Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2000, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2000 45 í DV Tilvera m Fjáröflun: F j ölbrautaskóla- nemar frá Sauðár- króki gefa blóð Nemendur Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki fjöl- menntu til Reykjavíkur fyrir helgi í þeim tilgangi að gefa blóð. Einar Björgvin Eiðsson, forsvarsmaður hópsins, segir að hópurinn saman standi af útskriftarnemum skólans. „Þannig er mál með vexti að á hverju ári stöndum við fyrir fjáröflun fyrir útskriftarferð. í ár ákváðum við að fara í samstarf við Blóðbankann og gera eitthvað gagnlegt og skemmti- legt. Samkvæmt fréttum undanfar- inna vikna hefur ríkt hálfgert neyðar- ástand í Blóðbankanum vegna skorts á blóði. Að þessu sinni skilum við af okkur einhverju gagnlegu með fjáröfl- uninni í stað þess að gera tóma vit- leysu í tilgangsleysi. Á undanförnum árum hefur mara- þonið, eins og við köllum fjáröflunina, falist í því að lesa bækur í heilan sól- arhring eða hlaupa ákveðinn fjölda kílómetra." ¦ 40 máttu gefa blóð Alls eru flmmtíu manns i útskrift- arhópnum og fjörutíu máttu gefa blóð að þessu sinni. Þeir sem ekki gátu gef- ið blóð fóru í heimsókn í Fjölbrauta- skólana í Breiðholti og Garðabæ þar sem þeir héldu erindi um gagnsemi þess að gefa blóð. „Erindið fjallaði lít- illega um verksvið Blððbankans og af hverju menn ættu að gerast blóðgjafar og hvaða kvaðir fylgdu því. Margir eru dauðhræddir við að gefa blóð og mikla það fyrir sér. Við ætlum að reyna að draga úr þessari hræðslu og fá fleiri í lið með okkur." Dennis til varn- ar fyrrum frú Texasguttinn Dennis Quaid er hreint ekki kátur með frásagnir sumra óvandaðra blaða vestanhafs þess efnis að hann hafi lýst fyrrum eiginkonu sína, kvikmyndastjörn- unni Meg Ryan, sem óhæfri móður. „Ég vil ekki heyra neina gagn- rýni á það hvernig Meg hefur tekist á við móðurhlutverkið. Hún er Jack ákaflega góð móðir, umhyggjusöm og ástúðleg. Allt annað er bara öm- urleg lygi," segir Dennis í viðtali við New York Post. Rokkari sakað- ur um nauðgun Rokkarinn Paul Weller, fyrrum söngvari Sultusveitarinnar vin- sælu, var handtekinn fyrir skömmu, sakaður um nauðgun. Lið- lega hálffertug kona heldur því fram að Weller hafi nauðgað henni í veislu á árinu 1996. Hún segir í við- tali við breska blaðið People að hún hafi verið of hrædd til að kæra popparann fyrr en nú. Weller neita að hafa nauðgað konunni. Weller þurfti ekki að dúsa lengi inni því hann var látinn laus gegn tryggingu. Lögreglan segist líta mál- ið alvarlegum augum og að það verði rannsakað ofan í kjölinn. Lögreglufylgd Þegar Sauðkrækingarnir voru bún- ir að gefa blóð héldu þeir í skrúð- göngu niður Laugaveginn í lögreglu- fylgd. í skrúðgöngunni dreifði hópur- inn bæklingum til að kynna starfsemi Blóðbankans og seinnipart dags fóru þeir í Kringluna í sama tilgangi. -Kip Nemendur Fjölbrautaskóla Noröurlands vestra á Sauöárkróki viö Blóðbankann Margir eru dauðhræddir við að gefa blóð. Við ætlum að reyna að draga úr þessari hræðslu og fá fleiri í lið með okkur. a Islartéi! 25% kynningarafsláttu. af hljómtækjapökkum aðeins þessa viku 30. o,kt-~ 4. nóvember AU 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is Biltæki Kynningarverð rfx-83io frá kr. 19.999.- 7.6.3il , Aðehis þessa viku eða . meöan tnw^if enö saöilar: díónaust, Akureyrr • sími 462 1300 Árvirkinn, Seifossi • sími 482 1160

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.