlist, almenningur, markaðurinn er yflrskrift málþings sem Sjónlistarfélagið stendur fyrir í kvöld. Frummælendur eru Anna Líndal myndlistarmaður, Þorvar Hafsteinsson kynningarfulltrúi Marels og Vilhjálmur Bjarnason frá Þjóðhagsstofnun. Dagskrá málþingsins hefst kl. 20.30 en húsið opnar kl. 19.30. Aðgangseyrir er 600 kr. Klassík ¦ ELUOTT SCHWARTZ I TON- SKOLA SIGURSVEINS Elliott Schwartz heldur fyrirlestur í sal Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar á Engjateigi 1 klukkan 20 í kvöld. í spjalli sínu mun hann fjalla um ameríska tónlist frá þessari öld og meö aðstoö tónlistarnema mun hann flytja brot úr nokkrum verka sinna. Maðurinn er í senn tónskáld, píanóleikari, rithöfundur og kennari og hefur komið yíöa fram i Banda- ríkjunum og Evrópu. í tónlist sinni "* bregður hann fyrir sig ólíkum stíl- brigðum, allt frá raftonlist og atónal- isma til hljómrænni verka. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Myndlist ¦ ÞETTA VILL PIPPU SJA Nú stendur yfir sýning á verkum sem söngkonan þjóðfræga Diddú, hefur valið til sýningar í Geröubergi. Sýningin stendur til 19. nóvember. ¦ UST j LANGHOLTSKIRKJU Nú standa yfir tvær listsýningar í Langhortskirkju. Önnur nefnist Kaleikar og krossar og hin er sýning á myndum Þorgeröar Siguröardóttur sem eru einþrykk af tréplötum. Sýningarnar standa til 19.11. ¦ SIGMAR VILHELMSSON sýnir r.K. olíumálverk í sýningarsal Gallerís Reykjavíkur, Skólavörðustíg 16. Sýningunni lýkur 16. nóvember. ¦ UÓSMYNDIR OG UÓP í Hafnarborg stendur yfir sýning á verkum Ijósmyndarans Nönnu Bisp Buchert við Ijóð Kristínar Ómarsdóttur. Sýningin heitir Sérstakur dagur. Út er komin bók með myndum Nönnu og Ijóðum Kristínar. ¦ MARGRÉT GUÐMUNPSPÓTTIR sýnir verk sín í kaffistofu Hafnarborgar. Opið er alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-18. Sýningunni lýkur 6. nóvember. ¦ ILMUR HJÁ SÆVARI Listakonan llmur Maria Stefánsdóttir sýnir innsetningu í > Gallerii Sævars Karis. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 9. nóvember. ¦ ERLA STEFÁNSDÓTTIR sýnir um þessar mundir Ijósmyndir I sal félagsins íslensk grafík í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Sýningin stendur til 5. nóvernber. ¦ SVETLANA MATUSA sýnir keramikskúlptúra í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 15. Sýningin nefnist ís og hraun og stendur hun til 1. nóvember. ¦ TÁR TÍMANS » Nú stendur yfir sýning á verki r -* listamannsins Greipar Ægis sem nefnist Tár tímans í gleraugnaversluninni SJábu, Laugavegi 40 og stendur út oktðber. ¦ HELGI HÁLFÁNARSON sýnir málverk í Listhúsinu í Laugardal til 5. nðvember. Hljómsveitin Buttercup gefur á næstunni út þriðju plötu sína og nefhist hún buttercup.is. Tvö lög af plötunni hafa þegar náð miklum vinsældum en að sögn forráða- manna sveitarinnar er tromp henn- ar ekki farið að heyrast enn. Hljómsveitin efndi til hlustunar- teitis fyrir valinn hóp á Astó sl. fóstudagskvöld. Rífandi stemning var á Astró sem vænta mátti og margt um manninn. Músíkalskt par Valur og íris voru bæði hress og vin samleg. Fagnað með hljóbfæraleikurum Davíð, gítarleikari hljómsveitarinnar, Sigríöur Hannesdóttir kona hans, Sissó versl- unarstjóri, Kittý Guðmundsdóttir, kona Símonar, bassaleikara hljómsveitarinnar, sem er lengst til hægri á myndinni. ercupgleði Astró Skeggjabir drengir Ólafur Þ. Halldórsson yfirhljóð- maður og Eysteinn Eysteinsson poppari. Kátir félagar Sveinn Snorri Sighvatsson dagskrár- gerðarmaður og Sigurjón Skærings- son, umboðsmaður Buttercup. Bíógagnrýni ^^^^^¦i Kringlubíó/Stjörnubíó - Bedazzled: ick~i~ A valdi djöfsa Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Þegar félagarnir Dudley Moore og Peter Cook skrifuðu handritið að Bed- azzled árið 1967 og léku síðan aðal- hlutverkin var grunnurinn tekinn úr Faust þar sem Djöfullinn gerir samn- ing við Faust. Segja má að Bedazzled noti sama grunn og fari síðan með puttana í húmorinn hjá þeim félögum. Til að breyta aðeins í forminu er Djöfsi, sem að skálfsögðu getur brugð- ið sér í hvers manns líki, oröinn að hinni þokkadullu og fógru Elizaberh Hurley. Er ekki annað hægt að segja en að Harold Ramis, sem leikstýrir myndinni og á þátt í gerð handritsins hafi tekist vel upp, enda húmoristi góður eins og fyrri verk hans hafa sýnt. Hurley, sem hingað til hefur ekki haft miiið fram að færa annað en fagran llkama og sætt bros smeEpassar í hlutverkið og með sinn sterka breska framburð þá er ekki laust við að hún minni á Joan Collins á góðum degi. Það er þó ekki Elizabeth Hurley, sem gerir Bedazzled að skemmtilegri gamanmynd, heldur Brendan Fraser, sem leikur fórnarlamb Kölska. Hann fer á kostum í hlutverkinu og er sama í hvort viðfamgesefni er kólómbískur eiturlyfjabarón. viðkvæmasti maður í Ragð undir fógru skinni. Elizabeth Hurley i hlutverki Satans. heimi, heimsk körfuboltastjarna, hinn fuUkomni sjarmör, eða nördinn Elliot, allt leikur í höndunum á honum. Það er einmitt í Elliot, sem Kölski sér hið fullkomna fórnarlamb. Elliott er einn af þeim mönnum sem enginn þolir á vinnustað. Er alltaf að reyna að vera fyndinn án þess að hafa snef- il að húmor og oftar en ekki treður sér uppá vinnufélaga sína. Eftir að Kölski hefur sannfært Elliot um að hann sé sá sem hann segir, sér Elliot ekki ástæðu til neins annars en aö selja Kölska sálu sína fyrir þær sjö óskir, sem í boði eru. Hvað hefur hann svosem að gera við sál sem eng- Hiimar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. inn sér eða verður var við eins og Kölski bendir honum á. Sjö óskir, að geta óskað sér hvað sem er og fá óskirnar uppfylltar er ós- kastaða fyrir hvem og einn. Elliott á þó eftir að komast að því að það er ekki sama að vera rikur og hafa sér við hlið draumadís og að vera ham- ingjusamur. Að þessu kemst hann þó ekki fyrr en hann hefur notfært sér fimm óskir að hans mati, en sex að mati Kölska. Bedazzled erfyrst og frems farsi, sem oft er fyndinn og þá sérstaklega þau atriði sem byggja á óskum Elliots. Eins og um flesta farsa dettur húmor- inn niður um stund og það gerist yfir- leitt í Bedazzled í samskiptum Kölska og Elliots. Ég hefði vilja sjá eitthvað bitastæðara i þeim atriðum, sjá meiri átök um sálina sem í veði er. í þessum atriðum er kjaftavaðallinn oftast stefnulaus. Að öðru leyti er Bedazzled hin besta skemmtun. Leikstjóri: Harold Ramis. Handrit: larry Gelbart, Harold Ramis og Peter Tolan. Kvikmyndataka: Bill Pope. Tónlist: David Newman. Lelkarar: Brendan Fraser, Eliza- beth Hurley og Francis O'Connor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.